Eignarhlutur Útgerðarfélags Reykjavíkur í Brimi á leið í 52,8 prósent

Enn eru ekki allir fyrirvarar uppfylltir vegna kaupa stærsta eiganda Brims á stórum hlut í félaginu af sjávarútvegsarmi Kaupfélags Skagfirðinga á tæpa átta milljarða króna. Búist er við því að kaupin gangi í gegn 1. desember.

Guðmundur Kristjánsson er stærsti eigandi Brims og forstjóri félagsins.
Guðmundur Kristjánsson er stærsti eigandi Brims og forstjóri félagsins.
Auglýsing

Útgerðarfélag Reykjavíkur mun eiga um 52,8 prósent í Brimi þegar búið verður að ganga frá kaupum félagsins á hlut FISK Seafood, sjávarútvegsarms Kaupfélags Skagfirðinga, í sjávarútvegsfyrirtækinu fyrir tæplega átta milljarða króna. Fyrirvarar vegna kaupanna hafa enn ekki verið uppfylltir en gert er ráð fyrir því að þeir verði það þann 1. desember næstkomandi. 

Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallar Íslands.

Kaup Útgerðarfélags Reykjavíkur á hlut FISK Seafood í Brim voru kunngjörð í byrjun september. FISK hafði nokkrum vikum áður keypt hlut Gildis lífeyrissjóðs í Brimi sem sjóðurinn ákvað að selja vegna óánægju með kaup Brims á nokkrum sölufélögum af Útgerðarfélagi Reykjavíkur á 4,4 milljarða króna. Guðmundur Kristjánsson, aðaleigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur, er forstjóri Brims. Kaupverðið sem var greitt fyrir sölufélögin var greitt með hlutafjáraukningu í Brimi, sem nú hefur orðið að veruleika. 

Eftir hlutafjáraukninguna er hlutur Útgerðarfélags Reykjavíkur og tengdra aðila í þessu eina skráða sjávarútvegsfyrirtæki landsins orðin 42,71 prósent. 

Nái Útgerðarfélag Reykjavíkur að uppfylla fyrirvarana sem settir voru fyrir kaupum þess á hlut FISK Seafood í Brimi fyrir 1. desember næstkomandi mun eignarhlutur þess í Brimi fara í 52,76 prósent. Í tilkynningu til kauphallar segir þó að Útgerðarfélag Reykjavíkur stefni „að því að hlutur þess af heildarhlutafé Brim hf. verði undir helmingi hlutafjár til framtíðar.“

Gildi fór vegna endurtekinna viðskipta við stærsta eigandann

Hinn 18. ágúst síðastliðinn var frá því greint að FISK Seafood hefði gert skipti á hlutabréfum við Gildi lífeyrissjóð. FISK eignaðist hlutabréf Gildis í Brimi og Gildi eignaðist meðal annars hlutabréf í Högum í staðinn. 

Auglýsing
Da­víð Rúd­ólfs­son, for­­stöð­u­­maður eigna­­stýr­ingar og stað­­geng­ill for­­stjóra Gildis líf­eyr­is­­sjóðs, sagði við Kjarnann að ástæða söl­unnar væru við­skipti Brims við stærsta hlut­hafa félags­ins, sam­þykkt hefðu verið á hlut­hafa­fundi í vikunni á undan. Við­skiptin snerust um kaup Brims á öllu hlutafé í sölu­­­fé­lögum í Jap­an, Hong Kong og á meg­in­landi Kína, sem og þjónustufélagi á Íslandi, frá Útgerð­­­ar­­­fé­lagi Reykja­víkur á 4,4 millj­­­arða króna. „Veg­ferðin sem félagið virð­ist vera á með end­ur­teknum og umfangs­miklum við­skiptum við stærsta hlut­hafa og for­stjóra félags­ins er óásætt­an­leg,“ sagði Davíð.

FISK var hins vegar ekki lengi hluthafi í Brimi. Hinn 9. september var tilkynnt um kaup Útgerðarfélags Reykjavíkur á hlut FISK í Brimi, sem var 10,18 prósent af heildarhlutafé. Kaupverðið var á genginu 40,4 og nam um átta milljörðum króna. FISK hafði eignast bréfin á genginu 36, um þremur vikum fyrr, og því var hagnaðurinn umtalsverður af þessum viðskiptum, eða um 1,4 milljarðar króna. 

Í grein á vefnum Feyki, sem er í eigu Kaupfélags Skagfirðinga, sem birtist skömmu síðar var fjallað um viðskiptin. Þar kom fram fram að Útgerðarfélag Reykjavíkur hefði greitt 4,6 milljarða króna af kaupverðinu með aflaheimildum í þorski, ýsu, ufsa og steinbíti. 

Gengi bréfa í Brimi er nú 38,25 krónur á hlut.  


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir
Vonandi hægt að aflétta nokkuð hratt á næstu vikum
Helsta áskorunin í faraldrinum nú er sá fjöldi ferðamanna sem hingað er að koma sem er umfram spár. Breyta gæti þurft fyrirkomulagi á landamærum því heildargeta til skimunar takmarkast við 3-4.000 sýni á dag.
Kjarninn 6. maí 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 36. þáttur: Nunnusjóguninn II
Kjarninn 6. maí 2021
Deilan snýst um verksamning á milli ÍAV og 105 Miðborgar um fyrstu þrjú húsin sem eru þegar risin á reitnum í Laugarnesi. Hér má sjá tölvuteikningu af því hvernig áformað er að svæðið líti út í framtíðinni.
ÍAV stefna og setja fram 3,8 milljarða kröfur vegna deilu á Kirkjusandsreit
Íslenskir aðalverktakar eru búnir að stefna Íslandssjóðum og félaginu 105 Miðborg til greiðslu 3,8 milljarða króna vegna deilu um verksamning á Kirkjusandsreit. Verktakafyrirtækið missti verkið í febrúarmánuði.
Kjarninn 6. maí 2021
Andrés Ingi Jónsson
Þegar Tyrkir þjörmuðu að þingmönnum
Kjarninn 6. maí 2021
Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.
Síldarvinnslan einnig í vandræðum með tæknilegu hliðina á aðalfundi SFS
Mistök urðu þess valdandi að Síldarvinnslan náði ekki að greiða atkvæði í kjöri til stjórnar SFS á aðalfundi á föstudaginn. Tillaga um að greiða atkvæði á ný var þó samþykkt í kjölfarið, en þá lentu Samherji og Nesfiskur í svipuðum vandræðum.
Kjarninn 6. maí 2021
Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í dómsal í dag.
„Hér er ekki um leikaraskap, slysni eða eitthvað grín að ræða“
Það er mat ákæruvaldsins að Marek sé ekki að segja nákvæmlega allt sem hann muni frá deginum sem bruninn á Bræðraborgarstíg varð. Verjandi fer fram á að ef hann verði fundinn sekur og ósakhæfur verði hann ekki dæmdur til öryggisgæslu.
Kjarninn 5. maí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir ljóst að spennandi tímar séu framundan, vegna fyrirhugaðrar sölu ríkisins á hluta af hlut sínum í Íslandsbanka.
Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Eigið fé Íslandsbanka nam 185 milljörðum króna í lok mars. Bankastjórinn segir spennandi tíma framundan, í ljósi þess að stefnt sé að skráningu bankans á verðbréfamarkað að undangengnu útboði á hluta af hlut ríkisins í honum.
Kjarninn 5. maí 2021
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúninu
Arion hagnast um 6 milljarða á þremur mánuðum
Þrátt fyrir lága vexti og efnahagssamdrátt var hagnaður Arion banka á fyrsta fjórðungi þessa árs mun meiri en á sama tímabili í fyrra.
Kjarninn 5. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent