Ný deilihjólaleiga hefur hafið starfsemi í Reykjavík með yfir 40 hjólastöðvar þar sem notendur geta sótt eða skila hjólum. Hægt verður með appi að sjá laus hjól á hverri stöð. Hjólaleigan býður borgarbúum að fá hjól í áskrift fyrir 3.500 krónur á mánuði og ársáskrift fyrir 30 þúsund krónur.
Auglýsing
Deilihjólaleigan er rekin undir merkjum Donkey Republic sem býður hjól í mörgum borgum en kerfið á Íslandi er rekið af fyrirtækinu Framúrskarandi ehf. samkvæmt þjónustusamningi við borgina.
Borgarstjóri, forseti borgarstjórnar, formaður skipulags- og samgönguráðs og formaður umhverfis- og heilbrigðisráðs fengu að prófa fyrstu hjólin í morgun þegar hjólaleigunni var hleypt af stokkunum.
Hundrað hjól verða til reiðu fyrst í stað og standa notendum til boða að kostnaðarlausu fyrstu vikuna.