Fundu furðudýr á Kötlugrunni

Leiðangrar á vegum Hafrannsóknarstofnunar hafa kannað lífríki á hafsbotni til að kanna hvort að grípa þurfi til aðgerða til að vernda botnlífverur. Hópurinn fann lifandi kóralrif, akra af sæfjöðrum og botndýr sem hópurinn hefur ekki enn náð að greina.

Leiðangurshópur af vísindamönnum fann furðudýr sem það hafði ekki séð áður á Kötlugrunni. Dýrið er með tvær raðir af öngum, með ferkantaðan fót og ljósfjólublátt á litinn.
Leiðangurshópur af vísindamönnum fann furðudýr sem það hafði ekki séð áður á Kötlugrunni. Dýrið er með tvær raðir af öngum, með ferkantaðan fót og ljósfjólublátt á litinn.
Auglýsing

Í kringum Ísland eru þekktar yfir 3000 teg­undir af botn­dýrum en aðeins hluti þeirra hefur verið mynd­aður hingað til. Hópur vís­inda­manna fann eitt slíkt dýr, í leið­angri sínum við að kort­leggja búsvæði á hafs­botni, sem hóp­ur­inn hafði ekki séð áður og hefur ekki enn fundið út hvað í raun er. Hvort þetta dýr til­heyr­i ein­hverri af þekktu tengd­unum eða um hvort að nýja teg­und sé að ræða við Ísland veit hóp­ur­inn ekki. 

Ekki vitað hver áhrif súrnun sjávar hefur á botn­dýr

Leið­ang­ur­inn er hluti af gagna­söfn­un Haf­rann­sókn­ar­stofn­un­ar ­fyrir langa­tíma­verk­efnið Kort­lagn­ing búsvæði, þar sem ólík búsvæði á hafs­botn­inum við landið eru skil­greind og fjöl­breyti­leiki þeirra skoð­að­ur. Lagt er mat á hvort um fágæt eða við­kvæm búsvæði sé um að ræða og hvort grípa þurfi til aðgerða til verndar þeim. 

Steinunn H. Ólafsdóttir, leiðsögumaður hópsins. Mynd:Hafrannsóknarstofnun.

Líf­ríkið á botni sjávar er stór og mik­il­vægur hluti af líf­keðju hafs­ins og afkomu margra fiska. Ekki hefur hins vegar verið fylgst með því líkt og ­fisk­stofn­um hér á landi. Hvernig botn­líf­verur hafa brugð­ist við auknu hita eða súrnun sjávar er til dæmis ekki vit­að.  

„Með því að skoða á skipu­lagðan hátt líf­ríkið á botn­inum komumst við nær því að þekkja nátt­úru­legan fjöl­breyti­leika á sjáv­ar­botn­inum við land­ið, en einnig sjáum við líka áhrif manns­ins á líf­ríkið og umhverf­ið. Við myndum bæði ósnortin svæði og innan við veiði­slóð­ir. Valin eru svæði með ólíka botn­gerð og á mis­mun­and­i ­dýpi. Sér­stök áhersla er á að leita uppi við­kvæm og fágæt búsvæði eins og kór­al­rif, kór­al­garða og svampa­breið­ur,“ segir í til­kynn­ing­unn­i. 

Ánægju­legt að sjá lif­andi kór­al­rif og akra af sæfjöðrum

Í til­kynn­ing­u Haf­rann­sókn­ar­stofn­un­ar ­segir að ýmis­legt áhuga­vert hafi komið fram á neð­an­sjáv­ar­myndum þegar hópur undir leið­sögn ­Stein­unnar H. Ólafs­dótt­ur, ­sjáv­ar­vist­fræð­ing­ur á Haf­rann­sókn­ar­stofn­un, kann­að­i í líf­ríki hafs­botns­ins í júní­lok og byrjun júlí á þessu ári. 

Auglýsing

Í fyrri kort­lagn­inga­leið­öngrum hóps­ins hefur komið í ljós að fjöl­breyti­leiki botn­dýra­lífs er mik­ill víða í land­grunns­kant­inum suður af land­inu og þar eru þegar þekkt kór­al­svæði. Í júní leið­angrinum fann hóp­ur­inn lif­and­i kór­al­rif á nokkrum stöðum í brött­u­m land­grunns­kant­inum og á öðrum stöðum voru akrar af sæfjöðrum sem er ánægju­legt að mati hóps­ins. Þau ­svæði eru utan við veiðislóð enda í bröttum kant­inum en ofan á kant­inum voru hins vegar dauð kór­al­rif enda er veiði­á­lag þar mikið og kór­al­rifin sem einu sinni voru þar hafa horf­ið. 

Akur af sæfjöðrum á 570 m dýpi. Mynd:Hafrannsóknarstofnun

Hóp­ur­inn mynd­aði alls 70 snið eftir botn­inum í 100 til 700 metra dýpi. Unnið verður úr mynd­unum og öll dýr greind og talin og botn­gerð og rusl og slitin veið­ar­færi skráð. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Réttast að senda pöndubirnina heim
Upplýsingar um fund kínverska sendiherrans í Danmörku með færeyskum ráðamönnum um fjarskiptasamning hafa valdið fjaðrafoki í Færeyjum og meðal danskra þingmanna. Sendiherrann neitar að reyna að beita Færeyinga þrýstingi.
Kjarninn 15. desember 2019
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Drög að nýjum þjónustusamningi við RÚV kynnt
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur kynnt nýjan þjónustusamning við Ríkisútvarpið fyrir ríkisstjórn en núgildandi samningur rennur út um áramótin.
Kjarninn 14. desember 2019
Agnar Snædahl
Frá kreppuþakuppbyggingu og myglu
Kjarninn 14. desember 2019
Undraheimur bókmenntanna: Veisla Soffíu Auðar Birgisdóttur
Gagnrýnandi Kjarnans skrifar um „Maddama, kerling, fröken, frú. Konur í íslenskum nútímabókmenntum".
Kjarninn 14. desember 2019
Jón Baldvin Hannibalsson
Norrænt velferðarríki eða arðrænd nýlenda?
Kjarninn 14. desember 2019
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, þegar hann tók við starfinu.
Björgólfur efast um að mútur hafi verið greiddar og telur Samherja ekki hafa brotið lög
Forstjóri Samherja telur Jóhannes Stefánsson hafa verið einan að verki í vafasömum viðskiptaháttum fyrirtækisins í Afríku. Greiðslur til Dúbaí eftir að Jóhannes hætt,i sem taldar eru vera mútur, hafi verið löglegar greiðslur fyrir kvóta og ráðgjöf.
Kjarninn 14. desember 2019
Litla hraun
Vilja að betrun fanga hefjist strax frá dómsuppkvaðningu
Starfshópur félagsmálaráðherra hefur lagt til unnið sé að bataferli einstaklinga sem hlotið hafa refsidóm strax frá uppkvaðningu dóms, á tímabilinu áður en afplánun refsingar hefst, á meðan afplánun varir og einnig eftir að afplánun lýkur.
Kjarninn 14. desember 2019
Síminn að festa sig aftur í sessi sem sá stærsti á markaðnum
Gagnamagnsnotkun Íslendinga á farsímaneti heldur áfram að aukast ár frá ári. Hún hefur 265faldast á áratug. Síminn hefur styrkt stöðu sína sem markaðsleiðandi á farsímamarkaði en tekjur vegna sölu á slíkri þjónustu hafa dregist verulega saman.
Kjarninn 14. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent