Skora á Almenna innheimtu ehf. að hætta innheimtu á ólöglegum lánum

Fyrir liggur að vextir á smálánum eru margfalt hærri en heimilt er samkvæmt lögum, en þrátt fyrir það eru lántakendur enn krafðir um endurgreiðslu á ólöglegum vöxtum af innheimtufyrirtækinu Almenn innheimta ehf..

Grettir smálán
Auglýsing

Neytendasamtökin hafa skorað á Almenna innheimtu ehf. að stöðva tafarlaust innheimtu á smálánaskuldum sem byggja á ólögmætum lánum. Í tilkynningu frá samtökunum segir að fyrir liggi að vextir á smálánum séu margfalt hærri en heimilt er samkvæmt lögum. Þrátt fyrir það virðist ekkert fá stöðvað Almenna innheimtu við að innheimta þessi ólöglegu lán. 

Hóta skráningum á vanskilaskrá Creditinfo

Á Íslandi má kostnaður vegna neytendalána, smálán falla undir þá skilgreiningu, einungis vera 50 prósent ofan á stýrivexti Seðlabanka Íslands á ársgrundvelli. Neytendasamtökin hafa hins vegar undir höndum gögn sem sýna að heildarendurgreiðslur lántakenda eru mun hærri en lög leyfa, jafnvel þó miðað sé við hæstu löglegu vexti. Þrátt fyrir það heldur Almenn innheimta áfram innheimtu sinni á ólöglegum vöxtum og hótunum um skráningu á vanskilaskrá Creditinfo, samkvæmt tilkynningu Neytendusamtakanna. 

Creditinfo hefur staðfest að ekki verði skráð frekari vanskil á fólk vegna smálánaskulda nema höfuðstóll kröfunnar sé í vanskilum. Því hvetja Neytendasamtökin þá einstaklinga sem eru á vanskilaskrá vegna smálánaskuldar að sendu póst á Creditinfo og fara fram á að vera tekin af skrá.

Auglýsing

Líkur á að bótaábyrgð hafi skapast

Neytendasamtökin hafa jafnframt beint þeim tilmælum til lántakenda, sem greitt hafa hærri upphæð til baka en sem nemur lánsupphæð, að fara fram á skýra sundurliðun frá Almennri innheimtu ehf. Fyrirtækið hefur hins vegar gefið sér allt að þrjá mánuði til að veita þessar upplýsingar sem neytendasamtökin segja að lántakendur eiga rétt á. 

„Það vekur furðu að fyrirtækið hafi ekki tiltæka sundurliðun á kröfum sem það telur sér þó fært að innheimta. Þá telja Neytendasamtökin í hæsta máta óeðlilegt að innheimta vanskilakostnað á kröfur sem byggja á ólögmætum lánveitingum. Slíkt geti ekki verið löglegt,“ segir í tilkynningunni.

Enn fremur segir í tilkynningunni að Neytendasamtök hafi ítrekað komið þessu á framfæri við Almenna innheimtu en engin viðbrögð fengið. Samtökin telja að þar sem eigendum, stjórn og starfsmönnum Almennrar innheimtu megi vera ljóst að kröfutilbúningurinn standist ekki lög, séu jafnvel líkur á að bótaábyrgð hafi skapast, ekki síst í þeim tilfellum þar sem lántakendur hafa verið settir á vanskilaskrá að ósekju.

Leita að lántaka fyrir dómsmál

Hákon Stefánsson, stjórnarformaður Creditinfo, sagði í viðtali í Ríkisútvarpið í maí síðastliðnum að auðveldasta leiðin til að stöðva smálánafyrirtæki væri að láta vanskilin enda fyrir dómstólum. Hann sagði að hvorki þeir sem taka smálán né smálánafyrirtæki hafi látið innheimtumál fara fyrir íslenska dómstóla.

Breki Karlsson, formaður Neyt­enda­sam­tak­anna. Mynd:Skjátskot úr fréttatíma RÚV

Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, hefur hins vegar bent á að sá hópur sem tekur þessi lán sé oft ekki í góðri stöðu og lántakan oft neyðarúrræði. Hann segir að því séu lántakendur ekki stakk búnir til að fara í hart og gefast upp undan harðri innheimtu.

„Við höfum reynt að aðstoða fólk við að ganga frá þeim málum. Þetta er mjög erfitt mál á alla kanta sér í lagi með tilliti til stöðu margra lántaka. Þeir eru oft ekki alveg í stakk búnir til að fara í hart og gefast upp undan gífurlega harðri innheimtu þessara fyrirtækja. Það eru hótunarbréf, símtöl og alls kyns dagsektir sem fyrirtæki telja sig geta sett á fólk. Á endanum gefast margir upp og greiða þetta,“ segir Breki í viðtali við RÚV. 

Hann sagði aftur á móti að Neytendasamtökin væri að leita að einstaklingum sem væru tilbúin til að fara alla leið með málið í dómssal. „En við erum að leita að einstaklingum sem væru til í að fara alla leið. Neytendasamtökin myndu styðja þá eins og við getum með ráðum og dáð,“ segir Breki.

Þriðjungi fleiri í greiðsluaðlögun

Það sem af er ári hafa borist 258 umsóknir um greiðsluaðlögun hjá Umboðsmanni skuldara. Greiðslu­að­lögun er úrræði fyrir ein­stak­linga sem eiga í veru­legum greiðslu- og skulda­vanda. Mikil fjölgun hefur orðið í umsóknum um greiðsluaðlögun hjá yngsta aldurshópnum, 18 til 29 ára, en umsækjendur úr þeim hópi voru 27 prósent allra umsækjenda í fyrra.

Í yngsta ald­urs­hópnum 79 pró­sent umsækj­enda með skyndilán og voru 22 pró­sent af heild­ar­skuldum umsækj­anda tilkomin vegna smálána á þessu aldursbili.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Davíð Helgason, einn stofnenda og fyrrum forstjóri Unity.
Segir Ísland geta orðið „einhvers konar tilraunasetur fyrir framtíðina“
Frumkvöðullinn og milljarðamæringurinn Davíð Helgason flytur til Íslands í sumar og ætlar að fjárfesta í fyrirtækjunum sem vinna gegn loftslagsvandanum. Að hans mati er margt sem gerir landið að góðum fjárfestingarkosti.
Kjarninn 18. maí 2021
Palestínumennirnir fimm fyrir utan húsnæði Útlendingastofnunar í Hafnarfirði í dag.
„Við viljum frekar deyja á götunni á Íslandi en að fara aftur til Grikklands“
„Íslensk yfirvöld hlusta ekkert á okkur. Þó að þau viti hvernig ástandið er í okkar heimalandi og þær áhyggjur sem við höfum. Ég meina, húsin sem við bjuggum í hafa sum verið jöfnuð við jörðu.“ Þetta segir Palestínumaður sem er lentur á götunni á Íslandi.
Kjarninn 18. maí 2021
Fasteignaverð hækkar meira með hverjum mánuðinum sem líður, þar sem eftirspurn er mikil og minna er um nýbyggingar.
Ekki meiri hækkun síðan árið 2017
Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 13,7 prósent í apríl á ársgrundvelli, miðað við vísitölu Þjóðskrár. Vísitalan hefur ekki hækkað jafnmikið milli ára síðan í desember 2017.
Kjarninn 18. maí 2021
Þröstur Ólafsson
Var þanþolið rofið?
Kjarninn 18. maí 2021
„Þegar mikil eftirspurn er eftir húsnæði getur fyrirvari um ástandsskoðun fasteignar talist kauptilboði til frádráttar,“ segir í greinargerð með þingsályktunartillögunni.
Ástandsskýrslur fylgi öllum seldum fasteignum
Nýsamþykkt þingsályktunartillaga felur ráðherra að móta frumvarp um ástandsskýrslur fasteigna. Slíkum skýrslum er ætlað að auka traust í fasteignaviðskiptum en ábyrgð vegna galla sem ekki koma fram í ástandsskýrslum mun falla á matsaðila.
Kjarninn 18. maí 2021
Allir hljóta að hafa skoðun á vegferð Ísraelsmanna að mati Hönnu Katrínar Friðriksson þingmanns Viðreisnar.
„Við Íslendingar höfum sterka rödd á alþjóðavettvangi“
Íslensk stjórnvöld þurfa að láta í sér heyra og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama vegna átaka milli Ísraels og Palestínu að mati þingmanna Viðreisnar og Framsóknarflokks. Þó svo að íslenska þjóðin sé fámenn hafi hún sterka rödd og hana þurfi að nota.
Kjarninn 18. maí 2021
Samkvæmt ASÍ og BSRB er skuldasöfnun ríkisins ekki áhyggjuefni þegar vextir eru lágir
Gagnrýna „afkomubætandi ráðstafanir“ og vilja breyta fjármálareglum
Sérfræðingahópur á vegum ASÍ og BSRB varar stjórnvöld við að beita niðurskurði í yfirstandandi kreppu og segir að fjármálareglur hins opinbera þurfi að vera sveigjanlegri í nýrri skýrslu um efnahagsleg áhrif faraldursins.
Kjarninn 18. maí 2021
Græni miðinn er aftur kominn upp á gafl Hafnarborgar.
Listaverk sem fjarlægt var af bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði komið upp á nýjan leik
Listaverk þeirra Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar var fjarlægt af gafli Hafnarborgar fyrr í þessum mánuði að beiðni bæjaryfirvalda. Listaverkið er nú aftur komið upp en líklega hafa bæjaryfirvöld látið undan þrýstingi fagfélaga að mati listamannanna.
Kjarninn 18. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent