Dómsmálaráðuneytið skoðar nú í hverju mismunur talna um nauðungarsölur liggur, samkvæmt samtali Kjarnans við ráðuneytið. Formáli málsins er sá að mísvísandi tölur eru um nauðungarsölur á Íslandi í svörum dómsmálaráðherra við fyrirspurnum á Alþingi.
Í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Ólafs Ísleifssonar þingmanns, um nauðungarsölur, fjárnám og gjaldþrot hjá einstaklingum árið 2018, sem birt var á vef Alþingis þann 31. maí síðastliðinn, segir að í heildin voru 2.704 nauðungarsölur hjá einstaklingum á tímabilinu 2008 til 2017.
Líkt og kom fram í fyrri umfjöllun Kjarnans hafa níu þingmenn óskað eftir skýrslu frá dómsmálaráðherra um framkvæmd embætta sýslumanna á lögum um aðför og lögum um nauðungarsölu frá efnahagshruninu árið 2008. Beiðni um skýrsluna kemur í kjölfar þeirra fjölmörgu ábendinga sem komið hafa fram á undanförnum árum um mögulega misbresti í þeirri framkvæmd.