MAX-vélar Icelandair fljúga ekki á þessu ári

Icelandair reiknar ekki lengur með MAX-vélunum í flugáætlun sinni á þessu ári. Þær áttu að fljúga 27 prósent allra ferða sem félagið myndi fljúga 2019. Icelandair tapaði ellefu milljörðum á fyrri hluta árs.

Boeing 737 MAX vélar Icelandair hafa ekki flogið frá því í mars.
Boeing 737 MAX vélar Icelandair hafa ekki flogið frá því í mars.
Auglýsing

Icelandair Group gerir ekki lengur fyrir því að geta notað Boeing 737 MAX vélar sín­ar, sem hafa verið kyrr­settar frá því 12. mars, í rekstri sínum á þessu ári. Fyrri áætl­anir og til­kynn­ingar gerðu ráð fyrir að þær yrðu komnar í gagnið í októ­ber. 

Leigu­samn­ingur einnar af þeim fimm flug­vélum sem félagið bætti við flota sinn í sum­ar, til að lág­marka tjón félags­ins og áhrif kyrr­setn­ing­ar­innar á far­þega og íslenska ferða­þjón­ustu, hefur verið fram­lengdur út októ­ber­mán­uð. Aðrir leigu­samn­ingar um flug­vél­ar, sem gerðir voru vegna kyrr­setn­ingar MAX vél­anna, verða ekki fram­lengd­ir.

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu sem Icelandair Group sendi til Kaup­hallar í lok síð­ustu viku. 

Auglýsing

Vegna þessa hefur Icelandair aðlagað flug­á­ætlun sína. Heild­ar­sæta­fram­boð félags­ins í nóv­em­ber og des­em­ber verður aukið um tæp­lega þrjú pró­sent miðað við sama tíma­bil 2018 og áhersla verður á að auka það til Evr­ópu. Heild­ar­sæta­fram­boð til Norð­ur­-Am­er­íku dregst hins vegar saman milli ára, sem skýrist aðal­lega af fækkun áfanga­staða frá fyrra ári. 

Áhersla Icelandair verður minna á tengifar­þegar – þá sem stoppa hér­lendis ein­ungis til að taka flug­vél annað – og meiri á að flytja hingað til lands far­þegar sem eru að heim­sækja Ísland sem áfanga­stað.

Slakt upp­­­gjör á fyrri helm­ingi árs

Icelandair Group tap­aði alls 89,4 millj­­ónum dala, um ell­efu millj­­örðum króna, á fyrstu sex mán­uðum árs­ins. Þetta kom fram í hálf­s­ár­s­­upp­­­gjöri félags­­ins sem birt var í fyrr í mán­uð­in­um. Þar sagði að heild­­ar­­tekjur þess hefðu aukist, launa­­kostn­aður lækkað en elds­­neyt­is­­kostn­aður og kostn­aður vegna flug­­­véla­­leigu hækk­­að. 

Ástæðan fyrir slöku upp­­­fjöri var fyrst og síð­­­ast vegna kyrr­­setn­ingar á MAX-­­vélum Icelanda­ir, en félagið hefur þegar fengið sex slíkar afhentar og átti von á þremur til við­­bót­­ar. Vél­­arnar voru kyrr­­settar 12. mars en stefnt hafði verið að því að MAX-­­vél­­arnar myndu sam­svara 27 pró­­sent af sæta­fram­­boði félags­­ins á árinu 2019.

Eig­in­fjár­­hlut­­fall Icelandair lækk­­aði úr 28 í 25 pró­­sent á fyrstu sex mán­uðum árs­ins þrátt fyrir hluta­fjár­­aukn­ingu upp á 5,6 millj­­arða króna á tíma­bil­inu. Hand­­bært fé félags­­ins lækk­­aði um 15,3 millj­­arða króna á fyrstu sex mán­uðum árs­ins, úr um 36,9 millj­­örðum króna í um 21,5 millj­­arð króna.

Icelandair hyggst krefj­­ast 17 millj­­arða króna í skaða­bætur frá Boeing vegna kyrr­­setn­ingar á MAX-­­vél­un­­um.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ísold Uggadóttir og Auður Jónsdóttir
Himinhrópandi mistök í máli Maní
Kjarninn 20. febrúar 2020
Haraldur Johanessen var enn ríkislögreglustjóri þegar samkomulagið var gert. Hann lét af störfum skömmu síðar
Samkomulag ríkislögreglustjóra hækkaði laun yfirmanna um 48 prósent
Þeir yfirmenn hjá ríkislögreglustjóra sem skrifuðu undir samkomulag við embættið í fyrra hækkuðu samtals grunnlaun sín um 314 þúsund krónur á mánuði og sameiginlegar lífeyrisgreiðslur um 309 milljónir.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Samninganefnd starfsgreinasambandsins.
Starfsgreinasambandið nær samkomulagi við ríkið um nýjan kjarasamning
Starfsgreinasambandið og ríkið náðu í gær saman um útlínur á nýjum kjarasamningi á fundi hjá ríkissáttarsemjara.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Efling fordæmir Dag fyrir að vilja ekki eiga samtal við sig
Efling segir borgarstjórann í Reykjavík tala niður kjara- og réttlætisbaráttu félagsins. Framsetning hans á tilboðum Reykjavíkurborgar um launahækkanir til félagsmanna Eflingar sé í þeim „tilgangi að fegra mögur tilboð borgarinnar.“
Kjarninn 20. febrúar 2020
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Verkföll hjá BSRB hefjast að óbreyttu í byrjun mars
Verkföllin munu hafa mikil áhrif á almannaþjónustuna enda munu þau ná til starfsfólks í heilbrigðisþjónustunni, þar með talið á Landspítalanum, og í skólum, leikskólum og á frístundaheimilum.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Hillur verslana eru í dag fullar af fersku brauði.
Uppþot vegna brauðsins stormur í vatnsglasi
„Hvenær verður næst brauð viðvörun?“ „Brauð er búið í borginni, líka hvíta brauðið. Fólk ætlar greinilega að leyfa sér þessar síðustu klukkustundir á jörðu.“ Þeir voru margir brandararnir sem fuku í sprengilægðinni í síðustu viku.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Traust almennings á dómstólum
Auður Jónsdóttir rithöfundur hitti gamalreyndan lögmann, Ragnar Aðalsteinsson, til að ræða hið svokallaða Landsréttarmál en það vekur upp áleitnar spurningar.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Fríða Ísberg og Bergsveinn Birgisson.
Fríða Ísberg og Bergsveinn Birgisson tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs
Þrettán norrænar skáldsögur, smásagnasöfn og ljóðabækur eru tilnefndar. Verðlaunin verða afhent í Reykjavík í haust.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent