Fundu furðudýr á Kötlugrunni

Leiðangrar á vegum Hafrannsóknarstofnunar hafa kannað lífríki á hafsbotni til að kanna hvort að grípa þurfi til aðgerða til að vernda botnlífverur. Hópurinn fann lifandi kóralrif, akra af sæfjöðrum og botndýr sem hópurinn hefur ekki enn náð að greina.

Leiðangurshópur af vísindamönnum fann furðudýr sem það hafði ekki séð áður á Kötlugrunni. Dýrið er með tvær raðir af öngum, með ferkantaðan fót og ljósfjólublátt á litinn.
Leiðangurshópur af vísindamönnum fann furðudýr sem það hafði ekki séð áður á Kötlugrunni. Dýrið er með tvær raðir af öngum, með ferkantaðan fót og ljósfjólublátt á litinn.
Auglýsing

Í kringum Ísland eru þekktar yfir 3000 teg­undir af botn­dýrum en aðeins hluti þeirra hefur verið mynd­aður hingað til. Hópur vís­inda­manna fann eitt slíkt dýr, í leið­angri sínum við að kort­leggja búsvæði á hafs­botni, sem hóp­ur­inn hafði ekki séð áður og hefur ekki enn fundið út hvað í raun er. Hvort þetta dýr til­heyr­i ein­hverri af þekktu tengd­unum eða um hvort að nýja teg­und sé að ræða við Ísland veit hóp­ur­inn ekki. 

Ekki vitað hver áhrif súrnun sjávar hefur á botn­dýr

Leið­ang­ur­inn er hluti af gagna­söfn­un Haf­rann­sókn­ar­stofn­un­ar ­fyrir langa­tíma­verk­efnið Kort­lagn­ing búsvæði, þar sem ólík búsvæði á hafs­botn­inum við landið eru skil­greind og fjöl­breyti­leiki þeirra skoð­að­ur. Lagt er mat á hvort um fágæt eða við­kvæm búsvæði sé um að ræða og hvort grípa þurfi til aðgerða til verndar þeim. 

Steinunn H. Ólafsdóttir, leiðsögumaður hópsins. Mynd:Hafrannsóknarstofnun.

Líf­ríkið á botni sjávar er stór og mik­il­vægur hluti af líf­keðju hafs­ins og afkomu margra fiska. Ekki hefur hins vegar verið fylgst með því líkt og ­fisk­stofn­um hér á landi. Hvernig botn­líf­verur hafa brugð­ist við auknu hita eða súrnun sjávar er til dæmis ekki vit­að.  

„Með því að skoða á skipu­lagðan hátt líf­ríkið á botn­inum komumst við nær því að þekkja nátt­úru­legan fjöl­breyti­leika á sjáv­ar­botn­inum við land­ið, en einnig sjáum við líka áhrif manns­ins á líf­ríkið og umhverf­ið. Við myndum bæði ósnortin svæði og innan við veiði­slóð­ir. Valin eru svæði með ólíka botn­gerð og á mis­mun­and­i ­dýpi. Sér­stök áhersla er á að leita uppi við­kvæm og fágæt búsvæði eins og kór­al­rif, kór­al­garða og svampa­breið­ur,“ segir í til­kynn­ing­unn­i. 

Ánægju­legt að sjá lif­andi kór­al­rif og akra af sæfjöðrum

Í til­kynn­ing­u Haf­rann­sókn­ar­stofn­un­ar ­segir að ýmis­legt áhuga­vert hafi komið fram á neð­an­sjáv­ar­myndum þegar hópur undir leið­sögn ­Stein­unnar H. Ólafs­dótt­ur, ­sjáv­ar­vist­fræð­ing­ur á Haf­rann­sókn­ar­stofn­un, kann­að­i í líf­ríki hafs­botns­ins í júní­lok og byrjun júlí á þessu ári. 

Auglýsing

Í fyrri kort­lagn­inga­leið­öngrum hóps­ins hefur komið í ljós að fjöl­breyti­leiki botn­dýra­lífs er mik­ill víða í land­grunns­kant­inum suður af land­inu og þar eru þegar þekkt kór­al­svæði. Í júní leið­angrinum fann hóp­ur­inn lif­and­i kór­al­rif á nokkrum stöðum í brött­u­m land­grunns­kant­inum og á öðrum stöðum voru akrar af sæfjöðrum sem er ánægju­legt að mati hóps­ins. Þau ­svæði eru utan við veiðislóð enda í bröttum kant­inum en ofan á kant­inum voru hins vegar dauð kór­al­rif enda er veiði­á­lag þar mikið og kór­al­rifin sem einu sinni voru þar hafa horf­ið. 

Akur af sæfjöðrum á 570 m dýpi. Mynd:Hafrannsóknarstofnun

Hóp­ur­inn mynd­aði alls 70 snið eftir botn­inum í 100 til 700 metra dýpi. Unnið verður úr mynd­unum og öll dýr greind og talin og botn­gerð og rusl og slitin veið­ar­færi skráð. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ungmenni mótmæla aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum.
„Loftslagsváin fer ekki í sumarfrí“
Ungmenni á Íslandi halda áfram að fara í verkfall fyrir loftslagið þrátt fyrir COVID-19 faraldur og sumarfrí. Greta Thunberg hvetur jafnframt áfram til mótmæla.
Kjarninn 9. júlí 2020
Afkoma ríkissjóðs jákvæð um 42 milljarða í fyrra
Tekjur ríkissjóðs námu samtals 830 milljörðum króna í fyrra en rekstrargjöld voru 809 milljarðar. Fjármagnsgjöld voru neikvæð um 57 milljarða en hlutdeild í afkomu félaga í eigu ríkisins jákvæð um 78 milljarða.
Kjarninn 9. júlí 2020
Guðmundur Hörður Guðmundsson
Menntamálaráðherra gleymdi meðalhófsreglunni
Kjarninn 9. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
„Þetta verður í fínu lagi“
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að starfsfólk fyrirtækisins muni rjúka til og hjálpa við skimun ef Landspítalinn þurfi á því að halda. Spítalinn sé þó „ágætlega í stakk búinn“ til þess að takast á við verkefnið.
Kjarninn 9. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Erum að beita öllum ráðum í bókinni
Sóttvarnalæknir segist ekki áforma að mæla með rýmkuðum reglum um fjöldatakmörk á samkomum á næstunni. Líklega muni núverandi takmarkanir, sem miða við 500 manns, gilda út ágúst.
Kjarninn 9. júlí 2020
Opnað fyrir umsóknir um stuðningslán
Stuðningslán til smærri og meðalstórra fyrirtækja geta að hámarki numið 40 milljónum króna. Þó geta þau ekki orðið hærri en sem nemur tíu prósentum af tekjum fyrirtækis á síðasta rekstrarári.
Kjarninn 9. júlí 2020
Icelandair mun flytja á annað þúsund manns á milli Kaliforníu og Armeníu
Íslenska utanríkisþjónustan aðstoðaði við sérstakt verkefni á vegum Loftleiða Icelandic.
Kjarninn 9. júlí 2020
Tilraunir með Oxford-bóluefnið í mönnum eru hafnar í þremur löndum, m.a. Suður-Afríku.
Oxford-bóluefnið þykir líklegast til árangurs
Ef tilraunir með bóluefni sem nú er í þróun við Oxford-háskóla skila jákvæðum niðurstöðum á næstu vikum verður hugsanlega hægt að byrja að nota það í haust.
Kjarninn 9. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent