Lítið um að heimili skipti um söluaðila raforku

Heimilisnotendur hafa lítið nýtt sér frelsi í sölu raforku til að lækka hjá sér raforkukostnað samkvæmt nýrri skýrslu. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur lagt fram breytingar á reglugerð sem auðvelda neytendum að skipta um söluaðila.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
Auglýsing

Íslensk heim­ili hafa lítið nýtt sér frelsi í sölu raf­orku til að lækka hjá sér raf­orku­kostnað en talið er að það sé vegna þess hve lít­ill kostn­að­ur­inn er við raf­orku­kaup. Verk­fræði­stofan EFLA telur hins vegar að mik­il­vægt sé að stjórn­völd hvetji heim­il­is­not­endur til að vera virk á raf­orku­mark­aði til að veita sölu­fyr­ir­tækjum verð­að­hald. 

Í drögum að nýrri reglu­gerð atvinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðu­neyt­is­ins um raforku­við­skipti sem birt hefur ver­ið til umsagnar í sam­ráðs­gátt stjórn­valda er meðal ann­ars nán­ar kveðið á um rétt neyt­enda til að skipta um raf­orku­sala.

Aukin neyt­enda­vernd á raf­orku­mark­aði

Í reglu­gerð­ar­drög­unum segir að mark­mið breyttrar reglu­gerðar sé að efla neyt­enda­vernd á sviði raf­orku­mála en breyt­ing­arnar eru í sam­ræmi við auknar áherslur á neyt­enda­vernd í þriðju raf­orku­til­skipun Evr­ópu­sam­bands­ins. 

Meðal þess sem tekið er fyrir í reglu­gerð­inni er tryggður réttur neyt­enda til að velja sér raf­orku­sala á hverjum tíma, ásamt breyt­ingum sem auð­velda not­enda­skipti með raf­rænum hætti og stytta fresti þegar kemur að rétti not­anda til að segja upp sölusamningi. 

Auglýsing
 

Reglu­gerðin er í sam­ræmi við nið­ur­stöður nýlegrar skýrslu frá verk­fræði­stof­unni EFLU, um raf­orku­verð og þróun sam­keppni á raf­orku­mark­aði. Þar kemur meðal ann­ars fram að ein leið til að skoða hve virkur mark­aður er með raf­orku sé að horfa á fjölda sölu­að­ila­skipta en sam­kvæmt skýrsl­unni er til­tölu­lega lítið um sölu­að­ila­skipti hér á landi, sér­stak­lega hvað varðar heim­il­is­not­end­ur. 

Virkni á raf­orku­mark­aði veitir sölu­fyr­ir­tækjum verð­að­hald 

Á ár­inu 2017 voru sölu­að­ila­skiptin hjá heim­ilum um 370 en heild­ar­fjöldi íbúða á land­inu er um 140 þúsund. Lítið er því um að heim­ili færi sig á milli sölu­fyr­ir­tækja raf­orku en sam­kvæmt EFLU er það vegna þess að raf­orku­notkun heim­ila er lítil eða að með­al­tali um 4.500 kWh/ári og ár­leg orku­kaup því á bil­inu 33 til 36 þúsund krón­ur. 

Þá kemur fram í skýrsl­unni að sparn­aður við sölu­að­ila­skipti í dag eru að há­marki um þrjú þúsund krónur á ári og ávinn­ing­ur­inn af skiptum því fremur lít­ill. EFLA telur hins veg­ar að mik­il­vægt sé að hvetja heim­il­is­not­endur raf­orku til að vera virkir á raf­orku­mark­aði þar sem það auki sam­keppni og veiti sölu­fyr­ir­tækjum verð­að­hald.

Reikna með auk­inni raf­orku­notkun á næstu tíu árum

Í reglu­gerð­ar­drög­unum er einnig lagðar auknar skyldur um neyt­enda­vernd á sölu­fyr­ir­tæki og dreifi­veit­ur. Þeim er skylt að upp­lýsa neyt­endur um rétt sinn, leið­beina þeim með aðgengi­legum og sýni­legum hætti, og gæta jafn­ræðis í hví­vetna þannig að ekki sé til dæmis vakin athygli not­enda á einu sölu­fyr­ir­tæki umfram ann­að.

Að sama skapi er með breyt­ingum á reglu­gerð­inni liðkað fyrir aðkomu nýrra aðila á smá­sölu­markað raf­orku en sam­kvæmt ráðu­neyt­in­u er það mik­il­vægur liður í því að efla sam­keppni á raf­orku­mark­aði með hags­muni neyt­enda að leið­ar­ljósi. 

 ­Jafn­framt eru við­skipti með hleðslu­stöðvar raf­orku gerð auð­veld­ari í nýju reglu­gerð­inni en sam­kvæmt nýrri raf­orku­spá Orku­stofn­unar fyrir árin 2019 til 2050 hafa orku­­skipti í sam­­göngum gengið heldur hraðar fyrir sig að und­an­­förnu en gert var ráð fyrir og því reiknar stofn­unin með auk­inn­i raforku­­not­k­un heim­ila vegna raf­­­magns­bíla á tíma­bil­inu 2020 til 2030. 

Í spá Orku­stofn­unar er gert ráð fyrir aukn­ingu í raf­orku­notkun heim­il­anna um 130 GWH við lok spá­­tíma­bils­ins og að raf­­orku­­notkun í sam­­göngum verði alls rúm 1 TWh árið 2050. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Armin Laschet er nýr leiðtogi flokks Kristilegra demókrata, sem hefur tögl og haldir í þýskum stjórnmálum. Kannski tekur hann við af Merkel sem kanslari í haust.
Stormasöm vika í evrópskum stjórnmálum
Mögulegt áframhald „Merkelisma“ í Þýskalandi, barnabótaskandall hjá „teflon Mark“ í Hollandi og stjórnarkreppa af völdum smáflokks á Ítalíu er á meðal þess sem var efst á baugi í evrópskum stjórnmálum í vikunni.
Kjarninn 16. janúar 2021
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Óendurvinnanlegur úrgangur á bilinu 40 til 100 þúsund tonn á ári fram til ársins 2045
Skýrsla um þörf fyrir sorpbrennslustöðvar á Íslandi hefur litið dagsins ljós. Umhverfis- og auðlindaráðherra fagnar úttektinni og segir að nú sé hægt að stíga næstu skref.
Kjarninn 16. janúar 2021
Gauti Jóhannesson er forseti bæjarstjórnar í Múlaþingi og fyrrverandi sveitarstjóri Djúpavogshrepps.
Forseti bæjarstjórnar Múlaþings íhugar alvarlega að sækjast eftir þingsæti
Gauti Jóhannesson fyrrverandi sveitarstjóri á Djúpavogi segir tímabært að Sjálfstæðisflokkurinn eignist þingmann frá Austurlandi og íhugar framboð til Alþingis. Kjarninn skoðaði framboðsmál Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðjón S. Brjánsson sá þingmaður sem keyrði mest allra árið 2020
Í fyrsta sinn í mörgu ár er Ásmundur Friðriksson ekki sá þingmaður sem keyrði mest. Hann dettur niður í annað sætið á þeim lista. Kostnaður vegna aksturs þingmanna dróst saman um fimmtung milli ára.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Könnun: Fleiri andvíg en fylgjandi frumvarpi Guðmundar Inga um Hálendisþjóðgarð
Samkvæmt könnun frá Gallup segjast 43 prósent andvíg frumvarpi umhverfis- og auðlindaráðherra um stofnun Hálendisþjóðgarðs, en 31 prósent fylgjandi. Rúmlega fjórir af tíu segjast hafa litla þekkingu á frumvarpinu.
Kjarninn 16. janúar 2021
Örn Bárður Jónsson
Má hefta tjáningarfrelsi og var rétt að loka á Trump?
Kjarninn 16. janúar 2021
Bræðraborgarstígur 1 brann í sumar. Þorpið hefur keypt rústirnar og húsið við hliðina, Bræðraborgarstíg 3.
Keyptu hús og rústir á Bræðraborgarstíg á 270 milljónir og sækja um niðurrif eftir helgi
Loks hillir undir að brunarústirnar á Bræðraborgarstíg 1 verði rifnar. Nýir eigendur, sem gengið hafa frá kaupsamningi, vilja gera eitthvað gott og fallegt á staðnum í kjölfar harmleiksins sem kostaði þrjár ungar manneskjur lífið síðasta sumar.
Kjarninn 16. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent