Hyggjast endurskoða siðareglur fyrir alþingismenn

Forseti Alþingis og formaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar hafa hafið undirbúning á endurskoðun á fyrirkomulagi siðareglna alþingismanna.

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis
Auglýsing

Stein­grímur J. Sig­fús­son, for­seti Alþing­is, og Helga Vala Helga­dótt­ir, for­maður stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar þings­ins, und­ir­búa nú end­ur­skoðun á umgjörð og fram­kvæmd siða­reglna þing­mannna. Frá þessu er greint í frétt Frétta­blaðs­ins í morgun.

Í frétt­inni er haft eftir Stein­grími að vinnan sé á frum­stigi, en hann hef­ur, ásamt Helgu, verið að safna hug­myndum og gögnum vegna máls­ins. Ein­blínt verður á fram­kvæmd regln­anna og far­veg kvart­ana, en ekki er búist við að regl­urnar sjálfar verði teknar til end­ur­skoð­un­ar.

„Al­var­legt brot á grund­vall­ar­reglum rétt­ar­ríkja“

Nýlegar fram­kvæmdir og nið­ur­stöður siða­nefnd­ar­innar hafa sætt gagn­rýni frá þing­mönnum ólíkra flokka, en líkt og Kjarn­inn fjall­aði um fyrr í vik­unni töldu þing­menn Mið­flokks­ins Alþingi máls­með­ferð siða­nefndar fela í sér alvar­legt brot á lögum og grund­vall­ar­reglum rétt­ar­ríkja. „Í stað þess að verja þolendur alvar­legs glæps hafa full­trúar lög­gjafans leitað allra leiða til að refsa þolend­un­um,“ skrif­uðu þing­menn­irnir í andsvörum við áliti nefnd­ar­inn­ar.

Auglýsing

„Fá­rán­leik­inn og sam­trygg­ingin koma til bjarg­ar“

Björn Leví Gunn­ars­son, þing­maður Pírata, gagn­rýndi einnig nýlega máls­með­ferð kvört­unar sinnar á þær nið­ur­stöður nefnd­ar­innar að Þór­hildur Sunna Ævars­dóttir hafi brotið gegn siða­reglum með ummælum sínum um Ásmund Frið­riks­son, þing­mann Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Þar tók for­sætis­nefnd Alþingis nið­ur­stöður siða­nefndar til skoð­unar að ósk Björns en sam­þykkti þær svo í síð­ustu viku. Í gagn­rýni Björns á málið segir hann „fá­rán­leik­ann og sam­trygg­ing­una koma  til bjargar fyrir elít­una.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Donald Trump verður út um allt á Youtube á kjördegi
Framboð Donalds Trumps Bandaríkjaforseta hefur nú þegar keypt bróðurpartinn af auglýsingaplássi á Youtube, fyrir kjördag í Nóvember.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Freyr Eyjólfsson
Neysla og úrgangur eykst á heimsvísu – Ákall um nýjar, grænar lausnir
Kjarninn 20. febrúar 2020
Ísold Uggadóttir og Auður Jónsdóttir
Himinhrópandi mistök í máli Maní
Kjarninn 20. febrúar 2020
Haraldur Johanessen var enn ríkislögreglustjóri þegar samkomulagið var gert. Hann lét af störfum skömmu síðar
Samkomulag ríkislögreglustjóra hækkaði laun yfirmanna um 48 prósent
Þeir yfirmenn hjá ríkislögreglustjóra sem skrifuðu undir samkomulag við embættið í fyrra hækkuðu samtals grunnlaun sín um 314 þúsund krónur á mánuði og sameiginlegar lífeyrisgreiðslur um 309 milljónir.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Samninganefnd starfsgreinasambandsins.
Starfsgreinasambandið nær samkomulagi við ríkið um nýjan kjarasamning
Starfsgreinasambandið og ríkið náðu í gær saman um útlínur á nýjum kjarasamningi á fundi hjá ríkissáttarsemjara.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Efling fordæmir Dag fyrir að vilja ekki eiga samtal við sig
Efling segir borgarstjórann í Reykjavík tala niður kjara- og réttlætisbaráttu félagsins. Framsetning hans á tilboðum Reykjavíkurborgar um launahækkanir til félagsmanna Eflingar sé í þeim „tilgangi að fegra mögur tilboð borgarinnar.“
Kjarninn 20. febrúar 2020
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Verkföll hjá BSRB hefjast að óbreyttu í byrjun mars
Verkföllin munu hafa mikil áhrif á almannaþjónustuna enda munu þau ná til starfsfólks í heilbrigðisþjónustunni, þar með talið á Landspítalanum, og í skólum, leikskólum og á frístundaheimilum.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Hillur verslana eru í dag fullar af fersku brauði.
Uppþot vegna brauðsins stormur í vatnsglasi
„Hvenær verður næst brauð viðvörun?“ „Brauð er búið í borginni, líka hvíta brauðið. Fólk ætlar greinilega að leyfa sér þessar síðustu klukkustundir á jörðu.“ Þeir voru margir brandararnir sem fuku í sprengilægðinni í síðustu viku.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent