SÍN í stað LÍN

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur birt drög að nýjum lögum um LÍN í samráðsgátt stjórnvalda. Með frumvarpinu er lagt til að innleitt verði nýtt námsstyrkjakerfi samhliða námslánakerfi.

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Auglýsing



Lilja Alfreðs­dótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, hefur birt drög að nýjum lögum um náms­lána­kerfið LÍN í sam­ráðs­gátt. Með frum­varp­inu er lagt til að inn­leitt verði nýtt náms­styrkja­kerfi sam­hliða náms­lána­kerf­inu og nafni sjóðs­ins í kjöl­farið breytt í SÍN, stuðn­ings­sjóður íslenskra náms­manna.

Helstu breyt­ing­arnar sem lagðar eru til með frum­varp­inu eru að þeir ­sem ljúka próf­gráðu innan til­greinds tíma geti fengið náms­styrk sem nemur 30 pró­sentum af höf­uð­stól ­náms­láns, auk þess sem náms­styrkur verður veittur vegna fram­færslu barna lán­þega. 

Þriðja atlagan að breyttu lána­kerfi

Í des­em­ber í fyrra skip­aði mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra starfs­hóp um lána­kjör Lána­sjóðs íslenskra náms­manna. Frum­varpið er samið út frá til­lögum starfs­hóps­ins og er mark­miðið með frum­varp­inu að ganga skref­inu lengri í átt að því að tryggja hags­munum náms­manna á Íslandi betur en gert hefur ver­ið. 

Frum­varpi er þriðju atlagan að breyt­ingu á náms­lána­kerf­inu en tæp 30 ár eru liðin frá setn­ingu núgild­andi laga um Lána­sjóð íslenskra náms­manna. Náms­menn hafa á und­an­förnum árum kallað eftir bættu náms­lána­kerfi og auknum fjár­hags­legum stuðn­ingi við nám sitt frá íslenska rík­in­u. 

Félags­legur jöfn­un­ar­sjóður

Í fyrra tók Ísland þátt í sam­an­burð­ar­könnun á högum evr­ópska háskóla­nema í 28 ríkjum í Evr­ópu. Nið­ur­stöður könn­un­ar­innar sýnd­u að íslenskir náms­menn hafi almennt miklar fjár­hags­legar áhyggjur og meta fjár­hags­stöðu sína slæma. Sam­kvæmt könn­un­inni meta 34 pró­sent íslenskra háskóla­nema fjár­hags­stöðu sína annað hvort alvar­lega eða mjög alvar­lega. Þetta hlut­fall er þó nokkuð yfir með­al­tali, en í Evr­ópu er með­al­talið 26 prósent. 

Auglýsing

Að sama skapi hafa kann­anir sem gerðar hafa verið á vegum Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­ina, OECD, sýnt fram á að háskóla­nemar hér á landi eru almennt eldri en gengur og ger­ist ann­ars staðar á Norð­ur­lönd­un­um. Hvergi er jafn lágt hlut­fall í yngsta ald­urs­hópn­um, 24 ára og yngri, og að sama skapi er hvergi jafn hátt hlut­fall nema í elstu ald­urs­hóp­un­um, 30 ára og eldri.

Í grein­ar­gerð frum­varps­ins segir að frum­varp­inu er ætl­að að tryggja jafn­rétti til náms á Íslandi og að hér sé kerfi sem dragi úr aðstöðumun í sam­fé­lag­inu og tryggi eftir því sem kostur er öllum sem í hlut eiga jafna mögu­leika og jöfn tæki­færi. Þannig á mögu­leiki á menntun að vera án til­lits til land­fræði­legra aðstæðna, kyns eða efna­hags­legra og félags­legra aðstæðn­a. 

Með frum­varp­inu er því lagt til til að nafni Lána­sjóðs íslenskra náms­manna verði breytt í Stuðn­ings­sjóð íslenskra náms­manna og að hann verði rek­inn sem félags­legur jöfn­un­ar­sjóð­ur.

30 pró­sent nið­ur­færsla af höf­uð­stól

Í frum­varp­inu má finna nýmæli sem snýr að styrkjum til lán­þega náms­lána. Almenna beina styrki til lán­þega náms­lána er ekki að finna í núgild­andi náms­lána­kerfi á Íslandi en slík styrkja­kerfi eru hins vegar við lýði á öðrum Norð­ur­lönd­um. Í frum­varpi er lagt til að náms­menn geti áunnið sér styrki ljúki þeir próf­gráðu innan til­greinds tíma. Fjár­hæð náms­styrks­ins verður 30 pró­sent nið­ur­færsla af höf­uð­stól náms­láns­ins að námi loknu. Styrkirnir eru því ekki ætl­aðir til fram­færslu meðan á námi stendur enda falla þeir ekki til fyrr en að námi lokn­u. 

Mynd: Birgir Þór HarðarssonÍ grein­ar­gerð frum­varps­ins segir að ástæða þess að þessi leið sé valin sé vegna þess að hún sé „langtum ein­fald­ari og skil­virk­ari“ en til dæmis það styrkja­kerfi sem þekk­ist í Dan­mörku þar sem styrkirnir eru greiddir út líkt og náms­lán hér­lend­is. „­Með þessu kerfi verið að hvetja náms­menn til að ljúka námi á til­skildum tíma. Þetta er nauð­syn­legt til að ná því mark­miði sem styrkirnir eiga m.a. að stuðla að, þ.e. að sporna við þeirri þróun að náms­menn íleng­ist að óþörfu í námi.“ segir í grein­ar­gerð­inn­i. 

Í grein­ar­gerð­inni segir jafn­framt að náms­menn á Ísland eru lík­legri til að hafa fjöl­skyldu á fram­færi en náms­menn í öðrum Evr­ópu­ríkj­um. Sam­kvæmt fyrr­nefndri sam­an­burð­ar­könnun á högum háskóla­nema átti þriðj­ungur svar­enda á Íslandi eitt barn eða fleiri, sem er hæsta hlut­fall meðal þátt­töku­ríkj­anna, og 41,2 pró­sent yngstu barna voru yngri en þriggja ára. 

Í ljósi þess­­ara aðstæðna náms­­manna og til að styrkja SÍN sem félags­­­legan jöfn­un­­ar­­sjóð var ákveðið að veita beinan styrk á meðan námi stendur vegna barna lán­þega náms­lána. Í frum­varp­inu er tekið fram að lagt sé til að ­náms­styrkirn­ir verða und­an­skild­ir skatt­i. 

Náms­lán greidd út mán­að­ar­lega

Enn fremur er lagt til í frum­varp­in­u að heim­ilt verði að greiða náms­lán út mán­að­­ar­­lega en náms­­menn hafa allt frá setn­ingu núgild­andi laga barist fyrir því að sam­­tíma greiðslur yrðu settar á að nýju. 

Auk þess er gert ráð fyrir því að meg­in­reglan verði að náms­lán skulu greidd með mán­að­­ar­­legum afborg­unum og að fullu end­­ur­greidd á því ári þegar lán­þegi nær 65 ára aldri. Lán­þegar geta einnig valið hvort þeir þrepa­­skipti end­­ur­greiðslum náms­lána sinna eða end­­ur­greiði með tekju­tengdum afborg­unum séu náms­­lok hans áður eða á 35 ald­­ursári. Auk er lögð til sú breyt­ing að við náms­­lok geti lán­þegi valið um hvort hann end­­ur­greiði náms­lán sín með verð­­tryggðu eða óverð­­tryggðu skulda­bréfi.

Með frum­varpi eru einnig lagðar til heim­ildir handa ráð­herra að veita tíma­bundna ívilnun við end­­ur­greiðslur náms­lána vegna til­­­tek­inna náms­­greina og handa lán­þegum sem eru búsettir og starfa í brot­hætt­u­m ­byggð­­um. Heim­ild­­irnar eru ætl­­aðar til þess að gefa ráð­herra tæki­­færi til þess að bregð­­ast við ástandi þar sem skortur er við­var­andi eða fyr­ir­­sjá­an­­legur á fólki með til­­­tekna menntun með því að skapa sér­­stakan hvata til þess að sækja þá menntun eða starfa í til­­­tek­inni starfs­­grein og/eða til þess að bregð­­ast við ástandi þar sem vöntun er á mennt­uðum ein­stak­l­ingum í brot­hættum byggð­u­m. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent