Greiðir 6,7 milljarða fyrir hlutinn í Icelandair Hotels

Berjaya Land Berhad, sem stofnað var af milljarðamæringnum Vincent Tan, mun greiða 53,6 milljónir dala, jafnvirði um 6,7 milljarða króna, fyrir 75 prósent hlutafjár í Icelandair Hotels og þeim fasteignum sem tilheyra hótelrekstrinum.

Vincent Tan
Vincent Tan
Auglýsing

Mala­síska fyr­ir­tækja­sam­stæð­an Berja­ya Land Ber­had mun greiða 53,6 millj­ón­ir dala, jafn­virði um 6,7 millj­arða króna fyrir 75 pró­sent hluta­fjár í Icelanda­ir Hot­els og þeim fast­eignum sem til­heyra hót­el­rekstr­in­um. Stofn­andi og stjórn­­­ar­­for­­mað­ur­ Berja­ya er Tan S­ri Dato Vincent Tan, kaup­­sýslu­­maður frá Malasíu, en hann er eig­andi breska knatt­spyrnu­fé­lags­ins Car­diff City. Frá þessu er greint í Mark­að­inum, fylgi­riti Frétta­blaðs­ins, í dag.

Tan seg­ir, í við­tali við Við­skipta­Mogg­ann í dag, að hann sjái mikil tæki­færi á íslenskum hót­el­mark­aði en hann kannar nú mögu­leika á því að reisa nýtt hágæð­alúx­us­hótel hér á landi.

Háð end­ur­fjár­mögnun skulda

Í til­kynn­ingu Berjaya til mala­sísku kaup­hall­ar­innar segir að kaup Ber­a­yja séu háð því að skuldir Icelandair Hot­els verði end­ur­fjár­magn­aðar með nýjum lánum upp á 64 til 72 millj­ón­ir dala sem jafn­gildir átta til níu millj­örðum króna. Kaupin eru einnig háð sam­þykki dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins á grund­velli laga um eign­ar­rétt og afnota­rétt fast­eigna,.

Kaup­­samn­ing­­ur­inn gerir ráð fyrir að Berjaya eign­ist 75 pró­­sent hlut, og að við­­skiptin gangi í gegn um ára­­mót­in. Við­­skiptin gera ráð fyrir að Icelandair haldi eftir 25 pró­­sent hlut í að minnsta kosti þrjú ár, en eftir það muni Berjaya eign­ist þann hlut. Icelanda­ir Hot­els er með fjöl­breytta gist­i­­­mög­u­­­leika um land allt og heild­­­ar­­­fjöldi her­bergja­fram­­­boðs fé­lags­ins er 1.811. Að auki hygg­st fé­lag­ið, í sam­­­starfi við Hilt­on Hot­els, opna nýtt 145 her­bergja glæsi­hót­­­el á Land­símareit árið 2020.

Auglýsing

Í til­kynn­ingu sem Icelandair Group send­i ­kaup­höll­inni á Íslandi kom fram að að heild­ar­virði hót­el­keðj­unnar og tengdra fast­eigna, hlutafé og vaxta­ber­and­i skuld­ir, væri 136 millj­ónir dala, um 17,1 millj­arður króna, í við­skipt­un­um. Aftur á móti segir í til­kynn­ingu Berjaya að hlutafé Icelandair Hot­els og fast­eign­anna sé ­metið á 71,5 millj­ónir dala í við­skipt­unum miðað við stöðu vaxta­ber­andi skulda keðj­unn­ar, sem séu 64 millj­ónir dala, og veltu­fjár­muna henn­ar. Áætlað kaup­verð á 75 pró­sentum hluta­fjár­ins sé þannig lið­lega 53,6 millj­ónir dala en end­an­legt verð mun ráð­ast af fjár­hags­stöðu hót­el­keðj­unnar þegar kaup­in ­ganga í gegn í lok árs­ins. 

Tekj­ur Icelanda­ir Hot­els námu 97 millj­­­ón­um USD árið 2018 og heild­­­ar­­­fjöldi starf­­­manna var 699. EBITDA hót­­­el­­­rekstr­­­ar­ins var 7 millj­­­ón­ir USD og leig­u­­­tekj­ur fast­­­eigna tengd­um hót­­­el­­­rekstr­in­um námu 5 millj­­­ón­um USD. Heild­­­ar­flat­­­ar­­­mál fast­­­eign­anna er 17.738 m2 og sam­an­standa af Hilt­on Canopy Reykja­vík, Icelanda­ir Hót­­­el Ak­­­ur­eyri, Icelanda­ir Hót­­­el Mý­vatni og Icelanda­ir Hót­­­el Hér­­að­i. 

Mikil tæki­færi í íslenskri ferða­þjón­ustu

Vincent Tan seg­ist sjá mikil tæki­færi í íslenskra ferða­þjón­ustu til lengri tíma í við­tali við Við­skipta­mogg­ann í dag og þá sér­stak­lega fyrir vel þá borg­andi ferða­menn sem koma til lands­ins. „Ég tel að það sé pláss á mark­aðnum fyrir alvöru lúx­us­hótel og við erum að kanna mögu­leika á að bæta slíkri ein­ingu inn í eigna­safnið hjá Icelandair Hot­els.“ 

Félag Tan á eign á Geirs­göt­u  11 þar sem nú stendur fisk­vinnslu­hús. Aðspurður hvort að sú eign komi til greinar sem stað­setn­ing fyrir slíkt lúxus hótel segir hann að það muni tím­inn leiða í ljós. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Konur í fangelsum
Kjarninn 14. október 2019
Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs sem á í Morgunblaðinu með neikvætt eigið fé upp á 239 milljónir
Félagið sem heldur utan um eignarhald oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í útgáfufélagi Morgunblaðsins skuldar 360,5 milljónir króna en metur einu eign sina á 121,5 milljónir króna.
Kjarninn 14. október 2019
Þrátt fyrir að ellefu ár séu liðin frá því að Kaupþing fór á hausinn þá er bankinn samt sem áður ekki hættur að skila þeim sem vinna að eftirmálum þess þrots digrum launagreiðslum.
17 starfsmenn Kaupþings fengu 3,5 milljarða í laun í fyrra
Stjórn Kaupþings, sem telur fjóra til fimm einstaklinga, fékk 1,2 milljarð króna í laun á árinu 2018. Aðrir starfsmenn fengu líka verulega vel greitt. Meðalgreiðsla til starfsmanns var 17,4 milljónir króna á mánuði, sem eru margföld árslaun meðalmanns.
Kjarninn 14. október 2019
Þeir sem búa lengi erlendis missa kosningarétt og Kosningastofnun verður til
Umfangsmiklar breytingar eru í farvatninu á kosningalögum hérlendis. Nýjar stofnanir gætu orðið til, kosningaathöfnin sjálf gæti breyst, ákveðnum kosningum gæti verið flýtt og þeir sem hafa búið lengi samfleytt í útlöndum gætu misst kosningarétt sinn.
Kjarninn 14. október 2019
Eiríkur Ragnarsson
Yo yo: Verðbólga er kúl – lesið þessa grein
Kjarninn 13. október 2019
Guðmundur Halldór Björnsson
Dauðafæri fyrir íslensk fyrirtæki að ná auknum árangri?
Kjarninn 13. október 2019
Gagnrýna tækni sem ætlað er að hreinsa plast úr hafinu
Margir vonuðust til þess að nýstárleg aðferð frá fyrirtækinu Ocean Cleanup gæti nýst í baráttunni gegn plastmengun í hafinu. Vísindamenn hafa hins vegar gagnrýnt aðferðina harðlega vegna þeirra áhrifa sem hreinsunin hefur á lífverur sem festast í tækinu.
Kjarninn 13. október 2019
Svein Har­ald Øygard.
20 af 50 stærstu vogunarsjóðum heims komu til Íslands til að hagnast á hruninu
Sjóðir sem keyptu kröfur á íslenska banka á hrakvirði högnuðust margir hverjir gríðarlega á fjárfestingu sinni. Arðurinn kom m.a. úr hækkandi virði skuldabréf og skuldajöfnun en mestur var ágóðinn vegna íslensku krónunnar.
Kjarninn 13. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent