Fundu furðudýr á Kötlugrunni

Leiðangrar á vegum Hafrannsóknarstofnunar hafa kannað lífríki á hafsbotni til að kanna hvort að grípa þurfi til aðgerða til að vernda botnlífverur. Hópurinn fann lifandi kóralrif, akra af sæfjöðrum og botndýr sem hópurinn hefur ekki enn náð að greina.

Leiðangurshópur af vísindamönnum fann furðudýr sem það hafði ekki séð áður á Kötlugrunni. Dýrið er með tvær raðir af öngum, með ferkantaðan fót og ljósfjólublátt á litinn.
Leiðangurshópur af vísindamönnum fann furðudýr sem það hafði ekki séð áður á Kötlugrunni. Dýrið er með tvær raðir af öngum, með ferkantaðan fót og ljósfjólublátt á litinn.
Auglýsing

Í kringum Ísland eru þekktar yfir 3000 tegundir af botndýrum en aðeins hluti þeirra hefur verið myndaður hingað til. Hópur vísindamanna fann eitt slíkt dýr, í leiðangri sínum við að kortleggja búsvæði á hafsbotni, sem hópurinn hafði ekki séð áður og hefur ekki enn fundið út hvað í raun er. Hvort þetta dýr tilheyri einhverri af þekktu tengdunum eða um hvort að nýja tegund sé að ræða við Ísland veit hópurinn ekki. 

Ekki vitað hver áhrif súrnun sjávar hefur á botndýr

Leiðangurinn er hluti af gagnasöfnun Hafrannsóknarstofnunar fyrir langatímaverkefnið Kortlagning búsvæði, þar sem ólík búsvæði á hafsbotninum við landið eru skilgreind og fjölbreytileiki þeirra skoðaður. Lagt er mat á hvort um fágæt eða viðkvæm búsvæði sé um að ræða og hvort grípa þurfi til aðgerða til verndar þeim. 

Steinunn H. Ólafsdóttir, leiðsögumaður hópsins. Mynd:Hafrannsóknarstofnun.

Lífríkið á botni sjávar er stór og mikilvægur hluti af lífkeðju hafsins og afkomu margra fiska. Ekki hefur hins vegar verið fylgst með því líkt og fiskstofnum hér á landi. Hvernig botnlífverur hafa brugðist við auknu hita eða súrnun sjávar er til dæmis ekki vitað.  

„Með því að skoða á skipulagðan hátt lífríkið á botninum komumst við nær því að þekkja náttúrulegan fjölbreytileika á sjávarbotninum við landið, en einnig sjáum við líka áhrif mannsins á lífríkið og umhverfið. Við myndum bæði ósnortin svæði og innan við veiðislóðir. Valin eru svæði með ólíka botngerð og á mismunandi dýpi. Sérstök áhersla er á að leita uppi viðkvæm og fágæt búsvæði eins og kóralrif, kóralgarða og svampabreiður,“ segir í tilkynningunni. 

Ánægjulegt að sjá lifandi kóralrif og akra af sæfjöðrum

Í tilkynningu Hafrannsóknarstofnunar segir að ýmislegt áhugavert hafi komið fram á neðansjávarmyndum þegar hópur undir leiðsögn Steinunnar H. Ólafsdóttur, sjávarvistfræðingur á Hafrannsóknarstofnun, kannaði í lífríki hafsbotnsins í júnílok og byrjun júlí á þessu ári. 

Auglýsing

Í fyrri kortlagningaleiðöngrum hópsins hefur komið í ljós að fjölbreytileiki botndýralífs er mikill víða í landgrunnskantinum suður af landinu og þar eru þegar þekkt kóralsvæði. Í júní leiðangrinum fann hópurinn lifandi kóralrif á nokkrum stöðum í bröttum landgrunnskantinum og á öðrum stöðum voru akrar af sæfjöðrum sem er ánægjulegt að mati hópsins. Þau svæði eru utan við veiðislóð enda í bröttum kantinum en ofan á kantinum voru hins vegar dauð kóralrif enda er veiðiálag þar mikið og kóralrifin sem einu sinni voru þar hafa horfið. 

Akur af sæfjöðrum á 570 m dýpi. Mynd:Hafrannsóknarstofnun

Hópurinn myndaði alls 70 snið eftir botninum í 100 til 700 metra dýpi. Unnið verður úr myndunum og öll dýr greind og talin og botngerð og rusl og slitin veiðarfæri skráð. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Einkarekstur í forgrunni – Umhverfisstefna Sjálfstæðisflokksins
Kjarninn 19. september 2021
Magnús Gottfreðsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.
Segir gæði vísindastarfs á Landspítala hafa hrakað á síðustu árum
Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands segir að öfugþróun hafi átt sér stað í vísindastarfi á Landspítala eftir að hann var gerður að háskólasjúkrahúsi árið 2000, og að ekkert skilgreint fjármagn hafi fengist til að sinna því.
Kjarninn 19. september 2021
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdraganda alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent