Auglýsingastofan Jónsson & Le‘macks og ráðgjafarfyrirtækið Aton hafa nú sameinast undir nafninu Aton.JL. Í fréttatilkynningu frá nýja félaginu segir að með samrunanum verði til þekkingarfyrirtæki af nýrri tegund, sérhæft samskiptafélag, sem veiti ráðgjöf á sviði samskipta og stefnumótunar.
Anton. JL verður til húsa að Laugavegi 26 en starfsmenn fyrirtækisins verða með sameiningunni 42 talsins, 30 í Reykjavík og 12 í Belgrad í Serbíu. Framkvæmdastjóri Anton. JL verður Ingvar Sverrisson sem er jafnframt eigandi ásamt Agnari Tr. Lemacks, stjórnarformanni, Dr. Hugin Frey Þorsteinssyni, ráðgjafa og Viggó Erni Jónssyni, ráðgjafa.
Haft er eftir Ingvari í tilkynningunni að nýja félagið geri þeim kleift að þjónusta viðskipti vini sína betur og sama tíma mæta þörf sem þeir hafi orðið vör við á markaðnum.
„Jónsson & Le‘macks hefur á síðustu misserum verið að þróast úr því að vera hefðbundin auglýsingastofa í að sinna ráðgjöf og skipulagðri upplýsingagjöf. Með því að sameinast Aton verður til mjög öflugt samskiptafélag sem opnar viðskiptavinum ný tækifæri,” segir Agnar.