MAX-vélar Icelandair fljúga ekki á þessu ári

Icelandair reiknar ekki lengur með MAX-vélunum í flugáætlun sinni á þessu ári. Þær áttu að fljúga 27 prósent allra ferða sem félagið myndi fljúga 2019. Icelandair tapaði ellefu milljörðum á fyrri hluta árs.

Boeing 737 MAX vélar Icelandair hafa ekki flogið frá því í mars.
Boeing 737 MAX vélar Icelandair hafa ekki flogið frá því í mars.
Auglýsing

Icelandair Group gerir ekki lengur fyrir því að geta notað Boeing 737 MAX vélar sín­ar, sem hafa verið kyrr­settar frá því 12. mars, í rekstri sínum á þessu ári. Fyrri áætl­anir og til­kynn­ingar gerðu ráð fyrir að þær yrðu komnar í gagnið í októ­ber. 

Leigu­samn­ingur einnar af þeim fimm flug­vélum sem félagið bætti við flota sinn í sum­ar, til að lág­marka tjón félags­ins og áhrif kyrr­setn­ing­ar­innar á far­þega og íslenska ferða­þjón­ustu, hefur verið fram­lengdur út októ­ber­mán­uð. Aðrir leigu­samn­ingar um flug­vél­ar, sem gerðir voru vegna kyrr­setn­ingar MAX vél­anna, verða ekki fram­lengd­ir.

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu sem Icelandair Group sendi til Kaup­hallar í lok síð­ustu viku. 

Auglýsing

Vegna þessa hefur Icelandair aðlagað flug­á­ætlun sína. Heild­ar­sæta­fram­boð félags­ins í nóv­em­ber og des­em­ber verður aukið um tæp­lega þrjú pró­sent miðað við sama tíma­bil 2018 og áhersla verður á að auka það til Evr­ópu. Heild­ar­sæta­fram­boð til Norð­ur­-Am­er­íku dregst hins vegar saman milli ára, sem skýrist aðal­lega af fækkun áfanga­staða frá fyrra ári. 

Áhersla Icelandair verður minna á tengifar­þegar – þá sem stoppa hér­lendis ein­ungis til að taka flug­vél annað – og meiri á að flytja hingað til lands far­þegar sem eru að heim­sækja Ísland sem áfanga­stað.

Slakt upp­­­gjör á fyrri helm­ingi árs

Icelandair Group tap­aði alls 89,4 millj­­ónum dala, um ell­efu millj­­örðum króna, á fyrstu sex mán­uðum árs­ins. Þetta kom fram í hálf­s­ár­s­­upp­­­gjöri félags­­ins sem birt var í fyrr í mán­uð­in­um. Þar sagði að heild­­ar­­tekjur þess hefðu aukist, launa­­kostn­aður lækkað en elds­­neyt­is­­kostn­aður og kostn­aður vegna flug­­­véla­­leigu hækk­­að. 

Ástæðan fyrir slöku upp­­­fjöri var fyrst og síð­­­ast vegna kyrr­­setn­ingar á MAX-­­vélum Icelanda­ir, en félagið hefur þegar fengið sex slíkar afhentar og átti von á þremur til við­­bót­­ar. Vél­­arnar voru kyrr­­settar 12. mars en stefnt hafði verið að því að MAX-­­vél­­arnar myndu sam­svara 27 pró­­sent af sæta­fram­­boði félags­­ins á árinu 2019.

Eig­in­fjár­­hlut­­fall Icelandair lækk­­aði úr 28 í 25 pró­­sent á fyrstu sex mán­uðum árs­ins þrátt fyrir hluta­fjár­­aukn­ingu upp á 5,6 millj­­arða króna á tíma­bil­inu. Hand­­bært fé félags­­ins lækk­­aði um 15,3 millj­­arða króna á fyrstu sex mán­uðum árs­ins, úr um 36,9 millj­­örðum króna í um 21,5 millj­­arð króna.

Icelandair hyggst krefj­­ast 17 millj­­arða króna í skaða­bætur frá Boeing vegna kyrr­­setn­ingar á MAX-­­vél­un­­um.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þeim fjölgar á Íslandi sem búa við þröngan húsakost
Ef litið er á tekjufimmtunga varð mesta breytingin á milli 2016 og 2018 hjá þeim sem eru í lægsta tekjubilinu, en árið 2016 bjuggu 14,3 prósent einstaklingar á heimili við þröngbýli en 30,2 prósent árið 2018.
Kjarninn 16. desember 2019
Ólafur Valsson
Þjóðaröryggi, jarðstrengir og rafmagn á Dalvík
Kjarninn 16. desember 2019
Helgi Seljan og Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.
Forseti Alþingis minnist Helga Seljan
Steingrímur J. Sigfússon minntist fyrrverandi þingmannsins, Helga Seljan, á þingi í dag. „Helgi var einkar vel látinn í hópi þingmanna fyrir sitt glaða skap, heiðarleika og hreinskiptni í samstarfi, svo og fyrir dugnað og alúð við þingstörfin.“
Kjarninn 16. desember 2019
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, er fyrsti flutningsmaður tillögu um að hækka lágmarksframfærslu almannatrygginga í 300 þúsund krónur.
Stenst ekki jafnræðisreglu að hækka lágmarksframfærslu sumra í 300 þúsund
Meirihluti velferðarnefndar segir að það myndi líklega kosta tugi milljarða króna að hækka lágmarksframfærslu almannatrygginga í 300 þúsund krónur. Það standist ekki jafnræðisreglu að taka ákveðna hópa út fyrir sviga.
Kjarninn 16. desember 2019
Ekki tímabært að fella niður ívilnun á tengiltvinnbíla
Efnahags- og viðskiptanefnd telur ekki tilefni til þess að skattaívilnunin á tengiltvinnbílum falli niður með öllu í lok árs 2020. Nefndin leggur í staðinn til að fjárhæðarmark ívilnunarinnar lækki í nokkrum áföngum.
Kjarninn 16. desember 2019
„Algeggjuð“ hugmynd um sameiningu banka
Í Vísbendingu, sem kom til áskrifenda á föstudaginn, er fjallað um þá hugmynd að sameina tvo af kerfislægt mikilvægu bönkum landsins.
Kjarninn 15. desember 2019
SMS og MMS ganga í endurnýjun lífdaga
Eftir að hafa lotið í lægra haldi fyrir nýjum samskiptaforritum á borð við Messenger og WhatsApp eru gömlu góðu SMS- og MMS-skilaboðin að eiga endurkomu. Þeim fjölgar nú eftir áralangan samdrátt.
Kjarninn 15. desember 2019
Ferðalag á mörkum ljóss og myrkurs, í átt til dögunar
Rökkursöngvar Sverris Guðjónssonar kontratenórs eru að koma út. Safnað er fyrir þeim á Karolina Fund.
Kjarninn 15. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent