„Forsætisnefnd gjörspillt af samtryggingu karlaklíkunnar“

Þingflokksformaður Pírata kallar þá forsætisnefnd gjörspillta af samtryggingu karlaklíkunnar sem neitar að taka afstöðu til nokkurs nema hennar framkomu.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata.
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata.
Auglýsing

„Ég segi nei takk við þessu áliti, það er ekk­ert inn­tak í því og stenst ekki skoðun þegar kemur að siða­regl­unum sjálf­um.“ Þetta segir Þór­hildur Sunna Ævars­dótt­ir, þing­flokks­for­maður Pírata, í við­tali á Sprengisandi á Bylgj­unni í morg­un.

Ástæða ummæl­anna er sú að for­sætis­nefnd féllst á nið­­­ur­­­­­stöður siða­­­nefnd­ar þings­ins í síð­ustu viku þess efn­is að Þór­hild­ur Sunna hefði brotið gegn siða­regl­ur alþing­is­­­­manna með um­­­­mæl­um sín­um um Ásmund Frið­­­riks­­­­son, þing­­­­mann Sjálf­­­­stæð­is­­­­flokks­ins.

Henni finnst Alþingi hafa sett sig gríð­ar­lega niður í þessu máli og í stað­inn fyrir að rann­saka fylli­lega akst­urs­greiðslur til Ásmundar þá fest­ist þau í orð­heng­ils­hætti í ummælum hennar um að til­efni sé til að rann­saka hvort hann hafi framið refsi­vert brot.

Auglýsing

„Ég skil ekki hvernig for­sætis­nefnd, sem vísar frá stað­festu til­viki um kyn­ferð­is­lega áreitni þing­manns gagn­vart blaða­manni, sem vísar frá kvörtun vegna óhóf­legrar akst­urs­greiðslna Ásmundar Frið­riks­son­ar, sem vísar frá kvörtun vegna ítrek­aðra ummæla Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar um að það sé alvana­legt að karl­kyns þing­menn tali jafn ógeðs­lega um sam­þing­konur sínar – kon­ur, fatl­aða og sam­kyn­hneigða – sem þeir félagar á Klaust­ur­bar gerðu, kemst að þess­ari nið­ur­stöð­u,“ segir Þór­hildur Sunna.

Afþakkar gild­is­dómana

Þór­hildur Sunna segir að þetta sé sama for­sætis­nefnd sem hafi klúðrað allri með­ferð í Klaust­ur­mál­inu en kjósi að hengja sig í orð­heng­ils­hátt og gild­is­dóma um hvernig hún tjáir sig en ekki um hvað hún segir eða hvort það sé satt eða log­ið. Nefndin líti fram hjá öllum rökum um tján­ing­ar­frelsi þing­manna og skyldu hennar til að tjá sig um mál­efni líð­andi stundar og til þess að vinna gegn spill­ingu.

„Ég kalla þá for­sætis­nefnd gjör­spillta af sam­trygg­ingu karlaklíkunnar sem neitar að taka afstöðu til nokk­urs nema minnar fram­komu – ein­hverrar konu í stjórn­ar­and­stöðu sem móðg­aði mið­aldra karl,“ segir Þór­hildur Sunna.

Hún seg­ist afþakka þessa gild­is­dóma á fram­setn­ingu hennar og bendir hún á að engin rök hafi verið sett fram í áliti for­sætis­nefndar hvernig hún hefði átt að gera þetta bet­ur. „Þeir neita að skoða hvort eitt­hvað hafi verið til í því sem ég var að segja.“ Þeir hefðu ein­ungis þurft að skoða sam­hengi umræð­unnar á þessum tíma og þau gögn sem fyrir lágu og þá getað gefið sér að það væri full­kom­lega rétt­mætt að segja á þessum tíma­punkti að það hefði verið rök­studdur grunur til þess að hefja rann­sókn hvort Ásmundur Frið­riks­son hefði svikið út fé.

Fimm fjölmiðlamenn með yfir milljón á mánuði á RÚV
Egill Helgason var tekjuhæsti fjölmiðlamaðurinn á RÚV á síðasta ári en þar á eftir kemur Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Tryggvi Felixson
Norrænt samstarf – öflugt eða orðin tóm?
Kjarninn 20. ágúst 2019
Ásakar Samtök atvinnulífsins um valdarán
Formaður VR vill að atvinnurekendur víki úr stjórnum lífeyrissjóða þar sem þeir vilji hafa sjóðina út af fyrir sig „svo hægt sé að halda braskinu áfram með peninga og fjármuni launafólks.“
Kjarninn 20. ágúst 2019
Eigendur Aton.JL. Frá vinstri: Agnar Tr. Lemacks, Ingvar Sverrisson, Viggó Örn Jónsson og Huginn Freyr Þorsteinsson.
Jónsson & Le’macks og Aton sameinast
Ráðgjafarfyrirtækið Aton og auglýsingastofan Jónsson & Le‘macks hafa nú sameinast undir nafninu Aton.JL.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Sýn ofmat tekjur sínar og vanmat kostnað við útsendingu miðla
Sýn sendi frá sér afkomuviðvörun í dag. Tekjur 2019 verða tæplega 400 milljónum krónum lægri en áætlað var. Félagið mun kynna stefnumótun til framtíðar samhliða næsta uppgjöri sínu, sem birt verður í næstu viku.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna.
Undirbúa mótmæli vegna komu Pence
Samtök hernaðarandstæðinga boða til opins fundar þar sem skipulögð verða mótmæli vegna heimsóknar Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna til landsins.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
Fyrirtækjarekstur, Secret Solstice, samgöngustyrkir og Hinsegin dagar
Kjarninn 20. ágúst 2019
Björn Ingi Hrafnsson.
Björn Ingi segir kyrrsetningu hafa valdið sér fjártjóni og vandræðum
Ritstjóri Viljans segir að íþyngjandi og óréttmæt kyrrsetning eigna hans sé ástæða fjárhagsvandræða sem hann hafi átt við. Hann býst við að tjón sitt verði bætt af hinu opinbera.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent