Eigið fé Stoða 23,2 milljarðar króna

Stoðir eru nú umsvifamesti innlendi einkafjárfestirinn á íslenska hlutabréfamarkaðnum. Félagið hagnaðist um tvo milljarða króna á sex mánuðum. Eigið fé þess jókst um 5,7 milljarða króna á sama tímabili.

Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða.
Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða.
Auglýsing

Hagn­aður Stoða, sem einu sinni hétu FL Group, var rúm­lega tveir millj­arðar króna á fyrstu sex mán­uðum árs­ins 2019. Það er rúm­lega tvö­faldur hagn­aður félags­ins á öllu árinu 2018, þegar slíkur nam 1,1 millj­arði króna.

Eigið fé Stoða hefur auk­ist veru­lega það sem af er ári. Það var 23,2 millj­arðar króna í lok júní síð­ast­lið­ins var 17,5 millj­arðar króna í lok árs 2018. Það hefur því auk­ist um 5,7 millj­arða króna á sex mán­uð­um. Þetta kemur fram í frétt sem birt hefur verið á heima­síðu félags­ins. 

Vert er að taka fram að hlutafé í Stoðum var aukið um 3,7 millj­arða króna í maí. Hluti þeirra hlut­hafa sem tóku þátt í þeirri aukn­ingu greiddu fyrir með hluta­bréfum í Trygg­inga­mið­stöð­inn­i. 

Auglýsing

Stór­aukin umsvif á örfáum mán­uðum

Stoðir hafa farið mik­inn í íslensku við­skipta­lífi það sem af er ári. Félagið keypti stóran hlut í Arion banka í vor og eru sem stendur stærsti íslenski einka­fjár­festir­inn í bank­anum með 4,96 pró­sent eign­ar­hlut. Auk þess hefur félagið verið að bæta veru­lega við sig í Sím­anum og er orðið stærsti eig­andi þess félags með um þrettán pró­sent eign­ar­hlut. Þau upp­kaup hófust í apríl síð­ast­liðn­um. Stoðir eru líka stærsti hlut­hafi trygg­inga­fé­lags­ins TM.

Þá vakti athygli þegar greint var frá því í Frétta­blað­inu í sumar að Stoðir hefði lánað fjár­mála­fyr­ir­tæk­inu GAMMA, sem var þá í þeim fasa að sam­ein­ast Kviku banka, einn millj­arð króna haustið 2018. Lánið var veitt til að bæta lausa­fjár­stöðu GAMMA, sem var þá mjög döp­ur. Stoðir fengu 150 millj­ónir króna í þóknun fyrir að veita lánið sem var að fullu greitt upp í byrjun mars 2019.

18 millj­arðar sátu eftir þegar Refresco var selt

Stoðir voru stærsti eig­andi Glitnis banka fyrir banka­hrun. Félagið fór í greiðslu­stöðvun þegar sá banki fór á haus­inn og kröfu­hafar þess tóku það yfir. Vorið 2017 keyptu svo félög, í eigu stórra hlut­hafa í Trygg­inga­mið­stöð­inni (TM) sem voru margir hverjir lyk­il­­menn í FL Group á árunum fyrir hrun, ráð­andi hlut í Stoð­u­m. 

Þá áttu Stoðir ein­ungis eina eign af viti sem átti eftir að vinna úr, hlut í hol­lenska drykkj­­ar­vöru­fram­­leið­and­­anum Refresco. Sá hlutur var seldur í mars 2018 eftir yfir­tökutil­boð og eftir sátu um 18 millj­arðar króna í Stoð­um. Þeir fjár­munir hafa verið not­aðir í fjár­fest­ingar á und­an­förnum miss­er­um.

For­­maður stjórnar Stoða er Jón Sig­­urðs­­son, fyrr­ver­andi for­stjóri FL Group á árunum fyrir hrun, en með honum í stjórn sitja þeir Sig­­ur­jón Páls­­son og Örvar Kærne­sted. Fram­­kvæmda­­stjóri félags­­ins er Júl­­íus Þor­finns­­son.

Á meðal stærstu eig­enda, auk Jóns, eru Magnús Ármann og Einar Örn Ólafs­son. 

Fáðu veitingastaðinn heim
Safnað fyrir gerð bókar sem inniheldur uppskriftir frá vinsælustu veitingastöðum landsins.
Kjarninn 22. september 2019
Kristbjörn Árnason
Áhrif járnkrossins vara enn
Leslistinn 22. september 2019
Matthildur Björnsdóttir
Lífsferli í gegnum skólagöngu
Kjarninn 22. september 2019
Líkur á fasteignakaupum hjá leigjendum ekki mælst lægri í tvö ár
Um 92 prósent leigjenda telja það öruggt eða að minnsta kosti líklegt að þau muni ekki kaupa fasteign á næstu sex mánuðum. Það er hæsta hlutfall sem mælst hefur í könnun Íbúðalánasjóðs frá september 2017.
Kjarninn 22. september 2019
Ómögulegt að fá heildstæða mynd af gjaldeyriskaupum útlendings
Sami útlendingurinn getur átt í umtalsverðum viðskiptum með gjaldeyri á Íslandi án þess að slíkt flaggist. Ástæðan er sú að allir erlendir kaupendur á gjaldeyri eru skráðir undir sömu kennitölunni hjá fjármálastofnunum. Kennitölu „ótilgreinds útlendings“.
Kjarninn 22. september 2019
Basil hassan
Drónar og skattsvik
Í fyrsta skipti í sögunni eru danskir ríkisborgarar ákærðir fyrir að taka beinan þátt í hryðjuverkum. Fimm menn eru taldir hafa útvegað dróna sem notaðir voru í árásum á herstöð í Sýrlandi árið 2014. Ennfremur tengjast málinu umfangsmikil skattsvik.
Kjarninn 22. september 2019
Fyrir einu ári síðan: „Við eigum Ísland, það eina sem við eigum eftir að gera er að taka það“
Lífeyrissjóðir landsins eiga stóran hluta af íslensku atvinnulífi. Hávær krafa hefur lengi verið um að þeir verði virkari eigendur og nýti sér þau völd sem í því felast til að beita sér fyrir lífsgæðum sjóðsfélaga í nútíð ekki síður en í framtíð.
Kjarninn 21. september 2019
Bólusótt í hættu
Er réttlætanlegt að geyma veirur eins og bólusótt, sem geta valdið jafnmiklum mannskaða og raun ber vitni?
Kjarninn 21. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent