Óvenjuleg tölvupóstsamskipti dómara og lögmanna

Tölvupóstsamskipti Arnar Þórs Jónssonar héraðsdómara við lögmann eru gerð að umtalsefni í dómsniðurstöðu Landsréttar frá því í dag.

landsréttur
Auglýsing

Í dómi Lands­réttar í for­sjár­máli, frá því í dag, segir að tölvu­póst­sam­skipti Arn­ars Þórs Jóns­sonar dóm­ara við Hér­aðs­dóm Reykja­vík­ur, og Flosa Hrafns Sig­urðs­son­ar, lög­manns, séu „óvenju­leg“. 

Í tölvu­pósti til Flosa Hrafns, sem vitnað er til í dómn­um, segir Arnar Þór meðal ann­ars að lög­menn eigi ekki að vera mis­nota laga­á­kvæði um gjaf­sókn­ar­mögu­leika í mál­um, í atvinnu­skyn­i. 

Með dómi Lands­réttar var nið­ur­staða Hér­aðs­dóms Reykja­víkur stað­fest, en í því fall­ist á kröfu Barna­verndar Reykja­víkur um svipt­ingu for­sjár yfir barni.

Auglýsing

Í dómnum er meðal ann­ars fjallað um tölvu­póst­sam­skipti Arn­ars Þórs og Flos Hrafns, segir meðal ann­ars orð­rétt í dómn­um: „Í svar­pósti dóm­ar­ans segir meðal ann­ars: „ ...lög­menn geta ekki haldið því fram gagn­vart gagn­að­ila, umbjóð­endum sínum eða gagn­vart dómnum að þeim leyf­ist að nálg­ast þessi mál með rör­sýn. Lög­maður sem nálg­ast þessi mál með það eitt að leið­ar­ljósi að ganga erinda umbjóð­anda síns getur ekki haldið því fram að hann sé að vinna innan ramma siða­reglna. Þvert á móti er að mínu mati aug­ljóst að lög­mönnum ber, í riti og ræðu, að gæta stað­fast­lega að hags­munum þeirra barna sem í  hlut eiga, ...“ Eftir nokkra umfjöllun dóm­ar­ans um hlut­verk lög­manna og siða­reglur segir í póst­in­um: „Í því felst m.a. að höfða til sam­visku umbjóð­and­ans og láta svörin sem   þannig   fást   ver­a   leið­bein­and­i   um   fram­hald­ið,   en   ekki   ein­ung­is   þrönga sér­hags­muni  enda  á  slíkt  ekki  við  í  þessum  mál­u­m.“  Eft­ir  nokkrar  vanga­veltur lög­manns  áfrýj­anda  í  tölvu­pósti  til  dóm­ar­ans um  13  ára  reynslu  hans  af  störf­um  í barna­vernd­ar­mál­um  og  því  sem  hann  taldi  vera  gott  orð­spor  sitt  svo  og  hvernig lög­menn eigi að haga störfum sínum á grund­velli þeirra sjón­ar­miða sem koma fram í dóm­in­um  og  fyrri  tölvu­pósti  dóm­ar­ans svar­ar  dóm­ar­inn með­al  ann­ars  með  þessum  orð­um: „Ég hygg að reyndir lög­menn sem hafa til­einkað sér góða lög­manns­hætti eins og það hug­tak hefur lengst af verið skil­ið, væru ekki í neinum vafa um hvernig ætti að svara þessu. Lög­bundin gjaf­sókn er einskis virði fyrir þann sem veit / má vita að hann er með gjörtapað mál í hönd­un­um. Gjaf­sókn hefur í slíkum til­vikum vissu­lega virði fyrir lög­menn og þar hvílir aftur aug­ljós skylda á lög­mönnum að mis­nota sér ekki slík laga­á­kvæði í atvinnu­skyn­i.“

Lög­menn­irnir töldu að með orðum sínum í tölvu­póstum til lög­manns, þá mætti sjá að Arnar Þór hefði fyr­ir­fram mót­aðar skoð­anir á mál­inu, og því ætti það að leiða til ómerk­ingar fyrri dóms. 

Á það fellst Lands­réttur ekki, en segir tölvu­póst­sam­skiptin engu að síður orka tví­mæl­is. 

„Tölvu­pósts­sam­skipti dóm­ar­ans og lög­manna eftir að hér­aðs­dómur féll eru óvenju­leg. Að efni til fela þau fyrst og fremst í sér skoð­ana­skipti milli dóm­ar­ans og lög­mann­anna um  mark­mið með  regl­um  barna­vernd­ar­laga  um gjaf­sókn,  hlut­verk lög­manna í barna­vernd­ar­mál­um  og  frekari  árétt­ingu á þeim sjón­ar­miðum sem fram koma í for­send­um  hér­aðs­dóms. Þótt nokkuð orki  tví­mæl­is  hvort  orða­skipti  af  þessum  toga milli dóm­ara og lög­manna séu við­eig­andi  þyk­ir  ekki verða út úr  þeim lesin sér­stök óvild í garð lög­mann­anna og að áfrýj­andi hafi þannig haft, hlut­lægt séð, ástæðu til að draga í efa að dóm­ar­inn hafi ekki verið óhlut­dræg­ur. Leiðir af þessu að hafnað er kröfu áfrýj­anda um ómerk­ingu hér­aðs­dóms á þeim grund­velli að áfrýj­andi hafi ekki notið rétt­látrar máls­með­ferðar eins og ráðer fyrir gert í 70. gr. stjórn­ar­skrár­innar og 6. gr. mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu, sbr. lög 62/1994,“ segir í dómn­um. Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinunn Olína vill verða útvarpsstjóri
Magnús Geir Þórðarson tók nýverið við hlutverki Þjóðleikhússtjóra og því bíður það stjórnar RÚV að ráða nýjan útvarpsstjóra.
Kjarninn 6. desember 2019
Nýtt fjölmiðlafrumvarp komið fram – Endurgreiðsluhlutfall lækkað í 18 prósent
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur birt nýtt frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla. Endurgreiðsluhlutfall verður lækkað en frekar. Það átti upphaflega að vera 25 prósent en verður 18 prósent.
Kjarninn 6. desember 2019
Sýknað og refsing milduð í Glitnismáli
Löng málsmeðferð leiddi til þess að refsing var skilorðsbundin. Tveir af fimm áfrýjuðu fyrri niðurstöðu til Landsréttar.
Kjarninn 6. desember 2019
Nú sé kominn tími til að bregðast við
Ný skýrsla Umhverfisstofnunar Evrópu er komin út.
Kjarninn 6. desember 2019
Bjarki Þór Grönfeldt
Rauði múrinn gliðnar
Kjarninn 6. desember 2019
Jón Atli Benediktsson
Jón Atli sækist eftir því að vera áfram rektor HÍ
Embætti rektors hefur verið auglýst laust til umsóknar fyrir tímabilið 1. júlí 2020 til 30. júní 2025.
Kjarninn 6. desember 2019
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Jafnréttismiðuð fyrirtæki greiði lægra tryggingagjald
Þingmenn úr þremur flokkum hafa lagt til að fyrirtæki með jafnara kynjahlutfall í stjórnunarstöðum greiði lægra tryggingagjald. Markmiðið er að fjölga konum í stjórnunarstöðum og þar með draga úr óleiðréttum launamun kynjanna.
Kjarninn 6. desember 2019
Hafa aldrei lánað meira til húsnæðiskaupa en í október
Tvö met voru sett í útlánum lífeyrissjóða til sjóðsfélaga sinna í október 2019. Í fyrsta lagi lánuðu þeir 26 prósent meira en þeir höfðu gert í fyrri metmánuði og í öðru lági voru útlánin 45 prósent fleiri en nokkru sinni áður innan mánaðar.
Kjarninn 6. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent