Svona geta stjórnvöld orsakað nýtt fjármálaáfall

Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, hefur búið til lista yfir átta aðgerðir sem ríkisstjórn og Seðlabanki gætu gripið til sem gætu leitt af sér nýtt hrun. Hann biður fólk um að krossa við ef aðgerðirnar verði að veruleika.

Gylfi Zoega
Auglýsing

„Stjórn­völd, þ.e.a.s. rík­is­stjórn og hinn nýji stóri seðla­banki, sem varð til með lögum um sam­ein­ingu FME og Seðla­bank­ans nú í sum­ar, gætu tekið ákvarð­anir á næstu árum sem stefna stöð­ug­leika hag­kerf­is­ins í hættu. Til þess að hættu­á­stand skap­ist þurfa margir þættir að breytast, eng­inn einn næg­ir.“ 

Þetta segir Gylfi Zoega, pró­fessor í hag­fræði við Háskóla Íslands, í grein sem birt­ist í nýj­ustu útgáfu Vís­bend­ingar sem kom út í gær. 

Hann segir mik­il­vægt að stjórn­völd á hverjum tíma hafi hags­muni allrar þjóð­ar­innar í huga þegar ákvarð­anir eru teknar um þjóð­hags­varúð í efna­hags­mál­um. „Þetta þýðir að sem fæstir geti hagn­ast á gerðum sem stefna fjár­hag ann­arra í hættu. Þess vegna eru var­úð­ar­reglur nauð­syn­leg­ar, svo að við end­ur­tökum ekki leik­inn frá því 2003-2007. Lánsfé er enn ódýrt á alþjóð­legum fjár­mála­mörk­uð­um. Von­andi munu stjórn­völd á kom­andi árum huga að þjóð­ar­hag í stað þess að  hygla sér og sín­um. Við skulum vona það besta en búa okkur undir það versta.“

Auglýsing
Í grein­inni segir Gylfi að á und­an­förnum tíu árum hafi gengið vel í efna­hags­málum hér á landi. Heppni, til­vilj­anir og ekki síst bætt hag­stjórn hafa skilað betri árangri. „Verð­bólga hefur verið lág, atvinnu­leysi sömu­leið­is, hag­vöxtur mynd­ar­legur og vextir sögu­lega mjög lág­ir. Afgangur hefur verið á við­skiptum við útlönd, eigna­staða gagn­vart útlöndum aldrei betri og gjald­eyr­is­forði meiri en 600 millj­arðar króna.“

Það sé þó afar mik­il­vægt að stjórn­völd á hverjum tíma verji heild­ar­hags­muni en ekki sér­hags­muni  með því að setja almennar reglur sem koma í veg fyrir að sumir hagn­ist með því að setja aðra í hættu. „Ein­stakir aðilar í sam­fé­lag­inu geta, svo nokkur dæmi séu tek­in, haft hag af því að taka erlend lán til þess að kaupa hluta­bréf, selja íslensk skulda­bréf til erlendra fjár­festa sem vilja hagn­ast til skamms tíma, greiða bónusa í bönkum sem verð­launa fyrir mik­inn fjölda nýrra útlána og láta banka og útlána­söfn vaxa hratt.  Ef rík­is­stjórn og seðla­banki láta stjórn­ast af slíkum hags­munum þá er voð­inn vís.“

Gylfi segir að grund­völlur aðgerða sem gætu leitt af sér nýtt hættu­á­stand sé sú trú, eða blekk­ing, að áfallið 2008 staf­aði ein­ungis af hinni alþjóð­legu fjár­málakreppu. Hér­lendis hafi reglu­verk ekki verið í lagi og hag­stjórn­ar­mis­tök verið gerð ofan á annað sem átti sér stað á þessum árum. 

Gylfi telur svo upp þá atburði sem gætu fram­kallað nýtt fjár­mála­hrun. Hann biður les­endur að prenta grein­ina út og setja X við þau atriði sem verða að veru­leika. Ekki sé bráð hætta ef X-in verði eitt eða tvö en ef þeim fjölgi þá muni hættan á fjár­mála­á­falli aukast. 

Atriðin eru eft­ir­far­and­i: 

1. Eig­in­fjár­krafa banka lækk­uð. [   ]

Rök­stutt með því að verið sé að draga úr kostn­aði við banka­rekstur sem er satt en gerir bönkum einnig kleift að auka útlán meira og hrað­ar. Hröð aukn­ing útlána myndi minnka gæði útlána­safna og aukar líkur á útlánatapi.                                                  

2. Slakað á tak­mörk­unum á lánum í erlendri mynt til óvar­inna inn­lendra aðila; fyr­ir­tækja, ein­stak­linga og sveit­ar­fé­laga. [   ]

Rök­stutt á þann hátt að ein­stök fyr­ir­tæki og ein­stak­lingar geti ávallt staðið í skilum ef gengi krónu fellur ef erlendu lánin eru ekki of hátt hlut­fall af heild­ar­skuldum en gleym­ist að lýsa áhrifum þess að allir taki slík lán. Þegar stór hluti fyr­ir­tækja tekur lán verður það til þess að hækka gengi krón­unnar sem skapar hvata fyrir enn fleiri að taka erlend lán. Þegar erlendir bankar og fjár­festar kippa síðar að sér hend­inni og vilja fá end­ur­greitt þá fellur krónan og skuldir í krónum stökk­breytast, fyr­ir­tæki verða tækni­lega gjald­þrota.

3. Mögu­leikar ann­arra, sér­stak­lega líf­eyr­is­sjóða, til þess að keppa við bank­ana tak­mark­að­ir. [   ]



Eykur hagnað banka á kostnað almenn­ings. Erfitt að rök­styðja. En rök­stuðn­ingur verður án efa ein­hver.

4. Dregið úr tak­mörk­unum á bónus greiðslum í banka­kerf­in­u. [   ]

Rök­stutt með því að ann­ars verði grunn­laun of há og of litlir hvatar til góðrar frammi­stöðu. En bónus greiðslur verð­launa umsvif, t.d. mældum í umfangi nýrra útlána, og gæði útlána­safna eru því verri sem þau vaxa hrað­ar. Bankar verða brot­hættir við það að útlán vaxa hratt.

5. Fjár­mála­eft­ir­lit, sem verður hluti af Seðla­bank­an­um, verður skiln­ings­ríkt á þarfir og óskir  stjórn­enda bank­anna. [   ]

Full­yrt að fjár­mála­eft­ir­lit sé gott. Í raun verður það stimp­ill sem segir að aðgerðir banka séu lög­legar óháðar því hvort þær séu hættu­legar fyrir fjár­mála­kerf­ið. 

6. Full­yrt að fjár­mála­stöð­ug­leiki grund­vall­ist á góðum hagn­aði banka. [   ]

Hljómar vel en er hættu­legt. Munið eftir miklum hagn­aði gömlu bank­anna fram að and­láti. Það skiptir máli hvernig hagn­aður verður til, hvort hann er búinn til af end­ur­skoð­endum eða hvort hann í raun eykur eigið fé.

Auglýsing

Pen­inga­stefna:

7. Hömlur á inn­flæði kviks fjár­magns (sér­stök bindi­skylda) ekki virkjuð þegar inn­lend fjár­mála­fyr­ir­tæki byrja að selja skráð krónu­skulda­bréf til erlendra fjár­festa í miklu magni. [   ]

Rétt­lætt með því að frjálst flæði auki hag­kvæmni og sé í sam­ræmi við alþjóð­lega samn­inga (ES­B).  En inn­flæðið skekkir inn­leitt vaxtaróf og hækkar gengi. Tveir kostir eru í boði. Ann­ars vegar að hafa sömu lágu vext­ina og á evru­svæð­inu en vextir nálægt 0% myndu valda hækkun fast­eigna- og hluta­bréfa­verðs og draga úr inn­lendum sparn­aði. Hins vegar mætti halda vöxtum óbreyttum og láta gengi krón­unnar hækka vegna vaxta­mun­ar­við­skipta, verð á inn­flutn­ingi félli og við­skipta­halli mynd­að­ist. Erlendir fjár­festar gætu síðar selt bréfin og krónan myndi þá falla skyndi­lega. Fjár­mála­stöð­ug­leika væri stefnt í hættu.

Til þess að bæta gráu ofan á svart:

8. Bankar seldir til póli­tískt tengdra aðila í skuld­settri fléttu, a.m.k. einn ef ekki tveir. Það sem eftir situr í eigu rík­is­ins verður einnig undir stjórn póli­tískt tengdra aðila. [   ]

Full­yrt að nýir eig­endur séu ekki póli­tískt tengdir þótt þeir séu það. Þessi síð­asti liður myndi hella olíu á eld­inn sem mynd­að­ist í atriðum 1-7 hér að ofan vegna þess að stjórn­valds­að­gerðir tækju í meira mæli mið af sér­hags­munum þess­ara aðila en ekki þjóð­hags­var­úð.

Hægt er að ger­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent