„Forsætisnefnd gjörspillt af samtryggingu karlaklíkunnar“

Þingflokksformaður Pírata kallar þá forsætisnefnd gjörspillta af samtryggingu karlaklíkunnar sem neitar að taka afstöðu til nokkurs nema hennar framkomu.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata.
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata.
Auglýsing

„Ég segi nei takk við þessu áliti, það er ekk­ert inn­tak í því og stenst ekki skoðun þegar kemur að siða­regl­unum sjálf­um.“ Þetta segir Þór­hildur Sunna Ævars­dótt­ir, þing­flokks­for­maður Pírata, í við­tali á Sprengisandi á Bylgj­unni í morg­un.

Ástæða ummæl­anna er sú að for­sætis­nefnd féllst á nið­­­ur­­­­­stöður siða­­­nefnd­ar þings­ins í síð­ustu viku þess efn­is að Þór­hild­ur Sunna hefði brotið gegn siða­regl­ur alþing­is­­­­manna með um­­­­mæl­um sín­um um Ásmund Frið­­­riks­­­­son, þing­­­­mann Sjálf­­­­stæð­is­­­­flokks­ins.

Henni finnst Alþingi hafa sett sig gríð­ar­lega niður í þessu máli og í stað­inn fyrir að rann­saka fylli­lega akst­urs­greiðslur til Ásmundar þá fest­ist þau í orð­heng­ils­hætti í ummælum hennar um að til­efni sé til að rann­saka hvort hann hafi framið refsi­vert brot.

Auglýsing

„Ég skil ekki hvernig for­sætis­nefnd, sem vísar frá stað­festu til­viki um kyn­ferð­is­lega áreitni þing­manns gagn­vart blaða­manni, sem vísar frá kvörtun vegna óhóf­legrar akst­urs­greiðslna Ásmundar Frið­riks­son­ar, sem vísar frá kvörtun vegna ítrek­aðra ummæla Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar um að það sé alvana­legt að karl­kyns þing­menn tali jafn ógeðs­lega um sam­þing­konur sínar – kon­ur, fatl­aða og sam­kyn­hneigða – sem þeir félagar á Klaust­ur­bar gerðu, kemst að þess­ari nið­ur­stöð­u,“ segir Þór­hildur Sunna.

Afþakkar gild­is­dómana

Þór­hildur Sunna segir að þetta sé sama for­sætis­nefnd sem hafi klúðrað allri með­ferð í Klaust­ur­mál­inu en kjósi að hengja sig í orð­heng­ils­hátt og gild­is­dóma um hvernig hún tjáir sig en ekki um hvað hún segir eða hvort það sé satt eða log­ið. Nefndin líti fram hjá öllum rökum um tján­ing­ar­frelsi þing­manna og skyldu hennar til að tjá sig um mál­efni líð­andi stundar og til þess að vinna gegn spill­ingu.

„Ég kalla þá for­sætis­nefnd gjör­spillta af sam­trygg­ingu karlaklíkunnar sem neitar að taka afstöðu til nokk­urs nema minnar fram­komu – ein­hverrar konu í stjórn­ar­and­stöðu sem móðg­aði mið­aldra karl,“ segir Þór­hildur Sunna.

Hún seg­ist afþakka þessa gild­is­dóma á fram­setn­ingu hennar og bendir hún á að engin rök hafi verið sett fram í áliti for­sætis­nefndar hvernig hún hefði átt að gera þetta bet­ur. „Þeir neita að skoða hvort eitt­hvað hafi verið til í því sem ég var að segja.“ Þeir hefðu ein­ungis þurft að skoða sam­hengi umræð­unnar á þessum tíma og þau gögn sem fyrir lágu og þá getað gefið sér að það væri full­kom­lega rétt­mætt að segja á þessum tíma­punkti að það hefði verið rök­studdur grunur til þess að hefja rann­sókn hvort Ásmundur Frið­riks­son hefði svikið út fé.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eitt af hverjum sex dauðsföllum tengt matarvenjum
Offita er orðið umfangsmikið lýðheilsuvandamál á Íslandi en alls þjást um fimmtungur fullorðinna Íslendinga af offitu.
Kjarninn 14. desember 2019
Friðarsamkomulag í sjónmáli?
Vonir hafa vaknað um það á mörkuðum, að tollastríð Bandaríkjanna og Kína sé möguleika að komast á endastöð, með samkomulagi í sjónmáli. Óvissa er þó enn um það.
Kjarninn 13. desember 2019
Hér má sjá áhrif eins vetrarstorms á minjar sem reynt var að verja með sandpokum. Sandpokarnir eru á víð og dreif.
Rauð viðvörun! Fornminjar á Íslandi í voða
Kjarninn 13. desember 2019
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Evrópusambandið verði kolefnishlutlaust 2050
Allir leiðtogar Evrópusambandsins, fyrir utan Pólland, samþykktu að stefna að kolefnishlutleysi álfunnar fyrir árið 2050. Hundrað milljarðar evra hafa verið eyrnamerktar samkomulaginu.
Kjarninn 13. desember 2019
Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata.
Halldóra: Vonandi upphafið af þeim bættu vinnubrögðum sem ríkisstjórnin hefur lofað
Samkomulag hefur náðst á milli þingflokksformanna og þingforseta um þinglok í næstu viku. Í samkomulaginu felst einnig loforð um bætt verklag til framtíðar.
Kjarninn 13. desember 2019
Pottersen
Pottersen
Pottersen 26. þáttur: Harry hangir með Dumbledore
Kjarninn 13. desember 2019
Stefna á þinglok í byrjun næstu viku
Allt stefnir í það að þinglok verði á þriðjudaginn næstkomandi en samkvæmt starfsáætlun þingsins hefði þingi átt að ljúka í dag.
Kjarninn 13. desember 2019
Ísland veiðir næst mest á hvern íbúa
Hlutdeild sjávarútvegsins í gjaldeyrisöflun hefur aukist undanfarin þrjú ár og skilaði greinin um fimmtungi gjaldeyristekna þjóðarbúsins á fyrri helmingi ársins. Ísland er nítjánda stærsta fiskiþjóð heims og veiðir 3,4 tonn á hvern íbúa.
Kjarninn 13. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent