„Forsætisnefnd gjörspillt af samtryggingu karlaklíkunnar“

Þingflokksformaður Pírata kallar þá forsætisnefnd gjörspillta af samtryggingu karlaklíkunnar sem neitar að taka afstöðu til nokkurs nema hennar framkomu.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata.
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata.
Auglýsing

„Ég segi nei takk við þessu áliti, það er ekk­ert inn­tak í því og stenst ekki skoðun þegar kemur að siða­regl­unum sjálf­um.“ Þetta segir Þór­hildur Sunna Ævars­dótt­ir, þing­flokks­for­maður Pírata, í við­tali á Sprengisandi á Bylgj­unni í morg­un.

Ástæða ummæl­anna er sú að for­sætis­nefnd féllst á nið­­­ur­­­­­stöður siða­­­nefnd­ar þings­ins í síð­ustu viku þess efn­is að Þór­hild­ur Sunna hefði brotið gegn siða­regl­ur alþing­is­­­­manna með um­­­­mæl­um sín­um um Ásmund Frið­­­riks­­­­son, þing­­­­mann Sjálf­­­­stæð­is­­­­flokks­ins.

Henni finnst Alþingi hafa sett sig gríð­ar­lega niður í þessu máli og í stað­inn fyrir að rann­saka fylli­lega akst­urs­greiðslur til Ásmundar þá fest­ist þau í orð­heng­ils­hætti í ummælum hennar um að til­efni sé til að rann­saka hvort hann hafi framið refsi­vert brot.

Auglýsing

„Ég skil ekki hvernig for­sætis­nefnd, sem vísar frá stað­festu til­viki um kyn­ferð­is­lega áreitni þing­manns gagn­vart blaða­manni, sem vísar frá kvörtun vegna óhóf­legrar akst­urs­greiðslna Ásmundar Frið­riks­son­ar, sem vísar frá kvörtun vegna ítrek­aðra ummæla Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar um að það sé alvana­legt að karl­kyns þing­menn tali jafn ógeðs­lega um sam­þing­konur sínar – kon­ur, fatl­aða og sam­kyn­hneigða – sem þeir félagar á Klaust­ur­bar gerðu, kemst að þess­ari nið­ur­stöð­u,“ segir Þór­hildur Sunna.

Afþakkar gild­is­dómana

Þór­hildur Sunna segir að þetta sé sama for­sætis­nefnd sem hafi klúðrað allri með­ferð í Klaust­ur­mál­inu en kjósi að hengja sig í orð­heng­ils­hátt og gild­is­dóma um hvernig hún tjáir sig en ekki um hvað hún segir eða hvort það sé satt eða log­ið. Nefndin líti fram hjá öllum rökum um tján­ing­ar­frelsi þing­manna og skyldu hennar til að tjá sig um mál­efni líð­andi stundar og til þess að vinna gegn spill­ingu.

„Ég kalla þá for­sætis­nefnd gjör­spillta af sam­trygg­ingu karlaklíkunnar sem neitar að taka afstöðu til nokk­urs nema minnar fram­komu – ein­hverrar konu í stjórn­ar­and­stöðu sem móðg­aði mið­aldra karl,“ segir Þór­hildur Sunna.

Hún seg­ist afþakka þessa gild­is­dóma á fram­setn­ingu hennar og bendir hún á að engin rök hafi verið sett fram í áliti for­sætis­nefndar hvernig hún hefði átt að gera þetta bet­ur. „Þeir neita að skoða hvort eitt­hvað hafi verið til í því sem ég var að segja.“ Þeir hefðu ein­ungis þurft að skoða sam­hengi umræð­unnar á þessum tíma og þau gögn sem fyrir lágu og þá getað gefið sér að það væri full­kom­lega rétt­mætt að segja á þessum tíma­punkti að það hefði verið rök­studdur grunur til þess að hefja rann­sókn hvort Ásmundur Frið­riks­son hefði svikið út fé.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efsta lagið á Íslandi á nær öll verðbréf í beinni eigu einstaklinga hérlendis
Á sex ára tímabili hefur verðbréfaeign Íslendinga vaxið um 192 milljarða króna, eða um 52 prósent. Af þeirri upphæð hefur 175 milljarðar króna farið til þeirra tíu prósenta landsmanna sem mest eiga, eða 91 prósent.
Kjarninn 27. september 2020
Vörur Gaza Company byggja hvort tveggja á íslenskum og palenstínskum hefðum í saumaskap.
Gjöf frá Gaza
Markmið verkefnisins Gjöf frá Gaza er að hjálpa palestínskum konum að halda fjárhagslegu sjálfstæði sínu svo þær geti framfleytt sér og fjölskyldum sínum. Nú má kaupa vörur Gaza Company á Karolinafund og styðja þannig við verkefnið.
Kjarninn 27. september 2020
Eggert Gunnarsson
Stórihvellur
Kjarninn 27. september 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir
Nokkur orð um stöðuna
Kjarninn 27. september 2020
Halldór Benjamín var gestur í Silfrinu í dag.
Segir algjöran skort hafa verið á samtali
Halldór Benjamín Þorbergsson sagði í Silfrinu í morgun að verkalýðshreyfingin hefði hafnað því að eiga í samtali um útfærsluatriði Lífskjarasamnings. Kosning fyrirtækja innan SA um afstöðu til uppsagnar kjarasamninga hefst á morgun.
Kjarninn 27. september 2020
Tuttugu ný smit innanlands – fjölgar á sjúkrahúsi
Fjórir einstaklingar liggja nú á sjúkrahúsi vegna COVID-19 og fjölgar um tvo milli daga. Einn sjúklingur er á gjörgæslu.
Kjarninn 27. september 2020
Framundan er stór krísa en við höfum val
„Okkar lærdómur af heimsfaraldrinum er sá að við höfum gengið of hart fram gagnvart náttúrunni og það er ekki víst að leiðin sem við vorum á sé sú besta,“ segir Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur.
Kjarninn 27. september 2020
James Albert Bond er hér til vinstri ásamt Daniel Craig sem hefur farið með hlutverk njósnarans James Bond síðustu ár.
Bond, James Bond
Margir kannast við eina frægustu persónu hvíta tjaldsins, James Bond njósnara hennar hátignar. Sem ætíð sleppur lifandi, þótt stundum standi tæpt. Færri vita að til var breskur njósnari með sama nafni, sá starfaði fyrir Breta í Póllandi.
Kjarninn 27. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent