Eignarhlutur Útgerðarfélags Reykjavíkur í Brimi á leið í 52,8 prósent

Enn eru ekki allir fyrirvarar uppfylltir vegna kaupa stærsta eiganda Brims á stórum hlut í félaginu af sjávarútvegsarmi Kaupfélags Skagfirðinga á tæpa átta milljarða króna. Búist er við því að kaupin gangi í gegn 1. desember.

Guðmundur Kristjánsson er stærsti eigandi Brims og forstjóri félagsins.
Guðmundur Kristjánsson er stærsti eigandi Brims og forstjóri félagsins.
Auglýsing

Útgerð­ar­fé­lag Reykja­víkur mun eiga um 52,8 pró­sent í Brimi þegar búið verður að ganga frá kaupum félags­ins á hlut FISK Seafood, sjáv­ar­út­vegs­arms Kaup­fé­lags Skag­firð­inga, í sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­inu fyrir tæp­lega átta millj­arða króna. Fyr­ir­varar vegna kaupanna hafa enn ekki verið upp­fylltir en gert er ráð fyrir því að þeir verði það þann 1. des­em­ber næst­kom­and­i. 

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu til Kaup­hallar Íslands.

Kaup Útgerð­ar­fé­lags Reykja­víkur á hlut FISK Seafood í Brim voru kunn­gjörð í byrjun sept­em­ber. FISK hafði nokkrum vikum áður keypt hlut Gildis líf­eyr­is­sjóðs í Brimi sem sjóð­ur­inn ákvað að selja vegna óánægju með kaup Brims á nokkrum sölu­fé­lögum af Útgerð­ar­fé­lagi Reykja­víkur á 4,4 millj­arða króna. Guð­mundur Krist­jáns­son, aðal­eig­andi Útgerð­ar­fé­lags Reykja­vík­ur, er for­stjóri Brims. Kaup­verðið sem var greitt fyrir sölu­fé­lögin var greitt með hluta­fjár­aukn­ingu í Brimi, sem nú hefur orðið að veru­leika. 

Eftir hluta­fjár­aukn­ing­una er hlutur Útgerð­ar­fé­lags Reykja­víkur og tengdra aðila í þessu eina skráða sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki lands­ins orðin 42,71 pró­sent. 

Nái Útgerð­ar­fé­lag Reykja­víkur að upp­fylla fyr­ir­var­ana sem settir voru fyrir kaupum þess á hlut FISK Seafood í Brimi fyrir 1. des­em­ber næst­kom­andi mun eign­ar­hlutur þess í Brimi fara í 52,76 pró­sent. Í til­kynn­ingu til kaup­hallar segir þó að Útgerð­ar­fé­lag Reykja­víkur stefni „að því að hlutur þess af heild­ar­hlutafé Brim hf. verði undir helm­ingi hluta­fjár til fram­tíð­ar.“

Gildi fór vegna end­ur­tek­inna við­skipta við stærsta eig­and­ann

Hinn 18. ágúst síð­ast­lið­inn var frá því greint að FISK Seafood hefði gert skipti á hluta­bréfum við Gildi líf­eyr­is­sjóð. FISK eign­að­ist hluta­bréf Gildis í Brimi og Gildi eign­að­ist meðal ann­ars hluta­bréf í Högum í stað­inn. 

Auglýsing
Da­víð Rúd­­­ólfs­­son, for­­­stöð­u­­­maður eigna­­­stýr­ingar og stað­­­geng­ill for­­­stjóra Gildis líf­eyr­is­­­sjóðs, sagði við Kjarn­ann að ástæða söl­unnar væru við­­skipti Brims við stærsta hlut­hafa félags­­ins, sam­­þykkt hefðu verið á hlut­hafa­fundi í vik­unni á und­an. Við­­skiptin sner­ust um kaup Brims á öllu hlutafé í sölu­­­­fé­lögum í Jap­an, Hong Kong og á meg­in­landi Kína, sem og þjón­ustu­fé­lagi á Íslandi, frá Útgerð­­­­ar­­­­fé­lagi Reykja­víkur á 4,4 millj­­­­arða króna. „Veg­­ferðin sem félagið virð­ist vera á með end­­ur­­teknum og umfangs­­miklum við­­skiptum við stærsta hlut­hafa og for­­stjóra félags­­ins er óásætt­an­­leg,“ sagði Dav­íð.

FISK var hins vegar ekki lengi hlut­hafi í Brimi. Hinn 9. sept­em­ber var til­kynnt um kaup Útgerð­ar­fé­lags Reykja­víkur á hlut FISK í Brimi, sem var 10,18 pró­sent af heild­ar­hluta­fé. Kaup­verðið var á geng­inu 40,4 og nam um átta millj­örðum króna. FISK hafði eign­ast bréfin á geng­inu 36, um þremur vikum fyrr, og því var hagn­að­ur­inn umtals­verður af þessum við­skipt­um, eða um 1,4 millj­arðar króna. 

Í grein á vefnum Feyki, sem er í eigu Kaup­fé­lags Skag­firð­inga, sem birt­ist skömmu síðar var fjallað um við­skipt­in. Þar kom fram fram að Útgerð­ar­fé­lag Reykja­víkur hefði greitt 4,6 millj­arða króna af kaup­verð­inu með afla­heim­ildum í þorski, ýsu, ufsa og stein­bít­i. 

Gengi bréfa í Brimi er nú 38,25 krónur á hlut.  Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skýringarmynd af brú á Bárðardalsvegi eystri yfir frárennslisskurð við Kálfborgará miðað við virkjunartilhögun B.
Ekki hafi verið sýnt fram á brýna nauðsyn röskunar eldhrauns við Skjálfandafljót
Ljóst er að með tilkomu fyrirhugaðrar Einbúavirkjunar verður um að ræða inngrip í vatnafar Skjálfandafljóts sem hefur í för með sér neikvæð áhrif á fljótið á tilteknum kafla. Þetta kemur fram áliti Skipulagsstofnunar á matsskýrslu um virkjunina.
Kjarninn 12. ágúst 2020
Icelandair búið að ná samkomulagi við Boeing, og alla hina kröfuhafana
Icelandair Group er búið að ná samkomulagi við alla kröfuhafa sína. Félagið fær að falla frá kaupum á fjórum Boeing vélum sem það hafði skuldbundið sig til að kaupa.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Biden velur Harris sem varaforsetaefni
Demókrataflokkurinn hefur valið varaforsetaefni sitt fyrir komandi forsetakosningar. Hún er svört kona sem er líka af asísku bergi brotin og heitir Kamala Harris.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Þórður Snær Júlíusson
Stríðsrekstur fyrirtækis gegn nafngreindu fólki og gagnrýnum fjölmiðlum
Kjarninn 11. ágúst 2020
Höfuðstöðvar Ríkisútvarpsins í Efstaleiti.
Félag fréttamanna gagnrýnir myndband Samherja harðlega
Stjórn Félags fréttamanna, stéttarfélag fréttafólks á Ríkisútvarpinu, segir ómaklega veist að Helga Seljan fréttamanni í myndbandi sem Samherji birti í dag. Áhyggjuefni sé að reynt sé að gera fréttamann tortryggilegan í stað þess að svara spurningum.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Víðir Reynisson á upplýsingafundi almannavarna í dag.
Víðir: Getum ekki sest í hægindastólinn og slakað á
Þrátt fyrir að útlit sé fyrir að árangur sé að nást af hertum sóttvarnaaðgerðum innanlands og tilslakanir séu framundan er ekki kominn til að hætta að huga að smitvörnum. Sá tími kemur ekki á meðan að veiran er til staðar, segir Víðir Reynisson.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum í dag.
Þórólfur segir útlit fyrir að við séum að ná tökum á stöðunni
Sóttvarnalæknir segir að lítill fjöldi nýsmita allra síðustu daga bendi til þess að faraldurinn hér innanlands sé að verða viðráðanlegur. Hann lagði til tilslakanir innanlands og reifaði valkosti um aðgerðir á landamærum í minnisblaði til ráðherra.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Helgi Seljan var borin þungum sökum í myndbandi Samherja
RÚV og Helgi Seljan hafna ásökunum Samherja
„Ný viðmið í árásum stórfyrirtækis á fjölmiðla og einstaka fréttamenn,“ segir í yfirlýsingu frá Helga Seljan og Þóru Arnórsdóttur sem þau sendu frá sér vegna myndbands Samherja. Myndbandið var birt á YouTube rás Samherja fyrr í dag.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent