Fellibylur sem gengur undir nafninu Dorian, gekk yfir Bahama eyjar þegar hann hafði ná styrkleika 5, eða efsta styrk.
Vindhraði hefur verið mestur yfir 280 kílómetrar á klst. en fastlega er búist við því að fellibylurinn muni skilja eftir sig mikla eyðileggingu, þrátt fyrir mikinn viðbúnað yfirvalda og íbúa.
Dorian nálgast nú Florída skaga, og mun hann lenda á skaganum í kvöld og getur skapast af honum mikil hætta fram á miðvikudag, samkvæmt upplýsingum frá National Hurricane Center.
Í Flórída býr 21,3 milljón íbúa en hættuástandið verður mest á austurströnd skagans og er búist við að mörg hundruð þúsund manns muni yfirgefa heimili sín vegna hættunnar í dag. Mikill umferðarþungi var af austurströndinni um helgina, enda er þegar búið að lýsa yfir neyðaraðstæðum.
President @realDonaldTrump: “I ask everyone in Hurricane Dorian’s path to heed all warnings and evacuation orders from local authorities.” pic.twitter.com/rg7uxs18GG
— The White House (@WhiteHouse) September 1, 2019
Veðurofsar eins og sá sem fylgir Dorian hafa verið tíðir í Bandaríkjunum á undanförnum árum. Fátítt er þó að fellibylir í efsta styrkleika gangi yfir, en á undanförnum árum hefur það færst í aukana.
Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa hvatt til varúðar vegna Dorian, og segja að fylgst sé náið með gangi mála, og í samstarfi við ríkisstjórn Flórída verði reynt að tryggja öryggi og koma í veg fyrir eyðileggingu, eftir því sem kostur er.
Mest er hættan í kringum Palm Beach og þá er einnig talið líklegt að Miami geti farið illa út úr því þegar Dorian kemur að landi.