Greta Thunberg og umhverfisaktívistar eru helsta ógn Samtaka olíu-útflutningsfyrirtækja (OPEC) að mati Mohammed Barkindo, aðalframkvæmdastjóra samtakanna. Greta Thunberg hefur sagt þetta vera stærsta hrós sem hún hafi hlotið, að því er kemur fram í frétt The Guardian.
Hin sextán ára Greta Thunberg hefur farið sem stormsveipur um heiminn og meðal annars verið tilnefnd til friðarverðlauna Nóbels.
OPEC hefur um 80 prósent allra olíubirgða í heiminum, en samtökin segjast ekki bera ábyrgð á lofstlagsbreytingum, samkvæmt fréttaflutningi The Guardian.
“There is a growing mass mobilisation of world opinion... against oil" and this is "perhaps the greatest threat to our industry".
— Greta Thunberg (@GretaThunberg) July 4, 2019
OPEC calls the school strike movement and climate campaigners their “greatest threat”.
Thank you! Our biggest compliment yet!https://t.co/f3anMLo4XX
Í fréttaskýringu RÚV um þessa athyglisverðu stelpu segir að afskipti hennar af loftslagsmálum hafi byrjað fyrir alvöru í maí í fyrra þegar hún var meðal vinningshafa í ritgerðasamkeppni sem Svenska Dagbladet efndi til. Upp úr því hafi ýmsir haft samband við hana og næstu vikur hafi verið lagt á ráðin um aðgerðir sem skólakrakkar gætu gripið til til að vekja athygli á loftslagsmálum.
Hún hafi hins vegar ekki séð fram á að þær aðgerðir myndu gera mikið gagn, þannig að hún ákvað að gera þetta bara ein og sjálf. Það fyrsta sem hún hafi gert var að útbúa stórt spjald á stofugólfinu heima hjá sér með áletruninni Skolstrejk för klimatet eða Skólaverkfall fyrir loftslagið.
Íslensk börn innblásin af Gretu
Íslensk börn hafa á föstudögum í vetur skrópað í skólann og mætt á Austurvöll til að krefja íslensk stjórnvöld um aðgerðir í loftslagsmálum. Þau krefjast þess að Ísland taki af skarið, hlusti á vísindamenn, lýsi yfir neyðarástandi og láti hið minnsta 2,5 prósent af þjóðarframleiðslu renna beint til loftslagsaðgerða. Þar verði atvinnulífið einnig að axla ábyrgð og til þess verði ákveðin viðhorfsbreyting að eiga sér stað.