Eignarhlutur Útgerðarfélags Reykjavíkur í Brimi á leið í 52,8 prósent

Enn eru ekki allir fyrirvarar uppfylltir vegna kaupa stærsta eiganda Brims á stórum hlut í félaginu af sjávarútvegsarmi Kaupfélags Skagfirðinga á tæpa átta milljarða króna. Búist er við því að kaupin gangi í gegn 1. desember.

Guðmundur Kristjánsson er stærsti eigandi Brims og forstjóri félagsins.
Guðmundur Kristjánsson er stærsti eigandi Brims og forstjóri félagsins.
Auglýsing

Útgerð­ar­fé­lag Reykja­víkur mun eiga um 52,8 pró­sent í Brimi þegar búið verður að ganga frá kaupum félags­ins á hlut FISK Seafood, sjáv­ar­út­vegs­arms Kaup­fé­lags Skag­firð­inga, í sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­inu fyrir tæp­lega átta millj­arða króna. Fyr­ir­varar vegna kaupanna hafa enn ekki verið upp­fylltir en gert er ráð fyrir því að þeir verði það þann 1. des­em­ber næst­kom­and­i. 

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu til Kaup­hallar Íslands.

Kaup Útgerð­ar­fé­lags Reykja­víkur á hlut FISK Seafood í Brim voru kunn­gjörð í byrjun sept­em­ber. FISK hafði nokkrum vikum áður keypt hlut Gildis líf­eyr­is­sjóðs í Brimi sem sjóð­ur­inn ákvað að selja vegna óánægju með kaup Brims á nokkrum sölu­fé­lögum af Útgerð­ar­fé­lagi Reykja­víkur á 4,4 millj­arða króna. Guð­mundur Krist­jáns­son, aðal­eig­andi Útgerð­ar­fé­lags Reykja­vík­ur, er for­stjóri Brims. Kaup­verðið sem var greitt fyrir sölu­fé­lögin var greitt með hluta­fjár­aukn­ingu í Brimi, sem nú hefur orðið að veru­leika. 

Eftir hluta­fjár­aukn­ing­una er hlutur Útgerð­ar­fé­lags Reykja­víkur og tengdra aðila í þessu eina skráða sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki lands­ins orðin 42,71 pró­sent. 

Nái Útgerð­ar­fé­lag Reykja­víkur að upp­fylla fyr­ir­var­ana sem settir voru fyrir kaupum þess á hlut FISK Seafood í Brimi fyrir 1. des­em­ber næst­kom­andi mun eign­ar­hlutur þess í Brimi fara í 52,76 pró­sent. Í til­kynn­ingu til kaup­hallar segir þó að Útgerð­ar­fé­lag Reykja­víkur stefni „að því að hlutur þess af heild­ar­hlutafé Brim hf. verði undir helm­ingi hluta­fjár til fram­tíð­ar.“

Gildi fór vegna end­ur­tek­inna við­skipta við stærsta eig­and­ann

Hinn 18. ágúst síð­ast­lið­inn var frá því greint að FISK Seafood hefði gert skipti á hluta­bréfum við Gildi líf­eyr­is­sjóð. FISK eign­að­ist hluta­bréf Gildis í Brimi og Gildi eign­að­ist meðal ann­ars hluta­bréf í Högum í stað­inn. 

Auglýsing
Da­víð Rúd­­­ólfs­­son, for­­­stöð­u­­­maður eigna­­­stýr­ingar og stað­­­geng­ill for­­­stjóra Gildis líf­eyr­is­­­sjóðs, sagði við Kjarn­ann að ástæða söl­unnar væru við­­skipti Brims við stærsta hlut­hafa félags­­ins, sam­­þykkt hefðu verið á hlut­hafa­fundi í vik­unni á und­an. Við­­skiptin sner­ust um kaup Brims á öllu hlutafé í sölu­­­­fé­lögum í Jap­an, Hong Kong og á meg­in­landi Kína, sem og þjón­ustu­fé­lagi á Íslandi, frá Útgerð­­­­ar­­­­fé­lagi Reykja­víkur á 4,4 millj­­­­arða króna. „Veg­­ferðin sem félagið virð­ist vera á með end­­ur­­teknum og umfangs­­miklum við­­skiptum við stærsta hlut­hafa og for­­stjóra félags­­ins er óásætt­an­­leg,“ sagði Dav­íð.

FISK var hins vegar ekki lengi hlut­hafi í Brimi. Hinn 9. sept­em­ber var til­kynnt um kaup Útgerð­ar­fé­lags Reykja­víkur á hlut FISK í Brimi, sem var 10,18 pró­sent af heild­ar­hluta­fé. Kaup­verðið var á geng­inu 40,4 og nam um átta millj­örðum króna. FISK hafði eign­ast bréfin á geng­inu 36, um þremur vikum fyrr, og því var hagn­að­ur­inn umtals­verður af þessum við­skipt­um, eða um 1,4 millj­arðar króna. 

Í grein á vefnum Feyki, sem er í eigu Kaup­fé­lags Skag­firð­inga, sem birt­ist skömmu síðar var fjallað um við­skipt­in. Þar kom fram fram að Útgerð­ar­fé­lag Reykja­víkur hefði greitt 4,6 millj­arða króna af kaup­verð­inu með afla­heim­ildum í þorski, ýsu, ufsa og stein­bít­i. 

Gengi bréfa í Brimi er nú 38,25 krónur á hlut.  Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Már Baldvinsson, er annar forstjóra Samherja.
Sjávarútvegsfyrirtæki fengu 175 milljónir króna úr hlutabótaleiðinni
Tvö dótturfyrirtæki Samherja skera sig úr á meðal sjávarútvegsfyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina. Alls voru 245 starfsmenn þeirra settir á leiðina. Samstæðan ætlar að endurgreiða ríkissjóði greiðslurnar sem hún fékk.
Kjarninn 1. júní 2020
Eiríkur Rögnvaldsson
Tölum íslensku við útlendinga
Kjarninn 1. júní 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.
Fyrirtækin sem ætla að endurgreiða hlutabætur fá reikning í vikunni
Stöndug fyrirtæki sem nýttu sér hlutabótaleiðina, en hafa óskað eftir því að fá að endurgreiða það sem þau fengu úr ríkissjóði í gegnum hana, munu fá send skilaboð í vikunni um hvað þau skulda og hvernig þau eiga að borga.
Kjarninn 1. júní 2020
Landamæri margra landa opna á nýjan leik á næstunni. En ferðamennska sumarsins 2020 verður með öðru sniði en venjulega.
Lokkandi ferðatilboð í skugga hættu á annarri bylgju
Lægri skattar, niðurgreiðslur á ferðum og gistingu, ókeypis gisting og læknisaðstoð ef til veikinda kemur eru meðal þeirra aðferða sem lönd ætla að beita til að lokka ferðamenn til sín. Á sama tíma vara heilbrigðisyfirvöld við hættunni á annarri bylgju.
Kjarninn 1. júní 2020
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Glæpur og refsing: Skipta kyn og kynþáttur máli?
Kjarninn 1. júní 2020
Minkar eru ræktaðir á búum víða um heim, m .a. á Íslandi, vegna feldsins.
Menn smituðust af minkum
Fólk er talið hafa borið kórónuveiruna inn í minkabú í Hollandi. Minkarnir sýktust og smituðu svo að minnsta kosti tvo starfsmenn. Engin grunur hefur vaknað um kórónuveirusmit i minkum eða öðrum dýrum hér á landi.
Kjarninn 1. júní 2020
Stóru viðskiptabankarnir þrír tilkynntu allir vaxtalækkanir í vikunni sem leið.
Bankarnir taka aftur forystu í húsnæðislánum
Stýrivaxtalækkanir, lækkun bankaskatts og afnám sveiflujöfnunarauka hafa haft áhrif á vaxtakjör sem og getu bankanna til að lána fé. Með tilliti til verðbólgu verða hagstæðustu vextirnir til húsnæðiskaupa nú hjá bönkum í stað lífeyrissjóða.
Kjarninn 31. maí 2020
Barnabókin „Ævintýri í Bulllandi“
Mæðgin dunduðu sér við að skrifa barnabók á meðan að COVID-faraldurinn hélt samfélaginu í samkomubanni. Þau safna nú fyrir útgáfu hennar á Karolina fund.
Kjarninn 31. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent