Segir Bandaríkin og Bretland vilja Ísland á lista yfir ósamvinnuþýð ríki

Það mun skýrast í lok viku hvort Íslandi muni takast að forðast það að lenda á lista með ríkjum með vafasamt stjórnarfar vegna lélegra varna landsins gegn peningaþvætti. Nánast ekkert var í lagi hérlendis í þeim vörnum áratugum saman.

peningaþvætti evrur
Auglýsing

Í Frétta­blað­inu í dag er því haldið fram að Banda­ríkin og Bret­land séu í hópi þjóða sem vilja að Ísland verði sett á lista alþjóð­legu sam­tak­ana Fin­ancial Act­ion Task Force (FATF) um ósam­vinnu­þýð ríki þegar kemur að vörnum gegn pen­inga­þvætti og fjár­mögnun hryðju­verka. Vilji sé á meðal full­trúa landana til að skapa for­dæmi fyrir því að hart sé tekið á slökum vörnum gagn­vart pen­inga­þvætti. Evr­ópu­sam­bandið og flest aðild­ar­ríki þess styðji hins vegar að Ísland fari ekki á list­ann, sem inni­heldur ríki á borð við Norð­ur­-Kóreu, Afganistan, Jem­en, Írak og Úganda. Hóp­ur­inn vilji ekki að land innan

­Evr­ópska efna­hags­svæð­is­ins lendi á hon­um.

Það kemur í ljós í lok viku hvort að þær aðgerðir sem Ísland hefur gripið til síð­ast­liðið eitt og hálft ár, til að bregð­ast við algjör­lega óvið­un­andi ástandi í vörnum pen­inga­þvætti hér­lend­is, verði taldar nægj­an­legar til að halda rík­inu af list­an­um.

Ástandið búið að liggja fyrir lengi

Kjarn­inn hefur fjallað ítar­lega um þá stöðu sem hefur verið uppi í vörnum Íslands gagn­vart pen­inga­þvætti á und­an­förnum árum. FATF skil­aði skýrslu um varnir Íslands gegn pen­inga­þvætti og fjár­­­mögnun hryðju­verka í apríl í fyrra. Nið­­ur­­staða hennar var að Ísland fékk fall­ein­kunn. Lagaum­hverfi, virkni eft­ir­lits og fram­­fylgd var í lama­­sessi að mati FAT­F. 

Íslandi var gefið fram á mitt ár 2019 til að bregð­­ast við. Ef úrbætur yrðu ekki nægj­an­­leg­­ar, og Ísland færi á lista FATF yfir ósam­vinn­u­þýð ríki myndi það, að mati inn­­­lendra hags­muna­að­ila, leiða til þess að orðstír og trú­verð­ug­­leiki Íslands á alþjóða­vett­vangi biði veru­­legan hnekki. Lík­urnar á auk­inni erlendri fjár­fest­ingu myndu drag­ast saman og áhrif á láns­hæf­is­mat íslenskra fyr­ir­tækja, meðal ann­ars fjár­mála­stofn­ana, yrðu óum­flýj­an­leg.

Kjarn­inn greindi frá því í lok ágúst að Ísland hefði skilað FATF eft­ir­­­fylgn­is­­­skýrslu vegna aðgerða sem Ísland hefur gripið til til að bæta varnir sínar gegn pen­inga­þvætti og fjár­­­­­mögnun hryðju­verka, snemma í sum­­­­­ar. Skýrslan var tekin til umræðu á fundi FATF þann 19. júní síð­­­ast­lið­inn.

Auglýsing
Í eft­ir­fylgn­is­skýrslu sem birt var snemma í sept­em­ber kom fram að Ísland hefði upp­­­fyllt 28 af 40 til­­­mælum sem FATF gerði kröfu um að lög­­­gjöf ríkja þurfi að upp­­­fylla. Ísland upp­­­fyllir ell­efu til­­­mæli að hluta en ein til­­­mæli, sem lúta að starf­­semi almanna­heilla­­fé­laga, töld­ust enn óupp­­­fyllt. Ráð­ist var í að keyra í gegn lög um þau fyrr í þessum mán­uði, og virt­ist þing­heimur þá vera að vakna til vit­undar um alvar­leika máls­ins. 

Einn maður árum saman

Pen­inga­þvætt­is­skrif­stofa var lengi starf­­rækt innan Efna­hags­brota­­deildar rík­­is­lög­­reglu­­stjóra. Þar starf­aði einn ein­stak­l­ingur og árangur af starf­­sem­inni lít­ill sem eng­inn. 

Skrif­­stofan var færð yfir til emb­ættis hér­­aðs­sak­­sókn­­ara um mitt ár 2015. Ólafur Þór Hauks­­son, hér­­aðs­sak­­sókn­­ari, var spurður af því  í sjón­­varps­þætt­inum 21 á Hring­braut 3. októ­ber 2018 hvort aðgerðir Íslend­inga til að koma í veg fyrir að pen­inga­þvætti hefðu verið við­un­andi á und­an­­förnum árum. „Þessu eru auðsvar­að,“ sagði Ólaf­­ur, „nei það er það ekki.“

Skýrsla FATF ýtti veru­­lega við málum hér­­­lend­­is. Það þurfti að bregð­­ast við þessum athuga­­semdum hratt, auk þess sem fyrir lá að fjórða pen­inga­þvætt­is­til­skipun Evr­­ópu­­sam­­bands­ins yrði tekin upp í samn­ingnum um Evr­­ópska efna­hags­­svæðið (EES) í des­em­ber 2018.

Starfs­hópur á vegum dóms­­mála­ráð­herra var því settur í að semja frum­varp um heild­­ar­end­­ur­­skoðun á lögum um pen­inga­þvætti og fjár­­­mögnun hryðju­verka.

Sú vinna skil­aði því að Sig­ríður Á. And­er­sen dóms­­mála­ráð­herra lagði fram frum­varp um ný heild­­ar­lög 5. nóv­­em­ber síð­­ast­lið­inn. Málið var afgreitt frá efna­hags- og við­­skipta­­nefnd 12. des­em­ber og síð­­­ari tvær umræður kláraðar dag­inn án ann­­arra ræð­u­halda en Brynjars Níels­­son­­ar, sem mælti fyrir nefnd­­ar­á­liti um málið sem full­­trúar alla flokka skrif­uðu und­­ir.

Frum­varpið varð að lögum með öllum greiddum atkvæðum þing­­manna þann sama dag. Þau tóku gild 1. jan­úar 2019.

Í grein­­ar­­gerð með frum­varp­inu sagði að nauð­­syn­­legt yrði að fara í heild­­ar­end­­ur­­skoðun á gild­andi lögum þar sem gera þarf veru­­legar úrbætur á lög­­unum til að upp­­­fylla þær lág­­marks­­kröfur sem gerðar eru á alþjóða­vett­vangi.

Skylt að til­­kynna um grun­­sam­­leg við­­skipti

Á meðal þeirra breyt­inga sem nýju lögin hafa í för með sér er að ákvæði um ein­stak­l­inga „í áhætt­u­hópi vegna stjórn­­­mála­­legra tengsla“ eru ítar­­legri en í gömlu lög­­un­­um. Til þessa hóps telj­­ast þeir sem eru eða hafa verið hátt­­settir í opin­berri þjón­ustu, nán­asta fjöl­­skylda þeirra og ein­stak­l­ingar sem vitað er að eru nánir sam­­starfs­­menn þeirra. Sam­­kvæmt nýju lög­­unum þurfa til­­kynn­inga­­skyldir aðil­­ar, t.d. bankar eða aðrar fjár­­­mála­­stofn­an­ir, að hafa við­eig­andi „kerfi, ferla og aðferðir til að meta hvort inn­­­lendur eða erlendur við­­skipta­­maður eða raun­veru­­legur eig­andi sé í áhætt­u­hópi vegna stjórn­­­mála­­legra tengsla.“

Auglýsing
Það var ákvæði um raun­veru­­lega eig­endur gert ítar­­legra. Þannig þurfi til að mynda að gera grein­­ar­mun á laga­­legum eig­endum og raun­veru­­legum eig­endum t.d. fjár­­vörslu­­sjóða sem oft eru ein­ungis skráðir í eigu fjár­­­stýr­ing­­ar­­fyr­ir­tækja án þess að fyrir liggi hvaða ein­stak­l­ingar eigi fjár­­mun­ina sem í sjóð­unum eru.

Pen­inga­þvætt­is­skrif­stofa hér­­aðs­sak­­sóknar fékk nýtt nafn, skrif­­stofa fjár­­­mála­­grein­inga lög­­­reglu. Starfs­­mönnum hennar hefur verið fjölgað mjög, fjár­­munir hafa verið settir í að kaupa upp­­lýs­inga­­kerfi til að taka á móti og halda utan um til­­kynn­ingar um pen­inga­þvætti og eft­ir­lit með starf­­semi innan banka hefur verið eflt. Öllum opin­berum aðilum er nú skylt að til­­kynna henni um grun­­sam­­leg við­­skipti og sú til­­kynn­ing­­ar­­skylda víkur allri þagn­­ar­­skyldu stjórn­­­valda til hlið­­ar­.  

Þving­un­ar­úr­ræði og við­­ur­lög

Með nýju lög­­unum var skipun og hlut­verk stýri­hóps um aðgerðir gegn pen­inga­þvætti og fjár­­­mögnun hryðju­verka lög­­­fest. Helstu verk­efni stýri­hóps­ins sam­­kvæmt frum­varp­inu, verða að tryggja yfir­­­sýn, sam­hæf­ingu og stefn­u­­mótun í mála­­flokkn­­um.

Í stýri­hópnum eiga sæti full­­trúar þeirra stjórn­­­valda sem eiga aðkomu að mála­­flokkn­um, sem eru m.a. dóms­­mála­ráðu­­neyt­ið, atvinn­u­­vega- og nýsköp­un­­ar­ráðu­­neyt­ið, fjár­­­mála- og efna­hags­ráðu­­neyt­ið, Fjár­­­mála­eft­ir­litið og aðrir eft­ir­lits­að­ilar með lög­­un­um, Seðla­­banki Íslands, Toll­­stjóri, skatt­yf­­ir­völd, Hér­­aðs­sak­­sókn­­ari og Lög­­regla höf­uð­­borg­­ar­­svæð­is­ins.

Þá verða veru­­legar breyt­ingar hvað varðar þving­un­ar­úr­ræði og við­­ur­lög. Hingað til hafa eft­ir­lits­að­ilar með pen­inga­þvætti og fjár­­­mögnun hryðju­verka á Íslandi nefn­i­­lega ekki haft við­eig­andi úrræði til þess að bregð­­ast við lög­­brot­­um. Sektir voru einu við­­ur­lögin sam­­kvæmt gömlu lög­­unum sem eft­ir­lits­að­ilar gátu gripið til. Í alvar­­legri brotum var hins vegar hægt að ákæra.

Hvöss brynn­ing og óvið­un­andi ástand

Kjarn­inn greindi frá því að Unnur Gunn­­ar­s­dótt­ir, for­­stjóri Fjár­­­mála­eft­ir­lits­ins, hafi skrifað pistil í nýj­­­ustu útgáfu Fjár­­­­­mála, rits stofn­un­­­ar­inn­­­ar, sem kom út seint ágúst, þar sem fram kom að þegar FATF hafi fellt áfell­is­­dóm sinn yfir lög­­­­­gjöf og eft­ir­liti Íslend­inga með pen­inga­þvætti og fjár­­­­­mögnun hryðju­verka í fyrra­vor hafi „Fjár­­­mála­eft­ir­litið og ýmsir aðrir [feng­ið] hvassa brýn­ingu um að taka til hend­inni og verða við úrbóta­­­kröfum alþjóða­­­sam­­­fé­lags­ins.“

Kjarn­inn greindi frá því 31. maí síð­­ast­lið­inn að FME hefði fram­­kvæmt athugun á aðgerðum Arion banka gegn pen­inga­þvætti og fjár­­­mögnun hryðju­verka. Slík athugun á Arion banka hófst í októ­ber 2018 og leiddi til þess að eft­ir­litið gerði marg­hátt­aðar athuga­­semdir við brotala­mir hjá bank­­anum í jan­úar 2019. 

Fjár­­­mála­eft­ir­litið hefur ekki viljað svara því hvort yfir standi athugun á aðgerðum Lands­­bank­ans, Íslands­­­banka og Kviku banka gegn pen­inga­þvætti og fjár­­­mögnun hryðju­verka. Það seg­ist þó hafa fram­­kvæmt tæp­­lega 20 athug­­anir hjá til­kynn­ing­ar­skyldum aðilum sem lúta eft­ir­liti stofn­un­­ar­innar frá árinu 2017 og nú standi yfir þrjár slíkar athug­an­­ir. Það kunni að vera að gagn­­sæ­istil­kynn­ingar verði birtar vegna þeirra athug­ana innan tíð­­ar.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgunblaðsins og hefur verið það frá haustinu 2009.
Davíð Oddsson með 5,6 milljónir króna á mánuði – Í sérflokki á meðal fjölmiðlamanna
Alls voru tólf starfsmenn RÚV með yfir milljón á mánuði í fyrra og þann þrettánda vantaði einungis tvö þúsund krónur á mánuði til að slást í hópinn. Ritstjóri Viljans var með tæplega 4,5 milljónir króna á mánuði.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kostnaður vegna aksturs þingmanna eykst um fjórar milljónir milli ára
Vilhjálmur Árnason er sá þingmaður sem taldi fram mesta aksturkostnað á fyrri hluta ársins. Hann sker sig einnig úr þar sem hann notar nánast einvörðungu eigin bíl á meðan að aðrir þingmenn nýta bílaleigubíla að uppistöðu.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Með Salek á sjálfstýringu: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar II
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir og Dagur B. Eggertsson.
Dagur ætlar ekki að bjóða sig fram til formanns – Kristrún tilkynnir á föstudag
Línur eru að skýrast í formannsbaráttunni hjá Samfylkingunni, en nýr formaður verður kosinn í október. Borgarstjórinn í Reykjavík er búinn að staðfesta það sem lá í loftinu, hann fer ekki fram. Kristrún Frostadóttir hefur boðað stuðningsmenn á fund.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Rannsóknarskipið Hákon krónprins við rannsóknir í Norður-Íshafi.
Ískyggilegar niðurstöður úr Norður-Íshafi
Lífríkið undir ísnum í Norður-Íshafinu er ekki það sem vísindamenn áttu von á. Í nýrri rannsókn kom í ljós að vistkerfið einkennist ekki af tegundum sem helst einkenna hin köldu heimskautasvæði.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Ingrid Kuhlman
Tölum um dauðann
Kjarninn 17. ágúst 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að sameina þrjá tónlistarsjóði í einn og skilgreina Sinfó sem þjóðareign
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram drög að nýjum heildarlögum um tónlist. Stofna á Tónlistarmiðstöð, sjálfseignarstofnun sem á að verða hornsteinn íslensks tónlistarlífs og rekin með svipuðum hætti og Íslandsstofa.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Í sumar hafa tugir borga í Kína lýst yfir hættuástandi vegna hita.
Verksmiðjum lokað og mikill uppskerubrestur blasir við
Hitabylgja sumarsins hefur haft gríðarleg áhrif á stórum landsvæðum í Kína. Rafmagn er skammtað og algjörum uppskerubresti hefur þegar verið lýst yfir á nokkrum svæðum.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent