Lítið um að heimili skipti um söluaðila raforku

Heimilisnotendur hafa lítið nýtt sér frelsi í sölu raforku til að lækka hjá sér raforkukostnað samkvæmt nýrri skýrslu. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur lagt fram breytingar á reglugerð sem auðvelda neytendum að skipta um söluaðila.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
Auglýsing

Íslensk heim­ili hafa lítið nýtt sér frelsi í sölu raf­orku til að lækka hjá sér raf­orku­kostnað en talið er að það sé vegna þess hve lít­ill kostn­að­ur­inn er við raf­orku­kaup. Verk­fræði­stofan EFLA telur hins vegar að mik­il­vægt sé að stjórn­völd hvetji heim­il­is­not­endur til að vera virk á raf­orku­mark­aði til að veita sölu­fyr­ir­tækjum verð­að­hald. 

Í drögum að nýrri reglu­gerð atvinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðu­neyt­is­ins um raforku­við­skipti sem birt hefur ver­ið til umsagnar í sam­ráðs­gátt stjórn­valda er meðal ann­ars nán­ar kveðið á um rétt neyt­enda til að skipta um raf­orku­sala.

Aukin neyt­enda­vernd á raf­orku­mark­aði

Í reglu­gerð­ar­drög­unum segir að mark­mið breyttrar reglu­gerðar sé að efla neyt­enda­vernd á sviði raf­orku­mála en breyt­ing­arnar eru í sam­ræmi við auknar áherslur á neyt­enda­vernd í þriðju raf­orku­til­skipun Evr­ópu­sam­bands­ins. 

Meðal þess sem tekið er fyrir í reglu­gerð­inni er tryggður réttur neyt­enda til að velja sér raf­orku­sala á hverjum tíma, ásamt breyt­ingum sem auð­velda not­enda­skipti með raf­rænum hætti og stytta fresti þegar kemur að rétti not­anda til að segja upp sölusamningi. 

Auglýsing
 

Reglu­gerðin er í sam­ræmi við nið­ur­stöður nýlegrar skýrslu frá verk­fræði­stof­unni EFLU, um raf­orku­verð og þróun sam­keppni á raf­orku­mark­aði. Þar kemur meðal ann­ars fram að ein leið til að skoða hve virkur mark­aður er með raf­orku sé að horfa á fjölda sölu­að­ila­skipta en sam­kvæmt skýrsl­unni er til­tölu­lega lítið um sölu­að­ila­skipti hér á landi, sér­stak­lega hvað varðar heim­il­is­not­end­ur. 

Virkni á raf­orku­mark­aði veitir sölu­fyr­ir­tækjum verð­að­hald 

Á ár­inu 2017 voru sölu­að­ila­skiptin hjá heim­ilum um 370 en heild­ar­fjöldi íbúða á land­inu er um 140 þúsund. Lítið er því um að heim­ili færi sig á milli sölu­fyr­ir­tækja raf­orku en sam­kvæmt EFLU er það vegna þess að raf­orku­notkun heim­ila er lítil eða að með­al­tali um 4.500 kWh/ári og ár­leg orku­kaup því á bil­inu 33 til 36 þúsund krón­ur. 

Þá kemur fram í skýrsl­unni að sparn­aður við sölu­að­ila­skipti í dag eru að há­marki um þrjú þúsund krónur á ári og ávinn­ing­ur­inn af skiptum því fremur lít­ill. EFLA telur hins veg­ar að mik­il­vægt sé að hvetja heim­il­is­not­endur raf­orku til að vera virkir á raf­orku­mark­aði þar sem það auki sam­keppni og veiti sölu­fyr­ir­tækjum verð­að­hald.

Reikna með auk­inni raf­orku­notkun á næstu tíu árum

Í reglu­gerð­ar­drög­unum er einnig lagðar auknar skyldur um neyt­enda­vernd á sölu­fyr­ir­tæki og dreifi­veit­ur. Þeim er skylt að upp­lýsa neyt­endur um rétt sinn, leið­beina þeim með aðgengi­legum og sýni­legum hætti, og gæta jafn­ræðis í hví­vetna þannig að ekki sé til dæmis vakin athygli not­enda á einu sölu­fyr­ir­tæki umfram ann­að.

Að sama skapi er með breyt­ingum á reglu­gerð­inni liðkað fyrir aðkomu nýrra aðila á smá­sölu­markað raf­orku en sam­kvæmt ráðu­neyt­in­u er það mik­il­vægur liður í því að efla sam­keppni á raf­orku­mark­aði með hags­muni neyt­enda að leið­ar­ljósi. 

 ­Jafn­framt eru við­skipti með hleðslu­stöðvar raf­orku gerð auð­veld­ari í nýju reglu­gerð­inni en sam­kvæmt nýrri raf­orku­spá Orku­stofn­unar fyrir árin 2019 til 2050 hafa orku­­skipti í sam­­göngum gengið heldur hraðar fyrir sig að und­an­­förnu en gert var ráð fyrir og því reiknar stofn­unin með auk­inn­i raforku­­not­k­un heim­ila vegna raf­­­magns­bíla á tíma­bil­inu 2020 til 2030. 

Í spá Orku­stofn­unar er gert ráð fyrir aukn­ingu í raf­orku­notkun heim­il­anna um 130 GWH við lok spá­­tíma­bils­ins og að raf­­orku­­notkun í sam­­göngum verði alls rúm 1 TWh árið 2050. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sacky Shanghala var dómsmálaráðherra Namibíu þar til á miðvikudag, þegar hann sagði af sér vegna Samherjamálsins.
Bankareikningar mútuþega í Samherjamálinu í Namibíu frystir
Yfirvöld í Namibíu eru búin að frysta bankareikninga í eigu tveggja lykilmanna í Samherja-málinu. Annar þeirra var dómsmálaráðherra landsins og hinn er tengdasonur fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Mikið velti á áhættudreifingu lífeyrissjóðanna
Breytt aldurssamsetning þjóða og áhrif hennar á lífeyrissjóðakerfið eru á meðal þess sem fjallað er um í nýrri skýrslu framtíðarnefndar forsætisráðherra. Að mati nefndarinnar er mikilvægt að íslenskum lífeyrissjóðum takist vel til í áhættudreifingu.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Gefa út bókina „Ekkert að fela“ um Samherjamálið á morgun
Teymið sem vann Kveiks-þáttinn um Samherja og viðskiptahætti fyrirtækisins í Afríku hefur skrifað bók um málið. Hún kemur út á morgun.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Talnastuð
Safnað fyrir jólaspilaverkefninu í ár á Karolína fund.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Jósep Ó.Blöndal
Uppsagnir – A la Sopranos
Kjarninn 17. nóvember 2019
Flosi Þorgeirsson
Maður er nefndur Jack Parsons
Kjarninn 17. nóvember 2019
Fræða ferðamenn um góða sjúkdómsstöðu íslenskra búfjárstofna
Landbúnaðarráðherra telur mikilvægt að ferðamenn fái fræðslu um góða sjúk­dóma­stöðu íslenskra búfjár­stofna og hversu við­kvæmir þeir eru fyrir nýju smit­i. Því verða sett upp veggspjöld með þeim upplýsingum á helstu komustöðum til landsins.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
Sjávarútvegsráðherra boðaður á fund atvinnuveganefndar
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur óskað eftir því að sjávarútvegsráðherra komi fyrir atvinnuveganefnd og ræði meðal annars afleiðingar Samherjamálsins á önnur íslensk fyrirtæki og greinina í heild sinni.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent