Skipuleggjendur loftslagsverkfallanna hlutu viðurkenningu Amnesty

Fjögur samtök hlutu viðurkenningu Íslandsdeildar Amnesty International fyrir forystu hérlendis í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Allsherjarverkfallsvika fyrir loftslagið hefst núna á föstudaginn.

Fjögur samtök hlutu viðurkenningu Íslandsdeidlar Amnesty.
Fjögur samtök hlutu viðurkenningu Íslandsdeidlar Amnesty.
Auglýsing

Íslands­deild Amnesty International veitti fjórum sam­tök­um, Lands­sam­tökum íslenskra stúd­enta, Stúd­enta­ráði Háskóla Íslands, Sam­bandi íslenskra fram­halds­skóla­nema og Ungum umhverf­issinn­um, ­sem staðið hafa að skipu­lagn­ingu lofts­lags­verka­fall­anna á Íslandi við­ur­kenn­ingu fyrir störf í þágu lofts­lags­mála í gær. Greta Thun­berg hlaut æðstu við­ur­kenn­ingu Amnesty International sam­tak­anna í gær og var val­inn sam­visku­sendi­herra sam­tak­anna í ár. 

Greta valin sam­visku­sendi­herra Amnesty

Hreyf­ingin skóla­verk­fall fyr­ir­ ­lofts­lag­ið, Fri­da­ys ­for Fut­ure, hófst með hinni 16 ára gömlu Gret­u T­hun­berg frá Sví­þjóð sem ákvað í ágúst 2018 að hætta að mæta í skól­ann á föstu­dögum og þess í stað að mót­mæla fyr­ir­ utan sænska þing­húsið þar til þingið gripi til aðgerða til þess að draga úr los­un gróð­ur­húsa­loft­teg­unda í sam­ræmi við Par­ís­ar­sam­komu­lag­ið. Mót­mælin hafa vakið gríð­ar­lega athygli og hefur Greta með­al­ ann­ar­s verið til­nefnd til frið­ar­verð­launa Nóbels.

Greta Thunberg og Kumi Naidoo, aðalframkvæmdarstjóri Amnesty International. Mynd: AmnestyÍ gær, þann 16. Sept­em­ber, hlaut Greta æðstu við­ur­kenn­ingu Amnesty International þegar hún var valin sam­visku­sendi­herra sam­tak­anna árið 2019 fyr­ir­ bar­áttu sína gegn lofts­lags­breyt­ing­um. 

Heið­ursverð­launin voru fyrst veitt árið 2002 til að heiðra ein­stak­linga og hópa sem hafa stuðlað að mann­rétt­indum með því að fylgja sam­visku sinni. Á meðal fyrri heið­urs­hafa eru Nel­son Mand­ela, Malala Yousafzai, Alicia Keys og Colin Kaepern­ick.

„Þessi verð­laun eru ekki mín heldur okkar allra. Það er magnað að verða vitni að þeirri við­ur­kenn­ingu sem við höfum fengið og finna að við erum að hafa áhrif á það sem við erum að berj­ast fyr­ir­,.“ sagði Greta þegar hún tók á móti verðlaununum.

Auglýsing

Unga kyn­slóðin mun vekja póli­tíku­sana ­upp úr ­sam­eig­in­leg­um doða

Frá því í febr­úar á þessu ári hafa íslenskir nem­endur einnig tekið þátt í skóla­verk­fall­inu. Krakkar á öllum skóla­stigum hafa safn­ast saman á Aust­ur­velli í hádeg­inu á föstu­dögum og kraf­ist þess að íslensk stjórn­völd bregð­ist við neyð­ar­á­standi í lofts­lags­mál­u­m. 

Þau fjögur sam­tök sem hafa staðið að skipu­legg­ingu verk­fall­anna hlutu við­ur­kenn­ingu Íslands­deilar Amnesty International í gær fyrir for­ystu hér­lendis í bar­átt­unni gegn loft­lags­breyt­ing­um. Það eru Lands­sam­tök íslenskra stúd­enta, Stúd­enta­ráð Háskóla Íslands, Sam­band íslenskra fram­halds­skóla­nema og Ungir umhverf­is­sinn­ar. 

„Mér sýn­ist að það sé unga kyn­slóðin sem með for­ystu sinni og áræðni muni vekja póli­tíkusa upp úr ­sam­eig­in­legum doða. En já, það þarf bylt­ingu í hvaða ákvarð­anir eru teknar og hvaða lausnir eru fundn­ar. Og mér sýn­ist reyndar svo að bylt­ingin á skiln­ingi á hætt­unni sem fylgir lofts­lags­breyt­ingum sé hafin hjá ung­u ­fólki víða um heim. Með allt þetta flotta unga fólk sem hefur leitt lofts­lags­verk­föllin hér á landi held ég að við þurfum ekki að ótt­ast hvaða ákvarð­anir verða teknar í fram­tíð­inni þegar það hefur tekið við völd­um, en það þarf að taka réttar ákvarð­anir núna fyrir fram­tíð­ina,“ seg­ir Anna Lúð­víks­dótt­ir, fram­kvæmd­ar­stjóri Íslands­deildar Amnesty International.

Kalla eftir að allir kyn­slóðir mæti og mót­mæli

Á föstu­dag­inn næsta hefst alls­herj­ar­verk­fallsvika sem stendur til 27. sept­em­ber. Klukkan 17:00 á föstu­dag­inn verður stór ganga allra kyn­slóða frá Hall­gríms­kirkju á Aust­ur­völl þar sem fundur verður hald­inn og lögð verður fram áskorun til stjórn­valda og und­ir­skrift­ar­söfnun vegna hennar sett í loft­ið. ­Mót­mælt verður síðan í hádeg­inu á hverjum degi þessa vik­una. 

„Ung­menna­sam­tökin sem hafa skipu­lagt verk­föll fyrir lofts­lagið á Aust­ur­velli und­an­farið hálft ár skora nú á for­eldra, ömmur og afa, frændur og frænkur að fylkja liði með börnum sínum og mæta með þeim á Aust­ur­völl föstu­dag­inn 20.sept­em­ber.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
ESA hefur verið með augun á íslensku leigubílalöggjöfinni allt frá árinu 2017.
ESA boðar samningsbrotamál út af íslensku leigubílalöggjöfinni
Þrátt fyrir að frumvarp um breytingar á lögum liggi fyrir Alþingi sendi Eftirlitsstofnun EFTA íslenskum stjórnvöldum bréf í dag og boðar að mögulega verði farið í mál út af núgildandi lögum, sem brjóti gegn EES-samningnum.
Kjarninn 20. janúar 2021
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sór embættiseið sinn fyrr í dag.
Biden: „Það verður enginn friður án samheldni“
Joe Biden var svarinn í embætti forseta Bandaríkjanna fyrr í dag. Í innsetningarræðu sinni kallaði hann eftir aukinni samheldni meðal Bandaríkjamanna svo að hægt yrði að takast á við þau erfiðu verkefni sem biðu þjóðarinnar.
Kjarninn 20. janúar 2021
Helgi Hrafn Gunnarsson
Mikið fagnaðarefni að „nýfasistinn og hrottinn Donald Trump“ láti af embætti
Þingflokksformaður Pírata fagnar brotthvarfi Donalds Trump úr embætti Bandaríkjaforseta og bendir á að uppgangur nýfasisma geti átt sér stað ef við gleymum því að það sé mögulegt.
Kjarninn 20. janúar 2021
Frá miðstjórnarfundi hjá Alþýðusambandi Íslands í febrúar árið 2019.
Segja skorta á röksemdir fyrir sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Miðstjórn ASÍ mótmælir harðlega áformum um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, segir flýti einkenna ferlið og telur að ekki hafi verið færðar fram fullnægjandi röksemdir fyrir sölunni.
Kjarninn 20. janúar 2021
Gosi – ævintýri spýtustráks
Öll viljum við vera alvöru!
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um sýninguna Gosi – ævintýri spýtustráks sem sýnd er í Borgarleikhúsinu.
Kjarninn 20. janúar 2021
Á nýrri tölfræðisíðu sem sett var í loftið í dag má fylgjast með framgangi bólusetningar gegn COVID-19 hér á landi.
Tæplega 500 manns hafa þegar fengið tvær sprautur
Búið er að gefa rúmlega 40 prósent af Íslendingum yfir 90 ára aldri a.m.k. einn skammt af bóluefni og tæp 13 prósent þeirra sem eru 80-89 ára. Ný tölfræðisíða um bólusetningu hefur verið sett í loftið á vefnum covid.is.
Kjarninn 20. janúar 2021
Ágúst Ólafur Ágústsson.
Ágúst Ólafur verður ekki í framboði fyrir Samfylkinguna í næstu kosningum
Annar oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkur verður ekki á lista hennar í komandi þingkosningum. Hann bauðst til að taka annað sætið á lista en meirihluti uppstillingarnefndar hafnaði því.
Kjarninn 20. janúar 2021
Rústir hússins að Bræðraborgarstíg 1 standa enn, yfir hálfu ári eftir að það brann.
Rannsaka ætluð brot eiganda Bræðraborgarstígs 1
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með til skoðunar ætlað brot fyrrum eiganda Bræðraborgarstígs 1 á byggingarreglugerð. HMS segir að eigandanum hafi borið að tryggja brunavarnir hússins og þær ekki reynst í samræmi við lög.
Kjarninn 20. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent