Nú kostar minna að fara á túr

Tíðavörur og getnaðarvarnir féllu niður úr efra þrepi virðisaukaskatts í það neðra í gær þegar ný lög tóku gildi. Lengi hefur verið barist fyrir þessum breytingum enda eru þetta nauðsynjavörur frekar en munaðarvörur.

Tíðavörur
Auglýsing

Skattur á tíða­vörur og getn­að­ar­varnir lækk­aði í gær þegar ný lög tóku gildi. Fyrr í sumar sam­þykkti Alþingi að færa þessar vörur úr efra þrepi virð­is­auka­skatts, 24 pró­sent­um, í lægra þrep virð­is­auka­skatts, 11 pró­sent. 

Lengi hefur verið barist fyrir þessum breyt­ingum og hafa konur vakið athygli á því að það að fara á blæð­ingar sé ekki val og að skatt­leggja tíða­vör­ur, sem nauð­syn­legar eru flestum konum og öðru fólki sem fer á blæð­ing­ar, sem munað skjóti því skökku við.

Þriðja sinn sem frum­varpið var lagt fram á Alþingi

 Skatt­lagn­ing tíða­vara hefur lengi verið til umræðu hér á landi en frum­varp þess efnis hefur verið lagt fram þrisvar á Alþingi frá árinu 2015.  Þann 11. júní síð­ast­lið­inn sam­þykkti Alþingi loks frum­varp um að lækka virð­is­auka­skatt á tíða­vörur og getn­að­ar­varnir úr efra þrepi í það neðra. Þór­hildur Sunna Ævars­dótt­ir, þing­maður Pírata, var fyrsti flutn­ings­maður frum­varps­ins sem lagt var fram af þing­mönnum Pírata, Sam­fylk­ing­ar, Mið­flokks­ins og Flokks fólks­ins. 

Í gær, þann 1. sept­em­ber, tóku lögin síðan gildi sem gerir það að verkum að virð­is­auka­skattur á tíða­vörur á borð við dömu­bindi, túrtappa og álfa­bik­ar, lækkar úr 24 pró­sentum í 11 pró­sent. Auk þess munu allar teg­undir getn­að­ar­varna falla í lægra þrep virðisaukaskatts. 

Auglýsing
 

Munar um rúm­lega 40 millj­ónir á ári

Talað var um afnám bleika skatts­ins í kjöl­far þess að frum­varpið var sam­þykkt á Alþingi. Svo­kall­aður bleiki skattur er þegar vörur sem ætl­aðar eru konum eru dýr­ari en sams­konar vörur fyrir karla. ­Fyrir gild­is­töku lag­anna féllu smokkar í lægra þrep virð­is­auka­skatts en aðrar getn­að­ar­varnir sem nýttar eru af konum í efra skatt­þrep­ið. 

„Hver mán­uður skiptir íslenskar konur máli þegar kemur að kostn­aði tengdum getn­að­ar­vörnum og tíða­vör­um. Sú ein­falda aðgerð að færa getn­að­ar­varnir og tíða­vörur úr efra virð­is­auka­skatts­þrep­in­u ­niður í það neðra er stórt skref í átt­ina að því að létta þá efna­hags­legu byrgði kvenna sem þær bera umfram karl­menn líf­fræði sinnar vegna,“ segir í umsögn Femínista­fé­lag Háskóla Íslands um frum­varp­ið.

Í grein­ar­gerð frum­varps­ins er greint frá því að áætlað tekju­tap rík­is­sjóðs vegna lækk­unar virð­is­auka­skatts á tíða­vörur hljóðar upp á 37,9 millj­ónir árlega og fjórar millj­ónir vegna getn­að­ar­varna. 

Kom til umræða að fella virð­is­auka­skatt­inn niður með öllu 

Í nefnd­ar­á­liti efna­hags- og atvinnu nefnd­ar­innar segir að við umfjöllun máls­ins í nefnd­inni hafi komið til umræð­u hvort til­efni væri til þess að fella virð­is­auka­skatt af þeim vörum sem frum­varpið varð­aði niður með öllu. 

Hins vegar taldi nefndin að þar sem ekki hafi tíðkast að und­an­þiggja neyslu­vörur virð­is­auka­skatti með öllu hér á landi þá krefð­ist slík breyt­ing ítar­legri skoð­un­ar. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Íhaldsflokkur Boris Johnson í lykilstöðu samkvæmt útgönguspá
Brexit er líklegt til að verða að veruleika strax í janúar, gangi útgönguspár eftir í Bretlandi, en kjörstaðir lokuðu klukkan 22:00.
Kjarninn 12. desember 2019
Þjóðaröryggisráð ræddi „fordæmalaust ástand“
Fundað var í þjóðaröryggisráði í dag. Ofsaveður hefur leitt til rafmagnsleysis og fjarskiptatruflana víða.
Kjarninn 12. desember 2019
Árni Stefán Árnason
Mítlar og Matvælastofnun – Dýravernd í vanda
Kjarninn 12. desember 2019
Óli Björn Kárason er formaður efnahags- og viðskiptanefndar.
Dugar ekki til að koma Íslandi af gráa listanum
Það að flýta þeim fresti sem íslensk félög hafa til að skrá raunverulega eigendur sína mun ekki eitt og sér duga til að koma Íslandi af gráum lista vegna ónógra peningaþvættisvarna.
Kjarninn 12. desember 2019
Menntaðri Íslendingar lifa lengur
Munur á lífslíkum eftir menntunar- og tekjustigi hefur aukist til muna frá árinu 2011. Þá hafa þeir tekjulægstu þurft að neita sér mun oftar um læknisþjónustu vegna kostnaðar en þeir tekjuhæstu.
Kjarninn 12. desember 2019
Á myndinni sjást fyrirhugaðir fyrstu tveir áfangar Borgarlínu.  Rauð leið Hamraborg – Hlemmur og Græn leið Ártún – Hlemmur.
Skipa hönnunarteymi fyrir fyrstu tvo áfanga Borgarlínu
Verkefnastofa Borgarlínu hefur skipað hönnunarteymi fyrir fyrstu tvo áfanga Borgarlínu. Vinna við hönnun er þegar hafin.
Kjarninn 12. desember 2019
Hjálmar Árnason, Unnur Brá Konráðsdóttir, Ögmundur Jónasson og Össur Skarphéðinsson.
Fyrrverandi þingmenn standa að söfnun fyrir nauðstadda í Namibíu
Fjórir fyrrverandi þingmenn hafa efnt til söfnunar fyrir nauðstadda í Namibíu í samstarfi við Rauða krossinn.
Kjarninn 12. desember 2019
Fjölmiðlafrumvarpið á dagskrá þingsins í dag
Frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla er komið aftur á dagskrá Alþingis. Hluti þingflokks Sjálfstæðisflokks hefur barist hart gegn málinu.
Kjarninn 12. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent