Tveir af hverjum þremur vilja fjölga eftirlitsmyndavélum

Mikill meirihluti landsmanna, eða alls 67,5 prósent, vill fjölga eftirlitsmyndavélum um landið. Þá eru konur líklegri til að vilja fjölga myndavélum en karlar.

Eftirlitsmyndavél
Auglýsing

Tveir af hverjum þremur vilja fjölga eft­ir­lit­mynda­vélum um land­ið. Ein­ungis 12 pró­sent aðspurða eru and­víg fjölgun mynda­véla. Þetta kemur fram í nið­ur­stöðum könn­unar sem Zenter ­rann­sóknir fram­kvæmdu fyr­ir Frétta­blaðið dag­ana 25. til 27. jún­í. 

Fjölgun eft­ir­lits­mynda­véla

Í könn­un­inni segj­ast 67,5 ­pró­sent vera hlynnt fjölgun mynda­véla, þar af segj­ast 30 pró­sent mjög hlynnt slíkri fjölg­un, en 36 pró­sent frekar hlynnt. Þá voru 12 pró­sent þeirra sem tóku afstöðu and­víg fjölgun mynda­véla, þar af fimm pró­sent mjög and­víg. 

Lög­reglu­emb­ættin og Neyð­ar­línan hafa átt í sam­starfi við sveit­ar­fé­lög und­an­farið ár um fjölgun eft­ir­lits­mynda­véla. Í maí í fyrra voru 34 virkar ­eft­ir­lits­mynda­vél­ar á vegum lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Auglýsing

Krist­inn J. Ólafs­son, verk­efna­stjóri hjá Reykja­vík­ur, segir í sam­tali við Frétta­blaðið að sam­komu­lag­inu um örygg­is­mynda­vélar sé þannig háttað að borgin kaupir vél­arnir og útveg­ar ­ljós­leið­ara­sam­band. Neyð­ar­línan ber síð­an á­byrgð á upp­setn­ingu og við­haldi og lög­reglan ann­ar vökt­un.

Konur lík­legri til að vilja fjölga eft­ir­lits­mynda­vél­um 

Sam­kvæmt nið­ur­stöðum könn­un­ar­innar er lít­ill munur á afstöðu eftir búsetu tekjum og menntun en munur eftir kyni. Alls segj­ast 75 pró­sent kvenna vilja ­fjölga ­eft­ir­lit­mynda­vélum en 60 pró­sent karla. 

Í nið­ur­stöðum könnun Rík­is­lög­reglu­stjóra um reynslu lands­manna af afbrotum og ­ör­ygg­is­til­finn­ing­u í­búa í fyrra kemur fram að konur upp­lifa mun minna öryggi en karlar í mið­borg Reykja­víkur þegar myrkur er skollið á eða eft­ir mið­nætt­i um helg­ar. Alls sögð­ust 75,5 pró­sent kvenna vera óör­uggar einar á ferli í mið­borg Reykja­vík­ur, eft­ir mið­nætt­i um helgar eða þegar myrkur er skollið á, sam­an­borið við 43,5 pró­sent karla. 

Öryggistilfinning Mynd: Reykjavíkurborg

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Dagur B. Eggertsson
Dagur: Nauðsyn­legt að hætta skot­grafa­hernaði varðandi ferðamáta
Borgarstjórinn segir að nauðsyn­legt sé að kom­ast „út úr þeim skot­grafa­hernaði að líta á að ein­hver einn ferðamáti skuli ráða“. Hann vill að Borgarlínunni verði flýtt.
Kjarninn 13. júlí 2020
Charles Michel, formaður leiðtogaráðs ESB, á blaðamannafundi síðasta föstudag.
Erfiðar viðræður um björgunarpakka ESB framundan
Aðildarríki Evrópusambandsins munu reyna að sammælast um björgunarpakka vegna efnahagslegra afleiðinga COVID-19 faraldursins næsta föstudag. Búist er við erfiðum viðræðum þar sem mikill ágreiningur ríkir milli landa um stærð og eðli útgjaldanna.
Kjarninn 12. júlí 2020
Stíflurnar loka fyrir flæði sjávar úr Adríahafi inn í Feneyjalónið.
Feneyingar prófa flóðavarnir sem beðið hefur verið eftir
Framkvæmdir við flóðavarnakerfi Feneyinga hafa staðið yfir frá því 2003. Verkefnið er langt á eftir áætlun og kostnaður við það hefur margfaldast.
Kjarninn 12. júlí 2020
Meiri áhugi virðist vera á íbúðum utan höfuðborgarsvæðisins.
Fleiri kaupa utan Reykjavíkur
Talið er að vaxtalækkanir Seðlabankans hafi komið í veg fyrir mikla niðursveiflu á íbúðamarkaðnum, sem tekið hefur við sér að nokkru leyti á síðustu mánuðum. Fleiri kjósa þó að kaupa íbúð utan höfuðborgarsvæðisins heldur en innan þess.
Kjarninn 12. júlí 2020
Trump stígur í vænginn við Færeyinga
Bandaríkjamenn hafa mikinn áhuga á aukinni samvinnu við Færeyinga. Þótt í orði kveðnu snúist sá áhugi ekki um hernaðarsamvinnu dylst engum hvað að baki býr.
Kjarninn 12. júlí 2020
Fé á leið til slátrunar.
Bændum á Íslandi heimilt að aflífa dýr utan sláturhúsa með ýmsum aðferðum
Yrði sláturhús á Íslandi óstarfhæft vegna hópsmits yrði fyrsti kosturinn sá að senda dýr til slátrunar í annað sláturhús. Ef aflífa þarf dýr utan sláturhúsa mega bændur beita til þess ýmsum aðferðum, m.a. gösun, höfuðhöggi og pinnabyssu.
Kjarninn 12. júlí 2020
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent