Tesla opnar á Íslandi eftir rúma viku

Bandaríski rafbílaframleiðandinn opnar starfsstöð á Íslandi 9. september næstkomandi. Elon Musk staðfesti þetta á Twitter í gær.

Tesla Model 3 er söluhæsti bíll rafbílaframleiðandans og vinsælasti rafbíllinn í Evrópu og Bandaríkjunum.
Tesla Model 3 er söluhæsti bíll rafbílaframleiðandans og vinsælasti rafbíllinn í Evrópu og Bandaríkjunum.
Auglýsing

Tesla á Íslandi mun opna þjón­ustu­mið­stöð hér­lendis 9. sept­em­ber næst­kom­andi. Þetta stað­festi Elon Musk, stofn­andi og aðal­eig­andi raf­bíla­fram­leið­and­ans á Twitter í gær. 

Búið er að koma merki Tesla fyrir á hús­næði við Krók­háls í Reykja­vík og á vef Tesla segir að til standi að setja upp öfl­ugar hrað­hleðslu­stöðv­ar, svo­kall­aðar „supercharger­s“, á fjórum stöðum á land­inu í nán­ustu fram­tíð. Þær eiga að vera í Reykja­vík, á Kirkju­bæj­ar­klaustri, Egils­stöðum og við Stað­ar­skála. Slíkar stöðvar hlaða raf­bíla á um hálf­tíma. 

Tesla Model 3 er sem stendur vin­sæl­asti raf­bíll Evr­ópu. Í júní síð­ast­liðnum seld­ust 11.604 slíkir bíl­ar. Næst vin­sæl­asti raf­bíll­inn var Renault Zoey, en 4.881 slíkir seld­ust í þeim mán­uð­i. 

Auglýsing
Vin­sældir hans í Banda­ríkj­unum eru enn meira afger­andi, en það sem af er ári hafa þar selst 81.100 slíkir í land­inu. Næst sölu­hæsti raf­bíll­inn þar er Toyota Prius Prime en 11.555 ein­tök af þeirri teg­und hafa selst í Banda­ríkjum á fyrstu sjö mán­uðum árs­ins 2019. Þriðji vin­sæl­asti raf­bíl­inn þar er síðan önnur Tesla, Model X, sem selst hefur í 10.225 ein­tökum í ár.

Í lok apríl sagði Morg­un­blaðið frá því að Tesla væri með áform um að opna ein­hvers konar útibú á Íslandi og að það yrði stað­sett í Krók­hálsi. Í maí var greint frá því á  vef­síðu Tesla af fyr­ir­tækið væri að aug­lýsa eftir versl­un­ar­stjóra, sölu­manni, tækni­manni og þjón­ustu­full­trúa í fullt starf. Þá var einnig aug­lýst staða vöru­sér­fræð­ings í hluta­starf­i. 

Stefnt að 100 þús­und raf­bílum á Íslandi eftir rúman ára­tug

Íslenski fólks­bíla­­flot­inn taldi alls 220 þús­und bíla um mitt þetta ár. Þar af voru 3.155 hreinir raf­­­magns­bíl­­ar. Þá voru um 7.000 tengilt­vinn­bílar og 1.551 met­an­bílar hér á landi. Sala á bílum sem eru að ein­hverju eða öllu leyti knúnir af raf­­orku hefur auk­ist gríð­­ar­­lega á und­an­­förnum árum. Á fyrstu sex mán­uðum árs­ins 2019 hafa hreinir raf­­­magns­bílar auk tengilt­vinn­bíla og hybrid bíla verið tæp­­lega 22 pró­­sent af heild­­ar­bíla­­söl­unni hér á land­i. 

Rík­­­is­­­stjórn Íslands lagði fram aðgerða­á­ætlun í lofts­lags­­­málum í sept­­­em­ber í fyrra. Mark­miðið með áætl­­­un­inni er að draga úr losun gróð­­­ur­húsa­­­loft­teg­unda og stuðla að auk­inni kolefn­is­bind­ingu þannig að Ísland geti staðið við ­­­mark­mið Par­ís­­­ar­­­samn­ings­ins til 2030 og mark­mið rík­­­is­­­stjórn­­­­­ar­innar um kolefn­is­hlut­­­leysi árið 2040. Eitt af áherslu­at­riðum áætl­­­un­­­ar­innar eru orku­­­skipti í sam­­­göngum sem er stærsti los­un­­­ar­þátt­­­ur­inn sem snýr að beinum skuld­bind­ingum Íslands­­­. Í heild­ina áætlar rík­­­is­­­stjórnin að verja 1,5 millj­­­arða króna til orku­­­skipta á fimm ára tíma­bili.

Eitt af þeim aðgerðum sem finna má í áætl­­­un­inni er að ­­­stuðn­­­ingur við inn­­­viði fyrir raf­­­bíla og aðrar vist­vænar bif­­­reið­­­ar. Sam­­­kvæmt áætl­­­un­inni er stefnt að því að draga losun frá vega­­­sam­­­göngum um 35 pró­­­sent til árs­ins 2030 eða um helm­ing frá því sem nú er. Einn angi af því mark­miði er að árið 2030 verða 100.000 skráðir raf­­­bílar og önnur vist­væn öku­tæki á Ísland­i. Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn fjögurra flokka fara fram á fullan aðskilnað ríkis og kirkju
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju verði lagt fram snemma árs 2021 og að sá aðskilnaður verði gengin í gegn í síðasta lagi 2034.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Hamfarahlýnun – gripið til mikilvægra aðgerða
Kjarninn 19. september 2019
Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Þá vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða tæp 18 prósent.
Kjarninn 19. september 2019
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, stýrði áður Basko.
Skeljungur fær undanþágu vegna kaupa á Basko
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna Skeljungs og Basko með skilyrðum. Kaupverðið er 30 milljónir króna og yfirtaka skulda.
Kjarninn 19. september 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
„Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu“
Formaður Miðflokksins segir að leyfa verði vísindum að leysa loftslagsvandann í stað þess að bregðast við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu.
Kjarninn 19. september 2019
Rannveig Sigurðardóttir og Unnur Gunnarsdóttir
Unnur og Rannveig skipaðar varaseðlabankastjórar
Núverandi aðstoðarseðlabankastjóri og forstjóri Fjármálaeftirlitsins hafa nú verið formlega fluttar í starf varaseðlabankastjóra af forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra. Þær hefja störf í janúar á næsta ári.
Kjarninn 19. september 2019
Nonnabiti lokar eftir 27 ár
„Allt á baconbát?“ hefur heyrst í síðasta sinn í Hafnarstrætinu. Nonnabita hefur verið lokað og svangir næturlífsfarar verða að finna sér nýjan stað til að takast á við svengdina í framtíðinni.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent