Eftir Morgunblaðsviðtal við Harald var mælirinn fullur

Lögreglustjórar vantreysta Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra og vilja hann burt úr embætti.

Haraldur og Áslaug Arna
Auglýsing

Átta af níu lög­reglu­stjórum í land­inu van­treysta Har­aldi Johann­es­sen rík­is­lög­reglu­stjóra og vilja hann burt úr emb­ætti, en kornið sem fyllti mæl­inn var við­tal sem Har­aldur veitti Morg­un­blað­inu, þar sem hann sagði óánægju innan lög­regl­unnar meðal ann­ars mega rekja til þess að hann væri að taka á spill­ingu innan lög­regl­unn­ar. 

Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í kvöld, en Snorri Magn­ús­son, for­maður Lands­sam­bands lög­reglu­manna, sagði í við­tali við Stöð 2 að hann sæi ekki hvernig Har­aldur gæti setið áfram sem rík­is­lög­reglu­stjóri í ljósi almenns van­trausts í garð hans og emb­ætt­is­ins. 

Eini lög­reglu­stjór­inn sem ekki tók þátt í yfir­lýs­ing­unni var Ólafur Helgi Kjart­ans­son, lög­reglu­stjóri á Suð­ur­nesj­u­m. 

Auglýsing

Úlfar Lúð­víks­son, for­maður Lög­reglu­stjóra­fé­lags­ins, sagði í við­tali við Vísi í dag að innan sér­sveit­ar­innar væri einnig megn óánægja með Har­ald Johann­es­sen sem rík­is­lög­reglu­stjora. 

Har­ald­ur sagði í við­tali við Morg­un­blaðið á dög­unum að það væri verið að reyna að hrekja hann úr emb­ætti með því að dreifa vís­vit­andi rang­­færslum og róg­­burði um hann. 

Þeir sem séu að gera það séu lög­­­reglu­­menn sem telji sig eiga harma að hefna gegn hon­um, meðal ann­­ars vegna þess að hann hafi gripið inn í vegna starfs­hátta eða fram­komu þeirra eða vegna þess að þeir hafi ekki fengið stöður sem þeir sótt­­ust eft­­ir. 

Ef til starfs­loka hans komi kalli það á enn ít­­­ar­­­legri um­­­fjöll­un af hans hálfu um valda­bar­átt­una bak við tjöld­in.

Þá nefndi hann einnig í við­tal­inu að emb­ætti rík­is­lög­reglu­stjóra hefði beitt sér gegn spill­ingu, og það hefði valdið óánægju hjá þeim sem henni tengd­ust. 

Har­aldur sagði meðal ann­ars í við­tal­inu að „sví­v­irð­i­­leg­um aðferðum [sé beitt] í valda­tafli, hags­muna­­­gæslu og póli­­­tík“ og að of stór­ hluta af fjár­­­mun­um til lög­­­regl­unn­ar á Íslandi renna í „há­timbraða yf­ir­­­manna­­­bygg­ing­u“. Því þurfi að ráð­­ast í sam­ein­ingu lög­­­­­reglu­emb­ætta.

Van­trausti lög­reglu­stjóra hefur nú verið komið inn á borð Áslaugar Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur, dóms­mála­ráð­herra, og þá hefur Rík­is­end­ur­skoðun boða stjórn­sýslu­út­tekt á emb­ætti rík­is­lög­reglu­stjóra. Eitt af því sem hefur valdið óánægju hjá lög­reglu­emb­ættum er hvernig staðið hefur verið að fata­málum lög­reglu og einnig bíla­mál­um. Illa hafi gengi að end­ur­nýja þessi mál og aðstaðan sé óboð­leg, að mati lög­reglu­stjóra. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skipstjóri Samherja: Kemur á óvart að vera sakaður um brot
Arngrímur Brynjólfsson var handtekinn í Namibíu. Hann segist ekki vita til þess að skipið sem hann stýrir hafi veitt ólöglega.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Kalla eftir hugmyndum frá almenningi um vannýtt matvæli
Verkefni á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra óskar eftir hugmyndum frá almenningi og framleiðendum um hvernig megi skapa verðmæti úr vannýtum matvælum. Nemendur við Hótel- og matvælaskólanum munu síðan nýta hugmyndirnar við gerð nýrra rétta.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Ilia Shuma­nov, aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International
Umræðufundur um rússneskt samhengi Samherjamálsins
Á morgun fer fram umræðufundur um baráttuna gegn alþjóðlegu peningaþvætti á Sólon. Aðstoðarframkvæmdastjóri Rússlandsdeildar Transparency International mun halda fyrirlestur um helstu áskoranir peningaþvættis og leiðir til að rannsaka það.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða.
Jón Sigurðsson kominn í stjórn Símans – Verður stjórnarformaður
Sitjandi stjórnarformaður Símans, Betrand Kan, var felldur í stjórnarkjöri í dag. Stoðir, stærsti hluthafi Símans, eru komin með mann inn í stjórn.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Fimmta hvert heimili á leigumarkaði undir lágtekjumörkum
Rúmlega 31 þúsund einstaklingar voru undir lágtekjumörkum í fyrra eða um 9 prósent íbúa á Íslandi. Hlutfall leigjenda undir lágtekjumörkum er mun hærra en á meðal þeirra sem eiga húsnæði.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Íslenskur skipstjóri í haldi í Namibíu
Skipstjóri sem starfaði árum saman hjá Samherja er í gæsluvarðhaldi í Namibíu eftir að hafa verið handtekinn fyrir ólöglegar veiðar.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Svanhildur Nanna og Guðmundur selja allan hlutinn sinn í VÍS
Þriðji stærsti eigandinn í VÍS hefur selt allan hlut sinn á tæplega 1,6 milljarða króna. Er líka á meðal stærstu eigenda í Kviku. Eigendurnir eru til rannsóknar hjá héraðssaksóknara.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Uppskipting Samherja veitti skjól gegn víðtækri upplýsingagjöf
Velta Samherja eins og hún var á árinu 2018 var það há að samstæðan var við það að þurfa að veita skattayfirvöldum víðtækar upplýsingar um tekjur og skatta allra félaga innan hennar í þeim löndum sem þau starfa.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent