Tesla opnar á Íslandi eftir rúma viku

Bandaríski rafbílaframleiðandinn opnar starfsstöð á Íslandi 9. september næstkomandi. Elon Musk staðfesti þetta á Twitter í gær.

Tesla Model 3 er söluhæsti bíll rafbílaframleiðandans og vinsælasti rafbíllinn í Evrópu og Bandaríkjunum.
Tesla Model 3 er söluhæsti bíll rafbílaframleiðandans og vinsælasti rafbíllinn í Evrópu og Bandaríkjunum.
Auglýsing

Tesla á Íslandi mun opna þjón­ustu­mið­stöð hér­lendis 9. sept­em­ber næst­kom­andi. Þetta stað­festi Elon Musk, stofn­andi og aðal­eig­andi raf­bíla­fram­leið­and­ans á Twitter í gær. 

Búið er að koma merki Tesla fyrir á hús­næði við Krók­háls í Reykja­vík og á vef Tesla segir að til standi að setja upp öfl­ugar hrað­hleðslu­stöðv­ar, svo­kall­aðar „supercharger­s“, á fjórum stöðum á land­inu í nán­ustu fram­tíð. Þær eiga að vera í Reykja­vík, á Kirkju­bæj­ar­klaustri, Egils­stöðum og við Stað­ar­skála. Slíkar stöðvar hlaða raf­bíla á um hálf­tíma. 

Tesla Model 3 er sem stendur vin­sæl­asti raf­bíll Evr­ópu. Í júní síð­ast­liðnum seld­ust 11.604 slíkir bíl­ar. Næst vin­sæl­asti raf­bíll­inn var Renault Zoey, en 4.881 slíkir seld­ust í þeim mán­uð­i. 

Auglýsing
Vin­sældir hans í Banda­ríkj­unum eru enn meira afger­andi, en það sem af er ári hafa þar selst 81.100 slíkir í land­inu. Næst sölu­hæsti raf­bíll­inn þar er Toyota Prius Prime en 11.555 ein­tök af þeirri teg­und hafa selst í Banda­ríkjum á fyrstu sjö mán­uðum árs­ins 2019. Þriðji vin­sæl­asti raf­bíl­inn þar er síðan önnur Tesla, Model X, sem selst hefur í 10.225 ein­tökum í ár.

Í lok apríl sagði Morg­un­blaðið frá því að Tesla væri með áform um að opna ein­hvers konar útibú á Íslandi og að það yrði stað­sett í Krók­hálsi. Í maí var greint frá því á  vef­síðu Tesla af fyr­ir­tækið væri að aug­lýsa eftir versl­un­ar­stjóra, sölu­manni, tækni­manni og þjón­ustu­full­trúa í fullt starf. Þá var einnig aug­lýst staða vöru­sér­fræð­ings í hluta­starf­i. 

Stefnt að 100 þús­und raf­bílum á Íslandi eftir rúman ára­tug

Íslenski fólks­bíla­­flot­inn taldi alls 220 þús­und bíla um mitt þetta ár. Þar af voru 3.155 hreinir raf­­­magns­bíl­­ar. Þá voru um 7.000 tengilt­vinn­bílar og 1.551 met­an­bílar hér á landi. Sala á bílum sem eru að ein­hverju eða öllu leyti knúnir af raf­­orku hefur auk­ist gríð­­ar­­lega á und­an­­förnum árum. Á fyrstu sex mán­uðum árs­ins 2019 hafa hreinir raf­­­magns­bílar auk tengilt­vinn­bíla og hybrid bíla verið tæp­­lega 22 pró­­sent af heild­­ar­bíla­­söl­unni hér á land­i. 

Rík­­­is­­­stjórn Íslands lagði fram aðgerða­á­ætlun í lofts­lags­­­málum í sept­­­em­ber í fyrra. Mark­miðið með áætl­­­un­inni er að draga úr losun gróð­­­ur­húsa­­­loft­teg­unda og stuðla að auk­inni kolefn­is­bind­ingu þannig að Ísland geti staðið við ­­­mark­mið Par­ís­­­ar­­­samn­ings­ins til 2030 og mark­mið rík­­­is­­­stjórn­­­­­ar­innar um kolefn­is­hlut­­­leysi árið 2040. Eitt af áherslu­at­riðum áætl­­­un­­­ar­innar eru orku­­­skipti í sam­­­göngum sem er stærsti los­un­­­ar­þátt­­­ur­inn sem snýr að beinum skuld­bind­ingum Íslands­­­. Í heild­ina áætlar rík­­­is­­­stjórnin að verja 1,5 millj­­­arða króna til orku­­­skipta á fimm ára tíma­bili.

Eitt af þeim aðgerðum sem finna má í áætl­­­un­inni er að ­­­stuðn­­­ingur við inn­­­viði fyrir raf­­­bíla og aðrar vist­vænar bif­­­reið­­­ar. Sam­­­kvæmt áætl­­­un­inni er stefnt að því að draga losun frá vega­­­sam­­­göngum um 35 pró­­­sent til árs­ins 2030 eða um helm­ing frá því sem nú er. Einn angi af því mark­miði er að árið 2030 verða 100.000 skráðir raf­­­bílar og önnur vist­væn öku­tæki á Ísland­i. Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skúli í Subway ákærður ásamt samstarfsmönnum
Ákæran byggir á því að millifærslur af reikningum félags, í aðdraganda gjaldþrots þess, hafi rýrt virði félagsins og kröfuhafa þess.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Guðlaugur Þór: Ekki gott fyrir orðspor Íslands erlendis
Afhjúpandi umfjöllun Kveiks á RÚV, sem byggir á 30 þúsund skjölum sem Wikileaks hefur birt, hefur dregið mikinn dilk á eftir sér.
Kjarninn 13. nóvember 2019
SFS: Alvarlegar ásakanir og allir verða að fara að lögum
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segja að það sé sjálfsögð krafa að öll fyrirtæki fari að lögum.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Eimskip lækkaði um tæp fimm prósent – Samherji stærsti hluthafinn
Félög í Kauphöllinni þar sem Samherji er stór hluthafi lækkuðu í virði í dag.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Spyr hvort greiðslur lögaðila til stjórnmálaflokka eigi að vera heimilaðar
Formaður Viðreisnar segir að það sé engin tilviljun að ríkisstjórnin hafi beitt sér fyrir milljarða lækkun á veiðigjaldi.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Samherjamálið og afleiðingar þess í erlendum fjölmiðlum
Meintar mútugreiðslur Samherjamanna til áhrifamanna í namibísku stjórnkerfi til þess að fá eftirsóttan kvóta þar í landi og afleiðingar þess hafa ratað í erlenda fjölmiðla.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Disney+ byrjar að streyma
Kjarninn 13. nóvember 2019
Þórður Snær Júlíusson
Íslenska kerfið sem bjó til skipulagða glæpastarfsemi
Kjarninn 13. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent