Skipuleggjendur loftslagsverkfallanna hlutu viðurkenningu Amnesty

Fjögur samtök hlutu viðurkenningu Íslandsdeildar Amnesty International fyrir forystu hérlendis í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Allsherjarverkfallsvika fyrir loftslagið hefst núna á föstudaginn.

Fjögur samtök hlutu viðurkenningu Íslandsdeidlar Amnesty.
Fjögur samtök hlutu viðurkenningu Íslandsdeidlar Amnesty.
Auglýsing

Íslands­deild Amnesty International veitti fjórum sam­tök­um, Lands­sam­tökum íslenskra stúd­enta, Stúd­enta­ráði Háskóla Íslands, Sam­bandi íslenskra fram­halds­skóla­nema og Ungum umhverf­issinn­um, ­sem staðið hafa að skipu­lagn­ingu lofts­lags­verka­fall­anna á Íslandi við­ur­kenn­ingu fyrir störf í þágu lofts­lags­mála í gær. Greta Thun­berg hlaut æðstu við­ur­kenn­ingu Amnesty International sam­tak­anna í gær og var val­inn sam­visku­sendi­herra sam­tak­anna í ár. 

Greta valin sam­visku­sendi­herra Amnesty

Hreyf­ingin skóla­verk­fall fyr­ir­ ­lofts­lag­ið, Fri­da­ys ­for Fut­ure, hófst með hinni 16 ára gömlu Gret­u T­hun­berg frá Sví­þjóð sem ákvað í ágúst 2018 að hætta að mæta í skól­ann á föstu­dögum og þess í stað að mót­mæla fyr­ir­ utan sænska þing­húsið þar til þingið gripi til aðgerða til þess að draga úr los­un gróð­ur­húsa­loft­teg­unda í sam­ræmi við Par­ís­ar­sam­komu­lag­ið. Mót­mælin hafa vakið gríð­ar­lega athygli og hefur Greta með­al­ ann­ar­s verið til­nefnd til frið­ar­verð­launa Nóbels.

Greta Thunberg og Kumi Naidoo, aðalframkvæmdarstjóri Amnesty International. Mynd: AmnestyÍ gær, þann 16. Sept­em­ber, hlaut Greta æðstu við­ur­kenn­ingu Amnesty International þegar hún var valin sam­visku­sendi­herra sam­tak­anna árið 2019 fyr­ir­ bar­áttu sína gegn lofts­lags­breyt­ing­um. 

Heið­ursverð­launin voru fyrst veitt árið 2002 til að heiðra ein­stak­linga og hópa sem hafa stuðlað að mann­rétt­indum með því að fylgja sam­visku sinni. Á meðal fyrri heið­urs­hafa eru Nel­son Mand­ela, Malala Yousafzai, Alicia Keys og Colin Kaepern­ick.

„Þessi verð­laun eru ekki mín heldur okkar allra. Það er magnað að verða vitni að þeirri við­ur­kenn­ingu sem við höfum fengið og finna að við erum að hafa áhrif á það sem við erum að berj­ast fyr­ir­,.“ sagði Greta þegar hún tók á móti verðlaununum.

Auglýsing

Unga kyn­slóðin mun vekja póli­tíku­sana ­upp úr ­sam­eig­in­leg­um doða

Frá því í febr­úar á þessu ári hafa íslenskir nem­endur einnig tekið þátt í skóla­verk­fall­inu. Krakkar á öllum skóla­stigum hafa safn­ast saman á Aust­ur­velli í hádeg­inu á föstu­dögum og kraf­ist þess að íslensk stjórn­völd bregð­ist við neyð­ar­á­standi í lofts­lags­mál­u­m. 

Þau fjögur sam­tök sem hafa staðið að skipu­legg­ingu verk­fall­anna hlutu við­ur­kenn­ingu Íslands­deilar Amnesty International í gær fyrir for­ystu hér­lendis í bar­átt­unni gegn loft­lags­breyt­ing­um. Það eru Lands­sam­tök íslenskra stúd­enta, Stúd­enta­ráð Háskóla Íslands, Sam­band íslenskra fram­halds­skóla­nema og Ungir umhverf­is­sinn­ar. 

„Mér sýn­ist að það sé unga kyn­slóðin sem með for­ystu sinni og áræðni muni vekja póli­tíkusa upp úr ­sam­eig­in­legum doða. En já, það þarf bylt­ingu í hvaða ákvarð­anir eru teknar og hvaða lausnir eru fundn­ar. Og mér sýn­ist reyndar svo að bylt­ingin á skiln­ingi á hætt­unni sem fylgir lofts­lags­breyt­ingum sé hafin hjá ung­u ­fólki víða um heim. Með allt þetta flotta unga fólk sem hefur leitt lofts­lags­verk­föllin hér á landi held ég að við þurfum ekki að ótt­ast hvaða ákvarð­anir verða teknar í fram­tíð­inni þegar það hefur tekið við völd­um, en það þarf að taka réttar ákvarð­anir núna fyrir fram­tíð­ina,“ seg­ir Anna Lúð­víks­dótt­ir, fram­kvæmd­ar­stjóri Íslands­deildar Amnesty International.

Kalla eftir að allir kyn­slóðir mæti og mót­mæli

Á föstu­dag­inn næsta hefst alls­herj­ar­verk­fallsvika sem stendur til 27. sept­em­ber. Klukkan 17:00 á föstu­dag­inn verður stór ganga allra kyn­slóða frá Hall­gríms­kirkju á Aust­ur­völl þar sem fundur verður hald­inn og lögð verður fram áskorun til stjórn­valda og und­ir­skrift­ar­söfnun vegna hennar sett í loft­ið. ­Mót­mælt verður síðan í hádeg­inu á hverjum degi þessa vik­una. 

„Ung­menna­sam­tökin sem hafa skipu­lagt verk­föll fyrir lofts­lagið á Aust­ur­velli und­an­farið hálft ár skora nú á for­eldra, ömmur og afa, frændur og frænkur að fylkja liði með börnum sínum og mæta með þeim á Aust­ur­völl föstu­dag­inn 20.sept­em­ber.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
AGS segir hættumerkin hrannast upp í heimsbúskapnum
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að nú séu hagvaxtarhorfur í heimsbúskapnum svipaðar og voru fyrir fjármálakreppuna 2007 til 2009.
Kjarninn 15. október 2019
Rauður dagur á markaði - Arion banki fellur enn í verði
Rauður dagur var í kauphöll Íslands í dag. Öll félögin lækkuðu nema eitt, Origo. Virði þess félags hækkaði um tæplega 2 prósent í dag, í viðskiptum upp á 677 þúsund.
Kjarninn 15. október 2019
Landsvirkjun hækkar raforkuverð um 2,5 prósent
Heildsöluverð á raforku hjá Landsvirkjun mun hækka um 2,5 prósent um næstu áramót.
Kjarninn 15. október 2019
Óverðtryggð lán aldrei verið eins stór hluti af heildarskuldum heimilanna
Óverðtryggð skuldsetning heimila hefur aldrei verið meiri hér á landi eða um 27 prósent af heildarskuldsetningu heimilanna. Verðtryggð skuldsetning er hins vegar oft eini raunhæfi valkosturinn fyrir lántakendur.
Kjarninn 15. október 2019
Kristbjörn Árnason
Almennt er staðhæft að íþróttir séu hollar fyrir börn og unglinga. En er það svo?
Leslistinn 15. október 2019
Ást og fótbolti
Auður Jónsdóttir rithöfundur gerðist íþróttafréttaritari og fór á landsleik með átta ára syni sínum og fótboltavinkonu. Henni fannst takturinn í HÚH-inu sem kyrjað var í stúkunni minna sig á stigvaxandi samfarir.
Kjarninn 15. október 2019
Kvikan
Kvikan
Ríkustu tíu prósentin, margföld mánaðarlaun hjá Kaupþingi og sókn Miðflokks
Kjarninn 15. október 2019
Magnús Harðarson skipaður nýr forstjóri Kauphallarinnar
Magnús Harðarsson tekur við af bróður sínum Páli sem forstjóri Nasdaq Iceland.
Kjarninn 15. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent