Eignarhlutur Útgerðarfélags Reykjavíkur í Brimi á leið í 52,8 prósent

Enn eru ekki allir fyrirvarar uppfylltir vegna kaupa stærsta eiganda Brims á stórum hlut í félaginu af sjávarútvegsarmi Kaupfélags Skagfirðinga á tæpa átta milljarða króna. Búist er við því að kaupin gangi í gegn 1. desember.

Guðmundur Kristjánsson er stærsti eigandi Brims og forstjóri félagsins.
Guðmundur Kristjánsson er stærsti eigandi Brims og forstjóri félagsins.
Auglýsing

Útgerðarfélag Reykjavíkur mun eiga um 52,8 prósent í Brimi þegar búið verður að ganga frá kaupum félagsins á hlut FISK Seafood, sjávarútvegsarms Kaupfélags Skagfirðinga, í sjávarútvegsfyrirtækinu fyrir tæplega átta milljarða króna. Fyrirvarar vegna kaupanna hafa enn ekki verið uppfylltir en gert er ráð fyrir því að þeir verði það þann 1. desember næstkomandi. 

Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallar Íslands.

Kaup Útgerðarfélags Reykjavíkur á hlut FISK Seafood í Brim voru kunngjörð í byrjun september. FISK hafði nokkrum vikum áður keypt hlut Gildis lífeyrissjóðs í Brimi sem sjóðurinn ákvað að selja vegna óánægju með kaup Brims á nokkrum sölufélögum af Útgerðarfélagi Reykjavíkur á 4,4 milljarða króna. Guðmundur Kristjánsson, aðaleigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur, er forstjóri Brims. Kaupverðið sem var greitt fyrir sölufélögin var greitt með hlutafjáraukningu í Brimi, sem nú hefur orðið að veruleika. 

Eftir hlutafjáraukninguna er hlutur Útgerðarfélags Reykjavíkur og tengdra aðila í þessu eina skráða sjávarútvegsfyrirtæki landsins orðin 42,71 prósent. 

Nái Útgerðarfélag Reykjavíkur að uppfylla fyrirvarana sem settir voru fyrir kaupum þess á hlut FISK Seafood í Brimi fyrir 1. desember næstkomandi mun eignarhlutur þess í Brimi fara í 52,76 prósent. Í tilkynningu til kauphallar segir þó að Útgerðarfélag Reykjavíkur stefni „að því að hlutur þess af heildarhlutafé Brim hf. verði undir helmingi hlutafjár til framtíðar.“

Gildi fór vegna endurtekinna viðskipta við stærsta eigandann

Hinn 18. ágúst síðastliðinn var frá því greint að FISK Seafood hefði gert skipti á hlutabréfum við Gildi lífeyrissjóð. FISK eignaðist hlutabréf Gildis í Brimi og Gildi eignaðist meðal annars hlutabréf í Högum í staðinn. 

Auglýsing
Da­víð Rúd­ólfs­son, for­­stöð­u­­maður eigna­­stýr­ingar og stað­­geng­ill for­­stjóra Gildis líf­eyr­is­­sjóðs, sagði við Kjarnann að ástæða söl­unnar væru við­skipti Brims við stærsta hlut­hafa félags­ins, sam­þykkt hefðu verið á hlut­hafa­fundi í vikunni á undan. Við­skiptin snerust um kaup Brims á öllu hlutafé í sölu­­­fé­lögum í Jap­an, Hong Kong og á meg­in­landi Kína, sem og þjónustufélagi á Íslandi, frá Útgerð­­­ar­­­fé­lagi Reykja­víkur á 4,4 millj­­­arða króna. „Veg­ferðin sem félagið virð­ist vera á með end­ur­teknum og umfangs­miklum við­skiptum við stærsta hlut­hafa og for­stjóra félags­ins er óásætt­an­leg,“ sagði Davíð.

FISK var hins vegar ekki lengi hluthafi í Brimi. Hinn 9. september var tilkynnt um kaup Útgerðarfélags Reykjavíkur á hlut FISK í Brimi, sem var 10,18 prósent af heildarhlutafé. Kaupverðið var á genginu 40,4 og nam um átta milljörðum króna. FISK hafði eignast bréfin á genginu 36, um þremur vikum fyrr, og því var hagnaðurinn umtalsverður af þessum viðskiptum, eða um 1,4 milljarðar króna. 

Í grein á vefnum Feyki, sem er í eigu Kaupfélags Skagfirðinga, sem birtist skömmu síðar var fjallað um viðskiptin. Þar kom fram fram að Útgerðarfélag Reykjavíkur hefði greitt 4,6 milljarða króna af kaupverðinu með aflaheimildum í þorski, ýsu, ufsa og steinbíti. 

Gengi bréfa í Brimi er nú 38,25 krónur á hlut.  


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorkell Sigurlaugsson og Sigmar Vilhjálmsson sitja báðir í undirbúningsnefnd hins nýja félags.
Unnið að stofnun nýrra hagsmunasamtaka lítilla og meðalstórra fyrirtækja
Atvinnufjélaginu er ætlað að vera málsvari fyrir hagsmuni einyrkja og lítilla og meðalstórra fyrirtækja í íslensku atvinnulífi. Þörfin á slíkum samtökum atvinnurekenda er sögð mikil af hálfu stofnenda.
Kjarninn 16. september 2021
Tryggvi Rúnar Brynjarsson
Í Dal hinna föllnu
Kjarninn 16. september 2021
Sif Sigmarsdóttir
Hvernig viljum við lifa?
Kjarninn 16. september 2021
Arnhildur Hálfdánardóttir fékk fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins í fyrra fyrir þáttaröðina Loftslagsþerapían. Hún er þar með síðasti handhafi þeirra verðlauna.
Hætta að veita fjölmiðlaverðlaun á degi íslenskrar náttúru
Algjör sprenging hefur orðið í umfjöllun fjölmiðla um loftslags- og umhverfismál og því telur umhverfis- og auðlindaráðuneytið ekki lengur þörf á að verðlauna miðla sérstaklega fyrir slíkan fréttaflutning.
Kjarninn 16. september 2021
Sif Konráðsdóttir
Áratugur Árósasamnings
Kjarninn 16. september 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í Forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Framlög til barnabótakerfisins aukin og fleiri fá þær, en raunvirði bóta hefur lítið hækkað
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Katrínar Jakobsdóttur um að ríkisstjórn hennar hafi aukið við barnabótakerfið og tryggt að það nái til fleiri en það gerði fyrir fjórum árum síðan.
Kjarninn 15. september 2021
Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir.
Rúm 40 prósent vilja að Katrín verði áfram forsætisráðherra
Í niðurstöðum könnunar á vegum ÍSKOS kemur í ljós að langflestir vilja að Katrín Jakobsdóttir verði áfram forsætisráðherra. Athygli vekur að Bjarni Benediktsson nýtur minni stuðnings í embættið en Sjálfstæðisflokkurinn nýtur í könnunum.
Kjarninn 15. september 2021
Eyþór Eðvarðsson
Rétturinn til að deyja
Kjarninn 15. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent