„Forsætisnefnd gjörspillt af samtryggingu karlaklíkunnar“

Þingflokksformaður Pírata kallar þá forsætisnefnd gjörspillta af samtryggingu karlaklíkunnar sem neitar að taka afstöðu til nokkurs nema hennar framkomu.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata.
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata.
Auglýsing

„Ég segi nei takk við þessu áliti, það er ekk­ert inn­tak í því og stenst ekki skoðun þegar kemur að siða­regl­unum sjálf­um.“ Þetta segir Þór­hildur Sunna Ævars­dótt­ir, þing­flokks­for­maður Pírata, í við­tali á Sprengisandi á Bylgj­unni í morg­un.

Ástæða ummæl­anna er sú að for­sætis­nefnd féllst á nið­­­ur­­­­­stöður siða­­­nefnd­ar þings­ins í síð­ustu viku þess efn­is að Þór­hild­ur Sunna hefði brotið gegn siða­regl­ur alþing­is­­­­manna með um­­­­mæl­um sín­um um Ásmund Frið­­­riks­­­­son, þing­­­­mann Sjálf­­­­stæð­is­­­­flokks­ins.

Henni finnst Alþingi hafa sett sig gríð­ar­lega niður í þessu máli og í stað­inn fyrir að rann­saka fylli­lega akst­urs­greiðslur til Ásmundar þá fest­ist þau í orð­heng­ils­hætti í ummælum hennar um að til­efni sé til að rann­saka hvort hann hafi framið refsi­vert brot.

Auglýsing

„Ég skil ekki hvernig for­sætis­nefnd, sem vísar frá stað­festu til­viki um kyn­ferð­is­lega áreitni þing­manns gagn­vart blaða­manni, sem vísar frá kvörtun vegna óhóf­legrar akst­urs­greiðslna Ásmundar Frið­riks­son­ar, sem vísar frá kvörtun vegna ítrek­aðra ummæla Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar um að það sé alvana­legt að karl­kyns þing­menn tali jafn ógeðs­lega um sam­þing­konur sínar – kon­ur, fatl­aða og sam­kyn­hneigða – sem þeir félagar á Klaust­ur­bar gerðu, kemst að þess­ari nið­ur­stöð­u,“ segir Þór­hildur Sunna.

Afþakkar gild­is­dómana

Þór­hildur Sunna segir að þetta sé sama for­sætis­nefnd sem hafi klúðrað allri með­ferð í Klaust­ur­mál­inu en kjósi að hengja sig í orð­heng­ils­hátt og gild­is­dóma um hvernig hún tjáir sig en ekki um hvað hún segir eða hvort það sé satt eða log­ið. Nefndin líti fram hjá öllum rökum um tján­ing­ar­frelsi þing­manna og skyldu hennar til að tjá sig um mál­efni líð­andi stundar og til þess að vinna gegn spill­ingu.

„Ég kalla þá for­sætis­nefnd gjör­spillta af sam­trygg­ingu karlaklíkunnar sem neitar að taka afstöðu til nokk­urs nema minnar fram­komu – ein­hverrar konu í stjórn­ar­and­stöðu sem móðg­aði mið­aldra karl,“ segir Þór­hildur Sunna.

Hún seg­ist afþakka þessa gild­is­dóma á fram­setn­ingu hennar og bendir hún á að engin rök hafi verið sett fram í áliti for­sætis­nefndar hvernig hún hefði átt að gera þetta bet­ur. „Þeir neita að skoða hvort eitt­hvað hafi verið til í því sem ég var að segja.“ Þeir hefðu ein­ungis þurft að skoða sam­hengi umræð­unnar á þessum tíma og þau gögn sem fyrir lágu og þá getað gefið sér að það væri full­kom­lega rétt­mætt að segja á þessum tíma­punkti að það hefði verið rök­studdur grunur til þess að hefja rann­sókn hvort Ásmundur Frið­riks­son hefði svikið út fé.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Eldhúsið
Kjarninn 5. júní 2020
Fjármála- og efnahagsráðuneytinu var gert að láta umbeðna tölvupósta af hendi.
Taldi tölvupósta ráðuneytis hafa komið í veg fyrir að hann fengi norræna ritstjórastöðu
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál gerði fjármálaráðuneytinu að afhenda tölvupósta um einstakling sem sóttist eftir því að verða ritstjóri norræns fræðatímarits. Sá hinn sami taldi póstana hafa spillt fyrir sér, en ráðuneytið segir að svo sé ekki.
Kjarninn 5. júní 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Ráðherra segir að pakkaferðafrumvarp hennar hafi ekki meirihluta á þingi
Frumvarp Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur um að heimila ferðaskrifstofum að borga neytendum í inneignarnótum í stað peninga mun ekki verða afgreitt á Alþingi. Hluti stjórnarþingmanna styður það ekki.
Kjarninn 4. júní 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Varist hræðsluáróður – Handbók um endurheimt þjóðareignar
Kjarninn 4. júní 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Hálfur milljarður í þróun á bóluefni frá Íslandi
Framlag Íslands skiptist þannig að 250 milljónir króna fara til bólusetningarbandalagsins Gavi og sama upphæð til CEPI sem er samstarfsvettvangur fyrirtækja og opinberra aðila um viðbúnað gegn farsóttum.
Kjarninn 4. júní 2020
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Hverjir eru þínir bakverðir?
Kjarninn 4. júní 2020
Fosshótel Hellnar er hluti af Íslandshótelum.
722 samtals sagt upp hjá tveimur hótelum og Bláa lóninu
Samtals var 722 starfsmönnum sagt upp í þremur stærstu hópuppsögnum maímánaðar; hjá Bláa lóninu, Flugleiðahóteli og Íslandshóteli. Vinnumálastofnun bárust 23 tilkynningar um hópuppsagnir í maí.
Kjarninn 4. júní 2020
Reynt að brjótast inn í tölvukerfi Reiknistofu bankanna
Brotist var inn í ysta netlag og eru engar vísbendingar um að komist hafi verið inn í kerfi Reiknistofu bankanna og viðskiptavina.
Kjarninn 4. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent