Skipuleggjendur loftslagsverkfallanna hlutu viðurkenningu Amnesty

Fjögur samtök hlutu viðurkenningu Íslandsdeildar Amnesty International fyrir forystu hérlendis í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Allsherjarverkfallsvika fyrir loftslagið hefst núna á föstudaginn.

Fjögur samtök hlutu viðurkenningu Íslandsdeidlar Amnesty.
Fjögur samtök hlutu viðurkenningu Íslandsdeidlar Amnesty.
Auglýsing

Íslands­deild Amnesty International veitti fjórum sam­tök­um, Lands­sam­tökum íslenskra stúd­enta, Stúd­enta­ráði Háskóla Íslands, Sam­bandi íslenskra fram­halds­skóla­nema og Ungum umhverf­issinn­um, ­sem staðið hafa að skipu­lagn­ingu lofts­lags­verka­fall­anna á Íslandi við­ur­kenn­ingu fyrir störf í þágu lofts­lags­mála í gær. Greta Thun­berg hlaut æðstu við­ur­kenn­ingu Amnesty International sam­tak­anna í gær og var val­inn sam­visku­sendi­herra sam­tak­anna í ár. 

Greta valin sam­visku­sendi­herra Amnesty

Hreyf­ingin skóla­verk­fall fyr­ir­ ­lofts­lag­ið, Fri­da­ys ­for Fut­ure, hófst með hinni 16 ára gömlu Gret­u T­hun­berg frá Sví­þjóð sem ákvað í ágúst 2018 að hætta að mæta í skól­ann á föstu­dögum og þess í stað að mót­mæla fyr­ir­ utan sænska þing­húsið þar til þingið gripi til aðgerða til þess að draga úr los­un gróð­ur­húsa­loft­teg­unda í sam­ræmi við Par­ís­ar­sam­komu­lag­ið. Mót­mælin hafa vakið gríð­ar­lega athygli og hefur Greta með­al­ ann­ar­s verið til­nefnd til frið­ar­verð­launa Nóbels.

Greta Thunberg og Kumi Naidoo, aðalframkvæmdarstjóri Amnesty International. Mynd: AmnestyÍ gær, þann 16. Sept­em­ber, hlaut Greta æðstu við­ur­kenn­ingu Amnesty International þegar hún var valin sam­visku­sendi­herra sam­tak­anna árið 2019 fyr­ir­ bar­áttu sína gegn lofts­lags­breyt­ing­um. 

Heið­ursverð­launin voru fyrst veitt árið 2002 til að heiðra ein­stak­linga og hópa sem hafa stuðlað að mann­rétt­indum með því að fylgja sam­visku sinni. Á meðal fyrri heið­urs­hafa eru Nel­son Mand­ela, Malala Yousafzai, Alicia Keys og Colin Kaepern­ick.

„Þessi verð­laun eru ekki mín heldur okkar allra. Það er magnað að verða vitni að þeirri við­ur­kenn­ingu sem við höfum fengið og finna að við erum að hafa áhrif á það sem við erum að berj­ast fyr­ir­,.“ sagði Greta þegar hún tók á móti verðlaununum.

Auglýsing

Unga kyn­slóðin mun vekja póli­tíku­sana ­upp úr ­sam­eig­in­leg­um doða

Frá því í febr­úar á þessu ári hafa íslenskir nem­endur einnig tekið þátt í skóla­verk­fall­inu. Krakkar á öllum skóla­stigum hafa safn­ast saman á Aust­ur­velli í hádeg­inu á föstu­dögum og kraf­ist þess að íslensk stjórn­völd bregð­ist við neyð­ar­á­standi í lofts­lags­mál­u­m. 

Þau fjögur sam­tök sem hafa staðið að skipu­legg­ingu verk­fall­anna hlutu við­ur­kenn­ingu Íslands­deilar Amnesty International í gær fyrir for­ystu hér­lendis í bar­átt­unni gegn loft­lags­breyt­ing­um. Það eru Lands­sam­tök íslenskra stúd­enta, Stúd­enta­ráð Háskóla Íslands, Sam­band íslenskra fram­halds­skóla­nema og Ungir umhverf­is­sinn­ar. 

„Mér sýn­ist að það sé unga kyn­slóðin sem með for­ystu sinni og áræðni muni vekja póli­tíkusa upp úr ­sam­eig­in­legum doða. En já, það þarf bylt­ingu í hvaða ákvarð­anir eru teknar og hvaða lausnir eru fundn­ar. Og mér sýn­ist reyndar svo að bylt­ingin á skiln­ingi á hætt­unni sem fylgir lofts­lags­breyt­ingum sé hafin hjá ung­u ­fólki víða um heim. Með allt þetta flotta unga fólk sem hefur leitt lofts­lags­verk­föllin hér á landi held ég að við þurfum ekki að ótt­ast hvaða ákvarð­anir verða teknar í fram­tíð­inni þegar það hefur tekið við völd­um, en það þarf að taka réttar ákvarð­anir núna fyrir fram­tíð­ina,“ seg­ir Anna Lúð­víks­dótt­ir, fram­kvæmd­ar­stjóri Íslands­deildar Amnesty International.

Kalla eftir að allir kyn­slóðir mæti og mót­mæli

Á föstu­dag­inn næsta hefst alls­herj­ar­verk­fallsvika sem stendur til 27. sept­em­ber. Klukkan 17:00 á föstu­dag­inn verður stór ganga allra kyn­slóða frá Hall­gríms­kirkju á Aust­ur­völl þar sem fundur verður hald­inn og lögð verður fram áskorun til stjórn­valda og und­ir­skrift­ar­söfnun vegna hennar sett í loft­ið. ­Mót­mælt verður síðan í hádeg­inu á hverjum degi þessa vik­una. 

„Ung­menna­sam­tökin sem hafa skipu­lagt verk­föll fyrir lofts­lagið á Aust­ur­velli und­an­farið hálft ár skora nú á for­eldra, ömmur og afa, frændur og frænkur að fylkja liði með börnum sínum og mæta með þeim á Aust­ur­völl föstu­dag­inn 20.sept­em­ber.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ársreikningaskrá heyrir undir embætti ríkisskattstjóra.
Skil á ársreikningum hafa tekið stakkaskiptum eftir að viðurlög voru hert
Eftir að viðurlög við því að skila ekki ársreikningum á réttum tíma voru hert skila mun fleiri fyrirtæki þeim á réttum tíma. Enn þarf almenningur, fjölmiðlar og aðrir áhugasamir þó að greiða fyrir aðgang að ársreikningum.
Kjarninn 15. desember 2019
Hin harða barátta um sjónvarpið og internetið
Síminn fékk nýverið níu milljóna króna stjórnvaldssekt fyrir að hafa margbrotið ákvæði fjölmiðlalaga, með því að í raun vöndla saman sölu á interneti og sjónvarpi. Brotin voru sögð meðvituð, markviss og ítrekuð.
Kjarninn 15. desember 2019
Réttast að senda pöndubirnina heim
Upplýsingar um fund kínverska sendiherrans í Danmörku með færeyskum ráðamönnum um fjarskiptasamning hafa valdið fjaðrafoki í Færeyjum og meðal danskra þingmanna. Sendiherrann neitar að reyna að beita Færeyinga þrýstingi.
Kjarninn 15. desember 2019
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Drög að nýjum þjónustusamningi við RÚV kynnt
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur kynnt nýjan þjónustusamning við Ríkisútvarpið fyrir ríkisstjórn en núgildandi samningur rennur út um áramótin.
Kjarninn 14. desember 2019
Agnar Snædahl
Frá kreppuþakuppbyggingu og myglu
Kjarninn 14. desember 2019
Undraheimur bókmenntanna: Veisla Soffíu Auðar Birgisdóttur
Gagnrýnandi Kjarnans skrifar um „Maddama, kerling, fröken, frú. Konur í íslenskum nútímabókmenntum".
Kjarninn 14. desember 2019
Jón Baldvin Hannibalsson
Norrænt velferðarríki eða arðrænd nýlenda?
Kjarninn 14. desember 2019
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, þegar hann tók við starfinu.
Björgólfur efast um að mútur hafi verið greiddar og telur Samherja ekki hafa brotið lög
Forstjóri Samherja telur Jóhannes Stefánsson hafa verið einan að verki í vafasömum viðskiptaháttum fyrirtækisins í Afríku. Greiðslur til Dúbaí eftir að Jóhannes hætt,i sem taldar eru vera mútur, hafi verið löglegar greiðslur fyrir kvóta og ráðgjöf.
Kjarninn 14. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent