Greiðir 6,7 milljarða fyrir hlutinn í Icelandair Hotels

Berjaya Land Berhad, sem stofnað var af milljarðamæringnum Vincent Tan, mun greiða 53,6 milljónir dala, jafnvirði um 6,7 milljarða króna, fyrir 75 prósent hlutafjár í Icelandair Hotels og þeim fasteignum sem tilheyra hótelrekstrinum.

Vincent Tan
Vincent Tan
Auglýsing

Mala­síska fyr­ir­tækja­sam­stæð­an Berja­ya Land Ber­had mun greiða 53,6 millj­ón­ir dala, jafn­virði um 6,7 millj­arða króna fyrir 75 pró­sent hluta­fjár í Icelanda­ir Hot­els og þeim fast­eignum sem til­heyra hót­el­rekstr­in­um. Stofn­andi og stjórn­­­ar­­for­­mað­ur­ Berja­ya er Tan S­ri Dato Vincent Tan, kaup­­sýslu­­maður frá Malasíu, en hann er eig­andi breska knatt­spyrnu­fé­lags­ins Car­diff City. Frá þessu er greint í Mark­að­inum, fylgi­riti Frétta­blaðs­ins, í dag.

Tan seg­ir, í við­tali við Við­skipta­Mogg­ann í dag, að hann sjái mikil tæki­færi á íslenskum hót­el­mark­aði en hann kannar nú mögu­leika á því að reisa nýtt hágæð­alúx­us­hótel hér á landi.

Háð end­ur­fjár­mögnun skulda

Í til­kynn­ingu Berjaya til mala­sísku kaup­hall­ar­innar segir að kaup Ber­a­yja séu háð því að skuldir Icelandair Hot­els verði end­ur­fjár­magn­aðar með nýjum lánum upp á 64 til 72 millj­ón­ir dala sem jafn­gildir átta til níu millj­örðum króna. Kaupin eru einnig háð sam­þykki dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins á grund­velli laga um eign­ar­rétt og afnota­rétt fast­eigna,.

Kaup­­samn­ing­­ur­inn gerir ráð fyrir að Berjaya eign­ist 75 pró­­sent hlut, og að við­­skiptin gangi í gegn um ára­­mót­in. Við­­skiptin gera ráð fyrir að Icelandair haldi eftir 25 pró­­sent hlut í að minnsta kosti þrjú ár, en eftir það muni Berjaya eign­ist þann hlut. Icelanda­ir Hot­els er með fjöl­breytta gist­i­­­mög­u­­­leika um land allt og heild­­­ar­­­fjöldi her­bergja­fram­­­boðs fé­lags­ins er 1.811. Að auki hygg­st fé­lag­ið, í sam­­­starfi við Hilt­on Hot­els, opna nýtt 145 her­bergja glæsi­hót­­­el á Land­símareit árið 2020.

Auglýsing

Í til­kynn­ingu sem Icelandair Group send­i ­kaup­höll­inni á Íslandi kom fram að að heild­ar­virði hót­el­keðj­unnar og tengdra fast­eigna, hlutafé og vaxta­ber­and­i skuld­ir, væri 136 millj­ónir dala, um 17,1 millj­arður króna, í við­skipt­un­um. Aftur á móti segir í til­kynn­ingu Berjaya að hlutafé Icelandair Hot­els og fast­eign­anna sé ­metið á 71,5 millj­ónir dala í við­skipt­unum miðað við stöðu vaxta­ber­andi skulda keðj­unn­ar, sem séu 64 millj­ónir dala, og veltu­fjár­muna henn­ar. Áætlað kaup­verð á 75 pró­sentum hluta­fjár­ins sé þannig lið­lega 53,6 millj­ónir dala en end­an­legt verð mun ráð­ast af fjár­hags­stöðu hót­el­keðj­unnar þegar kaup­in ­ganga í gegn í lok árs­ins. 

Tekj­ur Icelanda­ir Hot­els námu 97 millj­­­ón­um USD árið 2018 og heild­­­ar­­­fjöldi starf­­­manna var 699. EBITDA hót­­­el­­­rekstr­­­ar­ins var 7 millj­­­ón­ir USD og leig­u­­­tekj­ur fast­­­eigna tengd­um hót­­­el­­­rekstr­in­um námu 5 millj­­­ón­um USD. Heild­­­ar­flat­­­ar­­­mál fast­­­eign­anna er 17.738 m2 og sam­an­standa af Hilt­on Canopy Reykja­vík, Icelanda­ir Hót­­­el Ak­­­ur­eyri, Icelanda­ir Hót­­­el Mý­vatni og Icelanda­ir Hót­­­el Hér­­að­i. 

Mikil tæki­færi í íslenskri ferða­þjón­ustu

Vincent Tan seg­ist sjá mikil tæki­færi í íslenskra ferða­þjón­ustu til lengri tíma í við­tali við Við­skipta­mogg­ann í dag og þá sér­stak­lega fyrir vel þá borg­andi ferða­menn sem koma til lands­ins. „Ég tel að það sé pláss á mark­aðnum fyrir alvöru lúx­us­hótel og við erum að kanna mögu­leika á að bæta slíkri ein­ingu inn í eigna­safnið hjá Icelandair Hot­els.“ 

Félag Tan á eign á Geirs­göt­u  11 þar sem nú stendur fisk­vinnslu­hús. Aðspurður hvort að sú eign komi til greinar sem stað­setn­ing fyrir slíkt lúxus hótel segir hann að það muni tím­inn leiða í ljós. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Boris Johnson var í kvöld lagður inn á spítala í London.
Boris Johnson lagður inn á spítala
Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands hefur verið lagður inn á spítala í London til skoðunar, en hann hefur verið með „þrálát einkenni“ COVID-19 sýkingar allt frá því að hann greindist með veiruna fyrir tíu dögum síðan.
Kjarninn 5. apríl 2020
Virði veðsettra bréfa dróst saman um 30 milljarða í mars
Heildarvirði allra félaga sem skráð eru á aðallista Kauphallar Íslands og First North markaðinn dróst saman um 184 milljarða króna á fyrstu þremur mánuðum ársins 2020.
Kjarninn 5. apríl 2020
Söngvaskáld gefur út Skrifstofuplöntu
Söngvaskáldið Sveinn Guðmundsson safnar fyrir útgáfu nýrrar plötu á Karolina Fund.
Kjarninn 5. apríl 2020
Frá Ísafirði. Þar og í Bolungarvík eru hertar sóttvarnaráðstafanir einnig áfram í gildi.
Hertar aðgerðir á Suðureyri, Flateyri, Þingeyri og í Súðavík
Rétt eins og á Ísafirði og í Bolungarvík hefur nú verið ákveðið að loka leik- og grunnskólum í minni bæjum á norðanverðum Vestfjörðum á meðan smitrakning nýrra smita á svæðinu stendur yfir.
Kjarninn 5. apríl 2020
Einar Helgason
Gömlum frethólki svarað
Kjarninn 5. apríl 2020
Ellefu sjúklingar liggja nú á gjörgæsludeild vegna COVID-19
Fólki í sóttkví fjölgar á ný
Í dag eru 1.054 einstaklingar með virk COVID-19 smit en í gær voru þeir 1.017. Alls er 428 manns batnað.
Kjarninn 5. apríl 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
„Við þurfum að skuldsetja ríkissjóð verulega“
Fulltrúar stjórnarandstöðuflokkanna kvörtuðu undan samráðsleysi af hálfu ríkisstjórnarinnar í Silfrinu í morgun og sögðust telja að stjórnvöld þyrftu að bæta verulega í hvað varðar efnahagsleg viðbrögð við heimsfaraldrinum.
Kjarninn 5. apríl 2020
Hugfangin af jöklum og kvikunni sem kraumar undir
Hún gekk í geimbúningi á Vatnajökli og er með gasgrímu og öryggishjálm til taks í vinnunni. Hún heldur sig þó heima þessa dagana enda „verður maður að hugsa um landlækni,“ segir eldfjallafræðingurinn Helga Kristín Torfadóttir, dóttir Ölmu Möller.
Kjarninn 5. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent