Hægt að fá Teslu frá fimm milljónum króna á Íslandi

Nú er hægt að panta Teslu á heimasíðu fyrirtækisins í gegnum íslenskt viðmót, fá uppgefið hvað hann kostar með og án íslensks virðisaukaskatts, hvaða gjaldaafslættir eru í boði og hvenær bílinn fæst afhentur.

tesla
Auglýsing

Íslendingar geta nú keypt Teslu Model 3 frá 4.990.000 krónum án virðisaukaskatts í gegnum heimasíðu fyrirtækisins ef um staðgreiðslu er að ræða, en það opnaði starfsstöð sinni hérlendis í gær. Bíllinn yrði til afhendingar á fyrri hluta ársins 2020. 

Verðlistinn á bílum frá Teslu fyrir íslenskan markað var birtur í gær. Á Íslandi eru ýmsir fjárhagslegir hvatar innbyggðir fyrir kaupendur til að versla sér rafbíl, sem í felst meðal annars undanþága frá greiðslu 24 prósents virðisaukaskatts á kaupverði upp að sex milljónum króna, undanþága frá innflutningsgjöldum og lægri bifreiðagjöld. 

Á heimasíðu Tesla er áætlað að sá sem keyrir 20 þúsund kílómetra á ári spari sér um 1,6 milljónir króna í eldsneytissparnað á fimm ára tímabili með því að skipta yfir í rafbíl, en fimm ár er meðallengd þess sem fólk á hvern bíl. 

Auglýsing
Model 3 Teslan er, samkvæmt heimasíðunni, með drægni upp á 409 kílómetra á hleðslu, kemst upp í 225 kílómetra hraða og er 5,6 sekúndur í 100 km/klst. 

Það er einnig hægt að panta aðrar og dýrari gerðir af Teslum á heimasíðunni. Öll verð eru gefin upp í íslenskum krónum  og miðað við íslenskt gjaldaumhverfi. Model X kostar frá 10.890.000 krónum án virðisaukaskatts og Model S kostar frá 9.890.000 krónum án virðisaukaskatts. 

Vinsælasti rafbíll í Evrópu

Elon Musk, stofnandi og aðaleigandi Tesla, staðfesti að fyrirtækið myndi opna þjónustumiðstöð hérlendis 9. september á Twitter fyrir rúmri viku. Húsnæðið er við Krókháls í Reykjavík og á  vef Tesla segir að til standi að setja upp öfl­ugar hrað­hleðslu­stöðv­ar, svo­kall­aðar „superchargers“, á fjórum stöðum á land­inu í nán­ustu fram­tíð. Þær eiga að vera í Reykja­vík, á Kirkju­bæj­ar­klaustri, Egils­stöðum og við Stað­ar­skála. Slíkar stöðvar hlaða raf­bíla á um hálf­tíma. 

Tesla Model 3 er sem stendur vin­sæl­asti raf­bíll Evr­ópu. Í júní síð­ast­liðnum seld­ust 11.604 slíkir bíl­ar. Næst vin­sæl­asti rafbíll­inn var Renault Zoe, en 4.881 slíkir seld­ust í þeim mán­uð­i. 

Vin­sældir hans í Banda­ríkj­unum eru enn meira afger­andi, en það sem af er ári hafa þar selst 81.100 slíkir í land­inu. Næst sölu­hæsti raf­tengdi bílinn þar er Toyota Prius Prime en 11.555 ein­tök af þeirri teg­und, sem er tengitvinnbíll, hafa selst í Banda­ríkjum á fyrstu sjö mán­uðum árs­ins 2019. Þriðji vin­sæl­asti raf­bíl­inn þar er síðan önnur Tesla, Model X, sem selst hefur í 10.225 ein­tökum í ár.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sjókvíaeldi hefur aukist hratt á síðustu árum
Sjókvíaeldi hefur 13-faldast á sex árum
Umfang laxeldis hefur margfaldast á síðustu árum og útlit er fyrir að það muni vaxa enn frekar í náinni framtíð. Gangi spár eftir mun sjókvíaeldi á laxi árið 2023 verða tæplega helmingi meira en það var samanlagt á árunum 2010-2018.
Kjarninn 7. maí 2021
Eldgos hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli þann 19. mars síðastliðinn.
„Nýr ógnvaldur“ við heilsu manna kominn fram á suðvesturhluta Íslands
Lungnalæknir segir að lítið sé vitað um langtímaáhrif vegna gasmengunar í lágum styrk til lengri tíma og áhrif kvikugasa í mjög miklum styrk í skamman tíma á langtímaheilsu. Nauðsynlegt sé að rannsóknir hefjist sem fyrst.
Kjarninn 7. maí 2021
Viðsnúningur Bandaríkjanna í óþökk lyfjarisa
Óvænt og fremur óljós stefnubreyting Bandaríkjanna varðandi afnám einkaleyfa af bóluefnum gegn COVID-19 hefur vakið litla kátínu í lyfjageiranum. Deildar meiningar eru um hvort afnám einkaleyfa kæmi til með að hraða framleiðslu bóluefna.
Kjarninn 7. maí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Ísland skoðar að kaupa 100 þúsund skammta af Spútnik V og vill fá þorra þeirra fyrir 2. júní
Viðræður hafa átt sér stað milli fulltrúa íslenskra stjórnvalda og þeirra sem framleiða og markaðssetja hið rússneska Spútnik V bóluefni. Ísland myndi vilja fá að minnsta kosti 75 þúsund skammta fyrir 2. júní.
Kjarninn 7. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Sonos fær uppreist æru og Framsóknarmaður vill aldurstakmark á snjalltæki
Kjarninn 7. maí 2021
Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent