Demókratar tókust á í annarri umferð kappræðna

Önnur umferð kappræðna Demókrata fyrir forsetakosningar í Bandaríkjunum árið 2020 átti sér stað í gærkvöld. Öll spjót beindust að Joe Biden, en óvænt stjarna kvöldsins var Cory Booker.

Joe Biden, fyrrum varaforseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi.
Joe Biden, fyrrum varaforseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi.
Auglýsing

Seinni hluti kapp­ræðna Demókrata, fyrir for­­seta­­kosn­­ing­­arnar í Banda­­ríkj­unum árið 2020, var varpað í beinni útsend­ingu í gær. Öll spjót beindust að fyrrum vara­for­seta Banda­ríkj­anna, Joe Biden. Óvænt stjarna kvölds­ins var þó Cory Booker, öld­unga­deild­ar­þing­mað­ur.

Fyrri helm­ingur fram­­bjóð­enda Demókrata tókst á á þriðju­dag­inn síð­ast­lið­inn. CNN, sjón­­varps­­stöðin sem varpar kapp­ræð­unum beint, skipti fram­­bjóð­end­unum í tvo hluta með því að draga nöfn þeirra af handa­hófi. Áður var þó nöfnum fram­­bjóð­end­anna sem hafa for­ystu tekin frá, það eru nöfn Sand­­ers, War­ren, Biden og Harris, til þess að ekki væru allir fram­­bjóð­end­­urnir sem hafa for­ystu á sama kvöld­i. 

Auglýsing
Biden og Harris áttu sviðið

Í gær­kvöldi áttu Jos­eph R. Biden, fyrrum vara­for­seti Banda­ríkj­anna, og Kamala Harris, öld­unga­deild­ar­þing­maður og fyrrum umdæm­issak­sókn­ari, svið­ið. Í fyrsta hluta kapp­ræð­anna fyrr í sumar tók­ust þau harka­­lega á, sér­­stak­­lega um mál­efni minn­i­hluta­hópa. Því voru öll augu á þeim í gær.

Áhersla Harris er á alhliða heil­brigð­is­þjón­ustu fyrir almenn­ing, Med­icare-­for-All, og sagði að áætl­unin yrði inn­leidd í skrefum næstu tíu árin. Biden gagn­rýndi áætlun hennar og sagð­ist spurja sig hvers vegna það myndi taka svo langan tíma. Harris skaut til baka og sagði áætlun Biden í heil­brigð­is­málum munu skilja tíu milljón Banda­ríkja­manna eftir án heil­brigð­is­þjón­ustu. Biden er fylgj­andi Obamacare, heil­brigð­is­á­ætlun Obama, og segir hana virka vel

Öll spjót bein­ast að Biden

Á mánu­dag­inn síð­asta studdu 34 pró­sent kjós­enda Demókrata Biden og Harris var með 12 pró­sent stuðn­ing. Fyrir kapp­ræð­urnar í gær var Biden því með langtum meira fylgi en hinir fram­bjóð­end­urn­ir. Það kom þó ekki í veg fyrir að fram­bjóð­end­urnir sóttu hart að fyrrum vara­for­set­an­um, en hann náði þó oft­ast að svara fyrir sig. 

Biden var ásak­aður af sam­herjum sínum að vera með of harða inn­flytj­enda­stefnu, að vera ekki nógu hlið­hollur kven­rétt­indum og að hann væri of gjarn á að bendla sig við Obama. Julian Castro, fyrrum ráð­herra hús­næð­is­mála og borg­ar­þró­un­ar, sótti til að mynda hart að Biden vegna fyrri stefnu hans í inn­flytj­enda­mál­u­m. 

Hann var jafn­framt gagn­rýndur fyrir stefnu sína í íraks­stríð­inu, við­skiptum og lofts­lags­mál­um. Jay Ins­lee, einn fram­bjóð­end­anna, sagði að ekki gætu Banda­ríkin lengur við unað að hafa hvítan þjóð­ern­is­sinna í Hvíta hús­inu. Hann sagði jafn­framt að Banda­ríkin þyrftu að vera staður sem fólk gæti sótt sér skjól. 

Biden gagn­rýndi Harris og fyrrum störf hennar sem sak­sókn­ari í Kali­forn­íu. „Hún stakk 1.500 manns í stein­inn fyrir maríú­ana og hló svo að því þegar hún var spurð hvort hún hefði reykt maríú­ana,“ sagði Biden. 

Óvænt stjarna: Cory Booker

Óvænta stjarna kvölds­ins var Cory Booker, öld­unga­deild­ar­þing­mað­ur. Booker sem er fimm­tugur telst afar fram­sæk­inn innan Demókra­ta­flokks­ins. Booker hefur lengi barist gegn hörðum refs­ingum fyrir fíkni­efna­brot og önnur brot sem ekki eru ofbeld­is­brot. 

Booker sagði Biden bendla sig við Obama eftir hent­ug­leika en víkja undan þegar stefna fyrrum for­set­ans væri gagn­rýnd. Hann sagði Biden ekki geta valið hvenær hann bendli sig við Obama og hvenær ekki. 

Booker sak­aði Biden um að hafa árið 1994 verið tals­maður harðrar refsi­stefnu sem hefði steypt fjöl­mörgum í stein­inn. „Núna er fólk í ævi­löngu fang­elsi fyrir fíkni­efna­brot vegna þess að þú stóðst upp og not­færðir þér orða­gjálfur um að vera harður gegn glæpum sem varð til þess að fjöldi fólks var kos­inn - en eyði­lagði sam­fé­lög líkt og mitt,“ sagði Booker. 

Deilt um Trump

Líkt og í fyrri kapp­ræð­unum á þriðju­dag­inn síð­ast­lið­inn var eitt helsta umfjöll­un­­ar­efnis kvölds­ins sitj­andi for­seti, Don­ald Trump. Mikið var deilt um hvort fram­sæk­inn eða íhalds­samur fram­bjóð­andi Demókrata gæti unnið Trump í for­seta­kosn­ing­un­um.

Í næstu kapp­ræðum munu færri fram­bjóð­endur stíga á stokk. Til þess að kom­ast áfram í næstu umferð þurfa fram­bjóð­endur að hafa náð að minnsta kosti tveggja pró­senta stuðn­ingi úr fjórum skoð­ana­könn­un­um, auk 130.000 stuðn­ings­að­ila. 

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes Stefánsson.
Segir eina leið til að þakka Jóhannesi að gefa í baukinn hjá sjóðnum sem styður hann
Óskað eftir fjárhagslegum stuðningi almennings við uppljóstrara eins og Jóhannes Stefánsson. Hann hafi þegar orðið fyrir „heiftarlegum persónuárásum og níði“ og kostnaður við lögfræðikostnað hans sé þegar byrjaður að hrannast upp.
Kjarninn 27. janúar 2020
Fallinn risi mætir örlögum sínum
„Verst geymda leyndarmál Hollywood“ var afhjúpað haustið 2017 og hrinti af byltingu kenndri við metoo. Reynsla yfir hundrað kvenna er sú sama: Harvey Weinstein nýtti sér yfirburðastöðu sína til að áreita þær og beita ofbeldi. Réttarhöldin eru nú hafin.
Kjarninn 27. janúar 2020
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Hugmyndafræðin að baki auðsöfnuninni
Kjarninn 27. janúar 2020
Tilboð Eflingar kostar tæpa fjóra bragga á ári
Fram kom á kynningu Eflingar á kostnaðarmati vegna tilboðs stéttarfélagsins til Reykjavíkurborgar að kostnaðarauki vegna hækkun launa næmi tæpum fjórum bröggum árið 2023.
Kjarninn 27. janúar 2020
Lýsa yfir óvissustigi á Íslandi vegna kórónaveirunnar
Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis vegna kórónaveiru.
Kjarninn 27. janúar 2020
Guðmundur hættur sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar
Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar hefur látið af störfum. Ástæðan er ólík sýn hans og meirihluta bæjarstjórnar á verkefni á vettvangi sveitarstjórnarstigsins.
Kjarninn 27. janúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Lélegir kapítalistar hampa braski sem snilld
Kjarninn 27. janúar 2020
„Stöðvum tanngreiningar“ – Vilja fella þjónustusamning úr gildi
Nú stendur yfir undirskriftasöfnun þar sem skorað er á háskólaráð að standa vörð um mannréttindi flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd með því að fella þjónustusamning HÍ við Útlendingastofnun úr gildi.
Kjarninn 27. janúar 2020
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar