Nú kostar minna að fara á túr

Tíðavörur og getnaðarvarnir féllu niður úr efra þrepi virðisaukaskatts í það neðra í gær þegar ný lög tóku gildi. Lengi hefur verið barist fyrir þessum breytingum enda eru þetta nauðsynjavörur frekar en munaðarvörur.

Tíðavörur
Auglýsing

Skattur á tíða­vörur og getn­að­ar­varnir lækk­aði í gær þegar ný lög tóku gildi. Fyrr í sumar sam­þykkti Alþingi að færa þessar vörur úr efra þrepi virð­is­auka­skatts, 24 pró­sent­um, í lægra þrep virð­is­auka­skatts, 11 pró­sent. 

Lengi hefur verið barist fyrir þessum breyt­ingum og hafa konur vakið athygli á því að það að fara á blæð­ingar sé ekki val og að skatt­leggja tíða­vör­ur, sem nauð­syn­legar eru flestum konum og öðru fólki sem fer á blæð­ing­ar, sem munað skjóti því skökku við.

Þriðja sinn sem frum­varpið var lagt fram á Alþingi

 Skatt­lagn­ing tíða­vara hefur lengi verið til umræðu hér á landi en frum­varp þess efnis hefur verið lagt fram þrisvar á Alþingi frá árinu 2015.  Þann 11. júní síð­ast­lið­inn sam­þykkti Alþingi loks frum­varp um að lækka virð­is­auka­skatt á tíða­vörur og getn­að­ar­varnir úr efra þrepi í það neðra. Þór­hildur Sunna Ævars­dótt­ir, þing­maður Pírata, var fyrsti flutn­ings­maður frum­varps­ins sem lagt var fram af þing­mönnum Pírata, Sam­fylk­ing­ar, Mið­flokks­ins og Flokks fólks­ins. 

Í gær, þann 1. sept­em­ber, tóku lögin síðan gildi sem gerir það að verkum að virð­is­auka­skattur á tíða­vörur á borð við dömu­bindi, túrtappa og álfa­bik­ar, lækkar úr 24 pró­sentum í 11 pró­sent. Auk þess munu allar teg­undir getn­að­ar­varna falla í lægra þrep virðisaukaskatts. 

Auglýsing
 

Munar um rúm­lega 40 millj­ónir á ári

Talað var um afnám bleika skatts­ins í kjöl­far þess að frum­varpið var sam­þykkt á Alþingi. Svo­kall­aður bleiki skattur er þegar vörur sem ætl­aðar eru konum eru dýr­ari en sams­konar vörur fyrir karla. ­Fyrir gild­is­töku lag­anna féllu smokkar í lægra þrep virð­is­auka­skatts en aðrar getn­að­ar­varnir sem nýttar eru af konum í efra skatt­þrep­ið. 

„Hver mán­uður skiptir íslenskar konur máli þegar kemur að kostn­aði tengdum getn­að­ar­vörnum og tíða­vör­um. Sú ein­falda aðgerð að færa getn­að­ar­varnir og tíða­vörur úr efra virð­is­auka­skatts­þrep­in­u ­niður í það neðra er stórt skref í átt­ina að því að létta þá efna­hags­legu byrgði kvenna sem þær bera umfram karl­menn líf­fræði sinnar vegna,“ segir í umsögn Femínista­fé­lag Háskóla Íslands um frum­varp­ið.

Í grein­ar­gerð frum­varps­ins er greint frá því að áætlað tekju­tap rík­is­sjóðs vegna lækk­unar virð­is­auka­skatts á tíða­vörur hljóðar upp á 37,9 millj­ónir árlega og fjórar millj­ónir vegna getn­að­ar­varna. 

Kom til umræða að fella virð­is­auka­skatt­inn niður með öllu 

Í nefnd­ar­á­liti efna­hags- og atvinnu nefnd­ar­innar segir að við umfjöllun máls­ins í nefnd­inni hafi komið til umræð­u hvort til­efni væri til þess að fella virð­is­auka­skatt af þeim vörum sem frum­varpið varð­aði niður með öllu. 

Hins vegar taldi nefndin að þar sem ekki hafi tíðkast að und­an­þiggja neyslu­vörur virð­is­auka­skatti með öllu hér á landi þá krefð­ist slík breyt­ing ítar­legri skoð­un­ar. 

Íslendingurinn Reynir ætlar að taka upp Flamenco plötu
Reynir Hauksson hefur lært hjá einum helsta gítarkennara Granada. Nú safnar hann fyrir gerð Flamenco plötu á Karolina Fund.
Kjarninn 15. september 2019
Fosfatnáma
Upplýsingaskortur ógnar matvælaöryggi
Samkvæmt nýrri rannsókn íslenskra og erlendra fræðimanna ógnar skortur á fullnægjandi upplýsingum um birgðir fosfórs matvælaöryggi í heiminum.
Kjarninn 15. september 2019
Besta platan með Metallica – Master of Puppets
Gefin út af Elektra þann 3. mars 1986, 8 lög á 54 mínútum og 47 sekúndum.
Kjarninn 15. september 2019
Guðmundur Kristjánsson er stærsti eigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur sem er stærsti eigandi Brim.
Útgerðarfélag Reykjavíkur hagnaðist um 1,5 milljarð í fyrra
Stærsti eigandi Brim, sem hét áður HB Grandi, bókfærði eignarhlut sinn í félaginu á rúmlega 15 prósent hærra verði en skráð markaðsverð hlutarins var á reikningsskiladegi. Eignir Brim voru metnar á um 60 milljarða króna um síðustu áramót.
Kjarninn 15. september 2019
Eiríkur Ragnarsson
RÚV á kannski heima á auglýsingamarkaði eftir allt saman
Kjarninn 15. september 2019
Vinningstillaga Henning Larsen arkitektastofunnar að því hvernig Vinge ætti að líta út. Veruleikinn í dag er allt annar.
Danska skýjaborgin Vinge
Það er ekki nóg að fá háleitar hugmyndir, það þarf líka einhvern til að framkvæma þær. Þessu hafa bæjaryfirvöld í Frederikssund á Sjálandi fengið að kynnast, þar sem draumsýn hefur breyst í hálfgerða martröð.
Kjarninn 15. september 2019
Ásaka Glitni um að klippa sjö sentimetra neðan af samningum
Deilumál milli Útgerðarfélags Reykjavíkur og Glitnis vegna afleiðusamninga upp á tvo milljarða króna sem gerðir voru í aðdraganda hrunsins standa enn yfir. Útgerðarfélagið kærði Glitni til lögreglu í fyrra fyrir að klippa neðan af samningunum.
Kjarninn 15. september 2019
Engar áreiðanlegar tölur til um fjölda einstaklinga með heilabilun
Heilabilunarsjúkdómar eru mjög algengir á Íslandi en engar áreiðanlegar tölur eru til um fjölda þeirra einstaklinga sem greinst hafa með heilabilun. Tólf þingmenn kalla eftir því að landlækni sé skylt að halda sérstaka skrá um sjúkdóminn.
Kjarninn 14. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent