Jarðgöng yfir í Gufunes og lágbrú sem þverar hafnarsvæðið við Kleppsvík eru meðal tillaga starfshóp um Sundabraut á vegum ríkisins og samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu Stjórnarráðsins.
Sundahöfn er megingátt Íslands í vöruflutningum á sjó, að því er kemur fram í tilkynningunni en Hvorki hábrú yfir í Kleppsvík né botngöng voru taldir fýsilegir kostir. Jarðgöng myndu hafa lítil sem engin áhrif á starfsemi og möguleika á framtíðarþróun Sundahafnar. Samkvæmt kostnaðarútreikningum væru jarðgöng þó töluvert dýrari en aðrar lausnir og myndi að öllum líkindum laða að sér minni umferð.
Sundabrautin myndi tengja uppsveitir borgarinnar betur saman milli Kjalarnes, greiða fyrir umferð fólks og...
Posted by Sigurður Ingi Jóhannsson on Tuesday, July 2, 2019