Efnt til mótmæla vegna heimsóknar Trump

Trump hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir heimsókn sína til Dayton og El Paso í dag, tveggja borga sem urðu fyrir skotárás um helgina. Gagnrýnendur segja Trump ekki velkominn þar sem orð forsetans hafi ýtt undir hatursorðræðu og andúðar á innflytjendum.

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna.
Auglýsing

Don­ald Trump, for­seti Banda­ríkj­anna, heldur til El Paso í Texas í dag, þremur dögum eftir að 21 árs árás­armaður myrti 22 og slas­aði 24 til við­bótar í Wal­mart stór­mark­aði. Jafn­framt mun hann halda til Dayton í Ohio fylki þar sem níu voru myrtir í skotárás, ein­ungis 13 klukku­stundum eftir árás­ina í El Paso. Trump hefur verið harð­lega gagn­rýndur fyrir heim­sókn sína og hann sagður ekki vel­kom­inn vegna hat­urs­orð­ræðu sinn­ar. Til að mynda hefur Barack Obama, fyrrum for­seti Banda­ríkj­anna, gagn­rýnt Trump.

Hinir grun­uðu árás­ar­menn árásanna tveggja eru báðir ungir hvítir karl­menn og talið að þeir séu báðir kyn­þátta­hat­ar­ar, þó yfir­völd hafi enn ekki stað­fest það. Fjöl­margir íbúar El Paso og Dayton eru ósáttir við heim­sókn Trump vegna ummæla hans um inn­flytj­endur og litað fólk. Gagn­rýnendur telja margir hverjir að ummæli for­set­ans hafi ýtt undir árás­irn­ar. 

Auglýsing
Í El Paso búa tæp­lega 700.000 manns og er borgin við landa­mæri Banda­ríkj­anna og Mexíkó. Í borg­inni er meiri­hluti íbúa af rómönsk-am­er­ískum upp­runa. Í fyrri heim­sóknum Trump til El Paso hefur hann nýtt heim­sókn­irnar til þess að koma inn­flytj­enda­stefnu sinni á fram­færi og talað fyrir því að byggja múr á milli Mexíkó og Banda­ríkj­anna.

Heim­sóknin harð­lega gagn­rýnd

Barack Obama, fyrrum for­seti Banda­ríkj­anna, sagði í opin­berri yfir­lýs­ingu að Banda­ríkja­menn ættu að afneita orðum leið­toga sem ýta undir ótta og hatur og geri rasísk ummæli að venju. Beto O’Ro­ur­ke, einn for­seta­fram­bjóð­enda Demókrata sem er frá El Paso, hefur einnig harð­lega gagn­rýnt Trump fyrir heim­sókn sína til borg­ar­inn­ar. Hann sagði Trump hafa hjálpað til að skapa aðstæður líkt og áttu sér stað í El Paso á laug­ar­dag­inn og hann hafi því ekki rétt á að heim­sækja borg­ina.

Nan Whaley, borg­ar­stjóri Dayton, hefur efnt til mót­mæla gegn Trump vegna byssu­lög­gjö­far hans og segir Trump ekki vel­kom­inn. Hún sagði orð­ræðu Trump hafa verið sárs­auka­full fyrir marga í sam­fé­lagi hennar og hvatti fólk til að láta óánægju sína í ljós. 

Ver­on­ica Esc­obar, þing­maður frá El Paso, segir Trump ekki vel­kom­inn til El Paso. Hún sagði orð­ræðu Trump hafa gert fólk af rómönsk-am­er­ískum upp­runa og inn­flytj­endur ómennskt. „Orð hafa afleið­ing­ar. For­set­inn hefur gert mig og mitt fólk að óvin­in­um,“ sagði Esc­ob­ar. „Hann hefur sagt land­inu að við séum fólk sem beri að óttast, sem beri að hata.“

Borg­ar­stjóri El Paso, Dee Margo, sagð­ist munu bjóða Trump vel­kom­inn til El Paso en var­aði hann við því að halda uppi röngum stað­hæf­ingum um borg­ina. Trump hefur látið þau orð falla að áður en landamæra­girð­ingu hafi verið komið upp í borg­inni hafi hún verið ein sú hættu­leg­asta í Banda­ríkj­un­um. 

Repúblík­anar í El Paso hafa sakað Demókrata um að gera heim­sókn Trump að póli­tískum við­burði sem hagn­ist þeim sjálf­um. 

Yfir­lýs­ing árás­armanns­ins birt á net­inu

Hinn 21 árs hvíti árás­armaður í El Paso er í haldi lög­reglu í Texas, en þar­lend yfir­völd hafa ekki gefið út nafn hans. Talið er að árás­armað­ur­inn í hafi birt á net­inu yfir­lýs­ingu sína sem hann hafi til­kynnt um fyr­ir­hug­aða árás sína og sé full andúðar á inn­flytj­end­um. Árásin er jafn­framt rann­sökuð sem mögu­legur hat­urs­glæp­ur.

Í yfir­lýs­ing­unni skrifar höf­und­ur­inn að um „inn­rás“ fólks frá Mexíkó til Banda­ríkj­anna sé að ræða. Nokkuð sem Trump hefur sagt fjöl­mörgum sinnum í ræðum sínum. Trump hefur ekki rætt yfir­lýs­ingu árás­armanns­ins opin­ber­lega og hefur Trump ekki viljað herða byssu­lög­gjöf í Banda­ríkj­unum þannig að skoðað verði bak­grunn fólks sem vill kaupa skot­vopn. 

Talið er að árás­armað­ur­inn hafi birt skjalið á heima­síðu 8chan, öfga-hægri spjall­síðu. Síðan er þekkt fyrir afar bíræfin rasísk ummæli. Verði stað­fest að árás­armað­ur­inn í El Paso hafi skrifað hina umræddu yfir­lýs­ingu væri það þriðja yfir­lýs­ingin um fyr­ir­hug­aða árás sem birt­ist á 8chan á innan við fimm mán­uð­um.

Sam­kvæmt the Guar­dian stendur í yfir­lýs­ing­unni að árásin eigi að vera „svar við inn­rás fólks af rómönskum upp­runa í Texa­s.“ Jafn­framt sem höf­undur skjals­ins vildi skipta Banda­ríkj­unum upp í mis­mun­andi svæði fyrir mis­mun­andi kyn­þætt­i. 

Bæði árás­armað­ur­inn í Christchurch og árás­armaður sem réðst á söfn­uð­ar­hús gyð­inga í Poway, Kali­forn­íu, birtu yfir­lýs­ingu sína á 8chan fyrir árás­ina, sam­kvæmt the Guar­di­an. 

Trump leggur til dauða­refs­ingu

Í kjöl­far árásanna um helg­ina ávarp­aði Don­ald Trump þjóð­ina í beinni útsend­ingu. Hann sagði að hann og for­seta­frúin biðji fyrir fórn­ar­lömbun­um, fjöl­skyldum þeirra og þeim sem komust af. Þau muni standa með þeim um aldur og ævi.

Hann sagð­ist leggja til nýja lög­gjöf þar sem fjöldamorð­ingjar og þeir sem fremji hat­urs­glæpi standi frammi fyrir dauða­refs­ingu. Dauða­refs­ingin verði fljót, skil­virk og án óþarfa tafa. 



Trump sagði árás­irnar tvær vera illar árásir sem brengluð skrímsli hafi framið. Þær séu jafn­framt glæpur gegn mann­kyn­inu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent