Segir sameiningu Arion banka og Íslandsbanka geta borgað sig

Brynjólfur Bjarnason og Friðrik Sophusson, stjórnarformenn Íslandsbanka og Arion banka, telja að skoða ætti sameiningu bankanna ef slíkt myndi skila auknu hagræði og betri rekstri.

Friðrik Sophusson, stjórnarformaður Íslandsbanka og Brynjólfur Bjarnason, stjórnarformaður Arion banka.
Friðrik Sophusson, stjórnarformaður Íslandsbanka og Brynjólfur Bjarnason, stjórnarformaður Arion banka.
Auglýsing

Brynjólfur Bjarnason, stjórnarformaður Arion banka og Friðrik Sophusson, stjórnarformaður Íslandsbanka, útiloka ekki sameiningu bankanna ef slíkt auki hagræði. Friðrik segir að ef eingöngu er litið til stærðarhagkvæmni þá sé ljóst að sameining bankanna geti borgað sig. Hann bendir þó á að slík ákvörðun sé í hendi annarra aðila. Brynjólfur segir að sameiningin yrði skoðuð ef þannig myndi nást fram aukin hagræðing og betri rekstur. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag. 

Hagræðing í rekstri banka fram undan

Brynjólfur segir í samtali við Morgunblaðið í dag að fram undan sé mikil hagræðing í rekstri banka hér á landi og í því samhengi sé ekki hægt að útiloka sameiningu banka. „Það er alveg ljóst að auka þarf hagkvæmni í rekstri banka. Við myndum skoða sameiningu ef þannig myndi nást fram aukin hagræðing og betri rekstur. Slíkt er auðvitað eftirsóknarvert,“ segir Brynjólfur. 

Stjórnarformaður Íslandsbanka, Friðrik Sophussonar, tekur undir með Brynjólfi og segir að sameining banka gæti borgað sig. „Í bankastarfsemi er mikil stærðarhagkvæmni. Ef eingöngu er litið til hennar er ljóst að sameining getur borgað sig. Slík ákvörðun er hins vegar í höndum annarra aðila,“ segir Friðrik. 

Auglýsing

Bankasýsla ríkisins þyrfti að leggja fram tillögu um sameiningu bankanna. Samkeppniseftirlitið þyrfti síðan að samþykkja þá tillögu og fjármála- og efnahagsráðherra að leggja þá tillögu fram á Alþingi. Í umfjöllun Morgunblaðsins segir að ef af yrði sameiningingunni færi íslenska ríkið með 40 prósent hlut í banka sem skráður yrði á markað í Svíþjóð og á Íslandi. 

Miklar breytingar hjá Arion banka 

Miklar breytingar hafa átt sér stað í Arion banka á undanförnum mánuðum. Kaup­skil, fé­lag í eigu Kaup­þings, lauk í síðustu viku sölu á öllu hluta­fé sínu í Arion ­banka. Samkvæmt uppfærðum lista yfir stærstu hluthafa Arion banka er nú stærsti eigandi bankans, Taconic Capital með 23,53 prósent hlut í bankanum. 

Och-Ziff Capital Management er næst stærsti hlut­haf­inn með 9,25 pró­sent hlut og Fossar Mark­aðir hf. er nú þriðji stærsti hlut­hafi Arion banka með 8,01 pró­sent eign­ar­hlut. Hlutur Stoða er 4,8 pró­sent og þá hefur Líf­eyr­is­sjóður versl­un­ar­manna bæst inn á lista yfir stærstu hlut­hafa, og er nú með 2,73 pró­sent hlut. Þá á Íslandsbanki 2,53 prósent hlut í Arion banka . 

Í lok fyrsta árs­fjórð­ungs þessa árs var eigið fé bank­ans 193 millj­arðar króna, og heild­ar­eignir rúm­lega 1.200 millj­arð­ar. 

Enn fremur hefur verið skipaður nýr bankastjóri og aðstoðarbankastjóri. Bene­dikt Gísla­son tók við sem banka­stjóri Arion banka 1. júlí, og aðstoð­ar­banka­stjóri var skömmu síðar ráð­inn Ásgeir Helgi Reyk­fjörð Gylfa­son, sem áður stýrði fyr­ir­tækja­sviði Kviku banka. Bene­dikt og Ásgeir Helgi hafa verið sam­starfs­menn áður, og störf­uðu meðal ann­ars saman í fram­kvæmda­hópi um losun fjár­magns­hafta árið 2015.

Hlut­hafa­fundur hefur verið boðaður hjá bankanum þann 9. ágúst næstkomandi og verða þá kosnir tveir nýir stjórn­ar­menn, og breyt­ingar gerðar á til­nefn­ing­ar­nefnd, sam­kvæmt boðun til fund­ar­ins og til­kynn­ingu um hana til kaup­hallar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Steinar Frímannsson
Góð, en stundum þokukennd stefna – Umhverfisstefna Viðreisnar
Kjarninn 19. september 2021
Tugir innherjasvikamála órannsökuð þegar Fjármálaeftirlitið hætti rannsóknum
Fyrrverandi rannsakandi á verðbréfasviði Fjármálaeftirlitsins eftir hrun bankakerfisins segir sögu sína í bók sem brátt kemur út í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hann segir stór mál enn hafa verið órannsökuð þegar FME slaufaði rannsóknarteymum sínum.
Kjarninn 19. september 2021
Þegar Pia Kjærsgaard var forseti danska þingsins á árunum 2015-2019 lét hún hengja upp stóran danskan fána í þingsalnum.
Uppgjör
Árlegt flokksþing Danska þjóðarflokksins fer fram nú um helgina. Það er haldið í skugga deilna um forystu flokksins og hrapandi fylgi. Háværar raddir hafa heyrst um nauðsyn þess að skipta um formann og eitt kunnuglegt nafn heyrst æ oftar: Pia Kjærsgaard.
Kjarninn 19. september 2021
Loðfílar hafa veirð útdauðir í um tíu þúsund ár.
Ætla sér að koma loðfílum á legg innan sex ára
Fyrirtækið Colossal segir loðfíla geta reynst vel í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og ætla sér að búa þá til með því að blanda erfðaefni þeirra við frumur Asíufíls. Aðrir vísindamenn efast um ágæti verkefnisins.
Kjarninn 18. september 2021
Árni Jensson
Viðhorfskönnun Gallup – Trúmál
Kjarninn 18. september 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Land tækifæranna
Kjarninn 18. september 2021
Svona mun Sigurboginn líta út fram til 3. október
Sigurboginn klæddur í 25 þúsund fermetra plastklæði
Fyrsta stóra verkefni Christo og Jeanne-Claude hefur litið dagsins ljós eftir andlát Christo. Það hefur verið lengi í undirbúningi en um þúsund manns koma að uppsetningunni og kostnaður nemur rúmum tveimur milljörðum króna.
Kjarninn 18. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent