Óvenjuleg tölvupóstsamskipti dómara og lögmanna

Tölvupóstsamskipti Arnar Þórs Jónssonar héraðsdómara við lögmann eru gerð að umtalsefni í dómsniðurstöðu Landsréttar frá því í dag.

landsréttur
Auglýsing

Í dómi Lands­réttar í for­sjár­máli, frá því í dag, segir að tölvu­póst­sam­skipti Arn­ars Þórs Jóns­sonar dóm­ara við Hér­aðs­dóm Reykja­vík­ur, og Flosa Hrafns Sig­urðs­son­ar, lög­manns, séu „óvenju­leg“. 

Í tölvu­pósti til Flosa Hrafns, sem vitnað er til í dómn­um, segir Arnar Þór meðal ann­ars að lög­menn eigi ekki að vera mis­nota laga­á­kvæði um gjaf­sókn­ar­mögu­leika í mál­um, í atvinnu­skyn­i. 

Með dómi Lands­réttar var nið­ur­staða Hér­aðs­dóms Reykja­víkur stað­fest, en í því fall­ist á kröfu Barna­verndar Reykja­víkur um svipt­ingu for­sjár yfir barni.

Auglýsing

Í dómnum er meðal ann­ars fjallað um tölvu­póst­sam­skipti Arn­ars Þórs og Flos Hrafns, segir meðal ann­ars orð­rétt í dómn­um: „Í svar­pósti dóm­ar­ans segir meðal ann­ars: „ ...lög­menn geta ekki haldið því fram gagn­vart gagn­að­ila, umbjóð­endum sínum eða gagn­vart dómnum að þeim leyf­ist að nálg­ast þessi mál með rör­sýn. Lög­maður sem nálg­ast þessi mál með það eitt að leið­ar­ljósi að ganga erinda umbjóð­anda síns getur ekki haldið því fram að hann sé að vinna innan ramma siða­reglna. Þvert á móti er að mínu mati aug­ljóst að lög­mönnum ber, í riti og ræðu, að gæta stað­fast­lega að hags­munum þeirra barna sem í  hlut eiga, ...“ Eftir nokkra umfjöllun dóm­ar­ans um hlut­verk lög­manna og siða­reglur segir í póst­in­um: „Í því felst m.a. að höfða til sam­visku umbjóð­and­ans og láta svörin sem   þannig   fást   ver­a   leið­bein­and­i   um   fram­hald­ið,   en   ekki   ein­ung­is   þrönga sér­hags­muni  enda  á  slíkt  ekki  við  í  þessum  mál­u­m.“  Eft­ir  nokkrar  vanga­veltur lög­manns  áfrýj­anda  í  tölvu­pósti  til  dóm­ar­ans um  13  ára  reynslu  hans  af  störf­um  í barna­vernd­ar­mál­um  og  því  sem  hann  taldi  vera  gott  orð­spor  sitt  svo  og  hvernig lög­menn eigi að haga störfum sínum á grund­velli þeirra sjón­ar­miða sem koma fram í dóm­in­um  og  fyrri  tölvu­pósti  dóm­ar­ans svar­ar  dóm­ar­inn með­al  ann­ars  með  þessum  orð­um: „Ég hygg að reyndir lög­menn sem hafa til­einkað sér góða lög­manns­hætti eins og það hug­tak hefur lengst af verið skil­ið, væru ekki í neinum vafa um hvernig ætti að svara þessu. Lög­bundin gjaf­sókn er einskis virði fyrir þann sem veit / má vita að hann er með gjörtapað mál í hönd­un­um. Gjaf­sókn hefur í slíkum til­vikum vissu­lega virði fyrir lög­menn og þar hvílir aftur aug­ljós skylda á lög­mönnum að mis­nota sér ekki slík laga­á­kvæði í atvinnu­skyn­i.“

Lög­menn­irnir töldu að með orðum sínum í tölvu­póstum til lög­manns, þá mætti sjá að Arnar Þór hefði fyr­ir­fram mót­aðar skoð­anir á mál­inu, og því ætti það að leiða til ómerk­ingar fyrri dóms. 

Á það fellst Lands­réttur ekki, en segir tölvu­póst­sam­skiptin engu að síður orka tví­mæl­is. 

„Tölvu­pósts­sam­skipti dóm­ar­ans og lög­manna eftir að hér­aðs­dómur féll eru óvenju­leg. Að efni til fela þau fyrst og fremst í sér skoð­ana­skipti milli dóm­ar­ans og lög­mann­anna um  mark­mið með  regl­um  barna­vernd­ar­laga  um gjaf­sókn,  hlut­verk lög­manna í barna­vernd­ar­mál­um  og  frekari  árétt­ingu á þeim sjón­ar­miðum sem fram koma í for­send­um  hér­aðs­dóms. Þótt nokkuð orki  tví­mæl­is  hvort  orða­skipti  af  þessum  toga milli dóm­ara og lög­manna séu við­eig­andi  þyk­ir  ekki verða út úr  þeim lesin sér­stök óvild í garð lög­mann­anna og að áfrýj­andi hafi þannig haft, hlut­lægt séð, ástæðu til að draga í efa að dóm­ar­inn hafi ekki verið óhlut­dræg­ur. Leiðir af þessu að hafnað er kröfu áfrýj­anda um ómerk­ingu hér­aðs­dóms á þeim grund­velli að áfrýj­andi hafi ekki notið rétt­látrar máls­með­ferðar eins og ráðer fyrir gert í 70. gr. stjórn­ar­skrár­innar og 6. gr. mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu, sbr. lög 62/1994,“ segir í dómn­um. Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hæfur til að meta hæfni þar til annað kemur í ljós
Eiríkur Tómasson, formaður dómnefndar um hæfni dómara, telur sig hæfan samkvæmt stjórnsýslulögum til að meta hæfni umsækjenda um embætti við Landsrétt, en árið 2017 var hann umsagnaraðili eins þeirra sem nú sækist eftir embættinu.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Allir ríkisstjórnarflokkarnir tapa fylgi milli mánaða
Píratar bæta verulega við sig milli mánaða í könnunum Gallup en Vinstri græn tapa umtalsverðu. Stuðningur við ríkisstjórnina heldur áfram að dala.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Frá Beirút, þar sem gríðarlega öflug sprenging olli manntjóni og gríðarlegum skemmdum síðdegis í gær.
Rauði krossinn hefur neyðarsöfnun fyrir Beirút
Rauði krossinn á Íslandi hefur hafið neyðarsöfnun vegna sprenginganna sem urðu í Beirút höfuðborg Líbanons í gær. Forseti Íslands sendi forseta Líbanons samúðarkveðju sína og þjóðarinnar í dag.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Ásta Logadóttir, Jóhann Björn Jóhannsson, Kristinn Alexandersson og Ólafur Hjálmarsson
Ísland í dag – Nærri tveimur áratugum síðar
Kjarninn 5. ágúst 2020
Áhyggjur og kvíði „eðlilegar tilfinningar við óeðlilegar aðstæður“
Á upplýsingafundi almannavarna í dag fór Agnes Árnadóttir, fagstjóri sálfræðiþjónustu heilsugæslunnar, yfir það hvað fólk gæti gert til að takast á við kvíða. Sóttvarnalæknir sagði kúrfuna í þessari bylgju vera svipaða þeirri síðustu.
Kjarninn 5. ágúst 2020
190 þúsund símtæki með smitrakningarappið virkt
Á upplýsingafundi almannavarna biðlaði Alma D. Möller landlæknir til Íslendinga um að halda áfram að nota smitrakningarappið Rakning C-19.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Krefur yfirvöld um betri upplýsingar um faraldurinn á erlendum tungum
„Við erum ekki öll almannavarnir ef upplýsingarnar ná ekki til okkar allra,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir í bréfi til forsætisráðherra, þar sem þess er krafist að bætt verði úr upplýsingamiðlun um faraldurinn til aðfluttra íbúa á Íslandi.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Greiðslumiðlunarfyrirtækið Borgun var nýlega selt til erlendra eigenda. Ábyrgð á mögulegum blekkingum fortíðar situr eftir hjá fyrri eigendum.
Íslandsbanki mun áfram bera ábyrgð á fjártjóni í Borgunarmálinu
Þrátt fyrir að Íslandsbanki hafi selt hlut sinn í Borgun í síðasta mánuði mun bankinn áfram bera ábyrgð á að greiða hinum ríkisbankanum, Landsbankanum, bætur ef Borgunarmálið tapast. Matsmenn í málinu telja að upplýsingar hafi vantað í ársreikning.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent