Listi yfir þjónustugjöld viðskiptabankanna er um 16 blaðsíðna langur og skólabókardæmi um fákeppni.“ Þetta er meðal þess sem Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, segir í grein sem birtist í síðustu útgáfu Vísbendingar sem kom út fyrir helgi. Þar fjallar hann ítarlega um hvað getur farið úrskeiðis hjá íslenskum stjórnvöldum sem geti leitt til nýs fjármálahruns.
Í greininni segir Gylfi meðal annars að á smáum mörkuðum eins og hér á landi geti einstakir stórir aðilar haft áhrif á verð hlutabréfa. Auk .ess séu fáir aðilar á markaði þannig að þeir geta ákveðið verð fyrir þjónustu sína. Dæmi um þetta sé hinn 16 blaðsíðna langi listi viðskiptabankanna um þjónustugjöld þeirra.
Hann hefur áður gagnrýnt það að bankar setji viljandi fram verðskrá sína með flóknum og óskýrum hætti svo neytendur ættu ekki möguleika á því að bera þær saman.
Annað dæmi sé að hér á landi er ekki unnt að nota ódýr kort í innanlandsviðskiptum eins og tíðkast á hinum Norðurlöndunum. „Slíkt myndi minnka hagnað bankanna og Reiknistofa bankanna þjónar eigendum sínum, bönkunum, og hamlar samkeppni. Almennt gildir að kerfislega mikilvægir bankar geta reitt sig á hjálp hins opinbera þegar illa fer en notið hagnaðar þegar vel gengur, lántakendur geta sömuleiðis notið hagnaðar af skuldsettri fjárfestingu þegar vel gengur en lánardrottinn, þ.e.a.s. banki, tekur á sig tjónið þegar illa gengur. Ef nú eigendur banka búa til peninga til þess að lána sjálfum sér þá hagnast þeir þegar vel gengur en bankinn og skattgreiðendur eða erlendir bankar sitja uppi með tjónið þegar illa gengur. Að auki einkennir hjarðhegðun aðila á fjármálamörkuðum og stundum skortur á framsýni. Allir þessir brestir voru til sýnis árið 2008.“
Hægt er að gerast áskrifandi að Vísbendingu hér.