Skora á Almenna innheimtu ehf. að hætta innheimtu á ólöglegum lánum

Fyrir liggur að vextir á smálánum eru margfalt hærri en heimilt er samkvæmt lögum, en þrátt fyrir það eru lántakendur enn krafðir um endurgreiðslu á ólöglegum vöxtum af innheimtufyrirtækinu Almenn innheimta ehf..

Grettir smálán
Auglýsing

Neyt­enda­sam­tökin hafa skorað á Almenna inn­heimtu ehf. að stöðva taf­ar­laust inn­heimtu á smá­lána­skuldum sem byggja á ólög­mætum lán­um. Í til­kynn­ingu frá sam­tök­unum segir að fyrir liggi að vextir á smá­lánum séu marg­falt hærri en heim­ilt er sam­kvæmt lög­um. Þrátt fyrir það virð­ist ekk­ert fá stöðvað Almenna inn­heimtu við að inn­heimta þessi ólög­legu lán. 

Hóta skrán­ingum á van­skila­skrá Credit­info

Á Íslandi má kostn­aður vegna neyt­enda­lána, smá­lán falla undir þá skil­grein­ingu, ein­ungis vera 50 pró­sent ofan á stýri­vexti Seðla­banka Íslands á árs­grund­velli. ­Neyt­enda­sam­tökin hafa hins vegar undir höndum gögn sem sýna að heild­ar­end­ur­greiðslur lán­tak­enda eru mun hærri en lög leyfa, jafn­vel þó miðað sé við hæstu lög­legu vexti. Þrátt fyrir það heldur Almenn inn­heimta áfram inn­heimtu sinni á ólög­leg­um vöxtum og hót­unum um skrán­ingu á van­skila­skrá Credit­in­fo, sam­kvæmt til­kynn­ingu Neyt­endu­sam­tak­anna. 

Credit­in­fo hefur stað­fest að ekki verði skráð frek­ari van­skil á fólk vegna smá­lána­skulda nema höf­uð­stóll kröf­unnar sé í van­skil­um. Því hvetja Neyt­enda­sam­tökin þá ein­stak­linga sem eru á van­skila­skrá vegna smá­lána­skuldar að sendu póst á Credit­in­fo og fara fram á að vera tekin af skrá.

Auglýsing

Líkur á að bóta­á­byrgð hafi skap­ast

Neyt­enda­sam­tökin hafa ­jafn­fram­t beint þeim til­mælum til lán­tak­enda, sem greitt hafa hærri upp­hæð til baka en sem nemur láns­upp­hæð, að fara fram á skýra sund­ur­liðun frá Almennri inn­heimtu ehf. Fyr­ir­tækið hefur hins vegar gefið sér allt að þrjá mán­uði til að veita þessar upp­lýs­ingar sem neyt­enda­sam­tökin segja að lán­tak­endur eiga rétt á. 

„Það vekur furðu að fyr­ir­tækið hafi ekki til­tæka sund­ur­liðun á kröfum sem það telur sér þó fært að inn­heimta. Þá telja Neyt­enda­sam­tökin í hæsta máta óeðli­legt að inn­heimta van­skila­kostnað á kröfur sem byggja á ólög­mætum lán­veit­ing­um. Slíkt geti ekki verið lög­leg­t,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Enn fremur segir í til­kynn­ing­unn­i að Neyt­enda­sam­tök hafi ítrekað komið þessu á fram­færi við Almenna inn­heimtu en engin við­brögð feng­ið. Sam­tökin telja að þar sem eig­end­um, stjórn og starfs­mönnum Almennrar inn­heimtu megi vera ljóst að kröfutil­bún­ing­ur­inn stand­ist ekki lög, séu jafn­vel líkur á að bóta­á­byrgð hafi skapast, ekki síst í þeim til­fellum þar sem lán­tak­endur hafa verið settir á van­skila­skrá að ósekju.

Leita að lán­taka fyrir dóms­mál

Hákon Stef­áns­son, stjórn­ar­for­mað­ur­ Credit­in­fo, sagði í við­tali í Rík­is­út­varpið í maí síð­ast­liðnum að auð­veldasta ­leiðin til að stöðva smá­lána­fyr­ir­tæki væri að láta van­skilin enda fyrir dóm­stól­um. Hann sagði að hvorki þeir sem taka smá­lán né smá­lána­fyr­ir­tæki hafi látið inn­heimtu­mál fara fyrir íslenska dóm­stóla.

Breki Karlsson, formaður Neyt­enda­sam­tak­anna. Mynd:Skjátskot úr fréttatíma RÚV

Breki Karls­son, for­maður Neyt­enda­sam­tak­anna, hefur hins vegar bent á að sá hópur sem tekur þessi lán sé oft ekki í góðri stöðu og lán­tak­an oft neyð­ar­úr­ræði. Hann segir að því séu lán­tak­endur ekki stakk búnir til að fara í hart og gef­ast upp undan harðri inn­heimtu.

„Við höfum reynt að aðstoða fólk við að ganga frá þeim mál­um. Þetta er mjög erfitt mál á alla kanta sér í lagi með til­liti til stöðu margra lán­taka. Þeir eru oft ekki alveg í stakk búnir til að fara í hart og gef­ast upp undan gíf­ur­lega harðri inn­heimtu þess­ara fyr­ir­tækja. Það eru hót­un­ar­bréf, sím­töl og alls kyns ­dag­sekt­ir ­sem fyr­ir­tæki telja sig geta sett á fólk. Á end­anum gef­ast margir upp og greiða þetta,“ segir Breki í við­tali við RÚV. 

Hann sagði aftur á móti að Neyt­enda­sam­tökin væri að ­leita að ein­stak­lingum sem væru til­búin til að fara alla leið með málið í dóms­sal. „En við erum að leita að ein­stak­lingum sem væru til í að fara alla leið. Neyt­enda­sam­tökin myndu styðja þá eins og við getum með ráðum og dáð,“ segir Breki.

Þriðj­ungi fleiri í greiðslu­að­lögun

Það ­sem af er ári hafa borist 258 umsóknir um greiðslu­að­lögun hjá Umboðs­manni skuld­ar­a. Greiðslu­að­lögun er úrræði fyrir ein­stak­l­inga sem eiga í veru­­legum greiðslu- og skulda­­vanda. ­Mikil fjölgun hefur orðið í umsóknum um greiðslu­að­lögun hjá yngsta ald­urs­hópn­um, 18 til 29 ára, en umsækj­endur úr þeim hópi voru 27 pró­sent allra umsækj­enda í fyrra.

Í yngsta ald­­ur­s­hópnum 79 pró­­sent umsækj­enda með skyndilán og voru 22 pró­­sent af heild­­ar­skuldum umsækj­anda til­komin vegna smá­lána á þessu ald­urs­bili.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eitt af hverjum sex dauðsföllum tengt matarvenjum
Offita er orðið umfangsmikið lýðheilsuvandamál á Íslandi en alls þjást um fimmtungur fullorðinna Íslendinga af offitu.
Kjarninn 14. desember 2019
Friðarsamkomulag í sjónmáli?
Vonir hafa vaknað um það á mörkuðum, að tollastríð Bandaríkjanna og Kína sé möguleika að komast á endastöð, með samkomulagi í sjónmáli. Óvissa er þó enn um það.
Kjarninn 13. desember 2019
Hér má sjá áhrif eins vetrarstorms á minjar sem reynt var að verja með sandpokum. Sandpokarnir eru á víð og dreif.
Rauð viðvörun! Fornminjar á Íslandi í voða
Kjarninn 13. desember 2019
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Evrópusambandið verði kolefnishlutlaust 2050
Allir leiðtogar Evrópusambandsins, fyrir utan Pólland, samþykktu að stefna að kolefnishlutleysi álfunnar fyrir árið 2050. Hundrað milljarðar evra hafa verið eyrnamerktar samkomulaginu.
Kjarninn 13. desember 2019
Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata.
Halldóra: Vonandi upphafið af þeim bættu vinnubrögðum sem ríkisstjórnin hefur lofað
Samkomulag hefur náðst á milli þingflokksformanna og þingforseta um þinglok í næstu viku. Í samkomulaginu felst einnig loforð um bætt verklag til framtíðar.
Kjarninn 13. desember 2019
Pottersen
Pottersen
Pottersen 26. þáttur: Harry hangir með Dumbledore
Kjarninn 13. desember 2019
Stefna á þinglok í byrjun næstu viku
Allt stefnir í það að þinglok verði á þriðjudaginn næstkomandi en samkvæmt starfsáætlun þingsins hefði þingi átt að ljúka í dag.
Kjarninn 13. desember 2019
Ísland veiðir næst mest á hvern íbúa
Hlutdeild sjávarútvegsins í gjaldeyrisöflun hefur aukist undanfarin þrjú ár og skilaði greinin um fimmtungi gjaldeyristekna þjóðarbúsins á fyrri helmingi ársins. Ísland er nítjánda stærsta fiskiþjóð heims og veiðir 3,4 tonn á hvern íbúa.
Kjarninn 13. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent