Bjóða bílalán á mun lægri vöxtum en húsnæðislán

BL býður bílalán á óverðtryggðum vöxtum sem eru eru tæplega 50 prósent lægri en vextir annarra fyrirtækja sem lána fyrir bílakaupum. Vextirnir eru auk þess lægri en þeir sem bjóðast á ódýrstu húsnæðislánunum á markaðnum.

Á meðal þeirra bíla sem B&L selur er hinn vinsæli rafbíll Nissan Leaf.
Á meðal þeirra bíla sem B&L selur er hinn vinsæli rafbíll Nissan Leaf.
Auglýsing

Bíla­um­boðið BL ætlar að bjóða við­skipta­vinum sínum bíla­lán á föstum 3,95 pró­sent óverð­tryggðum vöxtum kaupi þeir bíla frá umboð­inu. Frá þessu er greint í Morg­un­blað­inu í dag

Þeir vextir sem BL ætlar að bjóða eru næstum helm­ingi lægri en lægstu vextir sem aðrir lán­veit­endur sem lána til bíla­kaupa eru til­búnir að lána sínum við­skipta­vinum á. Sam­kvæmt sam­an­burði á bíla­lánum á síð­unni Aur­björg.is eru lægstu vextir sem voru í boði á mark­aðnum 6,95 pró­sent breyti­legir hjá Arion banka, Ergo og Lykli ef láns­hlut­fallið var 50 pró­sent eða minna. 

Ef láns­hlut­fallið var hærra þá hækk­uðu vext­irnir og ef við­kom­andi þurfti til að mynda að taka 80 pró­sent lán til fjög­urra ára voru skap­leg­ustu vextir sem honum stóðu til boða 7,45 pró­sent hjá ofan­greindum þremur fjár­mála­fyr­ir­tækj­um. Lands­bank­inn býður hærri vexti en þetta, eða 7,75 pró­sent óverð­tryggða breyti­lega vexti.

Lánin sem BL ætlar að bjóða upp á verða í sam­starfi við Lykil fjár­mögn­un, verða í boði fyrir alla nýja bíla sem seldir verða hjá umboð­inu, þeim fylgja engin lán­töku­gjöld, ekk­ert hámark er á upp­hæð­inni sem lánað er og veitt verða allt að 90 pró­sent lán. Láns­tím­inn verður þrjú til sjö ár en eig­in­fjár­krafan eykst eftir því sem láns­tím­inn leng­ist.

Skáka hús­næð­is­lán­unum

Vext­irnir sem BL ætlar að bjóða upp á eru merki­legir í stærra sam­hengi vegna þess að þeir eru einnig umtals­vert lægri en lægstu óverð­tryggðu vextir sem standa lán­tökum til boða við íbúð­ar­kaup. Almennt hafa bíla­lán verið dýr­ari en hús­næð­is­lán. 

Auglýsing
Líkt og Kjarn­inn greindi frá í gær þá hefur Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna lækkað fasta fasta óverð­tryggða vexti sína á hús­næð­is­lánum mjög skarpt. Um miðjan síð­asta mánuð var til­kynnt um að þeir myndu fara úr 6,12 pró­sentum í 5,14 pró­sent, sem þýðir um 16 pró­sent lækk­un. 

Eftir þá breyt­ingu eru þeir vextir hag­stæð­ustu föstu óverð­tryggðu vextir sem standa íslenskum íbúð­ar­kaup­endum til boða. Birta líf­eyr­is­sjóður býður hins vegar upp á betri breyti­lega óverð­tryggða vexti til þeirra sjóðs­fé­laga sem upp­fylla skil­yrði til lán­töku. Þeir geta fengið allt að 65 pró­sent af kaup­verði á 4,85 pró­sent vöxtum hjá þeim sjóði. Sú breyt­ing átti sér stað í byrjun júlí. 

Vext­irnir sem BL býður sínum við­skipta­vinum til bíla­kaupa eru tæp­lega 19 pró­sent lægri en vextir Birtu.

 Gjaldtaka vegna fiskeldis dugar ekki fyrir kostnaði við bætta stjórnsýslu og eftirlit
Þeir fjármunir sem rekstraraðilar fiskeldis eiga að greiða fyrir afnot af hafsvæðum í íslenskri lögsögu á næsta ári eru minni en það sem ríkissjóður ætlar að setja í bætta stjórnsýslu og eftirlit með fiskeldi.
Kjarninn 19. september 2019
Seðlabanki Bandaríkjanna lækkar vexti og segir óvissu í heimsbúskapnum
Þetta er önnur lækkunin á skömmum tíma, en þar áður höfðu vextir ekki lækkað í áratug.
Kjarninn 18. september 2019
Innlendar eignir nú 72 prósent af eignum lífeyrissjóða
Lífeyrissjóðir landsmanna hafa stækkaðir mikið í eignum talið, á undanförnum árum. Innlán sjóðanna nema tæplega 170 milljörðum.
Kjarninn 18. september 2019
Bergþór Ólason orðinn nefndarformaður á ný
Nýr formaður umhverfis- og samgöngunefndar var kjörinn í dag með tveimur atkvæðum.
Kjarninn 18. september 2019
Íslendingar endurvinna minnst á Norðurlöndunum
Magn heimilisúrgangs á hvern íbúa hér á landi hefur aukist með hverju ári frá hruni og náði magnið nýju hámarki árið 2017 með rúmlega 650 kílóum á hvern íbúa. Jafnframt endurvinna Íslendingar minnst af heimilissorpi af öllum Norðurlöndunum.
Kjarninn 18. september 2019
Takmarka þarf notkun á reiðufé í spilakössum til að stöðva peningaþvætti
Í aðgerðaráætlun gegn peningaþvætti er lagt til að lögum verði breytt þannig að nafnlausir spilarar í spilakössum geti ekki sett háar fjárhæðir í þá, tekið þær síðan út sem vinninga og látið leggja þær inn á sig sem löglega vinninga.
Kjarninn 18. september 2019
Leggj­a enn og aftur fram frum­­varp um refs­ing­ar við tálm­un
Umdeilt tálmunarfrumvarp hefur verið lagt fram á ný á Alþingi.
Kjarninn 18. september 2019
Kristbjörn Árnason
Pantaðar pólitískar tillögur frá OECD og AGS
Leslistinn 18. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent