Telja að taka mætti tillit til umhverfisáhrifa í mataræðisráðleggingum Landlæknis

Tveir sérfræðingar í lýðheilsuvísindum leggja til að Embætti landlæknis endurskoði ráðleggingar sínar um mataræði og taki tillit til sjálfbærni og umhverfisáhrif, meðal annars með því að draga úr neyslu á rauðu kjöti og mjólkurafurðum.

loftslagsbreytingar loftslagsmál landbúnaður loftslagsbreytingar-pexels1_2017_06_30.jpeg
Auglýsing

Jóhanne E. Torfa­dótt­ir, nær­ing­ar­fræð­ingur og doktor í lýð­heilsu­fræð­um, og Thor Aspelund, pró­fessor í líf­töl­fræði, telja að end­ur­skoða mætti ráð­legg­ingar um matar­æði á vegum Emb­ættis land­læknis og að tekið yrði til­lit til sjálf­bærni og umhverf­is­á­hrifa. Í grein sinni í Lækna­blað­inu fjalla Jóhanna og Thor um svo­kallað Flex­it­arian matar­æði þar sem megin áhersla er lögð á fæði úr jurta­rík­inu með það fyrir augum að bæta heilsu og draga úr kolefn­is­út­blæstri.

Tæp­lega þriðj­ungur af losun gróð­ur­húsa­loft­eng­unda kemur frá mat­væla­fram­leiðslu

Thor Aspelund er Prófessor við Miðstöð í lýðheilsuvísindum í Læknadeild Háskóla Íslands og tölfræðingur hjá Hjartavernd. Mynd:HÍ

Í grein Jóhönnu og Thors er fjallað um nýlega grein alþjóð­lega vís­inda­hóps­ins, EAT, sem unnið hefur að því síð­ustu þrjú ár að setja fram vís­inda­leg gögn og útreikn­inga sem sýna hvernig þjóðir heims geti tek­ist á við aðkallandi vanda­mál þegar kemur fæðu­fram­boð og matar­æð­i. 

Í grein EAT er greint frá því að 30 pró­sent af losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda og 70 pró­sent af notkun fersks vatns kemur til vegna mat­væla­fram­leiðslu. Þá krefst ræktun kjöts mestrar nýt­ing­ar auð­linda, lands og vatns, og losar ­mest af gróð­ur­húsa­loft­eng­und­um, sam­an­borið við ræktun ann­ara mat­væla.    

Offita á Íslandi orðin 27 pró­sent

Á heims­vísu hefur tíðni offit­u ­þre­faldast frá árinu 1975 en í ár eru yfir tveir millj­arðar manna í ofþyngd eða glímir við offitu í heim­in­um. Svip­aða þróun má sjá á Íslandi en á tæpum þrjá­tíu árum hefur tíðni offitu á Íslandi auk­ist gríð­ar­lega, farið úr 8 pró­sentum árið 1990 í 27 pró­sent árið 2017. ­Sam­hliða hefur tíðni syk­ur­sýki 2 tvö­fald­ast á síð­ustu 30 árum.

Óhollt matar­æði vegur þyngri sem orsök lífstílstengdra ­sjúk­dóma en áfeng­is­neysla, reyk­ing­ar, vímu­efna­neysla og óvarið kyn­líf sam­an­lagt, sam­kvæmt skýrslu Global Panel on Agricult­ure and Food Systems for Nutrition.

Auglýsing


Þá er krabba­mein í dag algeng­asta orsök dauðs­falla Íslend­inga yngri en 75 ára. Í grein­inni segir að vitað sé að hægt er að koma í veg fyrir 40 pró­sent krabba­meina með lífs­stíl, svo sem reglu­legri hreyf­ingu, minni tóbaks­notk­un, hæfi­legri lík­ams­þyngd og hollu og fjöl­breyttu matar­æð­i. „Það er því til mik­ils að vinna að bæta og við­halda góðu matar­æði fyrir góða heilsu,“ segir í grein­inni.

Leggja til að neytt sé fimm­falt minna af rauðu kjöti en land­læknir mælir með

Vís­inda­menn Eat-hóps­ins hafa sýnt fram á að með því að breyta matar­æði fólks sé hægt að fækka ótíma­bærum dauðs­föllum og minnka kolefn­is­fót­spor svo um mun­ar. Hóp­ur­inn leggur til svo­kallað „Flex­it­ari­an“ matar­æði þar sem við­miðin fyr­ir­ helstu prótein­gjaf­ana eru eft­ir­far­andi, miðað við viku­skammt,: 100 gr. af rauðu kjöt­i, 200 gr. af ali­fugla­kjöti, 200 gr. af fiski, 350 gr. hnet­ur, 90 gr. egg og 525 gr. baun­ir/belg­jurt­ir. 

Mynd:Pexels„Hér sést að aðal­á­hersla er lögð á að draga úr neyslu á dýra­af­urðum en ekki er langt síðan þau við­mið voru sett um allan heim (þar með talið á Íslandi) að ekki væri borðað meira en 500 g viku­lega af rauðu kjöti til að minnka líkur á krabba­meini í ristli og enda­þarmi. Sam­kvæmt EAT-­skýrsl­unni minnkar þetta magn fimm­falt en eins og áður sagði þá er kolefn­is­spor tengt kjöt­fram­leiðslu það allra hæsta borið saman við aðrar fæðu­teg­und­ir,“ segir í grein­inn­i. 

Kjöt­neysla Íslend­inga hefur auk­ist frá árinu 2002 en síð­ustu fæð­is­fram­boðs­tölur sýna að hver lands­maður borð­aði að með­al­tali 93 grömm af rauðu kjöti dag­lega. Tekið er þó fram í grein­inn­i að taka þurf­i þess­ar ­tölur með fyr­ir­vara, þar sem fjöldi ferða­manna og rýrnun geti haft áhrif. 

„Í dag horfum við fram á að breyt­inga er þörf og það strax ef takast á að fæða 10 millj­arða manna. Stór þáttur í þeirri breyt­ingu er að minnka neyslu á rauðu kjöti og auka neyslu á fæðu úr jurta­rík­in­u,“ segir í grein­inni.

Mögu­legt sókn­ar­færi núna fyrir aukna græn­metis­neyslu

Emb­ætti land­læknis gefur reglu­lega út opin­berar ráð­legg­ingar um matar­æði fyrir full­orðna og börn frá tveggja ára aldri. Í ráð­legg­ingum emb­ætt­is­ins frá 2017 segir að nú sé ­meiri áhersla en áður lögð á umhverf­is­mál. „Ef ráð­legg­ing­unum er fylgt þá er það jákvætt fyrir umhverfið þar sem aukin neysla á jurta­af­urðum og minni neysla dýra­af­urða hjálpar til við að tak­marka losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda.“

Í ráð­legg­ingum land­læknis er miðað við að neytt sé 3,5 lítrum af mjólk og/eða mjólk­ur­af­urðum á viku sem sam­kvæmt grein Jóhönnu og Thors eru það nokkuð meira en mælt er með í Eat-­skýrsl­unni sem leggur til 1,8 lítra á viku.   

Jafn­framt er mælt með minn­i ­fiskneyslu í Flex­it­ari­an matar­æð­inu en í íslenskum ráð­legg­ing­um en sam­kvæmt ­grein Jóhönnu og Thors mætti rök­styðja fiskneyslu t­visvar til þrisvar sinnum í viku vegna þeirra nær­ing­ar­efna ­sem finna má í sjáv­ar­fangi, sem erfitt er að fá ann­ars­stað­ar­ úr ­fæð­inni en þá verði fram­leiðslan að vera sjálf­bær.

Að lokum segir í grein­inni að mögu­lega sé nú sókn­ar­færi til að auka græn­metis og ávaxta­neyslu lands­manna þar sem sífellt fleiri séu orðnir með­vit­aðir um hvaða umhverf­is­á­hrif mat­væla­fram­leiðsla hef­ur. Grein­ar­höf­undar leggja því til emb­ætti land­læknis end­ur­skoði matar­æð­is­ráð­legg­ingar sínar og taki til­lit til sjálf­bærni og umhverf­is­á­hrifa eins og vís­inda­menn EAT-hóps­ins leggja til­. „Flex­it­ari­an-matar­æði getur verið við­mið til að stefna að fyrir þá sem vilja breyta neyslu­venjum til bættrar heilsu og minnka ágang á gæði jarð­ar,“ segir grein­ar­höf­undar að lok­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent