Eignarhlutur Útgerðarfélags Reykjavíkur í Brimi á leið í 52,8 prósent

Enn eru ekki allir fyrirvarar uppfylltir vegna kaupa stærsta eiganda Brims á stórum hlut í félaginu af sjávarútvegsarmi Kaupfélags Skagfirðinga á tæpa átta milljarða króna. Búist er við því að kaupin gangi í gegn 1. desember.

Guðmundur Kristjánsson er stærsti eigandi Brims og forstjóri félagsins.
Guðmundur Kristjánsson er stærsti eigandi Brims og forstjóri félagsins.
Auglýsing

Útgerð­ar­fé­lag Reykja­víkur mun eiga um 52,8 pró­sent í Brimi þegar búið verður að ganga frá kaupum félags­ins á hlut FISK Seafood, sjáv­ar­út­vegs­arms Kaup­fé­lags Skag­firð­inga, í sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­inu fyrir tæp­lega átta millj­arða króna. Fyr­ir­varar vegna kaupanna hafa enn ekki verið upp­fylltir en gert er ráð fyrir því að þeir verði það þann 1. des­em­ber næst­kom­and­i. 

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu til Kaup­hallar Íslands.

Kaup Útgerð­ar­fé­lags Reykja­víkur á hlut FISK Seafood í Brim voru kunn­gjörð í byrjun sept­em­ber. FISK hafði nokkrum vikum áður keypt hlut Gildis líf­eyr­is­sjóðs í Brimi sem sjóð­ur­inn ákvað að selja vegna óánægju með kaup Brims á nokkrum sölu­fé­lögum af Útgerð­ar­fé­lagi Reykja­víkur á 4,4 millj­arða króna. Guð­mundur Krist­jáns­son, aðal­eig­andi Útgerð­ar­fé­lags Reykja­vík­ur, er for­stjóri Brims. Kaup­verðið sem var greitt fyrir sölu­fé­lögin var greitt með hluta­fjár­aukn­ingu í Brimi, sem nú hefur orðið að veru­leika. 

Eftir hluta­fjár­aukn­ing­una er hlutur Útgerð­ar­fé­lags Reykja­víkur og tengdra aðila í þessu eina skráða sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki lands­ins orðin 42,71 pró­sent. 

Nái Útgerð­ar­fé­lag Reykja­víkur að upp­fylla fyr­ir­var­ana sem settir voru fyrir kaupum þess á hlut FISK Seafood í Brimi fyrir 1. des­em­ber næst­kom­andi mun eign­ar­hlutur þess í Brimi fara í 52,76 pró­sent. Í til­kynn­ingu til kaup­hallar segir þó að Útgerð­ar­fé­lag Reykja­víkur stefni „að því að hlutur þess af heild­ar­hlutafé Brim hf. verði undir helm­ingi hluta­fjár til fram­tíð­ar.“

Gildi fór vegna end­ur­tek­inna við­skipta við stærsta eig­and­ann

Hinn 18. ágúst síð­ast­lið­inn var frá því greint að FISK Seafood hefði gert skipti á hluta­bréfum við Gildi líf­eyr­is­sjóð. FISK eign­að­ist hluta­bréf Gildis í Brimi og Gildi eign­að­ist meðal ann­ars hluta­bréf í Högum í stað­inn. 

Auglýsing
Da­víð Rúd­­­ólfs­­son, for­­­stöð­u­­­maður eigna­­­stýr­ingar og stað­­­geng­ill for­­­stjóra Gildis líf­eyr­is­­­sjóðs, sagði við Kjarn­ann að ástæða söl­unnar væru við­­skipti Brims við stærsta hlut­hafa félags­­ins, sam­­þykkt hefðu verið á hlut­hafa­fundi í vik­unni á und­an. Við­­skiptin sner­ust um kaup Brims á öllu hlutafé í sölu­­­­fé­lögum í Jap­an, Hong Kong og á meg­in­landi Kína, sem og þjón­ustu­fé­lagi á Íslandi, frá Útgerð­­­­ar­­­­fé­lagi Reykja­víkur á 4,4 millj­­­­arða króna. „Veg­­ferðin sem félagið virð­ist vera á með end­­ur­­teknum og umfangs­­miklum við­­skiptum við stærsta hlut­hafa og for­­stjóra félags­­ins er óásætt­an­­leg,“ sagði Dav­íð.

FISK var hins vegar ekki lengi hlut­hafi í Brimi. Hinn 9. sept­em­ber var til­kynnt um kaup Útgerð­ar­fé­lags Reykja­víkur á hlut FISK í Brimi, sem var 10,18 pró­sent af heild­ar­hluta­fé. Kaup­verðið var á geng­inu 40,4 og nam um átta millj­örðum króna. FISK hafði eign­ast bréfin á geng­inu 36, um þremur vikum fyrr, og því var hagn­að­ur­inn umtals­verður af þessum við­skipt­um, eða um 1,4 millj­arðar króna. 

Í grein á vefnum Feyki, sem er í eigu Kaup­fé­lags Skag­firð­inga, sem birt­ist skömmu síðar var fjallað um við­skipt­in. Þar kom fram fram að Útgerð­ar­fé­lag Reykja­víkur hefði greitt 4,6 millj­arða króna af kaup­verð­inu með afla­heim­ildum í þorski, ýsu, ufsa og stein­bít­i. 

Gengi bréfa í Brimi er nú 38,25 krónur á hlut.  Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ísland mun taka á móti 85 kvótaflóttamönnum á næsta ári
Ríkisstjórnin hefur samþykkt að taka móti 85 kvótaflóttamönnum á næsta ári en það er fjölmennasta móttaka flóttafólks frá því að íslensk stjórnvöld hófu að taka á móti flóttafólki í samstarfi við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Regluveldi án réttinda
Kjarninn 12. nóvember 2019
Katrín Oddsdóttir, formaður stjórnarskrárfélagsins.
Stjórnarskrárfélagið segir umfjöllun Morgunblaðsins fjarstæðukennda
Stjórn­ar­skrár­fé­lagið seg­ir að um­fjöll­un Morgunblaðsins um meint af­skipti fé­lags­manna af rök­ræðukönn­un um stjórnarskrána, sem fór fram um helgina, sé fjar­stæðukennd.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og Helgi Hrafn Gunnlaugsson, þingmaður Pírata.
Rúmlega 95 prósent af tekjum Pírata og Flokks fólksins komu úr ríkissjóði
Flokkur fólksins hagnaðist um 27 milljónir króna í fyrra en Píratar töpuðu 11,7 milljónum. Báðir flokkarnir fengu engin framlög yfir 200 þúsund krónum og komu tekjur þeirra að uppistöðu úr ríkissjóði.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Ófyrirséður viðbótarkostnaður vegna nýs Herjólfs 790 milljónir
Íslenska ríkið greiðir 532 milljónir króna í viðbótarkostnað vegna lokauppgjörs við pólska skipasmíðastöð og 258 milljónir króna til rekstraraðila Herjólfs til að mæta ófyrirséðum kostnaðarauka vegna seinkunar á afhendingu.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Kvikan
Kvikan
Íslenskar valdablokkir, brottvísun þungaðrar konu og Play ... komið til að vera?
Kjarninn 12. nóvember 2019
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG.
Markmiðið að stuðla að því að upplýst verði um lögbrot og ámælisverða háttsemi
Forsætisráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um vernd uppljóstrara. Markmið laganna er að stuðla að því að upplýst verði um lögbrot og aðra ámælisverða háttsemi og þannig dregið úr slíku hátterni.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Svo virðist sem viðleitni stærstu lífeyrissjóða landsins til að hægja á umferð lántöku vegna húsnæðiskaupa hjá sér sé að virka.
Lífeyrissjóðir hafa lánað 15 prósent minna til húsnæðiskaupa en í fyrra
Stærstu lífeyrissjóðir landsins hafa verið að þrengja lánaskilyrði sín til að reyna að draga úr ásókn í sjóðsfélagslán til húsnæðiskaupa. Það virðist vera að virka. Mun minna hefur fengist lánað hjá lífeyrissjóðum það sem af er ári en á sama tíma í fyrra.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent