Fyrstu árin eftir hrun eignuðust fjármálafyrirtæki fjöldamargar fasteignir hér á landi. Þegar mest lét, árið 2012, áttu fyrirtækin samanlagt 4.633 eignir. Mikið vatn hefur hins vegar runnið til sjávar á síðustu sex árum og áttu fyrirtækin samanlagt 1.482 fasteignir í lok árs í fyrra.
Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Ólafs Ísleifssonar, þingmanns Miðflokksins, um fasteignir í eigu fjármálafyrirtækja.
Fjármálafyrirtæki áttu rúmlega 4500 eignir árið 2012
Í fyrirspurn Ólafs eru talin upp 25 fjármálafyrirtæki, þar á meðal sparisjóðir, bankar og eignafélög, og spurt er hversu margar fasteignir hver aðili hafi átt á tímabilinu 2008 til 2018.
Á fjórum árum fóru samanlagðar fasteignir þessara 25 fjármálafyrirtæki úr 631 eignum árið 2008 í 4633 árið 2012, í kjölfar fjármálahrunsins. Eftir 2012 fór fjöldi fasteigna fækkandi hjá meirihluta fyrirtækjanna og í lok árs 2018 voru samanlagðir eignir fyrirtækjanna 1482. .
Hilda ehf. átti mest 122 eignir
Eitt af þessum fjármálafyrirtækjum er Hilda ehf., dótturfélag ESÍ, sem sá um umsýslu fullnustueigna Seðlabankans, annars vegar fasteignir og lóðir og hins vegar lánsafns sem inniheldur kröfur á fyrirtæki. Félagið var sett í slit árið 2017 og var síðan afskrifað í júní 2019.
Hilda var stofnað í lok árs en átti engar skráðar eignir fyrr en í lok árs 2011 samkvæmt svari dómsmálaráðherra. Í lok árs 2011 átti Hilda 13 eignir, árið eftir átti félagið 122 eignir. Árin eftir fækkaði eignum félagsins jafnt og þétt í kjölfar sölu. Skráðir eignir félagsins voru 91 árið 2013, 79 árið 2014, 47 árið eftir, 10 árið 2017 og 4 í fyrra.
Félagið Drómi hf., fyrrum eignasafn SPRON og Frjálsa fasteignabankans, átti mestar eignir árið 2012 samkvæmt svarinu eða alls 126 eignir. Árið 2009 átti félagið 64 eignir, 76 árið á eftir, 125 árið 2012. Árið 2013 átti Drómi 72.
Í lok árs 2013 var hluti eigna og skulda Dróma fært til Hildu þegar samningar náðust á milli ESÍ, Dróma og Arion banka. Um var að ræða fyrirtækjalán og fullnustueignir Dróma, meðal annars það íbúðarhúsnæði sem félagið hafði gengið að á starfstíma sínum. Samkvæmt svari dómsmálaráðherra átti félagið eina eign árin 2014 og 2015.
Íbúðalánasjóður eigandi rúmlega 2300 fasteigna árið 2012
Jafnframt má sjá í svari dómsmálaráðherra að Íbúðlánasjóður átti í lok árs í fyrra 330 eignir. Fjöldi eigna í eigu sjóðsins náði hámarki árið 2012 eða alls 2318 fasteignir. Þær hafa síðan verið seldar á síðustu árum og þeim því fækkað hratt á síðustu sex árum.
Eignum Íslandsbanka hefur einnig fækkað til muna frá árinu þegar fjöldi skráðra fasteigna hjá bankanna 678. Í lok 2018 átti bankinn 128 eignir, samkvæmt svari dómsmálaráðherra.
Listann yfir fjölda fasteigna fjármálafyrirækjanna má sjá í heild sinni hér.