Segir sameiningu Arion banka og Íslandsbanka geta borgað sig

Brynjólfur Bjarnason og Friðrik Sophusson, stjórnarformenn Íslandsbanka og Arion banka, telja að skoða ætti sameiningu bankanna ef slíkt myndi skila auknu hagræði og betri rekstri.

Friðrik Sophusson, stjórnarformaður Íslandsbanka og Brynjólfur Bjarnason, stjórnarformaður Arion banka.
Friðrik Sophusson, stjórnarformaður Íslandsbanka og Brynjólfur Bjarnason, stjórnarformaður Arion banka.
Auglýsing

Brynjólfur Bjarnason, stjórnarformaður Arion banka og Friðrik Sophusson, stjórnarformaður Íslandsbanka, útiloka ekki sameiningu bankanna ef slíkt auki hagræði. Friðrik segir að ef eingöngu er litið til stærðarhagkvæmni þá sé ljóst að sameining bankanna geti borgað sig. Hann bendir þó á að slík ákvörðun sé í hendi annarra aðila. Brynjólfur segir að sameiningin yrði skoðuð ef þannig myndi nást fram aukin hagræðing og betri rekstur. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag. 

Hagræðing í rekstri banka fram undan

Brynjólfur segir í samtali við Morgunblaðið í dag að fram undan sé mikil hagræðing í rekstri banka hér á landi og í því samhengi sé ekki hægt að útiloka sameiningu banka. „Það er alveg ljóst að auka þarf hagkvæmni í rekstri banka. Við myndum skoða sameiningu ef þannig myndi nást fram aukin hagræðing og betri rekstur. Slíkt er auðvitað eftirsóknarvert,“ segir Brynjólfur. 

Stjórnarformaður Íslandsbanka, Friðrik Sophussonar, tekur undir með Brynjólfi og segir að sameining banka gæti borgað sig. „Í bankastarfsemi er mikil stærðarhagkvæmni. Ef eingöngu er litið til hennar er ljóst að sameining getur borgað sig. Slík ákvörðun er hins vegar í höndum annarra aðila,“ segir Friðrik. 

Auglýsing

Bankasýsla ríkisins þyrfti að leggja fram tillögu um sameiningu bankanna. Samkeppniseftirlitið þyrfti síðan að samþykkja þá tillögu og fjármála- og efnahagsráðherra að leggja þá tillögu fram á Alþingi. Í umfjöllun Morgunblaðsins segir að ef af yrði sameiningingunni færi íslenska ríkið með 40 prósent hlut í banka sem skráður yrði á markað í Svíþjóð og á Íslandi. 

Miklar breytingar hjá Arion banka 

Miklar breytingar hafa átt sér stað í Arion banka á undanförnum mánuðum. Kaup­skil, fé­lag í eigu Kaup­þings, lauk í síðustu viku sölu á öllu hluta­fé sínu í Arion ­banka. Samkvæmt uppfærðum lista yfir stærstu hluthafa Arion banka er nú stærsti eigandi bankans, Taconic Capital með 23,53 prósent hlut í bankanum. 

Och-Ziff Capital Management er næst stærsti hlut­haf­inn með 9,25 pró­sent hlut og Fossar Mark­aðir hf. er nú þriðji stærsti hlut­hafi Arion banka með 8,01 pró­sent eign­ar­hlut. Hlutur Stoða er 4,8 pró­sent og þá hefur Líf­eyr­is­sjóður versl­un­ar­manna bæst inn á lista yfir stærstu hlut­hafa, og er nú með 2,73 pró­sent hlut. Þá á Íslandsbanki 2,53 prósent hlut í Arion banka . 

Í lok fyrsta árs­fjórð­ungs þessa árs var eigið fé bank­ans 193 millj­arðar króna, og heild­ar­eignir rúm­lega 1.200 millj­arð­ar. 

Enn fremur hefur verið skipaður nýr bankastjóri og aðstoðarbankastjóri. Bene­dikt Gísla­son tók við sem banka­stjóri Arion banka 1. júlí, og aðstoð­ar­banka­stjóri var skömmu síðar ráð­inn Ásgeir Helgi Reyk­fjörð Gylfa­son, sem áður stýrði fyr­ir­tækja­sviði Kviku banka. Bene­dikt og Ásgeir Helgi hafa verið sam­starfs­menn áður, og störf­uðu meðal ann­ars saman í fram­kvæmda­hópi um losun fjár­magns­hafta árið 2015.

Hlut­hafa­fundur hefur verið boðaður hjá bankanum þann 9. ágúst næstkomandi og verða þá kosnir tveir nýir stjórn­ar­menn, og breyt­ingar gerðar á til­nefn­ing­ar­nefnd, sam­kvæmt boðun til fund­ar­ins og til­kynn­ingu um hana til kaup­hallar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einstök lönd geta ekki „bólusett sig út úr“ faraldrinum
Þrjú ríki heims hafa bólusett yfir 70 prósent íbúa. Ísland er eitt þeirra. Hlutfallið er undir 1,5 prósenti í Afríku. Ef ekki næst að koma því í 10 prósent bráðlega verður það „ör á samvisku okkar allra“ enda nóg til að bóluefnum, segir sérfræðingur WHO.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Fékk „bakteríuna“ eftir Söngvakeppni sjónvarpsins
„Lögin hafa orðið til á yfir 20 ára tímabili og er því nokkur breidd í þessu hjá mér; allt frá stígandi ballöðum til eins konar rokkóperu,“ segir Pétur Arnar Kristinsson sem blásið hefur til söfnunar fyrir útgáfu fyrstu breiðskífu sinnar.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Smári McCarthy er að hætta á þingi og ætlar í kjölfarið að láta reyna á sitt eigið hugvit í tengslum við loftslagsbreytingar.
„Flokkarnir voru að þvælast fyrir hvorum öðrum“ og niðurstaðan varð núll
Smára McCarthy fráfarandi þingmanni Pírata finnst sem undanfarin fjögur ár hafi litast af því að lítið ráðrúm hafi verið til þess að ræða pólitík, þar sem stjórnarflokkarnir eru ósammála um mörg grundvallarmálefni.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Það er fremur fátítt að sólarhringsúrkoma í Reykjavík mælist meira en 20 mm eða meiri að sumarlagi.
Rignir af meiri ákefð nú en áður?
Fátt bendir til þess að Ísland sleppi alfarið við aftakaúrkomu sem nágrannaríki okkar hafa upplifað á síðustu árum, skrifar Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur og veltir fyrir sér getu fráveitukerfa til að taka við meiriháttar vatnsflaumi.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Norska kvennaliðið í strandhandbolta að loknu Evrópumeistaramótinu í Búlgaríu á dögunum.
Bikiní- og stuttbuxnadeilan
Nýafstaðið Evrópumeistaramót í strandhandbolta vakti mikla athygli víða um heim. Það var þó ekki keppnin sjálf sem dró að sér athyglina heldur deilur um klæðnað. Nánar tiltekið klæðnað norska kvennalandsliðsins.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Joe Biden forseti Bandaríkjanna tilkynnti í apríl að viðskiptaþvingunum yrði beitt á Rússland vegna njósnanna.
Brotist inn í tölvupósta bandarískra saksóknara
Óttast er að viðkvæmum gögnum hafi verið stolið er brotist var inn í tölvur tæplega þrjátíu embætta saksóknara í Bandaríkjunum á síðasta ári. Bandarísk yfirvöld telja Rússa standa að baki árásinni.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eftir helgi verða breytingar á ferðatakmörkunum til Bretlands.
Fagna ákvörðun Breta um að bólusettir sleppi við sóttkví
„Hvenær ætla Bandaríkin að svara í sömu mynt?“ spyrja Alþjóða samtök flugfélaga sem fang ákvörðun Breta um að aflétta sóttkvíarkröfum á bólusetta farþega frá Bandaríkjunum og ESB-ríkjum.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eggert Gunnarsson
Hamfarakynslóðin
Kjarninn 31. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent