365 miðlar tapaði milljarði

365 miðlar, félag í eigu Ingibjargar S. Pálmadóttur tapaði 1.027 milljónum króna í fyrra. Samkvæmt forstjóra félagsins litast afkoma ársins 2018 mjög af eftirfylgni sölu á rekstri 365 í árslok 2017.

365 miðlar
Auglýsing365 miðlar hf. skil­uðu 1.027 millj­óna króna tapi í fyrra. Ingi­björg, S. Pálma­dóttir for­stjóri og aðal­eig­andi félags­ins segir afkomu árs­ins 2018 lit­ast af eft­ir­fylgni sölu á rekstri 365 í árs­lok 2017 ásam­t á­hrif­um af ágrein­ings­máli við skatta­yf­ir­völd. Frá þessu er greint í Frétta­blað­inu í dag en 365 er eig­andi helm­ings­hlutar í Torgi ehf., útgáfu­fé­lagi Frétta­blaðs­ins.

Í októ­ber á síð­asta ári seldi 365 miðl­ar  10,92 pró­­sent hlut sinn í Sýn sem félagið fékk þegar það seldi ljós­vaka- og fjar­­skipta­­starf­­semi sína til Sýnar í lok árs­ins 2017. Sölu­verðið var um tveir millj­­arðar króna. 

Í umfjöllun Frétta­blaðs­ins segir að tap félags­ins skýrist að stærstum hluta af ein­skipt­islið­u­m ­sem tengj­ast aflagðri starf­semi félags­ins í kjöl­far sölu á ljós­vaka-, fjöl­miðla- og fjar­skipta­rekstri, eða 591 milljón króna.

Auglýsing

Þá nam álagður og reikn­aður tekju­skattur félags­ins vegna fyrri ára 537 millj­ónum króna og gang­virð­is­leið­rétt­ingar af hluta­bréfum 294 millj­ónum króna. Sam­tals höfðu fram­an­greindir liðir því nei­kvæð áhrif á afkomu síð­asta árs að fjár­hæð 885 millj­ónir króna.

Í árs­lok 2018 nam eigið fé móð­ur­fé­lags­ins 1.409 millj­ónum króna og eig­in­fjár­hlut­fall félags­ins var 41 pró­sent. Þá hefur félagið ákveðið að auka hlutafé um 1.200 millj­ónir króna á þessu ári. 

„Af­koma árs­ins 2018, ­sjóðs­streymi og breyt­ingar á efna­hags­reikn­ingi lit­ast mjög af eft­ir­fylgni sölu á rekstri 365 í árs­lok 2017 ásamt áhrifum af því að ágrein­ings­mál við skatta­yf­ir­völd hafa verið til lykta leidd. Eftir þetta til­tekt­arár hjá félag­inu og hluta­fjár­aukn­ingu hefur eigna­safn og fjár­hagur 365 styrkst til muna og mun félagið halda áfram að nýta þau tæki­færi sem gef­ast og vera virkur þátt­tak­andi í fjár­fest­ing­ar­verk­efn­um,“ segir Ingi­björg í sam­tali við Frétta­blað­ið.

Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn fjögurra flokka fara fram á fullan aðskilnað ríkis og kirkju
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju verði lagt fram snemma árs 2021 og að sá aðskilnaður verði gengin í gegn í síðasta lagi 2034.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Hamfarahlýnun – gripið til mikilvægra aðgerða
Kjarninn 19. september 2019
Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Þá vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða tæp 18 prósent.
Kjarninn 19. september 2019
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, stýrði áður Basko.
Skeljungur fær undanþágu vegna kaupa á Basko
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna Skeljungs og Basko með skilyrðum. Kaupverðið er 30 milljónir króna og yfirtaka skulda.
Kjarninn 19. september 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
„Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu“
Formaður Miðflokksins segir að leyfa verði vísindum að leysa loftslagsvandann í stað þess að bregðast við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu.
Kjarninn 19. september 2019
Rannveig Sigurðardóttir og Unnur Gunnarsdóttir
Unnur og Rannveig skipaðar varaseðlabankastjórar
Núverandi aðstoðarseðlabankastjóri og forstjóri Fjármálaeftirlitsins hafa nú verið formlega fluttar í starf varaseðlabankastjóra af forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra. Þær hefja störf í janúar á næsta ári.
Kjarninn 19. september 2019
Nonnabiti lokar eftir 27 ár
„Allt á baconbát?“ hefur heyrst í síðasta sinn í Hafnarstrætinu. Nonnabita hefur verið lokað og svangir næturlífsfarar verða að finna sér nýjan stað til að takast á við svengdina í framtíðinni.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent