Knýja mætti allan skipaflota Íslands með repjuolíu

Stjórnvöld hafa í hyggju að fara af stað með aðgerðaáætlun til að ná því markmiði að íslenski skipaflotinn noti 5 til 10 prósenta íblöndun af íslenskri repju­olíu á aðalvélarnar með það fyrir augum að minnka losun gróðurhúsalofttegunda frá skipum.

Skip við bryggju
Auglýsing

Unnt væri að fram­leiða næga repju­olíu hér landi fyrir elds­neyti á allan skipa­flota Íslend­inga en hann brennir árlega um 160 þús­und tonnum af jarð­dísilol­íu­. ­Sam­göngu­stofa telur að ræktun og notkun repju­olíu hér á landi sé hag­kvæm og góður kostur þegar litið er til umhverf­is­á­hrifa. Sig­urður Ingi Jóhanns­son, sam­göngu- og sveita­stjórn­ar­ráð­herra, hyggst skipa starfs­hóp sem vinna á að áætlun um að ­ís­lenski skipa­flot­inn noti 5 til 10 pró­sent íblöndun af íslenskri repju­olíu á aðal­vélar sín­ar.

Hægt að nýta repju­olíu á þorra véla 

Árið 2008 hófst verk­efni um sjálf­bæra ­ræktun orku­jurta til skipa­elds­neytis á Ísland­i hjá Sigl­inga­stofnun Íslands. Sam­kvæmt svari Sig­urðar Inga við fyr­ir­spurn frá Silju Dögg Gunn­ars­dótt­ur, þing­mann­i Fram­sókn­ar­flokks­ins, um sjálf­bæra ræktun orku­jurta hef­ur verk­efnið skilað mik­illi þekk­ingu, en rann­sóknir á ræktun repju sem orku­jurtar og notkun líf­dís­ils hafa sýnt að hægt er að fram­leiða hér á landi líf­dísil úr repju­olíu sem nýta má sem elds­neyti á þorra þeirra véla sem gerðar eru fyrir dísilolíu úr jarð­ol­íu. 

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra. Mynd:Bára Huld BeckÍ svari ráð­herra segir að þegar litið sé til mark­miða um sjálf­bærni í orku­fram­leiðslu og lofts­lags­mark­miða sé ræktun og notkun repju­olíu góður kost­ur. Ávinn­ing­ur­inn fari þó að nokkru leyti eftir því landi sem valið er. 

Sé valið land sem ræst hefur verið fram gæti ávinn­ing­ur­inn orðið hverf­andi. Sé valið ógróið land, svo sem eins og þeir sandar sem eru hér á landi, verður ávinn­ing­ur­inn mest­ur.

Auglýsing

Brennir 160 þús­und tonnum á ári

Íslenski fiski­skipa­flot­inn brennir árlega um 160 þús­und tonnum af jarð­dísilol­íu. Orkan sem repju­dís­ill gefur við brennslu er mjög sam­bæri­leg við það sem jarð­dís­ill gefur af sér. Til þess að rækta repju sem gefur þetta magn af elds­neyti þarf 160 þús­und hekt­ara lands miðað við að hver hekt­ari gefur af sér um eitt tonn af repju­ol­íu. 

Sé miðað við ræktun repju á sandi dregur hver hekt­ari lands í sig um 6 tonn af koldí­oxíði (CO2) á rækt­un­ar­tíma, með til­liti til brennslu elds­neytis við notkun tækja við rækt­un­ina. Við ræktun repju á 160 þús­und hekt­urum lands dregur hún því í sig tæp­lega milljón tonn af koldí­oxíði meðan á rækt­un­inni stend­ur. 

Mynd:SamgöngustofaVið brennslu á 160 þús­und tonnum af repju­olíu eru losuð um 500 þús­und tonn af koldí­oxíði í and­rúms­loft­ið. Eftir standa um 500 þús­und tonn af koldí­oxíði sem rækt­unin hefur dregið til sín úr and­rúms­loft­inu og bundið í jörð. Koldí­oxíðið sem bund­ist hefur und­ir­býr jarð­veg­inn fyrir næstu rækt­un. 

Við brennslu á 160 þús­und tonnum af jarð­dísil er los­unin koldí­oxíðs tæp 500.000 tonn. Losun koldí­oxíðs sem verður við brennslu jarð­dís­ils og repju­olíu er því mjög sam­bæri­leg en við ræktun á repju­olíu er sama magni af koltví­oxíði bundið í jörð­u. 

Hægt að nota auka­af­urðir repju­rækt­unar í áburð og fóð­ur­mjöl

Enn fremur kemur fram í svar­inu að þær auka­af­urðir sem fylgja repju­ræktun er hægt að nota sem áburður og fóð­ur­mjöl sem notað er sem dýra­fóð­ur­. Við fram­leiðslu á repju­dísil fellur einnig til verð­mæt auka­af­urð, glyser­ól. Glyser­ólið þarf að hreinsa en er síðan hægt að nota til hreins­unar í margs konar efna­iðn­að­i. 

Ræktun repjuolíu fylgir aukaafurð sem er próteinríkt fóðurmjöl fyrir dýr. Mynd:Birgir HarðarsonSam­hliða þessum rann­sóknum hefur farið af stað sam­starfs­verk­efni Sam­göngu­stofu, verk­fræði­stof­unnar Mann­vits og útgerð­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Skinn­ey-­Þinga­nes á Höfn í Horna­firð­i. 

Útgerð­ar­fyr­ir­tækið rekur stórt kúabú á Flatey á Mýrum þar sem ræktuð er repja og unnin úr henni olía sem er nýtt sem elds­neyti fyrir skip fyr­ir­tæk­is. Auk þess fylgir rækt­un­inni áburður og fóð­ur­mjöl fyrir naut­gripi, en á búinu eru alls 500 naut­grip­ir. ­Stefnt er að því að allt elds­neyti fiski­skipa fyr­ir­tæk­is­ins verði hrein repju­olía í fram­tíð­inni og að allur fóð­ur­bætir kúa­bús­ins að koma frá repju­rækt­un­inn­i. 

Mark­miðið að íslenski skipa­flot­inn noti íslenska repju­olíu

Á Íslandi eru um 480.000 hekt­arar af ónot­uðu rækt­un­ar­landi sem með sér­stöku átaki væri að nýta til að fram­leiða alla þá olíu sem íslenski skipa­flot­inn not­ar, að því er fram kemur í svar­inu. Ræktun repju­olíu myndi því ekki ógna mat­væla­fram­leiðslu þar sem þessi land­svæði eru ekki í notkun í dag. 

„Þegar litið er til mark­miða um sjálf­bærni í orku­fram­leiðslu og lofts­lags­mark­miða er þetta ótví­rætt góður kost­ur,“ segir Sig­urður Ingi en hann ætlar að sjá til þess að ­rann­sókn­ar­verk­efnið haldi áfram enda sé það hluti af áherslu­at­riðum stjórn­valda til að mæta los­un­ar­á­hrif­um ­sam­kvæmt Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu sem og aðgerða­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­innar í lofts­lags­mál­u­m. 

Þá hafa stjórn­völd hyggju að fara af stað með aðgerða­á­ætlun til að ná því mark­miði að íslenski skipa­flot­inn noti 5 til 10 pró­sent íblöndun af íslenskri repju­olíu á aðal­vélar sín­ar. Stefnt er að því að starfs­hópur verði skip­aður sem fyrst og að fyrstu drög liggi fyrir í árs­lok.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent