Greta Thunberg er helsta ógn olíufyrirtækja

Hin sextán ára Greta Thunberg segist taka titlinum sem helsta ógn olíufyrirtækja sem stærsta hrósi sem hún hafi hlotið.

Greta Thunberg
Auglýsing

Greta Thun­berg og umhverf­isaktí­vistar eru helsta ógn Sam­taka olíu­-­út­flutn­ings­fyr­ir­tækja (OPEC) að mati Mohammed Barkindo, aðal­fram­kvæmda­stjóra sam­tak­anna. Greta Thun­berg hefur sagt þetta vera stærsta hrós sem hún hafi hlot­ið, að því er kemur fram í frétt The Guar­di­an.

Hin sextán ára Greta Thun­berg hefur farið sem storm­sveipur um heim­inn og meðal ann­ars verið til­nefnd til frið­ar­verð­launa Nóbels.

Auglýsing
Í frétt the Guar­dian kemur fram að Greta Thun­berg telji orð aðal­fram­kvæmda­stjór­ans vera eins konar heið­urs­merki. Barkindo telur að aktí­vist­arnir séu farnir að ráða stefnu­mótun og ákvörðun fyr­ir­tækja auk fjár­fest­inga í olíu­ðin­að­in­um, að því er kemur fram í frétt­inni. Barkindo hefur sakað aktí­vista um að afvega­leiða fólk í lofts­lags­um­ræð­unn­i. 

OPEC hefur um 80 pró­sent allra olíu­birgða í heim­in­um, en sam­tökin segj­ast ekki bera ábyrgð á lof­st­lags­breyt­ing­um, sam­kvæmt frétta­flutn­ingi The Guar­di­an. 

Í frétta­­skýr­ingu RÚV um þessa athygl­is­verðu stelpu segir að afskipti hennar af lofts­lags­­málum hafi byrjað fyrir alvöru í maí í fyrra þegar hún var meðal vinn­ings­hafa í rit­­gerða­­sam­keppni sem Svenska Dag­bla­det efndi til. Upp úr því hafi ýmsir haft sam­­band við hana og næstu vikur hafi verið lagt á ráðin um aðgerðir sem skólakrakkar gætu gripið til til að vekja athygli á lofts­lags­­mál­­um.

Hún hafi hins vegar ekki séð fram á að þær aðgerðir myndu gera mikið gagn, þannig að hún ákvað að gera þetta bara ein og sjálf. Það fyrsta sem hún hafi gert var að útbúa stórt spjald á stofu­­gólf­inu heima hjá sér með áletr­un­inni Skol­strejk för klima­tet eða Skóla­verk­­fall fyrir lofts­lag­ið.

Íslensk börn inn­blásin af Gretu

Íslensk börn hafa á föstu­dögum í vetur skrópað í skól­ann og mætt á Aust­ur­völl til að krefja íslensk stjórn­völd um aðgerðir í lofts­lags­mál­um. Þau krefj­ast þess að Ísland taki af skar­ið, hlusti á vís­inda­menn, lýsi yfir neyð­ar­á­standi og láti hið minnsta 2,5 pró­sent af þjóð­ar­fram­leiðslu renna beint til lofts­lags­að­gerða. Þar verði atvinnu­lífið einnig að axla ábyrgð og til þess verði ákveðin við­horfs­breyt­ing að eiga sér stað.

Mótmæli ungs fólks vegna loftslagsbreytingaFjöldi tilkynntra kynferðisafbrota mun hærri en vanalega
Tilkynningum um kynferðisbrot til lögreglunnar fjölgar. Fjölgunin nemur 18 prósentum á tímabilinu.
Kjarninn 18. júlí 2019
Stjórn HB Granda samþykkir kaup á sölufélögum í Asíu og breytir nafninu í Brim
Félagið gerði kauptilboð í asísku félögin fyrir 4,4 milljarð króna. Nýtt nafn á að markaðssetja félagið á alþjóðamörkuðum.
Kjarninn 18. júlí 2019
Útganga án Brexit-samnings myndi valda efnahagslægð í Bretlandi
Efnahagslægð Breta mun hefjast á næsta ári verði enginn samningur gerður um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu samkvæmt Skrifstofu Bretlands um ábyrg fjárlög. Spá Seðlabanka Bretlands er þó mun svartsýnni.
Kjarninn 18. júlí 2019
Ólafur Margeirsson
Hvaða lausafjárskortur?
Kjarninn 18. júlí 2019
Lækka skerðingu örorkubóta
Ný lagabreyting breytir tekjuviðmiði örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega. Formaður Öryrkjabandalags Íslands segir hópinn nú fá 35 aura afslátt af krónu á móti krónu skerðingunni og hún nemi 65 prósentum í stað hundrað.
Kjarninn 18. júlí 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Sigurður Ingi vill ganga eins langt og hægt er í nýrri löggjöf um jarðakaup
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segist binda vonir við að frumvarp um jarðakaup útlendinga hér á landi verði tilbúið snemma í haust.
Kjarninn 18. júlí 2019
Óskammfeilnir stjórnmálamenn koma ítrekað fram með blekkingar
Hagfræðiprófessor segir að stjórnmál samtímans gangi nú í gegnum mikla erfiðleika, vegna veikara lýðræðis og uppgangs blekkinga óskammfeilinna stjórnmálamanna. Hann segir fjármálakreppuna hafa haft mikil áhrif um allan heim á uppgang popúlisma.
Kjarninn 17. júlí 2019
Katrín Jakobsdóttir segir ummæli Trump dæma sig sjálf
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir ummæli Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, um þingkonur Demókrataflokksins óboðleg og segir ummælin dæma sig sjálf.
Kjarninn 17. júlí 2019
Meira úr sama flokkiErlent