Barist var um ráðherrastólinn á milli tveggja frambjóðenda, Boris Johnson og Jeremy Hunt. Boris Johnson hlaut kjörið og verður nýr forsætisráðherra Bretlands. Jeremy Hunt er núverandi utanríkisráðherra Bretlands og Boris Johnson er forveri hans. Tilkynnt var um kjörið á vef BBC. Fyrir úrslitin var Boris Johnson talinn líklegri til að hreppa hnossið og verða forsætisráðherra.
Boris hlaut 92.153 atkvæði og Jeremy 46.656 atkvæði, alls kusu 87,4 prósent meðlima Íhaldsflokksins. Boris þakkaði Theresu May fyrir starf sitt og Jeremy Hunt fyrir góða kosningabaráttu. Hann sagði almenning jafnframt hafa trú á sér og Íhaldsflokknum að geta sameina landið, halda Brexit til streitu og sigra Jeremy Corbyn.
Many congratulations to @BorisJohnson on being elected leader of @Conservatives - we now need to work together to deliver a Brexit that works for the whole UK and to keep Jeremy Corbyn out of government. You will have my full support from the back benches.
— Theresa May (@theresa_may) July 23, 2019
Þingmenn og ráðherrar segja af sér
Anne Hamilton, mennatmálaráðherra Bretlands og þingmaður Íhaldsflokksins, sagði af sér í dag, stuttu fyrir tilnefningu nýs forsætisráðherra. Alan Duncan sagði af sér sem aðstoðarutanríkisráðherra Bretlands í gær en hann hefur gagnrýnt stefnu Borisar harðlega.
Philip Hammond og David Gauke, þingmenn Íhaldsflokksins, hafa sagt munu segja af sér verði Boris Johnson kjörinn forsætisráðherra þar sem þeir segjast ekki fylgjandi harðlínustefnu Borisar í Brexit.
Having abstained in the vote last week, today I have resigned from the Government. It has been an honour to serve on the Conservative frontbenches, my thanks to everyone I have had the pleasure of working alongside. pic.twitter.com/ELo1Y30YqC
— Anne Milton MP (@AnneMilton) July 23, 2019