Greiðir 6,7 milljarða fyrir hlutinn í Icelandair Hotels

Berjaya Land Berhad, sem stofnað var af milljarðamæringnum Vincent Tan, mun greiða 53,6 milljónir dala, jafnvirði um 6,7 milljarða króna, fyrir 75 prósent hlutafjár í Icelandair Hotels og þeim fasteignum sem tilheyra hótelrekstrinum.

Vincent Tan
Vincent Tan
Auglýsing

Mala­síska fyr­ir­tækja­sam­stæð­an Berja­ya Land Ber­had mun greiða 53,6 millj­ón­ir dala, jafn­virði um 6,7 millj­arða króna fyrir 75 pró­sent hluta­fjár í Icelanda­ir Hot­els og þeim fast­eignum sem til­heyra hót­el­rekstr­in­um. Stofn­andi og stjórn­­­ar­­for­­mað­ur­ Berja­ya er Tan S­ri Dato Vincent Tan, kaup­­sýslu­­maður frá Malasíu, en hann er eig­andi breska knatt­spyrnu­fé­lags­ins Car­diff City. Frá þessu er greint í Mark­að­inum, fylgi­riti Frétta­blaðs­ins, í dag.

Tan seg­ir, í við­tali við Við­skipta­Mogg­ann í dag, að hann sjái mikil tæki­færi á íslenskum hót­el­mark­aði en hann kannar nú mögu­leika á því að reisa nýtt hágæð­alúx­us­hótel hér á landi.

Háð end­ur­fjár­mögnun skulda

Í til­kynn­ingu Berjaya til mala­sísku kaup­hall­ar­innar segir að kaup Ber­a­yja séu háð því að skuldir Icelandair Hot­els verði end­ur­fjár­magn­aðar með nýjum lánum upp á 64 til 72 millj­ón­ir dala sem jafn­gildir átta til níu millj­örðum króna. Kaupin eru einnig háð sam­þykki dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins á grund­velli laga um eign­ar­rétt og afnota­rétt fast­eigna,.

Kaup­­samn­ing­­ur­inn gerir ráð fyrir að Berjaya eign­ist 75 pró­­sent hlut, og að við­­skiptin gangi í gegn um ára­­mót­in. Við­­skiptin gera ráð fyrir að Icelandair haldi eftir 25 pró­­sent hlut í að minnsta kosti þrjú ár, en eftir það muni Berjaya eign­ist þann hlut. Icelanda­ir Hot­els er með fjöl­breytta gist­i­­­mög­u­­­leika um land allt og heild­­­ar­­­fjöldi her­bergja­fram­­­boðs fé­lags­ins er 1.811. Að auki hygg­st fé­lag­ið, í sam­­­starfi við Hilt­on Hot­els, opna nýtt 145 her­bergja glæsi­hót­­­el á Land­símareit árið 2020.

Auglýsing

Í til­kynn­ingu sem Icelandair Group send­i ­kaup­höll­inni á Íslandi kom fram að að heild­ar­virði hót­el­keðj­unnar og tengdra fast­eigna, hlutafé og vaxta­ber­and­i skuld­ir, væri 136 millj­ónir dala, um 17,1 millj­arður króna, í við­skipt­un­um. Aftur á móti segir í til­kynn­ingu Berjaya að hlutafé Icelandair Hot­els og fast­eign­anna sé ­metið á 71,5 millj­ónir dala í við­skipt­unum miðað við stöðu vaxta­ber­andi skulda keðj­unn­ar, sem séu 64 millj­ónir dala, og veltu­fjár­muna henn­ar. Áætlað kaup­verð á 75 pró­sentum hluta­fjár­ins sé þannig lið­lega 53,6 millj­ónir dala en end­an­legt verð mun ráð­ast af fjár­hags­stöðu hót­el­keðj­unnar þegar kaup­in ­ganga í gegn í lok árs­ins. 

Tekj­ur Icelanda­ir Hot­els námu 97 millj­­­ón­um USD árið 2018 og heild­­­ar­­­fjöldi starf­­­manna var 699. EBITDA hót­­­el­­­rekstr­­­ar­ins var 7 millj­­­ón­ir USD og leig­u­­­tekj­ur fast­­­eigna tengd­um hót­­­el­­­rekstr­in­um námu 5 millj­­­ón­um USD. Heild­­­ar­flat­­­ar­­­mál fast­­­eign­anna er 17.738 m2 og sam­an­standa af Hilt­on Canopy Reykja­vík, Icelanda­ir Hót­­­el Ak­­­ur­eyri, Icelanda­ir Hót­­­el Mý­vatni og Icelanda­ir Hót­­­el Hér­­að­i. 

Mikil tæki­færi í íslenskri ferða­þjón­ustu

Vincent Tan seg­ist sjá mikil tæki­færi í íslenskra ferða­þjón­ustu til lengri tíma í við­tali við Við­skipta­mogg­ann í dag og þá sér­stak­lega fyrir vel þá borg­andi ferða­menn sem koma til lands­ins. „Ég tel að það sé pláss á mark­aðnum fyrir alvöru lúx­us­hótel og við erum að kanna mögu­leika á að bæta slíkri ein­ingu inn í eigna­safnið hjá Icelandair Hot­els.“ 

Félag Tan á eign á Geirs­göt­u  11 þar sem nú stendur fisk­vinnslu­hús. Aðspurður hvort að sú eign komi til greinar sem stað­setn­ing fyrir slíkt lúxus hótel segir hann að það muni tím­inn leiða í ljós. 

Tekjuhæstu forstjórar landsins með á þriðja tug milljóna á mánuði
Tekjublöðin koma út í dag og á morgun. Sex forstjórar voru með yfir tíu milljónir króna á mánuði í tekjur að meðaltali í fyrra.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Dauðu atkvæðin gætu gert stjórnarmyndun auðveldari
Stuðningur við ríkisstjórnina er kominn aftur undir 40 prósent, nú þegar kjörtímabilið er rúmlega hálfnað. Sameiginlegt fylgi ríkisstjórnarflokkanna dugar ekki til meirihluta en ekki vantar mikið upp á.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Katrín Jakosbsdóttir, forsætsiráðherra.
Æskilegt að birt verði skrá yfir vinnuveitendur hagsmunavarða
Forsætisráðuneytið vinnur nú að lagafrumvarpi til varnar hagsmunaárekstrum hjá æðstu handhöfum framkvæmdarvaldsins. Þar á meðal er fyrirhugað að gera öllum aðilum sem sinna hagsmunavörslu skylt að tilkynna sig til stjórnvalda.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Sigurður Ingi Friðleifsson
Lækkun, lækkun, lækkun
Kjarninn 19. ágúst 2019
Fermetrinn á tæpar 840 þúsund krónur
Miklar framkvæmdir hafa verið í miðbænum undanfarin ár og nú eru íbúðir komnar á sölu við Hverfisgötu 85-93. Ein tveggja herbergja íbúðin í húsinu er sett á 38,9 milljónir króna.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Telja þrengt að atvinnu- og menntamöguleikum fólks með ADHD
Að mati ADHD samtakanna byggja breyttar reglur Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar á vanþekkingu og úreltum hugmyndum en nú segir í læknisfræðilegum viðmiðum þeirra að greiningin ADHD/ADD geti verið útilokandi þáttur.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Gildi selur hlut sinn í HB Granda/Brim vegna kaupa á sölufélögum
Einn stærsti lífeyrissjóður landsins hefur selt Kaupfélagi Skagfirðinga nær allan hlut sinn í HB Granda, sem nú heitir Brim, vegna viðskipta sem félagið hefur átt við stærsta hluthafa sinn.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Samfylkingin bætir verulega við sig og mælist næst stærsti flokkurinn
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 19 prósent fylgi aðra könnunina í röð. Píratar og Flokkur fólksins tapa fylgi milli mánaða en Samfylkingin bætir verulega.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent