Fjórir kandídatar koma til greina sem arftaki Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Það eru þau Frans Timmerman, Margarete Vestager, Ursula von der Leyen og Manfred Weber. Valið er þó ekki í höfn þar sem mikið er deilt um kandídatana.
Juncker lætur af störfum sínum nú í október, en hann hefur gegnt embættinu síðan árið 2014. Fundir hafa staðið yfir um helgina langt fram á nætur um að velja næsta forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Auglýsing
Hvernig fer valið fram?
21 ríki þurfa að samþykkja nýjan forseta framkvæmdastjórnar ásamt því að mannfjöldi þeirra ríkja þarf að vera fulltrúi 65 prósent heildarmannfjölda Evrópusambandsins.
Evrópuþingið getur haft áhrif á val arftaka Juncker með því að tilnefna Spitzenkandídat. Hver og einn stjórnmálahópur innan þingsins stingur upp á einum einstakling til að taka að sér hlutverkið. Forseti framkvæmdastjórnarinnar verður sá Spitzenkandídat sem kemur úr flokknum með flest sæti eða sá sem nokkrir flokkar hafa fylkt sér bak við.
Ekki er þó um formlegt ferli að ræða þar sem ekki eru reglurnar skráðar í neinn sáttmála. Um er því að ræða venju fremur en reglu. Hins vegar, verði annar einstaklingur en Spitzenkandídatinn valinn af Leiðtogaráði Evrópu gæti Evrópuþingið komið í veg fyrir að hann hljóti tilnefningu vegna óánægju sinnar.
Hverjir koma til greina?
Frans Timmerman er einn mögulegra arftaka. Angela Merkel hefur þó varað við því að velja hann þar sem hann sé of vinstrisinnaður fyrir marga harðlínu Brexitliða og hægri popúlistahreyfingar í Póllandi og Ítalíu. Það gæti komið í veg fyrir að hann yrði samþykktur af Evrópuþinginu. Hann hefur enn fremur verið harður gagnrýnandi á stefnu Boris Johnson. Timmerman er fyrrum utanríkisráðherra Hollands og talar sjö tungumál. Hann var Spitzenkandídat Sósíalista og Lýðræðissinna innan þingsins.
Annar sem kemur til greina er Manfred Weber er þingmaður Evrópuþingsins og leiðtogi European People’s Party (EPP) sem er miðju-hægri flokkur og enn fremur stærsti flokkurinn innan þingsins með 182 sæti af 751.
Margarete Vestager kæmi einnig til greina en hún er samkeppnisstjóri Evrópusambandsins. Vestager hefur stuðning lýðræðissinna ogGrænunga, en atkvæði þeirra eru nauðsynleg til að ná meirihlutaatkvæðum innan þingsins. Vestager hefur mikla reynslu í stjórnunarstöðum þar sem hún hefur áður verið í stöðu menntamálaráðherra, innanríkisráðherra og efnahagsráðherra Danmerkur.
Þriðji mögulegi arftakinn er Manfred Weber. Hann er talinn óreyndur þar sem hann hefur takmarkaða reynslu af stjórnunarstörfum, auk þess sem hann sé þýskur sem margir telja að gæti gefið Þýskalandi of mikið vald innan Evrópusambandsins, að því er segir í frétt RÚV.
Fjórði möguleikinn er Ursula von der Leyen. Hún er varnarmálaráðherra þýskalands og nýtur stuðnings bæði Macron og Merkel. Hún hefur einnig unnið að félagsmálum í þýskalandi undir stjórn Merkel. Sama gæti þó verið uppi á teningnum og með Weber, mögulega þykir hún of tengd Merkel.
Finna þarf arftaka á fleiri vígvöllum
Bæði Angela Merkel og Emmanuel Macron studdu áður Timmerman á meðan Visegrád 4 ríkin svokölluðu, það eru Pólland,Ungverjaland, Tékkland og Slóvakía, hafa fylkt sér gegn honum. Timmerman er mikil gagnrýnandi á þróun dómskerfisins í löndunum fjórum.
Einnig þarf að finna þurfi arftaka fyrir Donald Tusk, forseta leiðtogaráðs Evrópu, Mario Draghi, forseta evrópska seðlabankans, og Frederica Mogherini, æðsta fulltrúa sambandsins í utanríkis- og öryggismálum.