Bjóða bílalán á mun lægri vöxtum en húsnæðislán

BL býður bílalán á óverðtryggðum vöxtum sem eru eru tæplega 50 prósent lægri en vextir annarra fyrirtækja sem lána fyrir bílakaupum. Vextirnir eru auk þess lægri en þeir sem bjóðast á ódýrstu húsnæðislánunum á markaðnum.

Á meðal þeirra bíla sem B&L selur er hinn vinsæli rafbíll Nissan Leaf.
Á meðal þeirra bíla sem B&L selur er hinn vinsæli rafbíll Nissan Leaf.
Auglýsing

Bíla­um­boðið BL ætlar að bjóða við­skipta­vinum sínum bíla­lán á föstum 3,95 pró­sent óverð­tryggðum vöxtum kaupi þeir bíla frá umboð­inu. Frá þessu er greint í Morg­un­blað­inu í dag

Þeir vextir sem BL ætlar að bjóða eru næstum helm­ingi lægri en lægstu vextir sem aðrir lán­veit­endur sem lána til bíla­kaupa eru til­búnir að lána sínum við­skipta­vinum á. Sam­kvæmt sam­an­burði á bíla­lánum á síð­unni Aur­björg.is eru lægstu vextir sem voru í boði á mark­aðnum 6,95 pró­sent breyti­legir hjá Arion banka, Ergo og Lykli ef láns­hlut­fallið var 50 pró­sent eða minna. 

Ef láns­hlut­fallið var hærra þá hækk­uðu vext­irnir og ef við­kom­andi þurfti til að mynda að taka 80 pró­sent lán til fjög­urra ára voru skap­leg­ustu vextir sem honum stóðu til boða 7,45 pró­sent hjá ofan­greindum þremur fjár­mála­fyr­ir­tækj­um. Lands­bank­inn býður hærri vexti en þetta, eða 7,75 pró­sent óverð­tryggða breyti­lega vexti.

Lánin sem BL ætlar að bjóða upp á verða í sam­starfi við Lykil fjár­mögn­un, verða í boði fyrir alla nýja bíla sem seldir verða hjá umboð­inu, þeim fylgja engin lán­töku­gjöld, ekk­ert hámark er á upp­hæð­inni sem lánað er og veitt verða allt að 90 pró­sent lán. Láns­tím­inn verður þrjú til sjö ár en eig­in­fjár­krafan eykst eftir því sem láns­tím­inn leng­ist.

Skáka hús­næð­is­lán­unum

Vext­irnir sem BL ætlar að bjóða upp á eru merki­legir í stærra sam­hengi vegna þess að þeir eru einnig umtals­vert lægri en lægstu óverð­tryggðu vextir sem standa lán­tökum til boða við íbúð­ar­kaup. Almennt hafa bíla­lán verið dýr­ari en hús­næð­is­lán. 

Auglýsing
Líkt og Kjarn­inn greindi frá í gær þá hefur Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna lækkað fasta fasta óverð­tryggða vexti sína á hús­næð­is­lánum mjög skarpt. Um miðjan síð­asta mánuð var til­kynnt um að þeir myndu fara úr 6,12 pró­sentum í 5,14 pró­sent, sem þýðir um 16 pró­sent lækk­un. 

Eftir þá breyt­ingu eru þeir vextir hag­stæð­ustu föstu óverð­tryggðu vextir sem standa íslenskum íbúð­ar­kaup­endum til boða. Birta líf­eyr­is­sjóður býður hins vegar upp á betri breyti­lega óverð­tryggða vexti til þeirra sjóðs­fé­laga sem upp­fylla skil­yrði til lán­töku. Þeir geta fengið allt að 65 pró­sent af kaup­verði á 4,85 pró­sent vöxtum hjá þeim sjóði. Sú breyt­ing átti sér stað í byrjun júlí. 

Vext­irnir sem BL býður sínum við­skipta­vinum til bíla­kaupa eru tæp­lega 19 pró­sent lægri en vextir Birtu.

 Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Reynt að brjótast inn í tölvukerfi Reiknistofu bankanna
Brotist var inn í ysta netlag og eru engar vísbendingar um að komist hafi verið inn í kerfi Reiknistofu bankanna og viðskiptavina.
Kjarninn 4. júní 2020
Kristbjörn Árnason
Núverandi ríkisstjórn er ein alvarlegustu mistök stjórnmálanna hin síðustu ár
Leslistinn 4. júní 2020
Kóralrifið mikla hefur fölnað mikið á undanförnum árum.
Kóralrifið mikla heldur áfram að fölna
Fölnun Kóralrifsins mikla í mars síðastliðnum er sú umfangsmesta hingað til. Febrúar síðastliðinn var heitasti mánuður á svæðinu síðan mælingar hófust.
Kjarninn 4. júní 2020
Náttúrufegurð Færeyja er eitt helsta aðdráttarafl eyjanna.
Færeyingar opna landamærin „sérstaklega fyrir Íslendinga“
„Kæru frændur, nú er rétti tíminn til að heimsækja Færeyjar,“ stendur í skilaboðum frá færeyska flugfélaginu Atlantic Airways til íslensku þjóðarinnar.
Kjarninn 4. júní 2020
8 mínútur og 46 sekúndur leystu úr læðingi sársauka margra kynslóða
Ólgan í Bandaríkjunum snýst ekki aðeins um þær átta mínútur og 46 sekúndur sem lögreglumaður hélt hné sínu að hálsi George Floyds þar til hann lést. Hún á rætur í þjáningum margra kynslóða fólks er býr enn við misrétti sem er samgróið hugarfari valdhafa.
Kjarninn 4. júní 2020
Intenta segist í stakk búið til að taka við verkefnum sem Capacent sinnti áður
Ingvi Þór Elliðason, ráðgjafi og framkvæmdastjóri Intenta, sem fyrrverandi starfsmenn Capacent stofnuðu skömmu fyrir gjaldþrot fyrirtækisins, segir Intenta með þekkingu og getu til að taka við verkefnum sem Capacent sinnti áður.
Kjarninn 4. júní 2020
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur aðsetur í Húsi verslunarinnar
Tæp tíu prósent útistandandi sjóðfélagalána LIVE í greiðsluhléi
Sjóðfélagalán í greiðsluhléi nema samtals ellefu milljörðum króna. Til samanburðar námu útistandandi sjóðfélagalán Lífeyrissjóðs verzlunarmanna við lok árs 2019 rúmum 120 milljörðum. Ávöxtun sjóðsins á fyrstu fjórum mánuðum ársins er áætluð 3,5 prósent.
Kjarninn 3. júní 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Twitter tekur á rugli og Síminn sektaður
Kjarninn 3. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent