Þrettán umsækjendur eru um embætti ráðuneytisstjóra í mennta- og menningarmálaráðuneytinu en umsóknarfrestur rann út síðasta mánudag. Fimm konur og átta karlar sóttu um stöðuna, sem gert er ráð fyrir að skipað verður í frá 1. desember 2019. Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins.
Sat í hæfnisnefnd um skipun skrifstofustjóra félagsmálaráðuneytisins
Einn umsækjendanna er Páll Magnússon, bæjarritari Kópavogs. Páll var forstjóri Bankasýslu ríkisins um skeið og gaf kost á sér til formennsku í Framsóknarflokknum á landsþingi árið 2008. Hann sat auk þess í þriggja manna hæfnisnefnd sem mat hæfi umsækjenda sem sóttu um embætti þriggja skrifstofustjóra á fagskrifstofum í félagsmálaráðuneytinu fyrr á árinu. Samkvæmt lögum Stjórnarráðs Íslands skipar ráðherrar skrifstofustjóra að fengnu mati hæfnisnefndar.
Umsækjendurnir um stöðu ráðuneytisstjóra eru eftirfarandi:
- Friðrik Jónsson, deildarstjóri
- Guðmundur Sigurðsson, prófessor
- Hafdís Helga Ólafsdóttir, skrifstofustjóri
- Helgi Grímsson, sviðsstjóri
- Hlynur Sigursveinsson, hagfræðingur
- Ingileif Ástvaldsdóttir, skólastjóri
- Jón Vilberg Guðjónsson, skrifstofustjóri
- Karitas H. Gunnarsdóttir, skrifstofustjóri
- Magnús Einarsson, framhaldsskólakennari
- Margrét Björk Svavarsdóttir, framkvæmdastjóri og stjórnunarráðgjafi
- Margrét Hallgrímsdóttir, þjóðminjavörður
- Páll Magnússon, bæjarritari
- Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri.