Eigið fé Stoða 23,2 milljarðar króna

Stoðir eru nú umsvifamesti innlendi einkafjárfestirinn á íslenska hlutabréfamarkaðnum. Félagið hagnaðist um tvo milljarða króna á sex mánuðum. Eigið fé þess jókst um 5,7 milljarða króna á sama tímabili.

Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða.
Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða.
Auglýsing

Hagn­aður Stoða, sem einu sinni hétu FL Group, var rúm­lega tveir millj­arðar króna á fyrstu sex mán­uðum árs­ins 2019. Það er rúm­lega tvö­faldur hagn­aður félags­ins á öllu árinu 2018, þegar slíkur nam 1,1 millj­arði króna.

Eigið fé Stoða hefur auk­ist veru­lega það sem af er ári. Það var 23,2 millj­arðar króna í lok júní síð­ast­lið­ins var 17,5 millj­arðar króna í lok árs 2018. Það hefur því auk­ist um 5,7 millj­arða króna á sex mán­uð­um. Þetta kemur fram í frétt sem birt hefur verið á heima­síðu félags­ins. 

Vert er að taka fram að hlutafé í Stoðum var aukið um 3,7 millj­arða króna í maí. Hluti þeirra hlut­hafa sem tóku þátt í þeirri aukn­ingu greiddu fyrir með hluta­bréfum í Trygg­inga­mið­stöð­inn­i. 

Auglýsing

Stór­aukin umsvif á örfáum mán­uðum

Stoðir hafa farið mik­inn í íslensku við­skipta­lífi það sem af er ári. Félagið keypti stóran hlut í Arion banka í vor og eru sem stendur stærsti íslenski einka­fjár­festir­inn í bank­anum með 4,96 pró­sent eign­ar­hlut. Auk þess hefur félagið verið að bæta veru­lega við sig í Sím­anum og er orðið stærsti eig­andi þess félags með um þrettán pró­sent eign­ar­hlut. Þau upp­kaup hófust í apríl síð­ast­liðn­um. Stoðir eru líka stærsti hlut­hafi trygg­inga­fé­lags­ins TM.

Þá vakti athygli þegar greint var frá því í Frétta­blað­inu í sumar að Stoðir hefði lánað fjár­mála­fyr­ir­tæk­inu GAMMA, sem var þá í þeim fasa að sam­ein­ast Kviku banka, einn millj­arð króna haustið 2018. Lánið var veitt til að bæta lausa­fjár­stöðu GAMMA, sem var þá mjög döp­ur. Stoðir fengu 150 millj­ónir króna í þóknun fyrir að veita lánið sem var að fullu greitt upp í byrjun mars 2019.

18 millj­arðar sátu eftir þegar Refresco var selt

Stoðir voru stærsti eig­andi Glitnis banka fyrir banka­hrun. Félagið fór í greiðslu­stöðvun þegar sá banki fór á haus­inn og kröfu­hafar þess tóku það yfir. Vorið 2017 keyptu svo félög, í eigu stórra hlut­hafa í Trygg­inga­mið­stöð­inni (TM) sem voru margir hverjir lyk­il­­menn í FL Group á árunum fyrir hrun, ráð­andi hlut í Stoð­u­m. 

Þá áttu Stoðir ein­ungis eina eign af viti sem átti eftir að vinna úr, hlut í hol­lenska drykkj­­ar­vöru­fram­­leið­and­­anum Refresco. Sá hlutur var seldur í mars 2018 eftir yfir­tökutil­boð og eftir sátu um 18 millj­arðar króna í Stoð­um. Þeir fjár­munir hafa verið not­aðir í fjár­fest­ingar á und­an­förnum miss­er­um.

For­­maður stjórnar Stoða er Jón Sig­­urðs­­son, fyrr­ver­andi for­stjóri FL Group á árunum fyrir hrun, en með honum í stjórn sitja þeir Sig­­ur­jón Páls­­son og Örvar Kærne­sted. Fram­­kvæmda­­stjóri félags­­ins er Júl­­íus Þor­finns­­son.

Á meðal stærstu eig­enda, auk Jóns, eru Magnús Ármann og Einar Örn Ólafs­son. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stóru viðskiptabankarnir þrír tilkynntu allir vaxtalækkanir í vikunni sem leið.
Bankarnir taka aftur forystu í húsnæðislánum
Stýrivaxtalækkanir, lækkun bankaskatts og afnám sveiflujöfnunarauka hafa haft áhrif á vaxtakjör sem og getu bankanna til að lána fé. Með tilliti til verðbólgu verða hagstæðustu vextirnir til húsnæðiskaupa nú hjá bönkum í stað lífeyrissjóða.
Kjarninn 31. maí 2020
Barnabókin „Ævintýri í Bulllandi“
Mæðgur dunduðu sér við að skrifa barnabók á meðan að COVID-faraldurinn hélt samfélaginu í samkomubanni. Þær safna nú fyrir útgáfu hennar á Karolina fund.
Kjarninn 31. maí 2020
Þorri landsmanna greiðir tekjuskatt og útsvar. Hluti greiðir hins vegar fyrst og fremst fjármagnstekjuskatt.
Tekjur vegna arðgreiðslna jukust í fyrra en runnu til færri einstaklinga
Alls voru tekjur vegna arðs 46,1 milljarður króna í fyrra. Þeim einstaklingum sem höfðu slíkar tekjur fækkaði á því ári. Alls eru 75 prósent eigna heimila landsins bundnar í fasteignum.
Kjarninn 31. maí 2020
Maskína leiðrétti framsetningu Moggans á göngugatnakönnun
Maskína, sem vann könnun á viðhorfum til varanlegra göngugatna fyrir hóp kaupmanna sem berst gegn göngugötum í miðborginni, sendi frá sér leiðréttingu á fimmtudag eftir að bjöguð mynd af niðurstöðunum var dregin fram í Morgunblaðinu.
Kjarninn 31. maí 2020
Auður Jónsdóttir
Þú verður að deyja fyrir samfélagið!
Kjarninn 31. maí 2020
Stefán Ólafsson
Atvinnuleysisbætur eru alltof lágar
Kjarninn 31. maí 2020
Inger Støjberg, þáverandi ráðherra innflytjendamála í dönsku stjórninni, sést hér á fundi í Brussel 25. janúar árið 2016. Þann sama dag sá hún fréttir sem gerðu hana hoppandi illa og urðu kveikjan að þeim embættisfærslum sem nú eru til rannsóknar.
Að tala tungum tveim og draga kanínu úr hatti
Danskir stjórnmálaskýrendur sem fylgjast með rannsókn á embættisfærslum Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra, segja hana hafa talað tungum tveim í yfirheyrslum vegna rannsóknarinnar. Minnisblað sem enginn hafði áður heyrt minnst á dúkkaði skyndilega upp.
Kjarninn 31. maí 2020
Donald Trump á blaðamannafundi í vikunni, þar sem hann undirritaði forsetatilskipun sem ætlað er að refsa einkafyrirtækjum fyrir að ritskoða efni á internetinu.
Trump steig á endanum yfir línuna sem Twitter hafði dregið í sandinn
Árið 2018 byrjaði Twitter að þróa lausn til að bregðast við því að stjórnmálamenn töluðu með misvísandi eða meiðandi hætti á miðlinum. Í þessari viku beitti miðilinn þessu meðali sínu gegn Donald Trump í fyrsta sinn. Og sá varð reiður.
Kjarninn 30. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent