Greta Thunberg er helsta ógn olíufyrirtækja

Hin sextán ára Greta Thunberg segist taka titlinum sem helsta ógn olíufyrirtækja sem stærsta hrósi sem hún hafi hlotið.

Greta Thunberg
Auglýsing

Greta Thun­berg og umhverf­isaktí­vistar eru helsta ógn Sam­taka olíu­-­út­flutn­ings­fyr­ir­tækja (OPEC) að mati Mohammed Barkindo, aðal­fram­kvæmda­stjóra sam­tak­anna. Greta Thun­berg hefur sagt þetta vera stærsta hrós sem hún hafi hlot­ið, að því er kemur fram í frétt The Guar­di­an.

Hin sextán ára Greta Thun­berg hefur farið sem storm­sveipur um heim­inn og meðal ann­ars verið til­nefnd til frið­ar­verð­launa Nóbels.

Auglýsing
Í frétt the Guar­dian kemur fram að Greta Thun­berg telji orð aðal­fram­kvæmda­stjór­ans vera eins konar heið­urs­merki. Barkindo telur að aktí­vist­arnir séu farnir að ráða stefnu­mótun og ákvörðun fyr­ir­tækja auk fjár­fest­inga í olíu­ðin­að­in­um, að því er kemur fram í frétt­inni. Barkindo hefur sakað aktí­vista um að afvega­leiða fólk í lofts­lags­um­ræð­unn­i. 

OPEC hefur um 80 pró­sent allra olíu­birgða í heim­in­um, en sam­tökin segj­ast ekki bera ábyrgð á lof­st­lags­breyt­ing­um, sam­kvæmt frétta­flutn­ingi The Guar­di­an. 

Í frétta­­skýr­ingu RÚV um þessa athygl­is­verðu stelpu segir að afskipti hennar af lofts­lags­­málum hafi byrjað fyrir alvöru í maí í fyrra þegar hún var meðal vinn­ings­hafa í rit­­gerða­­sam­keppni sem Svenska Dag­bla­det efndi til. Upp úr því hafi ýmsir haft sam­­band við hana og næstu vikur hafi verið lagt á ráðin um aðgerðir sem skólakrakkar gætu gripið til til að vekja athygli á lofts­lags­­mál­­um.

Hún hafi hins vegar ekki séð fram á að þær aðgerðir myndu gera mikið gagn, þannig að hún ákvað að gera þetta bara ein og sjálf. Það fyrsta sem hún hafi gert var að útbúa stórt spjald á stofu­­gólf­inu heima hjá sér með áletr­un­inni Skol­strejk för klima­tet eða Skóla­verk­­fall fyrir lofts­lag­ið.

Íslensk börn inn­blásin af Gretu

Íslensk börn hafa á föstu­dögum í vetur skrópað í skól­ann og mætt á Aust­ur­völl til að krefja íslensk stjórn­völd um aðgerðir í lofts­lags­mál­um. Þau krefj­ast þess að Ísland taki af skar­ið, hlusti á vís­inda­menn, lýsi yfir neyð­ar­á­standi og láti hið minnsta 2,5 pró­sent af þjóð­ar­fram­leiðslu renna beint til lofts­lags­að­gerða. Þar verði atvinnu­lífið einnig að axla ábyrgð og til þess verði ákveðin við­horfs­breyt­ing að eiga sér stað.

Mótmæli ungs fólks vegna loftslagsbreytingaBólusótt í hættu
Er réttlætanlegt að geyma veirur eins og bólusótt, sem geta valdið jafnmiklum mannskaða og raun ber vitni?
Kjarninn 21. september 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærðar græjur, Sambandið og Apple Arcade
Kjarninn 21. september 2019
Birgir Birgisson
Reið hjól
Kjarninn 21. september 2019
Þjálfa þarf peningahund til að berjast gegn peningaþvætti
Embætti tollstjóra skortir bæði þekkingu og úrræði til að geta almennilega haft eftirlit með smygli á reiðufé til Íslands. Á meðal þeirra úrræða sem lagt er til að ráðist verði í er að þjálfa peningahund.
Kjarninn 21. september 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Að iðka mannréttindi
Kjarninn 21. september 2019
Athuga hvar eftirlitsaðilar gera ónauðsynlegar kröfur til matvæla
Umhverfisráðherra hefur hrundið af stað aðgerðum til að vinna gegn matarsóun á Íslandi. Meðal annars verður gerð athugun á því hvar eftirlitsaðilar gera mögulega ónauðsynlegur kröfur til matvælaöryggis sem ýtt gætu undir matarsóun.
Kjarninn 21. september 2019
Brim-flétta KS fagnaðarefni fyrir Skagfirðinga
Eftir að hafa keypt hlutabréf í Brimi, og selt nokkrum vikum síðar, hefur Kaupfélag Skagfirðinga styrkt stöðu sína.
Kjarninn 21. september 2019
„Ljótur leikur hjá stjórnvöldum“
Formaður Viðreisnar gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir viðbrögð við beiðni um skaðabætur.
Kjarninn 20. september 2019
Meira úr sama flokkiErlent