Fullyrðingar um orkupakkann oft „rangar og villandi“

Öll æðsta forysta Sjálfstæðisflokksins tjáði sig með afgerandi hætti um þriðja orkupakkann síðustu daga. Ljóst að afstaða hennar og þingflokksins er skýr og að hún telji að innleiða eigi hann. Öll hafa þau gagnrýnt andstæðinga málsins harðlega.

Ritari, varaformaður og formaður Sjálfstæðisflokksins mynda æðstu stjórn hans. Þau hafa öll tjáð sig með afgerandi hætti um orkupakkann síðustu þrjá daga.
Ritari, varaformaður og formaður Sjálfstæðisflokksins mynda æðstu stjórn hans. Þau hafa öll tjáð sig með afgerandi hætti um orkupakkann síðustu þrjá daga.
Auglýsing

„Oft hef­ur verið haldið fram röng­um og vill­andi full­yrð­ing­um um mál­ið, meðal ann­­ars í bláa bæk­l­ingn­um sem fylgdi Morg­un­­blað­inu í síð­ustu viku.“ Þetta skrifar Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, rit­ari og þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, í grein sem birt­ist í Morg­un­blað­inu í dag. 

Þar með hafa Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, vara­for­maður hans, og nú rit­ari flokks­ins tjáð sig með afger­andi hætti um afstöðu flokks­ins í mál­efnum þriðja orku­pakk­ans um helg­ina.

Blái bæk­ling­ur­inn sem Áslaug minn­ist á fylgdi Morg­un­blað­inu síð­ast­lið­inn föstu­dag, þegar það var í aldreif­ingu. Bæk­l­ing­­ur­inn ber nafnið „Kjósum um orku­­pakk­ann,“ og í honum sagði að með orku­­pakk­­anum muni virkj­unum fjölga. Þar er fólk jafn­­framt hvatt til að skora á Katrínu Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra að setja orku­­pakk­ann í þjóð­­ar­at­­kvæða­greiðslu. 

Bæk­ling­ur­inn er á vegum Guð­mundar Frank­lín Jóns­son­ar, fyrr­ver­andi for­manns Hægri grænna. 

Auglýsing
Í honum var heima­síðan synj­un.is einnig aug­lýst en þar er safnað und­ir­skriftum til hvatn­ingar þess að for­seti Íslands komi í veg fyrir sam­þykkt þriðja orku­pakk­ans í lög. Jafn­­framt er skorað á alla íslenska rík­­is­­borg­­ara að skrifa undir áskor­un­ina. „Víg­línan er skýr, þeir sem vilja að Íslend­ingar fari sjálfir með for­ræði eigin mála ann­­ars vegar og hins vegar þeir sem óska sér að útlend­ingar ráði för­inni í íslenskum mál­efn­um,“ sagði á heima­­síð­­unni.

Ekk­ert afsal full­veldisÍ grein Áslaugar í dag segir í mál­flutn­ingi and­stæð­inga þriðja orku­pakk­ans sé gefið í skyn að 

mark­mið hans feli í sér að Íslend­ing­um væri skylt að leggja sæ­­streng til Evr­­ópu. „Það er al­farið á hendi Íslands að taka ákvörðun um lagn­ingu sæ­­strengs eins og fram kom í sam­­dóma áliti fræði­manna sem komu fyr­ir ut­an­­rík­­is­­mála­­nefnd. En til þess að taka af öll tví­­­mæli hef­ur verið lagt fram laga­frum­varp þar sem kveðið er á um að ekki verði ráð­ist í teng­ingu með sæ­­streng nema að und­an­­gengnu sam­þykki Alþing­­is.“ 

Þá segir hún skýrt að orku­pakk­inn feli ekki í sér afsal á for­ræði yfir auð­lind­inni. Tak­­markað og af­­markað valda­fram­sal eigi ein­ung­is við um til­­­tek­in af­­mörkuð mál­efni ef Ísland ákveður að tengj­­ast sæ­­streng til Evr­­ópu. „Rétt eins og seg­ir í minn­is­­blaði frá ut­an­­rík­­is­ráðu­neyti þegar Gunn­ar Bragi Sveins­­son gegndi emb­ætti ut­an­­rík­­is­ráð­herra: „Rétt er að hafa í huga varð­andi stofn­un­ina ACER og vald­heim­ild­ir henn­­ar, að á meðan að Ísland er ein­angrað raf­­orku­­kerfi, þ.e. ekki með teng­ingu í nein önn­ur raf­­orku­­kerfi t.d. með sæ­­streng, þá get­ur ACER ekki tekið ákvörðun gegn Ísland­i.“ En ef Alþingi tæki ákvörðun um að tengj­­ast landi inn­­an ESB, sem Bret­land verður til dæm­is ólík­­­lega inn­­an skamms, myndi virkj­­ast tveggja stoða fyr­ir­komu­lagið þannig að Eft­ir­lits­­stofn­un EFTA tæki ákvörð­un­ina en ekki ACER. Því er í engu til­­viki um að ræða fram­sal til stofn­ana Evr­­ópu­­sam­­bands­ins, hvort sem við tengj­umst eða ekki. Margt af því sem rætt hef­ur verið síð­ustu mis­s­er­in mun nýt­­ast vel við vinnu við gerð orku­­stefnu fyr­ir Ísland en alltof mikið af því á ekki við um þriðja orku­pakk­ann og er til þess fallið að af­­vega­­leiða umræð­una.“

Bjarni og Þór­dís Kol­brún einnig afger­andi

Bjarni Bene­dikts­son ræddi orku­pakk­ann á fjöl­mennum fundi þing­flokks Sjálf­stæð­is­flokks í Val­höll á laug­ar­dag. Þar sagði hann meðal ann­ars, sam­kvæmt frétt RÚV, að óánægja meðal Sjálf­stæð­is­manna með þriðja orku­pakk­ann breyti engu um þá stefnu flokks­ins að leiða þriðja orku­pakk­ann í lög. „Nei, hún breytir ekki neinu um stefnu þing­flokks­ins,“ sagði Bjarn­i. 

Um helg­ina gagn­rýndi Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­maður Mið­flokks­ins, ræðu Bjarna. For­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins svar­aði honum á Face­book og sagði ríka ástæðu fyrir því að segja Sig­­mund Davíð og Gunnar Braga Sveins­­son, vara­for­mann Mið­­flokks­ins, hafa skipt um skoðun í orku­­pakka­­mál­inu. Sig­­mundur Davíð væri að beita blekk­ingu eða í besta falli útúr­­snún­­ingum þegar hann segir þá ekki hafa inn­­­leitt pakk­ann á þeim tíma sem hann var for­sæt­is­ráð­herra og Gunnar Bragi utan­rík­is­ráð­herra.

Auglýsing
Þórdís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dóttir birti grein á Face­book í gær þar sem sagði meðal ann­ars að ótrú­legum  ósann­indum hefi verið haldið að fólki um að þriðji orku­pakk­inn feli í sér grund­vall­ar­breyt­ingar á skipan orku­mála hér á landi. „Það er ein­fald­lega ekki satt. Þriðji orku­pakk­inn breytir engu um eðli þeirrar frels­is- og mark­aðsvæð­ingar á fram­leiðslu og sölu raf­magns sem ákveðin var með fyrsta orku­pakk­anum fyrir tutt­ugu árum – og sem var í fullu sam­ræmi við stefnu­mörkun og aðgerðir Sjálf­stæð­is­flokks­ins á þeim tíma sem allar mið­uðu að bættum hag neyt­enda.“

Þar sagði enn fremur að í þriðja orku­pakk­anum fælist ekk­ert afsal á for­ræði yfir auð­lind­inni. „Ekk­ert raun­veru­legt valda­fram­sal á sér stað, vegna þess að Ísland er ótengt. Engar erlendar stofn­anir öðl­ast vald­heim­ildir hér á landi við inn­leið­ing­una. Allir fræði­menn sem fjallað hafa um málið eru sam­mála um að inn­leið­ingin stand­ist stjórn­ar­skrá. Þetta eru stað­reyndir máls­ins. Fremur en að hverfa aftur til hafta og ein­ok­unar ættum við að mínu viti að horfa til fram­tíðar og freista þess að nýta kosti sam­keppn­innar enn betur en hingað til, í þágu neyt­enda, ásamt því að tryggja betur afhend­ingar­ör­yggi og auka jafn­ræði varð­andi dreif­ing­ar­kostnað raf­orkunn­ar, eins og við höfum fullar heim­ildir til að ger­a.“

Þú, les­andi góð­ur, getur valið af hverjum þú kaupir raf­magn. Þú getur farið á netið hvenær sem er, gert verð­sam­an­burð...

Posted by Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dóttir on Sunday, Aug­ust 11, 2019

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Konur í fangelsum
Kjarninn 14. október 2019
Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs sem á í Morgunblaðinu með neikvætt eigið fé upp á 239 milljónir
Félagið sem heldur utan um eignarhald oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í útgáfufélagi Morgunblaðsins skuldar 360,5 milljónir króna en metur einu eign sina á 121,5 milljónir króna.
Kjarninn 14. október 2019
Þrátt fyrir að ellefu ár séu liðin frá því að Kaupþing fór á hausinn þá er bankinn samt sem áður ekki hættur að skila þeim sem vinna að eftirmálum þess þrots digrum launagreiðslum.
17 starfsmenn Kaupþings fengu 3,5 milljarða í laun í fyrra
Stjórn Kaupþings, sem telur fjóra til fimm einstaklinga, fékk 1,2 milljarð króna í laun á árinu 2018. Aðrir starfsmenn fengu líka verulega vel greitt. Meðalgreiðsla til starfsmanns var 17,4 milljónir króna á mánuði, sem eru margföld árslaun meðalmanns.
Kjarninn 14. október 2019
Þeir sem búa lengi erlendis missa kosningarétt og Kosningastofnun verður til
Umfangsmiklar breytingar eru í farvatninu á kosningalögum hérlendis. Nýjar stofnanir gætu orðið til, kosningaathöfnin sjálf gæti breyst, ákveðnum kosningum gæti verið flýtt og þeir sem hafa búið lengi samfleytt í útlöndum gætu misst kosningarétt sinn.
Kjarninn 14. október 2019
Eiríkur Ragnarsson
Yo yo: Verðbólga er kúl – lesið þessa grein
Kjarninn 13. október 2019
Guðmundur Halldór Björnsson
Dauðafæri fyrir íslensk fyrirtæki að ná auknum árangri?
Kjarninn 13. október 2019
Gagnrýna tækni sem ætlað er að hreinsa plast úr hafinu
Margir vonuðust til þess að nýstárleg aðferð frá fyrirtækinu Ocean Cleanup gæti nýst í baráttunni gegn plastmengun í hafinu. Vísindamenn hafa hins vegar gagnrýnt aðferðina harðlega vegna þeirra áhrifa sem hreinsunin hefur á lífverur sem festast í tækinu.
Kjarninn 13. október 2019
Svein Har­ald Øygard.
20 af 50 stærstu vogunarsjóðum heims komu til Íslands til að hagnast á hruninu
Sjóðir sem keyptu kröfur á íslenska banka á hrakvirði högnuðust margir hverjir gríðarlega á fjárfestingu sinni. Arðurinn kom m.a. úr hækkandi virði skuldabréf og skuldajöfnun en mestur var ágóðinn vegna íslensku krónunnar.
Kjarninn 13. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent