Trúa að rödd þeirra geti haft áhrif

Tveir fulltrúar frá ungmennaráði heimsmarksmiðanna munu ávarpa ráðherrafund um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna í New York á morgun.

Kristbjörg Mekkín Helgadóttir og Sigurður Einarsson Mäntylä flytja ávörp á ráðherrafundi um heimsmarkmiðin á morgun.
Kristbjörg Mekkín Helgadóttir og Sigurður Einarsson Mäntylä flytja ávörp á ráðherrafundi um heimsmarkmiðin á morgun.
Auglýsing

Ísland kynnir á morgun stöðu inn­leið­ingar heims­mark­miða Sam­ein­uðu þjóð­anna um sjálf­bæra þróun á árlegum ráð­herra­fundi í New York. Auk for­sæt­is­ráð­herra ávarpa tveir full­trúar frá ung­menna­ráði heims­marksmið­anna fund­inn, þau Krist­björg Mekkín Helga­dóttir og Sig­urður Einn­ar­son Män­tylä. Ung­menna­ráð heims­mark­mið­anna var sett á fót af stjórn­völdum til að virkja ung­menni lands­ins og vekja athygli á heims­mark­mið­unum og sjálf­bærri ­þróun, 

Ráða­fólki ber skylda að hlusta á það sem þau hafa að segja

Í júní skil­uðu stjórn­völd Sam­ein­uðu þjóð­unum fyrstu land­rýn­is­skýrsl­unni um stöðu Íslands gagn­vart heims­mark­mið­un­um. Í skýrsl­unni er fjallað um inn­leið­ingu íslenskra stjórn­valda á heims­mark­mið­unum á inn­lendum og erlendum vett­vang­i. 

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Mynd: Bára Huld Beck„Sam­þykkt heims­mark­mið­anna árið 2015 mark­aði mikil tímamót en ríki heims hafa aldrei áður sett sér jafn víð­tæk, sam­eig­in­leg ­mark­mið. Ís­land tók virkan þátt í samn­inga­við­ræð­unum um heims­mark­miðin og lagði áherslu á end­ur­nýj­an­lega orku, stöðvun land­eyð­ing­ar, sjálf­bæra nýt­ingu og verndun hafs­ins, jafn­rétt­i kynj­anna og fram­farir í lækn­ingu sjúk­dóma og skaða á tauga­kerf­in­u,“ segir í skýrsl­unni

Auglýsing

Í skýrsl­unni er lögð sér­stök áhersla á börn, kynslóð­ina sem mun taka við eftir að gild­ist­ími heims­mark­mið­anna hefur runnið sitt skeið. „Víða um heim, þar á meðal á Ís­landi, hafa ­börn og ung­menni und­an­farið mót­mælt aðgerða­leysi stjórn­valda í lofts­lags­mál­um. Þessi ­sam­staða er sterk vís­bend­ing um að börn beri ugg í brjósti yfir þeim veru­leika sem fyrri kynslóðir hafa skapað framtíð­inni og ráða­fólki ber skylda til að hlusta á það sem þau hafa að ­segja,“ segir í skýrsl­unni.

Tólf full­trúar á aldr­inum 13 til 18 ára

Í ljósi þess að í barna­sátt­mála ­Sam­ein­uðu þjóð­anna sé kveðið skýrt á um rétt barna til að láta ­skoð­anir sínar í ljós og til að hafa áhrif á málefni er þau varða þá ákváðu stjórn­völd að virkja þátt­t­öku ung­menna á Ís­landi í gegnum ung­menn­aráð heims­mark­miða Sam­ein­uðu þjóð­anna. Í skýrsl­unni segir að meg­in­mark­mið ung­menna­ráðs­ins sé að vekja athygli á heims­mark­mið­unum og sjálf­bærri þró­un, bæði á meðal ung­menna og innan sam­fé­lags­ins í heild.

Ung­menna­ráðið sam­anstendur af tólf full­trú­um, víðs vegar af land­inu, á ald­urs­bil­inu 13 til 18 ára. Ung­menna­ráðið fundar árlega með rík­is­stjórn­inni en ung­menna­ráðið afhenti rík­is­stjórn­inni fyrstu yfir­lýs­ingu ráðs­ins í mars síð­ast­liðn­um.

Vilja að fram­gang frek­ari stór­iðju verði stöðvað taf­ar­laust 

Í yfir­lýs­ing­unni er vitnað í skýrslu milli­ríkja­nefndar Sam­ein­uðu þjóð­anna sem kom út í októ­ber 2018 en þar kemur fram að heim­ur­inn hafi til árs­ins 2030 til að fram­kvæma „for­dæma­lausar aðgerð­ir“ til að halda með­al­hita jarðar í skefj­um. Auk þess segir í skýrsl­unni að ung­menni séu stór hluti af lausn­inni enda þurfi að virkja allt sam­fé­lag­ið. 

„Við erum mjög þakklát fyrir þau tæki­færi sem við höfum fengið en okkur finnst þó að fleiri ættu að fá tæki­færi sem þessi að eiga í beinum sam­skiptum við stjórn­völd. Það verður verk­efni okkar að takast á við afleið­ingar þeirra ákvarð­ana sem teknar eru í dag. Þess vegna er mik­il­vægt að við fáum rödd meðal þeirra sem eru að móta sam­félög okkar og löggjöf­ina sem okkur er gert að búa við. Nauð­syn­legt er þó að gleyma ekki að þið hafið valdið og von­andi vilj­ann til breyt­inga því næstu tíu árin eru lyk­ilár í að ráða ör­lögum kom­andi kynslóða. Við þekkjum öll frest­un­aráráttu í okkar dag­lega lífi og hvernig dag­ar, mán­uð­ir, jafn­vel ár geta liðið án nokk­urs árang­urs. Klukkan tifar, tím­inn heldur áfram en spurn­ingin er, hvenær mun sein­asta sand­kornið falla?,“ segir í yfir­lýs­ing­unn­i. 

Mynd:Votlendi.isUng­menna­ráðið vekur meðal ann­ars athygli á að það þurfi að fylla upp í skurði þar sem vot­lendi gefi frá sér ónauð­syn­lega mikið magn koltví­oxíðs. Auk telur ráðið að sam­ræma þurfi flokk­un­ar­kerfi þvert yfir sveit­ar­fé­lög. 

Enn fremur vill ung­menna­ráðið að fram­gang frek­ari stór­iðju verði stöðvað taf­ar­laust og að afsláttum auk und­an­þágu í hag stór­iðj­unnar veðri afleitt. „­Stóriðja stendur fyrir miklum raf­orku­kaupum á Ís­landi og sí­fellt er verið að auka fram­leiðslu raf­orku til að upp­fylla þeirra kröf­ur. Margar virkj­ana­fram­kvæmdir hefðu verið ónauð­syn­legar ef ekki hefði verið fyrir umfang stóriðju.“ 

Ákvarð­anir sem teknar eru í dag munu hafa áhrif á fram­tíð þeirra

Á morgun munu tveir full­trúar úr ung­menna ráðunn­i ávarpa ráð­herra­fundi í New York um heims­mark­mið ­Sam­ein­uð­u ­þjóð­anna. Í til­kynn­ingu Stjórna­ráðs­ins um fund­inn er haft eftir Krist­björgu Mekkín Helga­dótt­ur, öðrum full­trú­anna, að svo lengi sem ein­hver sé til­bú­inn að hlusta af alvöru þá telji hún að rödd unga ­fólks­ins ­geti haft áhrif. 

„Það er samt svo mik­il­vægt að halda áfram að nýta rödd sína þó manni finn­ist maður á tímum vera að kalla inn í tómið. Við von­umst til þess að með þessu erindi okkar munum við koma röddum ung­menna á Íslandi eins vel til skila og við get­um, það er svo bara að krossa putta að ein­hver sé til­bú­inn að hlust­a,“ segir Krist­björg .

Sig­urður Ein­ars­son Män­tylä, hinn full­trú­inn, tekur í sama streng og spyr af hverju ung­menni ættu ekki að fá að taka þátt í þeim ákvörð­unum sem teknar eru í dag og munu fyrst og fremst hafa áhrif á fram­tíð þeirra. „­Vald­hafar þurfa að eiga sam­ráð við öll ung­menni, líka þau sem hafa ekk­ert endi­lega áhuga á stjórn­málum og lofts­lags­breyt­ingum því aðeins þá getum við tryggt sanna sam­vinn­u,“ segir Sig­urð­ur.

Ísland skipu­leggur þar að auki tvo hlið­ar­við­burði sem fara fram á morgun og fjalla þeir báðir um ung­menni. Hægt verður að fylgj­ast með full­trúum ung­menna­ráðs­ins á In­stagram síð­u UngRÚV.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent