Stofnar fugla í Norður-Ameríku, Bandaríkjunum og Kanda, hafa minnkað um tæplega 30 prósent á síðustum 49 árum.
Frá þessu er greint í nýrri grein í vísindatímaritinu Science, sem er eitt virtasta vísindarit heims.
Það eru líffræðingar og fuglafræðingar í helstu háskólum Bandaríkjanna, sem hafa stundað rannsóknir á þróun fuglastofna, sem framkvæmdu rannsóknirnar og greindu frá helstu niðurstöðum þeirra.
Ástæðan fyrir þessari miklu minnkun er meðal annars rakin til þess að illa hefur gengið fyrir fuglastofna að finna sér svæði, þegar búið er að taka fyrrum heimkynni þeirra undir ræktarsvæði.
Peter Marra, sem stýrir umhverfisstofnun Georgetown háskóla, segir að niðurstöður rannsóknanna séu sláandi og bendi til mikilla vistkerfisbreytinga. Frekari rannsókn sé þörf til að greina betur þróun sem eru að eiga sér þessi misserin.
Meginskýringin sé einfaldlega sú að fuglar hafi orðið undir og misst varpsvæði, ekki síst vegna sífellt meiri starfsemi landbúnaðar og vélvæðingar í iðnaði.