Hyggjast endurskoða siðareglur fyrir alþingismenn

Forseti Alþingis og formaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar hafa hafið undirbúning á endurskoðun á fyrirkomulagi siðareglna alþingismanna.

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis
Auglýsing

Stein­grímur J. Sig­fús­son, for­seti Alþing­is, og Helga Vala Helga­dótt­ir, for­maður stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar þings­ins, und­ir­búa nú end­ur­skoðun á umgjörð og fram­kvæmd siða­reglna þing­mannna. Frá þessu er greint í frétt Frétta­blaðs­ins í morgun.

Í frétt­inni er haft eftir Stein­grími að vinnan sé á frum­stigi, en hann hef­ur, ásamt Helgu, verið að safna hug­myndum og gögnum vegna máls­ins. Ein­blínt verður á fram­kvæmd regln­anna og far­veg kvart­ana, en ekki er búist við að regl­urnar sjálfar verði teknar til end­ur­skoð­un­ar.

„Al­var­legt brot á grund­vall­ar­reglum rétt­ar­ríkja“

Nýlegar fram­kvæmdir og nið­ur­stöður siða­nefnd­ar­innar hafa sætt gagn­rýni frá þing­mönnum ólíkra flokka, en líkt og Kjarn­inn fjall­aði um fyrr í vik­unni töldu þing­menn Mið­flokks­ins Alþingi máls­með­ferð siða­nefndar fela í sér alvar­legt brot á lögum og grund­vall­ar­reglum rétt­ar­ríkja. „Í stað þess að verja þolendur alvar­legs glæps hafa full­trúar lög­gjafans leitað allra leiða til að refsa þolend­un­um,“ skrif­uðu þing­menn­irnir í andsvörum við áliti nefnd­ar­inn­ar.

Auglýsing

„Fá­rán­leik­inn og sam­trygg­ingin koma til bjarg­ar“

Björn Leví Gunn­ars­son, þing­maður Pírata, gagn­rýndi einnig nýlega máls­með­ferð kvört­unar sinnar á þær nið­ur­stöður nefnd­ar­innar að Þór­hildur Sunna Ævars­dóttir hafi brotið gegn siða­reglum með ummælum sínum um Ásmund Frið­riks­son, þing­mann Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Þar tók for­sætis­nefnd Alþingis nið­ur­stöður siða­nefndar til skoð­unar að ósk Björns en sam­þykkti þær svo í síð­ustu viku. Í gagn­rýni Björns á málið segir hann „fá­rán­leik­ann og sam­trygg­ing­una koma  til bjargar fyrir elít­una.“

Seðlabanki Bandaríkjanna lækkar vexti og segir óvissu í heimsbúskapnum
Þetta er önnur lækkunin á skömmum tíma, en þar áður höfðu vextir ekki lækkað í áratug.
Kjarninn 18. september 2019
Innlendar eignir nú 72 prósent af eignum lífeyrissjóða
Lífeyrissjóðir landsmanna hafa stækkaðir mikið í eignum talið, á undanförnum árum. Innlán sjóðanna nema tæplega 170 milljörðum.
Kjarninn 18. september 2019
Bergþór Ólason orðinn nefndarformaður á ný
Nýr formaður umhverfis- og samgöngunefndar var kjörinn í dag með tveimur atkvæðum.
Kjarninn 18. september 2019
Íslendingar endurvinna minnst á Norðurlöndunum
Magn heimilisúrgangs á hvern íbúa hér á landi hefur aukist með hverju ári frá hruni og náði magnið nýju hámarki árið 2017 með rúmlega 650 kílóum á hvern íbúa. Jafnframt endurvinna Íslendingar minnst af heimilissorpi af öllum Norðurlöndunum.
Kjarninn 18. september 2019
Takmarka þarf notkun á reiðufé í spilakössum til að stöðva peningaþvætti
Í aðgerðaráætlun gegn peningaþvætti er lagt til að lögum verði breytt þannig að nafnlausir spilarar í spilakössum geti ekki sett háar fjárhæðir í þá, tekið þær síðan út sem vinninga og látið leggja þær inn á sig sem löglega vinninga.
Kjarninn 18. september 2019
Leggj­a enn og aftur fram frum­­varp um refs­ing­ar við tálm­un
Umdeilt tálmunarfrumvarp hefur verið lagt fram á ný á Alþingi.
Kjarninn 18. september 2019
Kristbjörn Árnason
Pantaðar pólitískar tillögur frá OECD og AGS
Leslistinn 18. september 2019
Nú geta mötuneyti sýnt kolefnisspor máltíða
Kolefnisreiknivélin Matarspor, sem reiknar og sýnir kolefnisspor máltíða og ber það saman við akstur fólksbíla, stendur nú mötuneytum og matsölustöðum til boða gegn greiðslu. Reiknivélin á að auðvelda fólki að taka upplýstar ákvarðanir um eigin neyslu.
Kjarninn 18. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent