Eftir Morgunblaðsviðtal við Harald var mælirinn fullur

Lögreglustjórar vantreysta Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra og vilja hann burt úr embætti.

Haraldur og Áslaug Arna
Auglýsing

Átta af níu lögreglustjórum í landinu vantreysta Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra og vilja hann burt úr embætti, en kornið sem fyllti mælinn var viðtal sem Haraldur veitti Morgunblaðinu, þar sem hann sagði óánægju innan lögreglunnar meðal annars mega rekja til þess að hann væri að taka á spillingu innan lögreglunnar. 

Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í kvöld, en Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, sagði í viðtali við Stöð 2 að hann sæi ekki hvernig Haraldur gæti setið áfram sem ríkislögreglustjóri í ljósi almenns vantrausts í garð hans og embættisins. 

Eini lögreglustjórinn sem ekki tók þátt í yfirlýsingunni var Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum. 

Auglýsing

Úlfar Lúðvíksson, formaður Lögreglustjórafélagsins, sagði í viðtali við Vísi í dag að innan sérsveitarinnar væri einnig megn óánægja með Harald Johannessen sem ríkislögreglustjora. 

Har­ald­ur sagði í viðtali við Morgunblaðið á dögunum að það væri verið að reyna að hrekja hann úr emb­ætti með því að dreifa vís­vit­andi rang­færslum og róg­burði um hann. 

Þeir sem séu að gera það séu lög­reglu­menn sem telji sig eiga harma að hefna gegn hon­um, meðal ann­ars vegna þess að hann hafi gripið inn í vegna starfs­hátta eða fram­komu þeirra eða vegna þess að þeir hafi ekki fengið stöður sem þeir sótt­ust eft­ir. 

Ef til starfs­loka hans komi kalli það á enn ít­­ar­­legri um­­fjöll­un af hans hálfu um valda­bar­átt­una bak við tjöld­in.

Þá nefndi hann einnig í viðtalinu að embætti ríkislögreglustjóra hefði beitt sér gegn spillingu, og það hefði valdið óánægju hjá þeim sem henni tengdust. 

Haraldur sagði meðal annars í við­tal­inu að „sví­v­irði­leg­um aðferðum [sé beitt] í valda­tafli, hags­muna­­gæslu og póli­­tík“ og að of stór­ hluta af fjár­­mun­um til lög­­regl­unn­ar á Íslandi renna í „há­timbraða yf­ir­­manna­­bygg­ing­u“. Því þurfi að ráð­ast í sam­ein­ingu lög­­­reglu­emb­ætta.

Vantrausti lögreglustjóra hefur nú verið komið inn á borð Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, og þá hefur Ríkisendurskoðun boða stjórnsýsluúttekt á embætti ríkislögreglustjóra. Eitt af því sem hefur valdið óánægju hjá lögregluembættum er hvernig staðið hefur verið að fatamálum lögreglu og einnig bílamálum. Illa hafi gengi að endurnýja þessi mál og aðstaðan sé óboðleg, að mati lögreglustjóra. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorkell Helgason
Kominn er tími á umbætur á kosningakerfinu
Kjarninn 3. ágúst 2021
Minnsti álútflutningur í átta ár
Þrátt fyrir hækkandi álverð á heimsvísu hefur magn útflutts áls minnkað á síðustu mánuðum. Heildarútflutningur á síðasta árshelmingi hefur ekki verið minni síðan árið 2013.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr efst hjá Sósíalistaflokknum í Reykjavík suður
Listi Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður hefur verið kynntur. „Þetta er fjölbreyttur listi og kraftmikill. Fólk sem vill breyta samfélaginu þannig að allir hafi tækifæri til blómstra, hafi öruggt og gott húsnæði og góð laun,“ segir oddvitinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigmundur Ernir ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins
Jón Þórisson, sem hefur ritstýrt blaðinu frá því haustið 2019 ætlar að snúa sér að öðrum störfum. Sigmundur Ernir verður einnig aðalritstjóri Torgs.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Bólusetningin hafi ekki skapað það hjarðónæmi sem vonast var til
Flest smit að undanförnu má rekja til hópatburða en delta afbrigði veirunnar hefur breiðst út á ótrúlegum hraða að sögn sóttvarnalæknis. Til stendur að bjóða þeim sem fengu Janssen bóluefni upp á aðra bólusetningu sem og að bólusetja 12 til 15 ára börn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir
Náttúruspjöll í Vatnajökulsþjóðgarði
Kjarninn 3. ágúst 2021
Eggert Þór Kristófersson forstjóri Festis segir félagið ekki ætla að reyna fyrir sér í byggingargeiranum.
30 þúsund fermetra uppbygging í stað bensínstöðva
Samkvæmt samkomulagi Festis við Reykjavíkurborg á Festi byggingarrétt á lóðum þar sem til stendur að loka bensínstöðvum N1. Félagið hyggst selja byggingarréttinn í stað þess að byggja. „Það er ekki okkar bissness, það eru aðrir í því,“ segir forstjórinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 5. þáttur: „Vits er þörf þeim er víða ratar“
Kjarninn 3. ágúst 2021
Meira úr sama flokkiInnlent