Tveir af hverjum þremur vilja fjölga eftirlitmyndavélum um landið. Einungis 12 prósent aðspurða eru andvíg fjölgun myndavéla. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar sem Zenter rannsóknir framkvæmdu fyrir Fréttablaðið dagana 25. til 27. júní.
Fjölgun eftirlitsmyndavéla
Í könnuninni segjast 67,5 prósent vera hlynnt fjölgun myndavéla, þar af segjast 30 prósent mjög hlynnt slíkri fjölgun, en 36 prósent frekar hlynnt. Þá voru 12 prósent þeirra sem tóku afstöðu andvíg fjölgun myndavéla, þar af fimm prósent mjög andvíg.
Lögregluembættin og Neyðarlínan hafa átt í samstarfi við sveitarfélög undanfarið ár um fjölgun eftirlitsmyndavéla. Í maí í fyrra voru 34 virkar eftirlitsmyndavélar á vegum lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Kristinn J. Ólafsson, verkefnastjóri hjá Reykjavíkur, segir í samtali við Fréttablaðið að samkomulaginu um öryggismyndavélar sé þannig háttað að borgin kaupir vélarnir og útvegar ljósleiðarasamband. Neyðarlínan ber síðan ábyrgð á uppsetningu og viðhaldi og lögreglan annar vöktun.
Konur líklegri til að vilja fjölga eftirlitsmyndavélum
Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar er lítill munur á afstöðu eftir búsetu tekjum og menntun en munur eftir kyni. Alls segjast 75 prósent kvenna vilja fjölga eftirlitmyndavélum en 60 prósent karla.
Í niðurstöðum könnun Ríkislögreglustjóra um reynslu landsmanna af afbrotum og öryggistilfinningu íbúa í fyrra kemur fram að konur upplifa mun minna öryggi en karlar í miðborg Reykjavíkur þegar myrkur er skollið á eða eftir miðnætti um helgar. Alls sögðust 75,5 prósent kvenna vera óöruggar einar á ferli í miðborg Reykjavíkur, eftir miðnætti um helgar eða þegar myrkur er skollið á, samanborið við 43,5 prósent karla.