Eigið fé Stoða 23,2 milljarðar króna

Stoðir eru nú umsvifamesti innlendi einkafjárfestirinn á íslenska hlutabréfamarkaðnum. Félagið hagnaðist um tvo milljarða króna á sex mánuðum. Eigið fé þess jókst um 5,7 milljarða króna á sama tímabili.

Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða.
Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða.
Auglýsing

Hagn­aður Stoða, sem einu sinni hétu FL Group, var rúm­lega tveir millj­arðar króna á fyrstu sex mán­uðum árs­ins 2019. Það er rúm­lega tvö­faldur hagn­aður félags­ins á öllu árinu 2018, þegar slíkur nam 1,1 millj­arði króna.

Eigið fé Stoða hefur auk­ist veru­lega það sem af er ári. Það var 23,2 millj­arðar króna í lok júní síð­ast­lið­ins var 17,5 millj­arðar króna í lok árs 2018. Það hefur því auk­ist um 5,7 millj­arða króna á sex mán­uð­um. Þetta kemur fram í frétt sem birt hefur verið á heima­síðu félags­ins. 

Vert er að taka fram að hlutafé í Stoðum var aukið um 3,7 millj­arða króna í maí. Hluti þeirra hlut­hafa sem tóku þátt í þeirri aukn­ingu greiddu fyrir með hluta­bréfum í Trygg­inga­mið­stöð­inn­i. 

Auglýsing

Stór­aukin umsvif á örfáum mán­uðum

Stoðir hafa farið mik­inn í íslensku við­skipta­lífi það sem af er ári. Félagið keypti stóran hlut í Arion banka í vor og eru sem stendur stærsti íslenski einka­fjár­festir­inn í bank­anum með 4,96 pró­sent eign­ar­hlut. Auk þess hefur félagið verið að bæta veru­lega við sig í Sím­anum og er orðið stærsti eig­andi þess félags með um þrettán pró­sent eign­ar­hlut. Þau upp­kaup hófust í apríl síð­ast­liðn­um. Stoðir eru líka stærsti hlut­hafi trygg­inga­fé­lags­ins TM.

Þá vakti athygli þegar greint var frá því í Frétta­blað­inu í sumar að Stoðir hefði lánað fjár­mála­fyr­ir­tæk­inu GAMMA, sem var þá í þeim fasa að sam­ein­ast Kviku banka, einn millj­arð króna haustið 2018. Lánið var veitt til að bæta lausa­fjár­stöðu GAMMA, sem var þá mjög döp­ur. Stoðir fengu 150 millj­ónir króna í þóknun fyrir að veita lánið sem var að fullu greitt upp í byrjun mars 2019.

18 millj­arðar sátu eftir þegar Refresco var selt

Stoðir voru stærsti eig­andi Glitnis banka fyrir banka­hrun. Félagið fór í greiðslu­stöðvun þegar sá banki fór á haus­inn og kröfu­hafar þess tóku það yfir. Vorið 2017 keyptu svo félög, í eigu stórra hlut­hafa í Trygg­inga­mið­stöð­inni (TM) sem voru margir hverjir lyk­il­­menn í FL Group á árunum fyrir hrun, ráð­andi hlut í Stoð­u­m. 

Þá áttu Stoðir ein­ungis eina eign af viti sem átti eftir að vinna úr, hlut í hol­lenska drykkj­­ar­vöru­fram­­leið­and­­anum Refresco. Sá hlutur var seldur í mars 2018 eftir yfir­tökutil­boð og eftir sátu um 18 millj­arðar króna í Stoð­um. Þeir fjár­munir hafa verið not­aðir í fjár­fest­ingar á und­an­förnum miss­er­um.

For­­maður stjórnar Stoða er Jón Sig­­urðs­­son, fyrr­ver­andi for­stjóri FL Group á árunum fyrir hrun, en með honum í stjórn sitja þeir Sig­­ur­jón Páls­­son og Örvar Kærne­sted. Fram­­kvæmda­­stjóri félags­­ins er Júl­­íus Þor­finns­­son.

Á meðal stærstu eig­enda, auk Jóns, eru Magnús Ármann og Einar Örn Ólafs­son. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
James Hatuikulipi.
Enn einn „hákarlinn“ fellur – Hatuikulipi segir af sér
Allir þrír áhrifamennirnir í Namibíu sem tryggðu Samherja kvóta á undirverði gegn ætluðum mútugreiðslum hafa nú sagt af sér.
Kjarninn 20. nóvember 2019
Mussila hlýtur Norrænu EdTech verðlaunin
Sprotafyrirtækið Mussila framleiðir hugbúnað sem kennir börnum tónlist í gegnum skapandi umhverfi.
Kjarninn 20. nóvember 2019
Vitundarvarpið
Vitundarvarpið
Vitundarvarpið – Lífið breyttist eftir að Kamilla kynntist kakóinu
Kjarninn 20. nóvember 2019
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Menntamálaráðuneytið telur sig hafa uppfyllt eftirlitsskyldu sína með RÚV
Mennta- og menningarmálaráðuneytið tekur ekki afstöðu til ábend­ingar Rík­is­end­ur­skoð­unar um að færa eign­ar­hlut rík­is­ins í RÚV til fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins. Ráðu­neytið segir að það sé Alþingis að ákvarða um slíkt.
Kjarninn 20. nóvember 2019
Haukur ráðinn framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika hjá Seðlabankanum
Enn hefur ekki verið ráðið í stöðu varaseðlabankastjóra á sviði fjármálastöðugleika.
Kjarninn 20. nóvember 2019
Ásta Svavarsdóttir
Þú ert svo sæt svona réttindalaus
Kjarninn 20. nóvember 2019
Samherji kynnti Síldarvinnsluna sem hluta af samstæðunni
Þegar Samherji kynnti samstæðuna sína erlendis þá var Síldarvinnslan kynnt sem uppsjávarhluti hennar og myndir birtar af starfsemi fyrirtækisins. Á Íslandi hefur Samherji aldrei gengist við því að Síldarvinnslan sé tengdur aðili.
Kjarninn 20. nóvember 2019
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir – Útskurður
Kjarninn 20. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent