Hyggjast endurskoða siðareglur fyrir alþingismenn

Forseti Alþingis og formaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar hafa hafið undirbúning á endurskoðun á fyrirkomulagi siðareglna alþingismanna.

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis
Auglýsing

Stein­grímur J. Sig­fús­son, for­seti Alþing­is, og Helga Vala Helga­dótt­ir, for­maður stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar þings­ins, und­ir­búa nú end­ur­skoðun á umgjörð og fram­kvæmd siða­reglna þing­mannna. Frá þessu er greint í frétt Frétta­blaðs­ins í morgun.

Í frétt­inni er haft eftir Stein­grími að vinnan sé á frum­stigi, en hann hef­ur, ásamt Helgu, verið að safna hug­myndum og gögnum vegna máls­ins. Ein­blínt verður á fram­kvæmd regln­anna og far­veg kvart­ana, en ekki er búist við að regl­urnar sjálfar verði teknar til end­ur­skoð­un­ar.

„Al­var­legt brot á grund­vall­ar­reglum rétt­ar­ríkja“

Nýlegar fram­kvæmdir og nið­ur­stöður siða­nefnd­ar­innar hafa sætt gagn­rýni frá þing­mönnum ólíkra flokka, en líkt og Kjarn­inn fjall­aði um fyrr í vik­unni töldu þing­menn Mið­flokks­ins Alþingi máls­með­ferð siða­nefndar fela í sér alvar­legt brot á lögum og grund­vall­ar­reglum rétt­ar­ríkja. „Í stað þess að verja þolendur alvar­legs glæps hafa full­trúar lög­gjafans leitað allra leiða til að refsa þolend­un­um,“ skrif­uðu þing­menn­irnir í andsvörum við áliti nefnd­ar­inn­ar.

Auglýsing

„Fá­rán­leik­inn og sam­trygg­ingin koma til bjarg­ar“

Björn Leví Gunn­ars­son, þing­maður Pírata, gagn­rýndi einnig nýlega máls­með­ferð kvört­unar sinnar á þær nið­ur­stöður nefnd­ar­innar að Þór­hildur Sunna Ævars­dóttir hafi brotið gegn siða­reglum með ummælum sínum um Ásmund Frið­riks­son, þing­mann Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Þar tók for­sætis­nefnd Alþingis nið­ur­stöður siða­nefndar til skoð­unar að ósk Björns en sam­þykkti þær svo í síð­ustu viku. Í gagn­rýni Björns á málið segir hann „fá­rán­leik­ann og sam­trygg­ing­una koma  til bjargar fyrir elít­una.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efsta lagið á Íslandi á nær öll verðbréf í beinni eigu einstaklinga hérlendis
Á sex ára tímabili hefur verðbréfaeign Íslendinga vaxið um 192 milljarða króna, eða um 52 prósent. Af þeirri upphæð hefur 175 milljarðar króna farið til þeirra tíu prósenta landsmanna sem mest eiga, eða 91 prósent.
Kjarninn 27. september 2020
Vörur Gaza Company byggja hvort tveggja á íslenskum og palenstínskum hefðum í saumaskap.
Gjöf frá Gaza
Markmið verkefnisins Gjöf frá Gaza er að hjálpa palestínskum konum að halda fjárhagslegu sjálfstæði sínu svo þær geti framfleytt sér og fjölskyldum sínum. Nú má kaupa vörur Gaza Company á Karolinafund og styðja þannig við verkefnið.
Kjarninn 27. september 2020
Eggert Gunnarsson
Stórihvellur
Kjarninn 27. september 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir
Nokkur orð um stöðuna
Kjarninn 27. september 2020
Halldór Benjamín var gestur í Silfrinu í dag.
Segir algjöran skort hafa verið á samtali
Halldór Benjamín Þorbergsson sagði í Silfrinu í morgun að verkalýðshreyfingin hefði hafnað því að eiga í samtali um útfærsluatriði Lífskjarasamnings. Kosning fyrirtækja innan SA um afstöðu til uppsagnar kjarasamninga hefst á morgun.
Kjarninn 27. september 2020
Tuttugu ný smit innanlands – fjölgar á sjúkrahúsi
Fjórir einstaklingar liggja nú á sjúkrahúsi vegna COVID-19 og fjölgar um tvo milli daga. Einn sjúklingur er á gjörgæslu.
Kjarninn 27. september 2020
Framundan er stór krísa en við höfum val
„Okkar lærdómur af heimsfaraldrinum er sá að við höfum gengið of hart fram gagnvart náttúrunni og það er ekki víst að leiðin sem við vorum á sé sú besta,“ segir Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur.
Kjarninn 27. september 2020
James Albert Bond er hér til vinstri ásamt Daniel Craig sem hefur farið með hlutverk njósnarans James Bond síðustu ár.
Bond, James Bond
Margir kannast við eina frægustu persónu hvíta tjaldsins, James Bond njósnara hennar hátignar. Sem ætíð sleppur lifandi, þótt stundum standi tæpt. Færri vita að til var breskur njósnari með sama nafni, sá starfaði fyrir Breta í Póllandi.
Kjarninn 27. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent