Ómannað japanskt geimfar er nú lent á loftsteini í 300 milljón kílómetra fjarlægð frá jörðu. Geimfarið sem er á stærð við stóran ísskáp leitar nú sýna á loftsteininum í von um að varpa ljósi á þróun sólkerfis okkar. Þetta kemur fram í grein the Guardian.
Geimfarið sem kallast Hayabusa2 lenti örugglega á loftsteininum Ryugu og er það í annað sinn sem geimfar hefur lent á loftsteininum. Þetta er í fyrsta sinn sem könnunarfar tekur sýni af yfirborði loftsteins, að því er kemur fram í fréttinni. Geimkönnunarstofnun Japans, Jaxa, telur að vatn og lífræn efni gætu leynst á loftsteininum.
Sólarknúið geimfar
Geimfarið snýr til jarðar á næsta ári og munu vísindamenn strax hefja að rannsaka sýnin sem farið safnaði. Geimfarið er knúið af sólarskildi og hefur hafið að senda myndir frá loftsteininum.
[PPTD] July 11 at 10:51 JST: Gate 5 check. The state of the spacecraft is normal and the touchdown sequence was performed as scheduled. Project Manager Tsuda has declared that the 2nd touchdown was a success!
— HAYABUSA2@JAXA (@haya2e_jaxa) July 11, 2019
Hayabusa2 þurfti að lenda afar varlega þar sem þvermál loftsteinsins er einungis um kílómetri í þvermál og hefur lítið aðdráttarafl. Kostnaður leiðangursins er metinn á 270 milljónir dollara eða rúmlega 34 milljarða íslenskra króna.