Demókratar tókust á í annarri umferð kappræðna

Önnur umferð kappræðna Demókrata fyrir forsetakosningar í Bandaríkjunum árið 2020 átti sér stað í gærkvöld. Öll spjót beindust að Joe Biden, en óvænt stjarna kvöldsins var Cory Booker.

Joe Biden, fyrrum varaforseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi.
Joe Biden, fyrrum varaforseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi.
Auglýsing

Seinni hluti kapp­ræðna Demókrata, fyrir for­­seta­­kosn­­ing­­arnar í Banda­­ríkj­unum árið 2020, var varpað í beinni útsend­ingu í gær. Öll spjót beindust að fyrrum vara­for­seta Banda­ríkj­anna, Joe Biden. Óvænt stjarna kvölds­ins var þó Cory Booker, öld­unga­deild­ar­þing­mað­ur.

Fyrri helm­ingur fram­­bjóð­enda Demókrata tókst á á þriðju­dag­inn síð­ast­lið­inn. CNN, sjón­­varps­­stöðin sem varpar kapp­ræð­unum beint, skipti fram­­bjóð­end­unum í tvo hluta með því að draga nöfn þeirra af handa­hófi. Áður var þó nöfnum fram­­bjóð­end­anna sem hafa for­ystu tekin frá, það eru nöfn Sand­­ers, War­ren, Biden og Harris, til þess að ekki væru allir fram­­bjóð­end­­urnir sem hafa for­ystu á sama kvöld­i. 

Auglýsing
Biden og Harris áttu sviðið

Í gær­kvöldi áttu Jos­eph R. Biden, fyrrum vara­for­seti Banda­ríkj­anna, og Kamala Harris, öld­unga­deild­ar­þing­maður og fyrrum umdæm­issak­sókn­ari, svið­ið. Í fyrsta hluta kapp­ræð­anna fyrr í sumar tók­ust þau harka­­lega á, sér­­stak­­lega um mál­efni minn­i­hluta­hópa. Því voru öll augu á þeim í gær.

Áhersla Harris er á alhliða heil­brigð­is­þjón­ustu fyrir almenn­ing, Med­icare-­for-All, og sagði að áætl­unin yrði inn­leidd í skrefum næstu tíu árin. Biden gagn­rýndi áætlun hennar og sagð­ist spurja sig hvers vegna það myndi taka svo langan tíma. Harris skaut til baka og sagði áætlun Biden í heil­brigð­is­málum munu skilja tíu milljón Banda­ríkja­manna eftir án heil­brigð­is­þjón­ustu. Biden er fylgj­andi Obamacare, heil­brigð­is­á­ætlun Obama, og segir hana virka vel

Öll spjót bein­ast að Biden

Á mánu­dag­inn síð­asta studdu 34 pró­sent kjós­enda Demókrata Biden og Harris var með 12 pró­sent stuðn­ing. Fyrir kapp­ræð­urnar í gær var Biden því með langtum meira fylgi en hinir fram­bjóð­end­urn­ir. Það kom þó ekki í veg fyrir að fram­bjóð­end­urnir sóttu hart að fyrrum vara­for­set­an­um, en hann náði þó oft­ast að svara fyrir sig. 

Biden var ásak­aður af sam­herjum sínum að vera með of harða inn­flytj­enda­stefnu, að vera ekki nógu hlið­hollur kven­rétt­indum og að hann væri of gjarn á að bendla sig við Obama. Julian Castro, fyrrum ráð­herra hús­næð­is­mála og borg­ar­þró­un­ar, sótti til að mynda hart að Biden vegna fyrri stefnu hans í inn­flytj­enda­mál­u­m. 

Hann var jafn­framt gagn­rýndur fyrir stefnu sína í íraks­stríð­inu, við­skiptum og lofts­lags­mál­um. Jay Ins­lee, einn fram­bjóð­end­anna, sagði að ekki gætu Banda­ríkin lengur við unað að hafa hvítan þjóð­ern­is­sinna í Hvíta hús­inu. Hann sagði jafn­framt að Banda­ríkin þyrftu að vera staður sem fólk gæti sótt sér skjól. 

Biden gagn­rýndi Harris og fyrrum störf hennar sem sak­sókn­ari í Kali­forn­íu. „Hún stakk 1.500 manns í stein­inn fyrir maríú­ana og hló svo að því þegar hún var spurð hvort hún hefði reykt maríú­ana,“ sagði Biden. 

Óvænt stjarna: Cory Booker

Óvænta stjarna kvölds­ins var Cory Booker, öld­unga­deild­ar­þing­mað­ur. Booker sem er fimm­tugur telst afar fram­sæk­inn innan Demókra­ta­flokks­ins. Booker hefur lengi barist gegn hörðum refs­ingum fyrir fíkni­efna­brot og önnur brot sem ekki eru ofbeld­is­brot. 

Booker sagði Biden bendla sig við Obama eftir hent­ug­leika en víkja undan þegar stefna fyrrum for­set­ans væri gagn­rýnd. Hann sagði Biden ekki geta valið hvenær hann bendli sig við Obama og hvenær ekki. 

Booker sak­aði Biden um að hafa árið 1994 verið tals­maður harðrar refsi­stefnu sem hefði steypt fjöl­mörgum í stein­inn. „Núna er fólk í ævi­löngu fang­elsi fyrir fíkni­efna­brot vegna þess að þú stóðst upp og not­færðir þér orða­gjálfur um að vera harður gegn glæpum sem varð til þess að fjöldi fólks var kos­inn - en eyði­lagði sam­fé­lög líkt og mitt,“ sagði Booker. 

Deilt um Trump

Líkt og í fyrri kapp­ræð­unum á þriðju­dag­inn síð­ast­lið­inn var eitt helsta umfjöll­un­­ar­efnis kvölds­ins sitj­andi for­seti, Don­ald Trump. Mikið var deilt um hvort fram­sæk­inn eða íhalds­samur fram­bjóð­andi Demókrata gæti unnið Trump í for­seta­kosn­ing­un­um.

Í næstu kapp­ræðum munu færri fram­bjóð­endur stíga á stokk. Til þess að kom­ast áfram í næstu umferð þurfa fram­bjóð­endur að hafa náð að minnsta kosti tveggja pró­senta stuðn­ingi úr fjórum skoð­ana­könn­un­um, auk 130.000 stuðn­ings­að­ila. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meryl Streep er ein af aðalleikurum myndarinnar.
Mossack Fonseca stefnir Netflix
Mossack Fonseca, lögmannsstofan alræmda, hefur stefnt Netflix vegna kvikmyndar streymisveitunnar um Panamaskjölin.
Kjarninn 17. október 2019
Fimmtungur Íslendinga býr við leka- og rakavandamál
Hlutfall þeirra sem telja sig búa við leka- og/eða rakavandamál hér á landi er þrefalt hærra hér en í Noregi.
Kjarninn 17. október 2019
Boris Johnson, forsætisráðherra Breta.
Nýr Brexit-samningur samþykktur
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Jean-Clau­de Juncker, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar Evrópusambandsins, tilkynntu í morgun að nýr útgöngusamningur milli Bretlands og Evrópusambandsins væri í höfn.
Kjarninn 17. október 2019
Þórður Snær Júlíusson
Ríkið sem vildi ekki sjá peningaþvættið heima hjá sér
Kjarninn 17. október 2019
Leikhúsið
Leikhúsið
Leikhúsið - Sex í sveit
Kjarninn 17. október 2019
Lögmenn bera mun meira traust til dómstóla
Lögmenn og ákærendur bera mun meira traust til dómstóla heldur en almenningur. Yfir 80 prósent lögmanna og ákærenda voru sammála því að dómarar og starfsmenn dómstóla ynnu störf sín af heilindum, virðingu og heiðarleika.
Kjarninn 17. október 2019
Heiða Sigurjónsdóttir
Alþjóðadagur málþroskaröskunar 18. október 2019
Leslistinn 17. október 2019
Segir Bandaríkin og Bretland vilja Ísland á lista yfir ósamvinnuþýð ríki
Það mun skýrast í lok viku hvort Íslandi muni takast að forðast það að lenda á lista með ríkjum með vafasamt stjórnarfar vegna lélegra varna landsins gegn peningaþvætti. Nánast ekkert var í lagi hérlendis í þeim vörnum áratugum saman.
Kjarninn 17. október 2019
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar