Tesla opnar á Íslandi eftir rúma viku

Bandaríski rafbílaframleiðandinn opnar starfsstöð á Íslandi 9. september næstkomandi. Elon Musk staðfesti þetta á Twitter í gær.

Tesla Model 3 er söluhæsti bíll rafbílaframleiðandans og vinsælasti rafbíllinn í Evrópu og Bandaríkjunum.
Tesla Model 3 er söluhæsti bíll rafbílaframleiðandans og vinsælasti rafbíllinn í Evrópu og Bandaríkjunum.
Auglýsing

Tesla á Íslandi mun opna þjón­ustu­mið­stöð hér­lendis 9. sept­em­ber næst­kom­andi. Þetta stað­festi Elon Musk, stofn­andi og aðal­eig­andi raf­bíla­fram­leið­and­ans á Twitter í gær. 

Búið er að koma merki Tesla fyrir á hús­næði við Krók­háls í Reykja­vík og á vef Tesla segir að til standi að setja upp öfl­ugar hrað­hleðslu­stöðv­ar, svo­kall­aðar „supercharger­s“, á fjórum stöðum á land­inu í nán­ustu fram­tíð. Þær eiga að vera í Reykja­vík, á Kirkju­bæj­ar­klaustri, Egils­stöðum og við Stað­ar­skála. Slíkar stöðvar hlaða raf­bíla á um hálf­tíma. 

Tesla Model 3 er sem stendur vin­sæl­asti raf­bíll Evr­ópu. Í júní síð­ast­liðnum seld­ust 11.604 slíkir bíl­ar. Næst vin­sæl­asti raf­bíll­inn var Renault Zoey, en 4.881 slíkir seld­ust í þeim mán­uð­i. 

Auglýsing
Vin­sældir hans í Banda­ríkj­unum eru enn meira afger­andi, en það sem af er ári hafa þar selst 81.100 slíkir í land­inu. Næst sölu­hæsti raf­bíll­inn þar er Toyota Prius Prime en 11.555 ein­tök af þeirri teg­und hafa selst í Banda­ríkjum á fyrstu sjö mán­uðum árs­ins 2019. Þriðji vin­sæl­asti raf­bíl­inn þar er síðan önnur Tesla, Model X, sem selst hefur í 10.225 ein­tökum í ár.

Í lok apríl sagði Morg­un­blaðið frá því að Tesla væri með áform um að opna ein­hvers konar útibú á Íslandi og að það yrði stað­sett í Krók­hálsi. Í maí var greint frá því á  vef­síðu Tesla af fyr­ir­tækið væri að aug­lýsa eftir versl­un­ar­stjóra, sölu­manni, tækni­manni og þjón­ustu­full­trúa í fullt starf. Þá var einnig aug­lýst staða vöru­sér­fræð­ings í hluta­starf­i. 

Stefnt að 100 þús­und raf­bílum á Íslandi eftir rúman ára­tug

Íslenski fólks­bíla­­flot­inn taldi alls 220 þús­und bíla um mitt þetta ár. Þar af voru 3.155 hreinir raf­­­magns­bíl­­ar. Þá voru um 7.000 tengilt­vinn­bílar og 1.551 met­an­bílar hér á landi. Sala á bílum sem eru að ein­hverju eða öllu leyti knúnir af raf­­orku hefur auk­ist gríð­­ar­­lega á und­an­­förnum árum. Á fyrstu sex mán­uðum árs­ins 2019 hafa hreinir raf­­­magns­bílar auk tengilt­vinn­bíla og hybrid bíla verið tæp­­lega 22 pró­­sent af heild­­ar­bíla­­söl­unni hér á land­i. 

Rík­­­is­­­stjórn Íslands lagði fram aðgerða­á­ætlun í lofts­lags­­­málum í sept­­­em­ber í fyrra. Mark­miðið með áætl­­­un­inni er að draga úr losun gróð­­­ur­húsa­­­loft­teg­unda og stuðla að auk­inni kolefn­is­bind­ingu þannig að Ísland geti staðið við ­­­mark­mið Par­ís­­­ar­­­samn­ings­ins til 2030 og mark­mið rík­­­is­­­stjórn­­­­­ar­innar um kolefn­is­hlut­­­leysi árið 2040. Eitt af áherslu­at­riðum áætl­­­un­­­ar­innar eru orku­­­skipti í sam­­­göngum sem er stærsti los­un­­­ar­þátt­­­ur­inn sem snýr að beinum skuld­bind­ingum Íslands­­­. Í heild­ina áætlar rík­­­is­­­stjórnin að verja 1,5 millj­­­arða króna til orku­­­skipta á fimm ára tíma­bili.

Eitt af þeim aðgerðum sem finna má í áætl­­­un­inni er að ­­­stuðn­­­ingur við inn­­­viði fyrir raf­­­bíla og aðrar vist­vænar bif­­­reið­­­ar. Sam­­­kvæmt áætl­­­un­inni er stefnt að því að draga losun frá vega­­­sam­­­göngum um 35 pró­­­sent til árs­ins 2030 eða um helm­ing frá því sem nú er. Einn angi af því mark­miði er að árið 2030 verða 100.000 skráðir raf­­­bílar og önnur vist­væn öku­tæki á Ísland­i. Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Um þessar mundir eru fáir á ferli við Brandenborgarhliðið.
Evrópa opnar á ný
Frá og með 15. júní mun stór hluti íbúa Evrópu geta ferðast til annarra landa álfunar. Útgöngubann í Bretlandi líður senn undir lok. Danir í fjarsambandi geta hitt ástvini á ný.
Kjarninn 26. maí 2020
Indriði H. Þorláksson
Veirumolar – Súkkulaði fyrir sykurfíkla
Kjarninn 26. maí 2020
Ferðaþjónustufyrirtæki þurfa að vera búin undir smit meðal viðskiptavina
Öll ferðaþjónustufyrirtæki verða að vera undir það búin að takast á við smit meðal viðskiptavina sinna og þess verður að krefjast að allir aðilar geri viðbragðsáætlanir. Þetta kemur fram í skýrslu um framkvæmd skimunar meðal erlendra ferðamanna.
Kjarninn 26. maí 2020
Þuríður Lilja Rósenbergsdóttir
Velferðarkennsla og jákvæð sálfræði, af hverju?
Kjarninn 26. maí 2020
Sjúkrastofnanir telja „verulega áhættu“ felast í opnun landsins fyrir ferðamennsku
Bæði Landspítali og Sjúkrahúsið á Akureyri telja áhættu felast í opnun landsins með skimunum. Farsóttarnefnd Landspítala telur skimun einkennalausra ferðamanna takmarkað úrræði og að líklegra en ekki sé að einhverjir komi hingað smitaðir.
Kjarninn 26. maí 2020
Bæta þarf aðstöðu sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans, alveg óháð skimun á ferðamönnum.
Veirufræðideildin getur aðeins unnið 500 sýni á dag
Í skýrslu verkefnisstjórnar um undirbúning framkvæmdar vegna sýnatöku og greiningar á COVID-19 meðal farþega sem koma til landsins kemur fram að verkefnið sé framkvæmanlegt en að leysa þurfi úr mörgum verkþáttum áður en hægt verður að hefjast handa.
Kjarninn 26. maí 2020
Fjármálastefna, fjármálaáætlun og fjármálafrumvarp lögð fram samhliða í haust
Viðræður standa yfir milli stjórnar og stjórnarandstöðu hvernig haga skuli þingstörfum á næstunni. Ríkisstjórnin hefur samþykkt frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um breytingar á lögum um opinber fjármál.
Kjarninn 26. maí 2020
Eiríkur Rögnvaldsson
Flokkun fólks eftir málfari
Kjarninn 26. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent