Eftir Morgunblaðsviðtal við Harald var mælirinn fullur

Lögreglustjórar vantreysta Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra og vilja hann burt úr embætti.

Haraldur og Áslaug Arna
Auglýsing

Átta af níu lög­reglu­stjórum í land­inu van­treysta Har­aldi Johann­es­sen rík­is­lög­reglu­stjóra og vilja hann burt úr emb­ætti, en kornið sem fyllti mæl­inn var við­tal sem Har­aldur veitti Morg­un­blað­inu, þar sem hann sagði óánægju innan lög­regl­unnar meðal ann­ars mega rekja til þess að hann væri að taka á spill­ingu innan lög­regl­unn­ar. 

Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í kvöld, en Snorri Magn­ús­son, for­maður Lands­sam­bands lög­reglu­manna, sagði í við­tali við Stöð 2 að hann sæi ekki hvernig Har­aldur gæti setið áfram sem rík­is­lög­reglu­stjóri í ljósi almenns van­trausts í garð hans og emb­ætt­is­ins. 

Eini lög­reglu­stjór­inn sem ekki tók þátt í yfir­lýs­ing­unni var Ólafur Helgi Kjart­ans­son, lög­reglu­stjóri á Suð­ur­nesj­u­m. 

Auglýsing

Úlfar Lúð­víks­son, for­maður Lög­reglu­stjóra­fé­lags­ins, sagði í við­tali við Vísi í dag að innan sér­sveit­ar­innar væri einnig megn óánægja með Har­ald Johann­es­sen sem rík­is­lög­reglu­stjora. 

Har­ald­ur sagði í við­tali við Morg­un­blaðið á dög­unum að það væri verið að reyna að hrekja hann úr emb­ætti með því að dreifa vís­vit­andi rang­­færslum og róg­­burði um hann. 

Þeir sem séu að gera það séu lög­­­reglu­­menn sem telji sig eiga harma að hefna gegn hon­um, meðal ann­­ars vegna þess að hann hafi gripið inn í vegna starfs­hátta eða fram­komu þeirra eða vegna þess að þeir hafi ekki fengið stöður sem þeir sótt­­ust eft­­ir. 

Ef til starfs­loka hans komi kalli það á enn ít­­­ar­­­legri um­­­fjöll­un af hans hálfu um valda­bar­átt­una bak við tjöld­in.

Þá nefndi hann einnig í við­tal­inu að emb­ætti rík­is­lög­reglu­stjóra hefði beitt sér gegn spill­ingu, og það hefði valdið óánægju hjá þeim sem henni tengd­ust. 

Har­aldur sagði meðal ann­ars í við­tal­inu að „sví­v­irð­i­­leg­um aðferðum [sé beitt] í valda­tafli, hags­muna­­­gæslu og póli­­­tík“ og að of stór­ hluta af fjár­­­mun­um til lög­­­regl­unn­ar á Íslandi renna í „há­timbraða yf­ir­­­manna­­­bygg­ing­u“. Því þurfi að ráð­­ast í sam­ein­ingu lög­­­­­reglu­emb­ætta.

Van­trausti lög­reglu­stjóra hefur nú verið komið inn á borð Áslaugar Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur, dóms­mála­ráð­herra, og þá hefur Rík­is­end­ur­skoðun boða stjórn­sýslu­út­tekt á emb­ætti rík­is­lög­reglu­stjóra. Eitt af því sem hefur valdið óánægju hjá lög­reglu­emb­ættum er hvernig staðið hefur verið að fata­málum lög­reglu og einnig bíla­mál­um. Illa hafi gengi að end­ur­nýja þessi mál og aðstaðan sé óboð­leg, að mati lög­reglu­stjóra. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Minnisblöð Þórólfs: Frá tillögum til ráðlegginga
Þórólfur Guðnason hefur í tæplega 20 minnisblöðum sínum til ráðherra lagt til, mælt með og óskað eftir ákveðnum aðgerðum í baráttunni gegn COVID-19. En nú kveður við nýjan tón: Mögulegar aðgerðir eru reifaðar en það lagt í hendur stjórnvalda að velja.
Kjarninn 14. ágúst 2020
Meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur hefur styrkt stöðu sína verulega samkvæmt nýrri könnun.
Meirihlutinn í Reykjavík myndi bæta við sig þremur borgarfulltrúum
Sjálfstæðisflokkurinn tapar mestu fylgi allra flokka í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun. Þrír flokkanna sem mynda meirihluta í borginni bæta við sig fylgi og borgarfulltrúum en Samfylkingin dalar. Staða meirihlutans er þó að styrkjast verulega.
Kjarninn 14. ágúst 2020
82 dagar í kosningar í sundruðum Bandaríkjunum
Joe Biden mælist með umtalsvert forskot á Donald Trump á landsvísu þegar minna en þrír mánuðir eru í bandarísku forsetakosningarnar. Hann er líka með yfirhöndina í flestum hinna mikilvægu sveifluríkja.
Kjarninn 13. ágúst 2020
Margrét Tryggvadóttir
Hlaupið endalausa
Leslistinn 13. ágúst 2020
Búið að fjármagna útgáfu spilsins þar sem leikendur eru með þingmenn í vasanum
Þingmaður Pírata er þegar búinn að ná að safna nægilegri upphæð á Karolina Fund til að gefa út Þingspilið. Söfnunin er þó enn í gangi, og ef það næst að safna meira, þá verður útgáfan veglegri.
Kjarninn 13. ágúst 2020
Frá upplýsingafundi sem haldinn var fyrr í dag.
Nauðsynlegt að slaka hægt og sígandi á þeim takmörkunum sem eru í gangi
Á upplýsingafundi dagsins sagði Þórólfur Guðnason mjög mikilvægt að stöðugleiki í viðbrögðum við kórónuveirunni ráði för. „Grímur eru ekki töfralausn,“ sagði Alma Möller sem hvatti fólk til að kynna sér upplýsingar um notkun gríma.
Kjarninn 13. ágúst 2020
Karl G. Kristinsson er yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans.
Sýkla- og veirufræðideildin og Íslensk erfðagreining snúa bökum saman
Hluti af starfsemi sýkla- og veirufræðideildarinnar mun flytjast í aðstöðu Íslenskrar erfðagreiningar og við það mun afkastageta við greiningu sýna aukast til muna. Tækjamál Landspítala hefðu mátt vera betri að sögn yfirlæknis á sýkla- og veirufræðideild.
Kjarninn 13. ágúst 2020
Kórónuveirufaraldurinn lamaði starfsemi leikhúsa í vor.
Listafólk kallar eftir tilslökunum
Listafólk kallar nú eftir undanþágum frá nálægðartakmörkunum, sambærilegum þeim sem veittar hafa verið vegna íþrótta, til að geta haldið áfram æfingum og undirbúið menningarveturinn. Takmarkanir hafa sett svip sinn á æfingar hjá stóru leikhúsunum tveimur.
Kjarninn 13. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent