Nú kostar minna að fara á túr

Tíðavörur og getnaðarvarnir féllu niður úr efra þrepi virðisaukaskatts í það neðra í gær þegar ný lög tóku gildi. Lengi hefur verið barist fyrir þessum breytingum enda eru þetta nauðsynjavörur frekar en munaðarvörur.

Tíðavörur
Auglýsing

Skattur á tíðavörur og getnaðarvarnir lækkaði í gær þegar ný lög tóku gildi. Fyrr í sumar samþykkti Alþingi að færa þessar vörur úr efra þrepi virðisaukaskatts, 24 prósentum, í lægra þrep virðisaukaskatts, 11 prósent. 

Lengi hefur verið barist fyrir þessum breytingum og hafa konur vakið athygli á því að það að fara á blæðingar sé ekki val og að skattleggja tíðavörur, sem nauðsynlegar eru flestum konum og öðru fólki sem fer á blæðingar, sem munað skjóti því skökku við.

Þriðja sinn sem frumvarpið var lagt fram á Alþingi

 Skattlagning tíðavara hefur lengi verið til umræðu hér á landi en frumvarp þess efnis hefur verið lagt fram þrisvar á Alþingi frá árinu 2015.  Þann 11. júní síðastliðinn samþykkti Alþingi loks frumvarp um að lækka virðisaukaskatt á tíðavörur og getnaðarvarnir úr efra þrepi í það neðra. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, var fyrsti flutningsmaður frumvarpsins sem lagt var fram af þingmönnum Pírata, Samfylkingar, Miðflokksins og Flokks fólksins. 

Í gær, þann 1. september, tóku lögin síðan gildi sem gerir það að verkum að virðisaukaskattur á tíðavörur á borð við dömubindi, túrtappa og álfabikar, lækkar úr 24 prósentum í 11 prósent. Auk þess munu allar tegundir getnaðarvarna falla í lægra þrep virðisaukaskatts. 

Auglýsing
 

Munar um rúmlega 40 milljónir á ári

Talað var um afnám bleika skattsins í kjölfar þess að frumvarpið var samþykkt á Alþingi. Svokallaður bleiki skattur er þegar vörur sem ætlaðar eru konum eru dýrari en samskonar vörur fyrir karla. Fyrir gildistöku laganna féllu smokkar í lægra þrep virðisaukaskatts en aðrar getnaðarvarnir sem nýttar eru af konum í efra skattþrepið. 

„Hver mánuður skiptir íslenskar konur máli þegar kemur að kostnaði tengdum getnaðarvörnum og tíðavörum. Sú einfalda aðgerð að færa getnaðarvarnir og tíðavörur úr efra virðisaukaskattsþrepinu niður í það neðra er stórt skref í áttina að því að létta þá efnahagslegu byrgði kvenna sem þær bera umfram karlmenn líffræði sinnar vegna,“ segir í umsögn Femínistafélag Háskóla Íslands um frumvarpið.

Í greinargerð frumvarpsins er greint frá því að áætlað tekjutap ríkissjóðs vegna lækkunar virðisaukaskatts á tíðavörur hljóðar upp á 37,9 milljónir árlega og fjórar milljónir vegna getnaðarvarna. 

Kom til umræða að fella virðisaukaskattinn niður með öllu 

Í nefndaráliti efnahags- og atvinnu nefndarinnar segir að við umfjöllun málsins í nefndinni hafi komið til umræðu hvort tilefni væri til þess að fella virðisaukaskatt af þeim vörum sem frumvarpið varðaði niður með öllu. 

Hins vegar taldi nefndin að þar sem ekki hafi tíðkast að undanþiggja neysluvörur virðisaukaskatti með öllu hér á landi þá krefðist slík breyting ítarlegri skoðunar. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Þögnin rofin á ný
Hundruð íslenskra kvenna hafa í vikunni stigið fram opinberlega með sínar erfiðustu minningar, í kjölfar þess að stuðningsbylgja reis upp með þjóðþekktum manni sem tvær konur segja að brotið hafi á sér. Lærði samfélagið lítið af fyrri #metoo-bylgjunni?
Kjarninn 8. maí 2021
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Arion banki að ná markmiðum sínum og ætlar að dæla fé til hluthafa á næstu árum
Umfram eigið fé Arion banka var 41 milljarður króna í lok mars síðastliðins. Bankinn ætlar að greiða hluthöfum sínum út um 50 milljarða króna á næstu árum. Hann hefur nú náð markmiði sínu um arðsemi tvo ársfjórðunga í röð.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent