Hægt að leigja hjól í ár fyrir 30 þúsund

Ný deilihjólaleiga býður borgarbúum upp á að fá hjól í áskrift fyrir 3500 krónur á mánuði og ársáskrift fyrir 30 þúsund krónur. Leigan mun opna yfir 40 stöðvar víðsvegar um miðborgina.

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, fékk að prófa fyrsta hjólið.
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, fékk að prófa fyrsta hjólið.
Auglýsing

Ný deili­hjóla­leiga hefur hafið starf­semi í Reykja­vík með yfir 40 hjóla­stöðvar þar sem not­endur geta sótt eða skila hjól­u­m. Hægt verður með appi að sjá laus hjól á hverri stöð. Hjóla­leigan býður borg­ar­búum að fá hjól í áskrift fyrir 3.500 krónur á mán­uði og árs­á­skrift fyrir 30 þús­und krónur. 

Auglýsing

­Deili­hjóla­leigan er rekin undir merkjum Don­key Repu­blic sem býður hjól í mörgum borgum en kerfið á Íslandi er rekið af fyr­ir­tæk­inu Fram­úr­skar­andi ehf. sam­kvæmt þjón­ustu­samn­ingi við borg­ina. 

Borg­ar­stjóri, for­seti borg­ar­stjórn­ar, for­maður skipu­lags- og sam­göngu­ráðs og for­maður umhverf­is- og heil­brigð­is­ráðs fengu að prófa fyrstu hjólin í morgun þegar hjóla­leig­unni var hleypt af stokk­un­um.

Hund­rað hjól verða til reiðu fyrst í stað og standa not­endum til boða að kostn­að­ar­lausu fyrstu vik­una. 

Borgarstjóri, forseti borgarstjórnar, formaður skipulags- og samgönguráðs og formaður umhverfis- og heilbrigðisráðs prófuðu fyrstu hjólin. Mynd: Jón Halldór Jónasson.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent