MAX-vélar Icelandair fljúga ekki á þessu ári

Icelandair reiknar ekki lengur með MAX-vélunum í flugáætlun sinni á þessu ári. Þær áttu að fljúga 27 prósent allra ferða sem félagið myndi fljúga 2019. Icelandair tapaði ellefu milljörðum á fyrri hluta árs.

Boeing 737 MAX vélar Icelandair hafa ekki flogið frá því í mars.
Boeing 737 MAX vélar Icelandair hafa ekki flogið frá því í mars.
Auglýsing

Icelandair Group gerir ekki lengur fyrir því að geta notað Boeing 737 MAX vélar sín­ar, sem hafa verið kyrr­settar frá því 12. mars, í rekstri sínum á þessu ári. Fyrri áætl­anir og til­kynn­ingar gerðu ráð fyrir að þær yrðu komnar í gagnið í októ­ber. 

Leigu­samn­ingur einnar af þeim fimm flug­vélum sem félagið bætti við flota sinn í sum­ar, til að lág­marka tjón félags­ins og áhrif kyrr­setn­ing­ar­innar á far­þega og íslenska ferða­þjón­ustu, hefur verið fram­lengdur út októ­ber­mán­uð. Aðrir leigu­samn­ingar um flug­vél­ar, sem gerðir voru vegna kyrr­setn­ingar MAX vél­anna, verða ekki fram­lengd­ir.

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu sem Icelandair Group sendi til Kaup­hallar í lok síð­ustu viku. 

Auglýsing

Vegna þessa hefur Icelandair aðlagað flug­á­ætlun sína. Heild­ar­sæta­fram­boð félags­ins í nóv­em­ber og des­em­ber verður aukið um tæp­lega þrjú pró­sent miðað við sama tíma­bil 2018 og áhersla verður á að auka það til Evr­ópu. Heild­ar­sæta­fram­boð til Norð­ur­-Am­er­íku dregst hins vegar saman milli ára, sem skýrist aðal­lega af fækkun áfanga­staða frá fyrra ári. 

Áhersla Icelandair verður minna á tengifar­þegar – þá sem stoppa hér­lendis ein­ungis til að taka flug­vél annað – og meiri á að flytja hingað til lands far­þegar sem eru að heim­sækja Ísland sem áfanga­stað.

Slakt upp­­­gjör á fyrri helm­ingi árs

Icelandair Group tap­aði alls 89,4 millj­­ónum dala, um ell­efu millj­­örðum króna, á fyrstu sex mán­uðum árs­ins. Þetta kom fram í hálf­s­ár­s­­upp­­­gjöri félags­­ins sem birt var í fyrr í mán­uð­in­um. Þar sagði að heild­­ar­­tekjur þess hefðu aukist, launa­­kostn­aður lækkað en elds­­neyt­is­­kostn­aður og kostn­aður vegna flug­­­véla­­leigu hækk­­að. 

Ástæðan fyrir slöku upp­­­fjöri var fyrst og síð­­­ast vegna kyrr­­setn­ingar á MAX-­­vélum Icelanda­ir, en félagið hefur þegar fengið sex slíkar afhentar og átti von á þremur til við­­bót­­ar. Vél­­arnar voru kyrr­­settar 12. mars en stefnt hafði verið að því að MAX-­­vél­­arnar myndu sam­svara 27 pró­­sent af sæta­fram­­boði félags­­ins á árinu 2019.

Eig­in­fjár­­hlut­­fall Icelandair lækk­­aði úr 28 í 25 pró­­sent á fyrstu sex mán­uðum árs­ins þrátt fyrir hluta­fjár­­aukn­ingu upp á 5,6 millj­­arða króna á tíma­bil­inu. Hand­­bært fé félags­­ins lækk­­aði um 15,3 millj­­arða króna á fyrstu sex mán­uðum árs­ins, úr um 36,9 millj­­örðum króna í um 21,5 millj­­arð króna.

Icelandair hyggst krefj­­ast 17 millj­­arða króna í skaða­bætur frá Boeing vegna kyrr­­setn­ingar á MAX-­­vél­un­­um.

Íslendingurinn Reynir ætlar að taka upp Flamenco plötu
Reynir Hauksson hefur lært hjá einum helsta gítarkennara Granada. Nú safnar hann fyrir gerð Flamenco plötu á Karolina Fund.
Kjarninn 15. september 2019
Fosfatnáma
Upplýsingaskortur ógnar matvælaöryggi
Samkvæmt nýrri rannsókn íslenskra og erlendra fræðimanna ógnar skortur á fullnægjandi upplýsingum um birgðir fosfórs matvælaöryggi í heiminum.
Kjarninn 15. september 2019
Besta platan með Metallica – Master of Puppets
Gefin út af Elektra þann 3. mars 1986, 8 lög á 54 mínútum og 47 sekúndum.
Kjarninn 15. september 2019
Guðmundur Kristjánsson er stærsti eigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur sem er stærsti eigandi Brim.
Útgerðarfélag Reykjavíkur hagnaðist um 1,5 milljarð í fyrra
Stærsti eigandi Brim, sem hét áður HB Grandi, bókfærði eignarhlut sinn í félaginu á rúmlega 15 prósent hærra verði en skráð markaðsverð hlutarins var á reikningsskiladegi. Eignir Brim voru metnar á um 60 milljarða króna um síðustu áramót.
Kjarninn 15. september 2019
Eiríkur Ragnarsson
RÚV á kannski heima á auglýsingamarkaði eftir allt saman
Kjarninn 15. september 2019
Vinningstillaga Henning Larsen arkitektastofunnar að því hvernig Vinge ætti að líta út. Veruleikinn í dag er allt annar.
Danska skýjaborgin Vinge
Það er ekki nóg að fá háleitar hugmyndir, það þarf líka einhvern til að framkvæma þær. Þessu hafa bæjaryfirvöld í Frederikssund á Sjálandi fengið að kynnast, þar sem draumsýn hefur breyst í hálfgerða martröð.
Kjarninn 15. september 2019
Ásaka Glitni um að klippa sjö sentimetra neðan af samningum
Deilumál milli Útgerðarfélags Reykjavíkur og Glitnis vegna afleiðusamninga upp á tvo milljarða króna sem gerðir voru í aðdraganda hrunsins standa enn yfir. Útgerðarfélagið kærði Glitni til lögreglu í fyrra fyrir að klippa neðan af samningunum.
Kjarninn 15. september 2019
Engar áreiðanlegar tölur til um fjölda einstaklinga með heilabilun
Heilabilunarsjúkdómar eru mjög algengir á Íslandi en engar áreiðanlegar tölur eru til um fjölda þeirra einstaklinga sem greinst hafa með heilabilun. Tólf þingmenn kalla eftir því að landlækni sé skylt að halda sérstaka skrá um sjúkdóminn.
Kjarninn 14. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent