Nú kostar minna að fara á túr

Tíðavörur og getnaðarvarnir féllu niður úr efra þrepi virðisaukaskatts í það neðra í gær þegar ný lög tóku gildi. Lengi hefur verið barist fyrir þessum breytingum enda eru þetta nauðsynjavörur frekar en munaðarvörur.

Tíðavörur
Auglýsing

Skattur á tíða­vörur og getn­að­ar­varnir lækk­aði í gær þegar ný lög tóku gildi. Fyrr í sumar sam­þykkti Alþingi að færa þessar vörur úr efra þrepi virð­is­auka­skatts, 24 pró­sent­um, í lægra þrep virð­is­auka­skatts, 11 pró­sent. 

Lengi hefur verið barist fyrir þessum breyt­ingum og hafa konur vakið athygli á því að það að fara á blæð­ingar sé ekki val og að skatt­leggja tíða­vör­ur, sem nauð­syn­legar eru flestum konum og öðru fólki sem fer á blæð­ing­ar, sem munað skjóti því skökku við.

Þriðja sinn sem frum­varpið var lagt fram á Alþingi

 Skatt­lagn­ing tíða­vara hefur lengi verið til umræðu hér á landi en frum­varp þess efnis hefur verið lagt fram þrisvar á Alþingi frá árinu 2015.  Þann 11. júní síð­ast­lið­inn sam­þykkti Alþingi loks frum­varp um að lækka virð­is­auka­skatt á tíða­vörur og getn­að­ar­varnir úr efra þrepi í það neðra. Þór­hildur Sunna Ævars­dótt­ir, þing­maður Pírata, var fyrsti flutn­ings­maður frum­varps­ins sem lagt var fram af þing­mönnum Pírata, Sam­fylk­ing­ar, Mið­flokks­ins og Flokks fólks­ins. 

Í gær, þann 1. sept­em­ber, tóku lögin síðan gildi sem gerir það að verkum að virð­is­auka­skattur á tíða­vörur á borð við dömu­bindi, túrtappa og álfa­bik­ar, lækkar úr 24 pró­sentum í 11 pró­sent. Auk þess munu allar teg­undir getn­að­ar­varna falla í lægra þrep virðisaukaskatts. 

Auglýsing
 

Munar um rúm­lega 40 millj­ónir á ári

Talað var um afnám bleika skatts­ins í kjöl­far þess að frum­varpið var sam­þykkt á Alþingi. Svo­kall­aður bleiki skattur er þegar vörur sem ætl­aðar eru konum eru dýr­ari en sams­konar vörur fyrir karla. ­Fyrir gild­is­töku lag­anna féllu smokkar í lægra þrep virð­is­auka­skatts en aðrar getn­að­ar­varnir sem nýttar eru af konum í efra skatt­þrep­ið. 

„Hver mán­uður skiptir íslenskar konur máli þegar kemur að kostn­aði tengdum getn­að­ar­vörnum og tíða­vör­um. Sú ein­falda aðgerð að færa getn­að­ar­varnir og tíða­vörur úr efra virð­is­auka­skatts­þrep­in­u ­niður í það neðra er stórt skref í átt­ina að því að létta þá efna­hags­legu byrgði kvenna sem þær bera umfram karl­menn líf­fræði sinnar vegna,“ segir í umsögn Femínista­fé­lag Háskóla Íslands um frum­varp­ið.

Í grein­ar­gerð frum­varps­ins er greint frá því að áætlað tekju­tap rík­is­sjóðs vegna lækk­unar virð­is­auka­skatts á tíða­vörur hljóðar upp á 37,9 millj­ónir árlega og fjórar millj­ónir vegna getn­að­ar­varna. 

Kom til umræða að fella virð­is­auka­skatt­inn niður með öllu 

Í nefnd­ar­á­liti efna­hags- og atvinnu nefnd­ar­innar segir að við umfjöllun máls­ins í nefnd­inni hafi komið til umræð­u hvort til­efni væri til þess að fella virð­is­auka­skatt af þeim vörum sem frum­varpið varð­aði niður með öllu. 

Hins vegar taldi nefndin að þar sem ekki hafi tíðkast að und­an­þiggja neyslu­vörur virð­is­auka­skatti með öllu hér á landi þá krefð­ist slík breyt­ing ítar­legri skoð­un­ar. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Leikhópurinn Lotta: Bakkabræður
Bakkabræður teknir í samfélagssátt
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Bakkabræður í uppsetningu Leikhópsins Lottu.
Kjarninn 6. júní 2020
Heil vika án nýrra smita
Nýgreind smit síðasta sólarhringinn: Núll. Greind smit síðustu sjö sólarhringa: Núll. Í dag eru tímamót í baráttu Íslendinga gegn COVID-19. Í baráttunni gegn litla gaddaboltanum, veirunni sem virðist ekki hafa tekist að finna líkama að sýkja í viku.
Kjarninn 6. júní 2020
Jói Sigurðsson, sem sést hér fyrir miðju á myndinni og Þorgils Sigvaldason, sem stendur lengst til hægri, fengu hugmyndina að CrankWheel árið 2014.
Hafa tekist á við vaxtarverki vegna heimsfaraldursins
CrankWheel er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur vaxið nokkuð að undanförnu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins, enda gerir tæknilausn fyrirtækisins sölufólki kleift að leysa störf sín af hendi úr fjarlægð.
Kjarninn 6. júní 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Viðtal við Christof Wehmeier
Kjarninn 6. júní 2020
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu. Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun og fyrri áform um stærri virkjanir.
Kjarninn 6. júní 2020
Telur stjórnvöld vinna gegn eigin markmiðum með hagræðingarkröfu á Hafró
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að stjórnvöld gangi gegn eigin markmiðum um eflingu haf- og umhverfisrannsókna með því að gera sífellda hagræðingarkröfu á Hafró. Hann segir stofnunina sinna hættulega litlum grunnrannsóknum.
Kjarninn 5. júní 2020
Inga Sæland
Segir sama gamla spillingarkerfið blómstra sem aldrei fyrr
„Hvenær hættir maður að verða hissa á sérhagsmunagæslunni í pólitík?“ spyr formaður Flokks fólksins.
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent