MAX-vélar Icelandair fljúga ekki á þessu ári

Icelandair reiknar ekki lengur með MAX-vélunum í flugáætlun sinni á þessu ári. Þær áttu að fljúga 27 prósent allra ferða sem félagið myndi fljúga 2019. Icelandair tapaði ellefu milljörðum á fyrri hluta árs.

Boeing 737 MAX vélar Icelandair hafa ekki flogið frá því í mars.
Boeing 737 MAX vélar Icelandair hafa ekki flogið frá því í mars.
Auglýsing

Icelandair Group gerir ekki lengur fyrir því að geta notað Boeing 737 MAX vélar sín­ar, sem hafa verið kyrr­settar frá því 12. mars, í rekstri sínum á þessu ári. Fyrri áætl­anir og til­kynn­ingar gerðu ráð fyrir að þær yrðu komnar í gagnið í októ­ber. 

Leigu­samn­ingur einnar af þeim fimm flug­vélum sem félagið bætti við flota sinn í sum­ar, til að lág­marka tjón félags­ins og áhrif kyrr­setn­ing­ar­innar á far­þega og íslenska ferða­þjón­ustu, hefur verið fram­lengdur út októ­ber­mán­uð. Aðrir leigu­samn­ingar um flug­vél­ar, sem gerðir voru vegna kyrr­setn­ingar MAX vél­anna, verða ekki fram­lengd­ir.

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu sem Icelandair Group sendi til Kaup­hallar í lok síð­ustu viku. 

Auglýsing

Vegna þessa hefur Icelandair aðlagað flug­á­ætlun sína. Heild­ar­sæta­fram­boð félags­ins í nóv­em­ber og des­em­ber verður aukið um tæp­lega þrjú pró­sent miðað við sama tíma­bil 2018 og áhersla verður á að auka það til Evr­ópu. Heild­ar­sæta­fram­boð til Norð­ur­-Am­er­íku dregst hins vegar saman milli ára, sem skýrist aðal­lega af fækkun áfanga­staða frá fyrra ári. 

Áhersla Icelandair verður minna á tengifar­þegar – þá sem stoppa hér­lendis ein­ungis til að taka flug­vél annað – og meiri á að flytja hingað til lands far­þegar sem eru að heim­sækja Ísland sem áfanga­stað.

Slakt upp­­­gjör á fyrri helm­ingi árs

Icelandair Group tap­aði alls 89,4 millj­­ónum dala, um ell­efu millj­­örðum króna, á fyrstu sex mán­uðum árs­ins. Þetta kom fram í hálf­s­ár­s­­upp­­­gjöri félags­­ins sem birt var í fyrr í mán­uð­in­um. Þar sagði að heild­­ar­­tekjur þess hefðu aukist, launa­­kostn­aður lækkað en elds­­neyt­is­­kostn­aður og kostn­aður vegna flug­­­véla­­leigu hækk­­að. 

Ástæðan fyrir slöku upp­­­fjöri var fyrst og síð­­­ast vegna kyrr­­setn­ingar á MAX-­­vélum Icelanda­ir, en félagið hefur þegar fengið sex slíkar afhentar og átti von á þremur til við­­bót­­ar. Vél­­arnar voru kyrr­­settar 12. mars en stefnt hafði verið að því að MAX-­­vél­­arnar myndu sam­svara 27 pró­­sent af sæta­fram­­boði félags­­ins á árinu 2019.

Eig­in­fjár­­hlut­­fall Icelandair lækk­­aði úr 28 í 25 pró­­sent á fyrstu sex mán­uðum árs­ins þrátt fyrir hluta­fjár­­aukn­ingu upp á 5,6 millj­­arða króna á tíma­bil­inu. Hand­­bært fé félags­­ins lækk­­aði um 15,3 millj­­arða króna á fyrstu sex mán­uðum árs­ins, úr um 36,9 millj­­örðum króna í um 21,5 millj­­arð króna.

Icelandair hyggst krefj­­ast 17 millj­­arða króna í skaða­bætur frá Boeing vegna kyrr­­setn­ingar á MAX-­­vél­un­­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins á Kjarvalsstöðum í gær.
„Engin áform“ um að ríkið auki rekstrarframlög með tilkomu Borgarlínu
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segist ekki sjá fyrir sér að ríkið auki framlög sín til rekstrar almenningssamgangna höfuðborgarsvæðisins, eins og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og Strætó bs. hafa kallað eftir.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Franskur fiskveiðibátur lokar á skipaumferð um Calais í Frakklandi.
Frakkar og Bretar berjast enn um fiskinn í Ermasundi
Enn er ósætti á milli Frakklands og Bretlands vegna fiskveiða í breskri landhelgi eftir Brexit. Á föstudaginn reyndu franskir sjómenn reyndu að loka fyrir vöruflutninga á milli landanna tveggja til að krefjast úthlutunar fleiri fiskveiðileyfa.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Sunnlenskir sjálfstæðismenn kalla eftir skýringum frá Bjarna Benediktssyni.
Ósáttir sunnlenskir sjálfstæðismenn krefja Bjarna um skýringar
Sjálfstæðismenn á Suðurlandi eru með böggum hildar yfir því að Guðrún Hafsteinsdóttir oddviti flokksins í kjördæminu eigi ekki sæti við ríkisstjórnarborðið nú þegar. Tíu af tólf ráðherrum eru þingmenn kjördæma höfuðborgarsvæðisins.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Bresk myndlistarkona málaði eitt hundrað málverk af eldgosinu í Fagradalsfjalli
Eldgosið í Fagradalsfjalli sem hófst í vor hefur vakið allskonar væringar hjá fólki. Amy Alice Riches ákvað að mála eitt málverk á dag af því í 100 daga. Hún safnar nú fyrir útgáfu bókar með verkunum.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Allt sem þú þarft að vita um nýjan stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar
Stefnt er að því að lækka skatta, selja banka og láta fjármagnseigendur greiða útsvar. Auðvelda á fyrirtækjum að virkja vind og endurskoða lög um rammaáætlun.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra við kynningu stjórnarsáttmálans á Kjarvalsstöðum í dag.
Talað um að lækka mögulega skatta en engu lofað
Engar almennar skattkerfisbreytingar eru útfærðar í nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra segir að horft verði til þess að lækka skatta á þá tekjulægstu eða til að bæta samkeppnisstöðu fyrirtækja ef svigrúm gefist.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Álfheiður Eymarsdóttir
Kosningaframkvæmd fjórflokksins
Kjarninn 28. nóvember 2021
Ríkisstjórnin stokkast upp í dag, eftir rúmlega tveggja mánaða viðræður þriggja flokka um áframhaldandi samstarf.
Þessi verða ráðherrar
Willum Þór Þórsson og Jón Gunnarsson verða ráðherrar í nýrri ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sem kynnt er í dag. Guðrún Hafsteinsdóttir er sögð koma inn sem ráðherra dómsmála síðar á kjörtímabilinu.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent