Telur orðið „tík“ ekki ósiðlegt en klárlega skammarorð

Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, segir í andsvari sínu til forsætisnefndar það vera alíslenskt að nota þau orð höfð voru uppi um mennta- og menningarmálaráðherra og hafi ekki til þessa talist ósiðleg en klárlega skammarorð.

Gunnar Bragi Sveinsson
Gunnar Bragi Sveinsson
Auglýsing

Fyrr­ver­andi ráð­herra og þing­maður Mið­flokks­ins, Gunnar Bragi Sveins­son, telur að það sem hann sagði um Lilju Alfreðs­dótt­ur, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, á Klaust­ur­bar í nóv­em­ber síð­ast­liðnum eigi sér rætur í von­brigðum og reiði vegna per­sónu­legs máls. Þetta kemur fram í and­svari hans við áliti siða­nefndar Alþingis sem Mbl.is birti í morg­un. 

„Henni er bara fokk­ing sama um hvað við erum að gera. Hjólum í hel­vítis tík­ina. Það er bara mál­ið. Af hverju erum við að hlífa henni? Ég er að verða brjál­að­ur! Af hverju erum við að hlífa henn­i?“ eru orðin sem þing­mað­ur­inn við­hafði á Klaust­ur­bar.

Siða­nefnd Alþingis telur Gunnar Braga aftur á móti hafa brotið siða­reglur með orðum sínum um ráð­herr­ann og tvær aðrar kon­ur, þær Albertínu Frið­björgu Elí­as­dótt­ur, þing­mann Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, og Ragn­heiði Run­ólfs­dótt­ur, afreks­konu í sundi. Siða­nefndin telur ummælin um þær allar vera af sömu rót­inni sprott­in. Þau séu ósæmi­leg og í þeim felist van­virð­ing er lýtur að kyn­ferði þeirra kvenna sem um er rætt. Siða­nefnd telur þau einnig til þess fallin að kasta rýrð á Alþingi og skaða ímynd þess, auk þess sem þau sýni Alþingi, stöðu þess og störfum ekki virð­ingu.

Auglýsing

Hvað ef karl­maður hefði átt í hlut?

Gunnar Bragi telur hins vegar alís­lenskt að nota þau orð sem þarna voru höfð uppi og hafi ekki til þessa talist ósið­leg en klár­lega skammar­orð. „Spyrja má hvort minni­hluti siða­nefndar hefði kom­ist að sömu nið­ur­stöðu ef karl­maður hefði átt í hlut? Ef orðin hund­ur, asni, drullu­sokk­ur, gunga og drusla, skít­legt eðli eða eitt­hvað þaðan af verra hefði verið notað í staðin fyrir orðið „tík”. Á enskri tungu er orðið m.a. notað yfir ófor­skammaða mann­eskju. Hvort sem okkur líkar betur eða verr þá eru þessi orð og mörg önnur notuð til lýs­ingar á skoð­unum þegar þau eru sögð,“ skrifar hann í and­svari sínu.

Hann segir að velta megi því fyrir sér hvort siða­nefndin eða for­set­arnir hafi kynnt sér orð­færi þing­manna í þing­sal. „Er það mat nefnd­ar­innar og hinna ólög­lega kjörnu for­seta að það að kalla ráð­herra „gungu og druslu” sé í lagi nema það telj­ist til hefðar að nota slík orð? Mega þing­menn nota slíkt orð­færi? En þrátt fyrir að mennta­mála­ráð­herra hafi mis­notað orðið ofbeldi í póli­tískum til­gangi þá er mennta­mála­ráð­herra fyrst og fremst stjórn­mála­maður sem nýtir sín tæki­færi en er ágætis mann­eskja.“

Man ekki eftir að hafa skrifað undir siða­regl­urnar

Í bréfi Gunn­ars Braga seg­ist hann ekki muna eftir því að hafa und­ir­geng­ist þær siða­reglur með und­ir­skrift sinni. „Nú hefur komið í ljós í þessu máli, og öðrum, að fyr­ir­komu­lag það sem not­ast er við er í besta falli galið. Hvergi í lýð­ræð­is­ríki getur það talist eðli­legt að póli­tískir and­stæð­ingar fái vald til að „dæma” and­stæð­inga sína. Þá skal það enn og aftur tekið fram að und­ir­rit­aður eða aðrir sem hleraðir voru ólög­lega hafa ekki fengið ólög­legu upp­tök­urnar afhentar frá Alþingi þrátt fyrir að hafa óskað ítrekað eftir því. Einnig má benda á ósam­ræmi milli þess hand­rits sem Alþingi lét gera og þeirra bréfa sem borist hafa frá siða­nefnd.“

Gunnar Bragi fjallar jafn­framt um ummæli sín um hinar kon­urn­ar. „Siða­nefndin kemst að þeirri ótrú­legu nið­ur­stöðu að einka­spjall um hræsni þing­konu vegna MeToo-um­ræð­unnar sé brot á siða­regl­um. MeToo-um­ræðan og sú hreyf­ing sem varð í kringum það varð til þess að opna loks augu margra fyrir alvar­leika máls­ins. Það gefur hins vegar engum leyfi til að baða sig í sviðs­ljósi á fölskum for­send­um. Í ólög­legu upp­tök­unum eru tveir ein­stak­lingar að segja frá miður góðum kynnum sínum af þing­kon­unni og hvernig hún áreitti þá. Allt það sem þar er sagt stend ég við en vil þó taka fram, líkt og ég gerði við við­kom­andi, að notkun á orð­inu „nauðg­un” var of gróft og var hún beðin afsök­unar á þeirri orða notk­un.

Það er hreint með ólík­indum að nefndin telji að frá­sögn af því sem verður ekki skýrt með orðum en sem lýs­ingu á áreiti sé brot á siða­regl­um. Er nefndin að hvetja til þess að slík mál séu ekki rædd af þing­mönnum við vini eða kunn­ingja ef til­efni er til? Ég tel mik­il­vægt að hinir ólög­lega kjörnu for­setar kynni sér sam­talið til hlítar eins og það kemur fyrir í hand­riti því sem skrif­stofu­stjóri Alþingis lét ger­a,“ segir hann í bréf­inu.

„Ákveðið að krydda sög­una nokk­uð“

Varð­andi orð Gunn­ars Braga um Ragn­heiði Run­ólfs­dótt­ur, sund­konu, segir hann að þau á Klaust­ur­bar hafi verið að ræða fyrr­ver­andi eig­in­mann hennar en sá starfi nú innan veggja Alþing­is.

„Hún hafði sagt frá ömur­legri reynslu sinni í við­talið við Akur­eyri viku­blað árið 2017. Af hand­riti Alþingis er ljóst að til­efni umræð­unnar var ekki konan sjálf heldur fyrrum eig­in­maður henn­ar. Það er galið ef nefndin telur að gert hafi verið grín að slíku atviki.

Að lok­um, virð­ist svo siða­nefndin eða minni­hluti hennar hafi áveðið að krydda sög­una nokkuð með því að breyta orða­lag­inu frá hand­riti Alþing­is. Ákveður siða­nefndin eða minni­hluti hennar að nota orðið „sund­kerl­ing” í stað „sund­drott­ing­ar” sem er skv. hand­rit­inu. Er það aug­ljós­lega gert til að gera setn­ing­una meira krassand­i,“ segir hann.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent