Demókratar tókust á í annarri umferð kappræðna

Önnur umferð kappræðna Demókrata fyrir forsetakosningar í Bandaríkjunum árið 2020 átti sér stað í gærkvöld. Öll spjót beindust að Joe Biden, en óvænt stjarna kvöldsins var Cory Booker.

Joe Biden, fyrrum varaforseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi.
Joe Biden, fyrrum varaforseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi.
Auglýsing

Seinni hluti kapp­ræðna Demókrata, fyrir for­­seta­­kosn­­ing­­arnar í Banda­­ríkj­unum árið 2020, var varpað í beinni útsend­ingu í gær. Öll spjót beindust að fyrrum vara­for­seta Banda­ríkj­anna, Joe Biden. Óvænt stjarna kvölds­ins var þó Cory Booker, öld­unga­deild­ar­þing­mað­ur.

Fyrri helm­ingur fram­­bjóð­enda Demókrata tókst á á þriðju­dag­inn síð­ast­lið­inn. CNN, sjón­­varps­­stöðin sem varpar kapp­ræð­unum beint, skipti fram­­bjóð­end­unum í tvo hluta með því að draga nöfn þeirra af handa­hófi. Áður var þó nöfnum fram­­bjóð­end­anna sem hafa for­ystu tekin frá, það eru nöfn Sand­­ers, War­ren, Biden og Harris, til þess að ekki væru allir fram­­bjóð­end­­urnir sem hafa for­ystu á sama kvöld­i. 

Auglýsing
Biden og Harris áttu sviðið

Í gær­kvöldi áttu Jos­eph R. Biden, fyrrum vara­for­seti Banda­ríkj­anna, og Kamala Harris, öld­unga­deild­ar­þing­maður og fyrrum umdæm­issak­sókn­ari, svið­ið. Í fyrsta hluta kapp­ræð­anna fyrr í sumar tók­ust þau harka­­lega á, sér­­stak­­lega um mál­efni minn­i­hluta­hópa. Því voru öll augu á þeim í gær.

Áhersla Harris er á alhliða heil­brigð­is­þjón­ustu fyrir almenn­ing, Med­icare-­for-All, og sagði að áætl­unin yrði inn­leidd í skrefum næstu tíu árin. Biden gagn­rýndi áætlun hennar og sagð­ist spurja sig hvers vegna það myndi taka svo langan tíma. Harris skaut til baka og sagði áætlun Biden í heil­brigð­is­málum munu skilja tíu milljón Banda­ríkja­manna eftir án heil­brigð­is­þjón­ustu. Biden er fylgj­andi Obamacare, heil­brigð­is­á­ætlun Obama, og segir hana virka vel

Öll spjót bein­ast að Biden

Á mánu­dag­inn síð­asta studdu 34 pró­sent kjós­enda Demókrata Biden og Harris var með 12 pró­sent stuðn­ing. Fyrir kapp­ræð­urnar í gær var Biden því með langtum meira fylgi en hinir fram­bjóð­end­urn­ir. Það kom þó ekki í veg fyrir að fram­bjóð­end­urnir sóttu hart að fyrrum vara­for­set­an­um, en hann náði þó oft­ast að svara fyrir sig. 

Biden var ásak­aður af sam­herjum sínum að vera með of harða inn­flytj­enda­stefnu, að vera ekki nógu hlið­hollur kven­rétt­indum og að hann væri of gjarn á að bendla sig við Obama. Julian Castro, fyrrum ráð­herra hús­næð­is­mála og borg­ar­þró­un­ar, sótti til að mynda hart að Biden vegna fyrri stefnu hans í inn­flytj­enda­mál­u­m. 

Hann var jafn­framt gagn­rýndur fyrir stefnu sína í íraks­stríð­inu, við­skiptum og lofts­lags­mál­um. Jay Ins­lee, einn fram­bjóð­end­anna, sagði að ekki gætu Banda­ríkin lengur við unað að hafa hvítan þjóð­ern­is­sinna í Hvíta hús­inu. Hann sagði jafn­framt að Banda­ríkin þyrftu að vera staður sem fólk gæti sótt sér skjól. 

Biden gagn­rýndi Harris og fyrrum störf hennar sem sak­sókn­ari í Kali­forn­íu. „Hún stakk 1.500 manns í stein­inn fyrir maríú­ana og hló svo að því þegar hún var spurð hvort hún hefði reykt maríú­ana,“ sagði Biden. 

Óvænt stjarna: Cory Booker

Óvænta stjarna kvölds­ins var Cory Booker, öld­unga­deild­ar­þing­mað­ur. Booker sem er fimm­tugur telst afar fram­sæk­inn innan Demókra­ta­flokks­ins. Booker hefur lengi barist gegn hörðum refs­ingum fyrir fíkni­efna­brot og önnur brot sem ekki eru ofbeld­is­brot. 

Booker sagði Biden bendla sig við Obama eftir hent­ug­leika en víkja undan þegar stefna fyrrum for­set­ans væri gagn­rýnd. Hann sagði Biden ekki geta valið hvenær hann bendli sig við Obama og hvenær ekki. 

Booker sak­aði Biden um að hafa árið 1994 verið tals­maður harðrar refsi­stefnu sem hefði steypt fjöl­mörgum í stein­inn. „Núna er fólk í ævi­löngu fang­elsi fyrir fíkni­efna­brot vegna þess að þú stóðst upp og not­færðir þér orða­gjálfur um að vera harður gegn glæpum sem varð til þess að fjöldi fólks var kos­inn - en eyði­lagði sam­fé­lög líkt og mitt,“ sagði Booker. 

Deilt um Trump

Líkt og í fyrri kapp­ræð­unum á þriðju­dag­inn síð­ast­lið­inn var eitt helsta umfjöll­un­­ar­efnis kvölds­ins sitj­andi for­seti, Don­ald Trump. Mikið var deilt um hvort fram­sæk­inn eða íhalds­samur fram­bjóð­andi Demókrata gæti unnið Trump í for­seta­kosn­ing­un­um.

Í næstu kapp­ræðum munu færri fram­bjóð­endur stíga á stokk. Til þess að kom­ast áfram í næstu umferð þurfa fram­bjóð­endur að hafa náð að minnsta kosti tveggja pró­senta stuðn­ingi úr fjórum skoð­ana­könn­un­um, auk 130.000 stuðn­ings­að­ila. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Alma Möller, landlæknir.
Fjölgun smita áhyggjuefni – fólk með einkenni gengur fyrir
Gríðarleg ásókn er í sýnatökur vegna kórónuveirunnar og biðlar landlæknir til þeirra sem eru einkennalausir að bóka ekki tíma. Þeir sem eru með einkenni verði að ganga fyrir.
Kjarninn 21. september 2020
Magdalena Andersson, fjármálaráðherra Svíþjóðar, og Per Bolund, viðskipta- og húsnæðismálaráðherra, á kynningu frumvarpsins í morgun.
Norðurlöndin dæla peningum til að berjast gegn kórónukreppunni
Ríkisstjórnir Svíþjóðar, Danmerkur og Noregs hafa tilkynnt miklar útgjaldaaukningar til að berjast gegn efnahagslegum áhrifum kórónuveirunnar á síðustu vikum.
Kjarninn 21. september 2020
Greindum smitum af kórónuveirunni hefur fjölgað umtalsvert síðustu daga.
Tæplega 200 smit á sex dögum
Í gær greindust þrjátíu ný tilfelli af COVID-19 hér á landi og hafa því 196 smit verið greind á sex dögum. Um helgina voru vínveitingastaðir á höfuðborgarsvæðinu lokaðir til að reyna að hægja á útbreiðslu faraldursins.
Kjarninn 21. september 2020
Björgólfur Thor Björgólfsson, eigandi Novator
Novator selur hlut sinn í Play
Fjárfestingarfélag Björgólfs Thors Björgólfssonar hefur ákveðið að selja fjarskiptafyrirtækið Play, sem félagið stofnaði árið 2005.
Kjarninn 21. september 2020
Fjölgun smita í Bretlandi er uggvænleg og stjórnvöld vilja bregðast við án þess að grípa til sömu hörðu aðgerðanna og gert var síðasta vetur.
„Við erum komin á hættuslóðir“
Fólk verður að fylgja reglunum, segja forsætis- og heilbrigðisráðherra Bretlands. Fólk verður skikkað í einangrun og sóttkví með lögum og brjóti það þau verður háum fjársektum beitt. Varnaðarorðin líkjast flóðbylgjuviðvörun í annarri bylgju faraldursins.
Kjarninn 21. september 2020
Kerfið á Vestfjörðum er viðkvæmt fyrir veðri og vindum.
Telur „jó-jó tímabili“ vegna Hvalárvirkjunar lokið
Vandamálin í raforkukerfinu á Vestfjörðum snúast ekki um orkuskort heldur afhendingaröryggi. Um þetta eru verkefnisstjóri hjá Landsneti og fulltrúi Jarðstrengja sammála. Sá síðarnefndi telur „jó-jó tímabili“ sem fylgdi Hvalárvirkjun lokið.
Kjarninn 21. september 2020
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Telur Reykjavíkurborg reyna að gera Sundabraut óarðbæra
Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir tímabært og mikilvægt að ráðast í samgöngubætur á höfuðborgarsvæðinu. Hins vegar eigi enn eftir að skýrast hvernig 120 milljarða samgöngusáttmáli ríkis og sveitarfélaga verði fjármagnaður.
Kjarninn 20. september 2020
Sungið um samband í öfugri og réttri tímaröð
Til stendur að setja upp söngleikinn Fimm ár í Kaldalóni í Hörpu í október. Safnað er fyrir uppsetningunni á Karolina Fund.
Kjarninn 20. september 2020
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar