Dorian skilur eftir sig eyðileggingu og stefnir á Flórída

Líklegt þykir að gífurleg eyðilegging eigi eftir að koma í ljós á Bahama-eyjum eftir að fellibylur af öflugustu tegund gekk yfir eyjarnar. Mikill viðbúnaður er í Florída vegna fellibylsins.

dorian.jpg
Auglýsing

Fellibylur sem gengur undir nafninu Dorian, gekk yfir Bahama eyjar þegar hann hafði ná styrkleika 5, eða efsta styrk. 

Vindhraði hefur verið mestur yfir 280 kílómetrar á klst. en fastlega er búist við því að fellibylurinn muni skilja eftir sig mikla eyðileggingu, þrátt fyrir mikinn viðbúnað yfirvalda og íbúa. 

Dorian nálgast nú Florída skaga, og mun hann lenda á skaganum í kvöld og getur skapast af honum mikil hætta fram á miðvikudag, samkvæmt upplýsingum frá National Hurricane Center

Auglýsing

Í Flórída býr 21,3 milljón íbúa en hættuástandið verður mest á austurströnd skagans og er búist við að mörg hundruð þúsund manns muni yfirgefa heimili sín vegna hættunnar í dag. Mikill umferðarþungi var af austurströndinni um helgina, enda er þegar búið að lýsa yfir neyðaraðstæðum.


Veðurofsar eins og sá sem fylgir Dorian hafa verið tíðir í Bandaríkjunum á undanförnum árum. Fátítt er þó að fellibylir í efsta styrkleika gangi yfir, en á undanförnum árum hefur það færst í aukana. 

Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa hvatt til varúðar vegna Dorian, og segja að fylgst sé náið með gangi mála, og í samstarfi við ríkisstjórn Flórída verði reynt að tryggja öryggi og koma í veg fyrir eyðileggingu, eftir því sem kostur er. 

Mest er hættan í kringum Palm Beach og þá er einnig talið líklegt að Miami geti farið illa út úr því þegar Dorian kemur að landi. 


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tómas A. Tómasson og Kolbrún Baldursdóttir
Aðalsmenn og almenningur á Íslandi
Kjarninn 16. september 2021
Þorkell Sigurlaugsson og Sigmar Vilhjálmsson sitja báðir í undirbúningsnefnd hins nýja félags.
Unnið að stofnun nýrra hagsmunasamtaka lítilla og meðalstórra fyrirtækja
Atvinnufjélaginu er ætlað að vera málsvari fyrir hagsmuni einyrkja og lítilla og meðalstórra fyrirtækja í íslensku atvinnulífi. Þörfin á slíkum samtökum atvinnurekenda er sögð mikil af hálfu stofnenda.
Kjarninn 16. september 2021
Tryggvi Rúnar Brynjarsson
Í Dal hinna föllnu
Kjarninn 16. september 2021
Sif Sigmarsdóttir
Hvernig viljum við lifa?
Kjarninn 16. september 2021
Arnhildur Hálfdánardóttir fékk fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins í fyrra fyrir þáttaröðina Loftslagsþerapían. Hún er þar með síðasti handhafi þeirra verðlauna.
Hætta að veita fjölmiðlaverðlaun á degi íslenskrar náttúru
Algjör sprenging hefur orðið í umfjöllun fjölmiðla um loftslags- og umhverfismál og því telur umhverfis- og auðlindaráðuneytið ekki lengur þörf á að verðlauna miðla sérstaklega fyrir slíkan fréttaflutning.
Kjarninn 16. september 2021
Sif Konráðsdóttir
Áratugur Árósasamnings
Kjarninn 16. september 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í Forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Framlög til barnabótakerfisins aukin og fleiri fá þær, en raunvirði bóta hefur lítið hækkað
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Katrínar Jakobsdóttur um að ríkisstjórn hennar hafi aukið við barnabótakerfið og tryggt að það nái til fleiri en það gerði fyrir fjórum árum síðan.
Kjarninn 15. september 2021
Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir.
Rúm 40 prósent vilja að Katrín verði áfram forsætisráðherra
Í niðurstöðum könnunar á vegum ÍSKOS kemur í ljós að langflestir vilja að Katrín Jakobsdóttir verði áfram forsætisráðherra. Athygli vekur að Bjarni Benediktsson nýtur minni stuðnings í embættið en Sjálfstæðisflokkurinn nýtur í könnunum.
Kjarninn 15. september 2021
Meira úr sama flokkiErlent