Í morgun lagði bandaríska leigufélagið ALC Isavia í Héraðsdómi Reykjaness. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að ALC beri eingöngu að greiða þær skuldir sem hvíli á þotunni sjálfri en ekki allar skuldir WOW air við Isavia, að því er RÚV greinir frá. Félagið getur náð í þotuna strax því kæra til Landsréttar frestar ekki réttaráhrifum úrskurðar héraðsdóms, samkvæmt lögmanni ALC.
Deilan varðar kyrrsetningu vélar ALC, sem var hluti af flugflota WOW air. Í nýju beiðninni var þess krafist að ALC fái full umráð þotunnar, enda sé búið að greiða þau gjöld sem tengjast þotunni beint, að því er segir í tilkynningu frá ALC í maí.
Með kyrrsetningunni vildi Isavia tryggja að hægt væri að fá greiðslur upp í tveggja milljarða skuldir WOW air á lendingargjöldum, sem söfnuðust upp í aðdraganda falls félagsins. Það hefur nú verið tekið til gjaldþrotaskipta, en Sveinn Andri Sveinsson hrl. og Þorsteinn Einarsson hrl. eru skiptastjórar bússins.
Íslenska ríkið er eigandi Isavia, sem rekur flugvellina í landinu, þar á meðal Keflavíkurflugvöll.
Fréttin hefur verið uppfærð