Trúa að rödd þeirra geti haft áhrif

Tveir fulltrúar frá ungmennaráði heimsmarksmiðanna munu ávarpa ráðherrafund um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna í New York á morgun.

Kristbjörg Mekkín Helgadóttir og Sigurður Einarsson Mäntylä flytja ávörp á ráðherrafundi um heimsmarkmiðin á morgun.
Kristbjörg Mekkín Helgadóttir og Sigurður Einarsson Mäntylä flytja ávörp á ráðherrafundi um heimsmarkmiðin á morgun.
Auglýsing

Ísland kynnir á morgun stöðu inn­leið­ingar heims­mark­miða Sam­ein­uðu þjóð­anna um sjálf­bæra þróun á árlegum ráð­herra­fundi í New York. Auk for­sæt­is­ráð­herra ávarpa tveir full­trúar frá ung­menna­ráði heims­marksmið­anna fund­inn, þau Krist­björg Mekkín Helga­dóttir og Sig­urður Einn­ar­son Män­tylä. Ung­menna­ráð heims­mark­mið­anna var sett á fót af stjórn­völdum til að virkja ung­menni lands­ins og vekja athygli á heims­mark­mið­unum og sjálf­bærri ­þróun, 

Ráða­fólki ber skylda að hlusta á það sem þau hafa að segja

Í júní skil­uðu stjórn­völd Sam­ein­uðu þjóð­unum fyrstu land­rýn­is­skýrsl­unni um stöðu Íslands gagn­vart heims­mark­mið­un­um. Í skýrsl­unni er fjallað um inn­leið­ingu íslenskra stjórn­valda á heims­mark­mið­unum á inn­lendum og erlendum vett­vang­i. 

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Mynd: Bára Huld Beck„Sam­þykkt heims­mark­mið­anna árið 2015 mark­aði mikil tímamót en ríki heims hafa aldrei áður sett sér jafn víð­tæk, sam­eig­in­leg ­mark­mið. Ís­land tók virkan þátt í samn­inga­við­ræð­unum um heims­mark­miðin og lagði áherslu á end­ur­nýj­an­lega orku, stöðvun land­eyð­ing­ar, sjálf­bæra nýt­ingu og verndun hafs­ins, jafn­rétt­i kynj­anna og fram­farir í lækn­ingu sjúk­dóma og skaða á tauga­kerf­in­u,“ segir í skýrsl­unni

Auglýsing

Í skýrsl­unni er lögð sér­stök áhersla á börn, kynslóð­ina sem mun taka við eftir að gild­ist­ími heims­mark­mið­anna hefur runnið sitt skeið. „Víða um heim, þar á meðal á Ís­landi, hafa ­börn og ung­menni und­an­farið mót­mælt aðgerða­leysi stjórn­valda í lofts­lags­mál­um. Þessi ­sam­staða er sterk vís­bend­ing um að börn beri ugg í brjósti yfir þeim veru­leika sem fyrri kynslóðir hafa skapað framtíð­inni og ráða­fólki ber skylda til að hlusta á það sem þau hafa að ­segja,“ segir í skýrsl­unni.

Tólf full­trúar á aldr­inum 13 til 18 ára

Í ljósi þess að í barna­sátt­mála ­Sam­ein­uðu þjóð­anna sé kveðið skýrt á um rétt barna til að láta ­skoð­anir sínar í ljós og til að hafa áhrif á málefni er þau varða þá ákváðu stjórn­völd að virkja þátt­t­öku ung­menna á Ís­landi í gegnum ung­menn­aráð heims­mark­miða Sam­ein­uðu þjóð­anna. Í skýrsl­unni segir að meg­in­mark­mið ung­menna­ráðs­ins sé að vekja athygli á heims­mark­mið­unum og sjálf­bærri þró­un, bæði á meðal ung­menna og innan sam­fé­lags­ins í heild.

Ung­menna­ráðið sam­anstendur af tólf full­trú­um, víðs vegar af land­inu, á ald­urs­bil­inu 13 til 18 ára. Ung­menna­ráðið fundar árlega með rík­is­stjórn­inni en ung­menna­ráðið afhenti rík­is­stjórn­inni fyrstu yfir­lýs­ingu ráðs­ins í mars síð­ast­liðn­um.

Vilja að fram­gang frek­ari stór­iðju verði stöðvað taf­ar­laust 

Í yfir­lýs­ing­unni er vitnað í skýrslu milli­ríkja­nefndar Sam­ein­uðu þjóð­anna sem kom út í októ­ber 2018 en þar kemur fram að heim­ur­inn hafi til árs­ins 2030 til að fram­kvæma „for­dæma­lausar aðgerð­ir“ til að halda með­al­hita jarðar í skefj­um. Auk þess segir í skýrsl­unni að ung­menni séu stór hluti af lausn­inni enda þurfi að virkja allt sam­fé­lag­ið. 

„Við erum mjög þakklát fyrir þau tæki­færi sem við höfum fengið en okkur finnst þó að fleiri ættu að fá tæki­færi sem þessi að eiga í beinum sam­skiptum við stjórn­völd. Það verður verk­efni okkar að takast á við afleið­ingar þeirra ákvarð­ana sem teknar eru í dag. Þess vegna er mik­il­vægt að við fáum rödd meðal þeirra sem eru að móta sam­félög okkar og löggjöf­ina sem okkur er gert að búa við. Nauð­syn­legt er þó að gleyma ekki að þið hafið valdið og von­andi vilj­ann til breyt­inga því næstu tíu árin eru lyk­ilár í að ráða ör­lögum kom­andi kynslóða. Við þekkjum öll frest­un­aráráttu í okkar dag­lega lífi og hvernig dag­ar, mán­uð­ir, jafn­vel ár geta liðið án nokk­urs árang­urs. Klukkan tifar, tím­inn heldur áfram en spurn­ingin er, hvenær mun sein­asta sand­kornið falla?,“ segir í yfir­lýs­ing­unn­i. 

Mynd:Votlendi.isUng­menna­ráðið vekur meðal ann­ars athygli á að það þurfi að fylla upp í skurði þar sem vot­lendi gefi frá sér ónauð­syn­lega mikið magn koltví­oxíðs. Auk telur ráðið að sam­ræma þurfi flokk­un­ar­kerfi þvert yfir sveit­ar­fé­lög. 

Enn fremur vill ung­menna­ráðið að fram­gang frek­ari stór­iðju verði stöðvað taf­ar­laust og að afsláttum auk und­an­þágu í hag stór­iðj­unnar veðri afleitt. „­Stóriðja stendur fyrir miklum raf­orku­kaupum á Ís­landi og sí­fellt er verið að auka fram­leiðslu raf­orku til að upp­fylla þeirra kröf­ur. Margar virkj­ana­fram­kvæmdir hefðu verið ónauð­syn­legar ef ekki hefði verið fyrir umfang stóriðju.“ 

Ákvarð­anir sem teknar eru í dag munu hafa áhrif á fram­tíð þeirra

Á morgun munu tveir full­trúar úr ung­menna ráðunn­i ávarpa ráð­herra­fundi í New York um heims­mark­mið ­Sam­ein­uð­u ­þjóð­anna. Í til­kynn­ingu Stjórna­ráðs­ins um fund­inn er haft eftir Krist­björgu Mekkín Helga­dótt­ur, öðrum full­trú­anna, að svo lengi sem ein­hver sé til­bú­inn að hlusta af alvöru þá telji hún að rödd unga ­fólks­ins ­geti haft áhrif. 

„Það er samt svo mik­il­vægt að halda áfram að nýta rödd sína þó manni finn­ist maður á tímum vera að kalla inn í tómið. Við von­umst til þess að með þessu erindi okkar munum við koma röddum ung­menna á Íslandi eins vel til skila og við get­um, það er svo bara að krossa putta að ein­hver sé til­bú­inn að hlust­a,“ segir Krist­björg .

Sig­urður Ein­ars­son Män­tylä, hinn full­trú­inn, tekur í sama streng og spyr af hverju ung­menni ættu ekki að fá að taka þátt í þeim ákvörð­unum sem teknar eru í dag og munu fyrst og fremst hafa áhrif á fram­tíð þeirra. „­Vald­hafar þurfa að eiga sam­ráð við öll ung­menni, líka þau sem hafa ekk­ert endi­lega áhuga á stjórn­málum og lofts­lags­breyt­ingum því aðeins þá getum við tryggt sanna sam­vinn­u,“ segir Sig­urð­ur.

Ísland skipu­leggur þar að auki tvo hlið­ar­við­burði sem fara fram á morgun og fjalla þeir báðir um ung­menni. Hægt verður að fylgj­ast með full­trúum ung­menna­ráðs­ins á In­stagram síð­u UngRÚV.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Ferðaþjónustan skreppur saman en sjávarútvegurinn er í sókn
Rúmlega helmingi færri störfuðu í ferðaþjónustu á síðasta ársfjórðungi miðað við árið á undan. Störfum í sjávarútvegi hefur hins vegar fjölgað um helming.
Kjarninn 11. júlí 2020
„Þegar dætrum mínum var ógnað, náðu þeir mér“
Þegar Guðrún Jónsdóttir gekk inn í Kvennaathvarfið árið 1988 til að taka sína fyrstu vakt mætti henni kasólétt kona með glóðarauga. Hún hafði gengið inn í heim sem hafði fram til þessa verið henni gjörsamlega hulinn. „Ég grét í heilan sólarhring.“
Kjarninn 11. júlí 2020
Eldishús með Aviary Pro 10 varpkerfi frá Hellmann sambærilegt kerfum sem verða í notkun að Vallá.
Stjörnuegg vill fjölga fuglum í allt að 95 þúsund að Vallá
Fyrirtækið Stjörnuegg hf. áformar breytingar á eldishúsum sínum að Vallá á Kjalarnesi sem yrðu til þess að hægt væri að koma þar fyrir 95 þúsund fuglum í stað 50 þúsund nú. Slíkum fjölda fylgja um 3.500 tonn af hænsnaskít á ári.
Kjarninn 11. júlí 2020
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent