Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka Iðnaðarins og varaformaður stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, tilkynnti VR það í bréfi sem er dagsett í gær að hún ætli ekki að boða til stjórnarfundar með nýrri stjórn sjóðsins að svo stöddu. VR skipaði í síðustu viku fjóra nýja stjórnarmenn til að sitja fyrir sína hönd í stjórninni.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir frá þessu í stöðuuppfærslu á Facebook. Þar segir hann enn fremur að að inngrip Guðrúnar sé „í eðli sínu ekkert nema valdarán og gróft brot á samþykktum sjóðsins með því að neita skipunaraðilum að skipa í stjórn sjóðsins. Hún telur sig geta stjórnað því hverjir koma inn í stjórn sjóðsins fyrir hönd þeirra sem skipa hana, sem er án fordæma.“
Það sé skiljanlegt að Samtök atvinnulífsins vildi halda áfram að „hafa sjóðina nokkurn veginn útaf fyrir sig svo hægt sé að halda braskinu áfram með peninga og fjármuni launafólks. Í það minnsta án afskipta verkalýðshreyfingarinnar.“ Ragnar Þór spyr hvort að það sé virkilega vilji verkalýðshreyfingarinnar og skjólstæðinga hennar að atvinnurekendur stjórni lífeyrissjóðunum og þar af leiðandi peningum vinnandi fólks og lífeyrisþega og biður fólk að deila færslunni sinn ief það telur að atvinnurekendur eigi að víkja úr sjóðum lífeyrissjóðanna.
Vildu skipta um stjórnarmenn
VR tilnefnir helming stjórnarmanna í Lífeyrissjóði verzlunarmanna en samtök ýmissa atvinnurekenda hinn helminginn. Sem stendur er stjórnarformaður sjóðsins, Ólafur Reimar Gunnarsson, úr röðum þeirra sem VR tilnefnir. Hann er einn þeirra fjögurra sem VR hefur reynt að víkja úr stjórn lífeyrissjóðsins.
FME stígur inn
Greint var frá því í fréttum í byrjun júlí að Fjármálaeftirlitið teldi afturköllun á tilnefningu stjórnarmanna sjóða vega að sjálfstæði stjórna þeirra. VR sætti sig ekki við þetta heldur stendi Fjármálaeftirlitinu í lok júlí síðastliðins fyrir að viðurkenna ekki lögmæti ákvörðunar fulltrúaráðs VR um að afturkalla umboð stjórnarmanna í Lífeyrissjóði verzlunarmanna.
Í síðustu viku skipaði stjórn VR svo nýja stjórnarmenn til bráðabirgða. Þeir eru Guðrún Johnsen, Bjarni Þór Sigurðsson, Helga Ingólfsdóttir og Stefán Sveinbjörnsson.
Á meðan að stjórn sjóðsins kemur ekki saman geta þessir stjórnarmenn hins vegar ekki tekið til starfa.
Vakna af værum blundi
Ragnar Þór rekur í stöðuuppfærslu sinni ástæður þess að hann telur að Samtök atvinnulífsins vinni harkalega gegn því að verkalýðshreyfingin sé að „vakna af værum blundi innan stjórnar lífeyrissjóðsins.“
Hann rekur síðan dæmi um fjárfestingu lífeyrissjóða í flugfélaginu Icelandair, en fyrrverandi forstjóri þess félags, Björgólfur Jóhannsson var einnig formaður Samtaka atvinnulífsins.
Síðan rekur hann fjárfestingar sem tengjast uppbyggingu lúxushótels á Landssímareitnum svokallaða. Hægt er að lesa færslu Ragnars Þórs í heild sinni hér að neðan.
Vinsamlega deildu ef þú telur að atvinnurekendur eigi að víkja úr stjórnum lífeyrissjóðanna. Valdarán Samtaka...
Posted by Ragnar Þór Ingólfsson on Tuesday, August 20, 2019