Fullyrðingar um orkupakkann oft „rangar og villandi“

Öll æðsta forysta Sjálfstæðisflokksins tjáði sig með afgerandi hætti um þriðja orkupakkann síðustu daga. Ljóst að afstaða hennar og þingflokksins er skýr og að hún telji að innleiða eigi hann. Öll hafa þau gagnrýnt andstæðinga málsins harðlega.

Ritari, varaformaður og formaður Sjálfstæðisflokksins mynda æðstu stjórn hans. Þau hafa öll tjáð sig með afgerandi hætti um orkupakkann síðustu þrjá daga.
Ritari, varaformaður og formaður Sjálfstæðisflokksins mynda æðstu stjórn hans. Þau hafa öll tjáð sig með afgerandi hætti um orkupakkann síðustu þrjá daga.
Auglýsing

„Oft hef­ur verið haldið fram röng­um og vill­andi full­yrð­ing­um um mál­ið, meðal ann­­ars í bláa bæk­l­ingn­um sem fylgdi Morg­un­­blað­inu í síð­ustu viku.“ Þetta skrifar Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, rit­ari og þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, í grein sem birt­ist í Morg­un­blað­inu í dag. 

Þar með hafa Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, vara­for­maður hans, og nú rit­ari flokks­ins tjáð sig með afger­andi hætti um afstöðu flokks­ins í mál­efnum þriðja orku­pakk­ans um helg­ina.

Blái bæk­ling­ur­inn sem Áslaug minn­ist á fylgdi Morg­un­blað­inu síð­ast­lið­inn föstu­dag, þegar það var í aldreif­ingu. Bæk­l­ing­­ur­inn ber nafnið „Kjósum um orku­­pakk­ann,“ og í honum sagði að með orku­­pakk­­anum muni virkj­unum fjölga. Þar er fólk jafn­­framt hvatt til að skora á Katrínu Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra að setja orku­­pakk­ann í þjóð­­ar­at­­kvæða­greiðslu. 

Bæk­ling­ur­inn er á vegum Guð­mundar Frank­lín Jóns­son­ar, fyrr­ver­andi for­manns Hægri grænna. 

Auglýsing
Í honum var heima­síðan synj­un.is einnig aug­lýst en þar er safnað und­ir­skriftum til hvatn­ingar þess að for­seti Íslands komi í veg fyrir sam­þykkt þriðja orku­pakk­ans í lög. Jafn­­framt er skorað á alla íslenska rík­­is­­borg­­ara að skrifa undir áskor­un­ina. „Víg­línan er skýr, þeir sem vilja að Íslend­ingar fari sjálfir með for­ræði eigin mála ann­­ars vegar og hins vegar þeir sem óska sér að útlend­ingar ráði för­inni í íslenskum mál­efn­um,“ sagði á heima­­síð­­unni.

Ekk­ert afsal full­veldis



Í grein Áslaugar í dag segir í mál­flutn­ingi and­stæð­inga þriðja orku­pakk­ans sé gefið í skyn að 

mark­mið hans feli í sér að Íslend­ing­um væri skylt að leggja sæ­­streng til Evr­­ópu. „Það er al­farið á hendi Íslands að taka ákvörðun um lagn­ingu sæ­­strengs eins og fram kom í sam­­dóma áliti fræði­manna sem komu fyr­ir ut­an­­rík­­is­­mála­­nefnd. En til þess að taka af öll tví­­­mæli hef­ur verið lagt fram laga­frum­varp þar sem kveðið er á um að ekki verði ráð­ist í teng­ingu með sæ­­streng nema að und­an­­gengnu sam­þykki Alþing­­is.“ 

Þá segir hún skýrt að orku­pakk­inn feli ekki í sér afsal á for­ræði yfir auð­lind­inni. Tak­­markað og af­­markað valda­fram­sal eigi ein­ung­is við um til­­­tek­in af­­mörkuð mál­efni ef Ísland ákveður að tengj­­ast sæ­­streng til Evr­­ópu. „Rétt eins og seg­ir í minn­is­­blaði frá ut­an­­rík­­is­ráðu­neyti þegar Gunn­ar Bragi Sveins­­son gegndi emb­ætti ut­an­­rík­­is­ráð­herra: „Rétt er að hafa í huga varð­andi stofn­un­ina ACER og vald­heim­ild­ir henn­­ar, að á meðan að Ísland er ein­angrað raf­­orku­­kerfi, þ.e. ekki með teng­ingu í nein önn­ur raf­­orku­­kerfi t.d. með sæ­­streng, þá get­ur ACER ekki tekið ákvörðun gegn Ísland­i.“ En ef Alþingi tæki ákvörðun um að tengj­­ast landi inn­­an ESB, sem Bret­land verður til dæm­is ólík­­­lega inn­­an skamms, myndi virkj­­ast tveggja stoða fyr­ir­komu­lagið þannig að Eft­ir­lits­­stofn­un EFTA tæki ákvörð­un­ina en ekki ACER. Því er í engu til­­viki um að ræða fram­sal til stofn­ana Evr­­ópu­­sam­­bands­ins, hvort sem við tengj­umst eða ekki. Margt af því sem rætt hef­ur verið síð­ustu mis­s­er­in mun nýt­­ast vel við vinnu við gerð orku­­stefnu fyr­ir Ísland en alltof mikið af því á ekki við um þriðja orku­pakk­ann og er til þess fallið að af­­vega­­leiða umræð­una.“

Bjarni og Þór­dís Kol­brún einnig afger­andi

Bjarni Bene­dikts­son ræddi orku­pakk­ann á fjöl­mennum fundi þing­flokks Sjálf­stæð­is­flokks í Val­höll á laug­ar­dag. Þar sagði hann meðal ann­ars, sam­kvæmt frétt RÚV, að óánægja meðal Sjálf­stæð­is­manna með þriðja orku­pakk­ann breyti engu um þá stefnu flokks­ins að leiða þriðja orku­pakk­ann í lög. „Nei, hún breytir ekki neinu um stefnu þing­flokks­ins,“ sagði Bjarn­i. 

Um helg­ina gagn­rýndi Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­maður Mið­flokks­ins, ræðu Bjarna. For­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins svar­aði honum á Face­book og sagði ríka ástæðu fyrir því að segja Sig­­mund Davíð og Gunnar Braga Sveins­­son, vara­for­mann Mið­­flokks­ins, hafa skipt um skoðun í orku­­pakka­­mál­inu. Sig­­mundur Davíð væri að beita blekk­ingu eða í besta falli útúr­­snún­­ingum þegar hann segir þá ekki hafa inn­­­leitt pakk­ann á þeim tíma sem hann var for­sæt­is­ráð­herra og Gunnar Bragi utan­rík­is­ráð­herra.

Auglýsing
Þórdís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dóttir birti grein á Face­book í gær þar sem sagði meðal ann­ars að ótrú­legum  ósann­indum hefi verið haldið að fólki um að þriðji orku­pakk­inn feli í sér grund­vall­ar­breyt­ingar á skipan orku­mála hér á landi. „Það er ein­fald­lega ekki satt. Þriðji orku­pakk­inn breytir engu um eðli þeirrar frels­is- og mark­aðsvæð­ingar á fram­leiðslu og sölu raf­magns sem ákveðin var með fyrsta orku­pakk­anum fyrir tutt­ugu árum – og sem var í fullu sam­ræmi við stefnu­mörkun og aðgerðir Sjálf­stæð­is­flokks­ins á þeim tíma sem allar mið­uðu að bættum hag neyt­enda.“

Þar sagði enn fremur að í þriðja orku­pakk­anum fælist ekk­ert afsal á for­ræði yfir auð­lind­inni. „Ekk­ert raun­veru­legt valda­fram­sal á sér stað, vegna þess að Ísland er ótengt. Engar erlendar stofn­anir öðl­ast vald­heim­ildir hér á landi við inn­leið­ing­una. Allir fræði­menn sem fjallað hafa um málið eru sam­mála um að inn­leið­ingin stand­ist stjórn­ar­skrá. Þetta eru stað­reyndir máls­ins. Fremur en að hverfa aftur til hafta og ein­ok­unar ættum við að mínu viti að horfa til fram­tíðar og freista þess að nýta kosti sam­keppn­innar enn betur en hingað til, í þágu neyt­enda, ásamt því að tryggja betur afhend­ingar­ör­yggi og auka jafn­ræði varð­andi dreif­ing­ar­kostnað raf­orkunn­ar, eins og við höfum fullar heim­ildir til að ger­a.“

Þú, les­andi góð­ur, getur valið af hverjum þú kaupir raf­magn. Þú getur farið á netið hvenær sem er, gert verð­sam­an­burð...

Posted by Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dóttir on Sunday, Aug­ust 11, 2019

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent