Segir Bandaríkin og Bretland vilja Ísland á lista yfir ósamvinnuþýð ríki

Það mun skýrast í lok viku hvort Íslandi muni takast að forðast það að lenda á lista með ríkjum með vafasamt stjórnarfar vegna lélegra varna landsins gegn peningaþvætti. Nánast ekkert var í lagi hérlendis í þeim vörnum áratugum saman.

peningaþvætti evrur
Auglýsing

Í Frétta­blað­inu í dag er því haldið fram að Banda­ríkin og Bret­land séu í hópi þjóða sem vilja að Ísland verði sett á lista alþjóð­legu sam­tak­ana Fin­ancial Act­ion Task Force (FATF) um ósam­vinnu­þýð ríki þegar kemur að vörnum gegn pen­inga­þvætti og fjár­mögnun hryðju­verka. Vilji sé á meðal full­trúa landana til að skapa for­dæmi fyrir því að hart sé tekið á slökum vörnum gagn­vart pen­inga­þvætti. Evr­ópu­sam­bandið og flest aðild­ar­ríki þess styðji hins vegar að Ísland fari ekki á list­ann, sem inni­heldur ríki á borð við Norð­ur­-Kóreu, Afganistan, Jem­en, Írak og Úganda. Hóp­ur­inn vilji ekki að land innan

­Evr­ópska efna­hags­svæð­is­ins lendi á hon­um.

Það kemur í ljós í lok viku hvort að þær aðgerðir sem Ísland hefur gripið til síð­ast­liðið eitt og hálft ár, til að bregð­ast við algjör­lega óvið­un­andi ástandi í vörnum pen­inga­þvætti hér­lend­is, verði taldar nægj­an­legar til að halda rík­inu af list­an­um.

Ástandið búið að liggja fyrir lengi

Kjarn­inn hefur fjallað ítar­lega um þá stöðu sem hefur verið uppi í vörnum Íslands gagn­vart pen­inga­þvætti á und­an­förnum árum. FATF skil­aði skýrslu um varnir Íslands gegn pen­inga­þvætti og fjár­­­mögnun hryðju­verka í apríl í fyrra. Nið­­ur­­staða hennar var að Ísland fékk fall­ein­kunn. Lagaum­hverfi, virkni eft­ir­lits og fram­­fylgd var í lama­­sessi að mati FAT­F. 

Íslandi var gefið fram á mitt ár 2019 til að bregð­­ast við. Ef úrbætur yrðu ekki nægj­an­­leg­­ar, og Ísland færi á lista FATF yfir ósam­vinn­u­þýð ríki myndi það, að mati inn­­­lendra hags­muna­að­ila, leiða til þess að orðstír og trú­verð­ug­­leiki Íslands á alþjóða­vett­vangi biði veru­­legan hnekki. Lík­urnar á auk­inni erlendri fjár­fest­ingu myndu drag­ast saman og áhrif á láns­hæf­is­mat íslenskra fyr­ir­tækja, meðal ann­ars fjár­mála­stofn­ana, yrðu óum­flýj­an­leg.

Kjarn­inn greindi frá því í lok ágúst að Ísland hefði skilað FATF eft­ir­­­fylgn­is­­­skýrslu vegna aðgerða sem Ísland hefur gripið til til að bæta varnir sínar gegn pen­inga­þvætti og fjár­­­­­mögnun hryðju­verka, snemma í sum­­­­­ar. Skýrslan var tekin til umræðu á fundi FATF þann 19. júní síð­­­ast­lið­inn.

Auglýsing
Í eft­ir­fylgn­is­skýrslu sem birt var snemma í sept­em­ber kom fram að Ísland hefði upp­­­fyllt 28 af 40 til­­­mælum sem FATF gerði kröfu um að lög­­­gjöf ríkja þurfi að upp­­­fylla. Ísland upp­­­fyllir ell­efu til­­­mæli að hluta en ein til­­­mæli, sem lúta að starf­­semi almanna­heilla­­fé­laga, töld­ust enn óupp­­­fyllt. Ráð­ist var í að keyra í gegn lög um þau fyrr í þessum mán­uði, og virt­ist þing­heimur þá vera að vakna til vit­undar um alvar­leika máls­ins. 

Einn maður árum saman

Pen­inga­þvætt­is­skrif­stofa var lengi starf­­rækt innan Efna­hags­brota­­deildar rík­­is­lög­­reglu­­stjóra. Þar starf­aði einn ein­stak­l­ingur og árangur af starf­­sem­inni lít­ill sem eng­inn. 

Skrif­­stofan var færð yfir til emb­ættis hér­­aðs­sak­­sókn­­ara um mitt ár 2015. Ólafur Þór Hauks­­son, hér­­aðs­sak­­sókn­­ari, var spurður af því  í sjón­­varps­þætt­inum 21 á Hring­braut 3. októ­ber 2018 hvort aðgerðir Íslend­inga til að koma í veg fyrir að pen­inga­þvætti hefðu verið við­un­andi á und­an­­förnum árum. „Þessu eru auðsvar­að,“ sagði Ólaf­­ur, „nei það er það ekki.“

Skýrsla FATF ýtti veru­­lega við málum hér­­­lend­­is. Það þurfti að bregð­­ast við þessum athuga­­semdum hratt, auk þess sem fyrir lá að fjórða pen­inga­þvætt­is­til­skipun Evr­­ópu­­sam­­bands­ins yrði tekin upp í samn­ingnum um Evr­­ópska efna­hags­­svæðið (EES) í des­em­ber 2018.

Starfs­hópur á vegum dóms­­mála­ráð­herra var því settur í að semja frum­varp um heild­­ar­end­­ur­­skoðun á lögum um pen­inga­þvætti og fjár­­­mögnun hryðju­verka.

Sú vinna skil­aði því að Sig­ríður Á. And­er­sen dóms­­mála­ráð­herra lagði fram frum­varp um ný heild­­ar­lög 5. nóv­­em­ber síð­­ast­lið­inn. Málið var afgreitt frá efna­hags- og við­­skipta­­nefnd 12. des­em­ber og síð­­­ari tvær umræður kláraðar dag­inn án ann­­arra ræð­u­halda en Brynjars Níels­­son­­ar, sem mælti fyrir nefnd­­ar­á­liti um málið sem full­­trúar alla flokka skrif­uðu und­­ir.

Frum­varpið varð að lögum með öllum greiddum atkvæðum þing­­manna þann sama dag. Þau tóku gild 1. jan­úar 2019.

Í grein­­ar­­gerð með frum­varp­inu sagði að nauð­­syn­­legt yrði að fara í heild­­ar­end­­ur­­skoðun á gild­andi lögum þar sem gera þarf veru­­legar úrbætur á lög­­unum til að upp­­­fylla þær lág­­marks­­kröfur sem gerðar eru á alþjóða­vett­vangi.

Skylt að til­­kynna um grun­­sam­­leg við­­skipti

Á meðal þeirra breyt­inga sem nýju lögin hafa í för með sér er að ákvæði um ein­stak­l­inga „í áhætt­u­hópi vegna stjórn­­­mála­­legra tengsla“ eru ítar­­legri en í gömlu lög­­un­­um. Til þessa hóps telj­­ast þeir sem eru eða hafa verið hátt­­settir í opin­berri þjón­ustu, nán­asta fjöl­­skylda þeirra og ein­stak­l­ingar sem vitað er að eru nánir sam­­starfs­­menn þeirra. Sam­­kvæmt nýju lög­­unum þurfa til­­kynn­inga­­skyldir aðil­­ar, t.d. bankar eða aðrar fjár­­­mála­­stofn­an­ir, að hafa við­eig­andi „kerfi, ferla og aðferðir til að meta hvort inn­­­lendur eða erlendur við­­skipta­­maður eða raun­veru­­legur eig­andi sé í áhætt­u­hópi vegna stjórn­­­mála­­legra tengsla.“

Auglýsing
Það var ákvæði um raun­veru­­lega eig­endur gert ítar­­legra. Þannig þurfi til að mynda að gera grein­­ar­mun á laga­­legum eig­endum og raun­veru­­legum eig­endum t.d. fjár­­vörslu­­sjóða sem oft eru ein­ungis skráðir í eigu fjár­­­stýr­ing­­ar­­fyr­ir­tækja án þess að fyrir liggi hvaða ein­stak­l­ingar eigi fjár­­mun­ina sem í sjóð­unum eru.

Pen­inga­þvætt­is­skrif­stofa hér­­aðs­sak­­sóknar fékk nýtt nafn, skrif­­stofa fjár­­­mála­­grein­inga lög­­­reglu. Starfs­­mönnum hennar hefur verið fjölgað mjög, fjár­­munir hafa verið settir í að kaupa upp­­lýs­inga­­kerfi til að taka á móti og halda utan um til­­kynn­ingar um pen­inga­þvætti og eft­ir­lit með starf­­semi innan banka hefur verið eflt. Öllum opin­berum aðilum er nú skylt að til­­kynna henni um grun­­sam­­leg við­­skipti og sú til­­kynn­ing­­ar­­skylda víkur allri þagn­­ar­­skyldu stjórn­­­valda til hlið­­ar­.  

Þving­un­ar­úr­ræði og við­­ur­lög

Með nýju lög­­unum var skipun og hlut­verk stýri­hóps um aðgerðir gegn pen­inga­þvætti og fjár­­­mögnun hryðju­verka lög­­­fest. Helstu verk­efni stýri­hóps­ins sam­­kvæmt frum­varp­inu, verða að tryggja yfir­­­sýn, sam­hæf­ingu og stefn­u­­mótun í mála­­flokkn­­um.

Í stýri­hópnum eiga sæti full­­trúar þeirra stjórn­­­valda sem eiga aðkomu að mála­­flokkn­um, sem eru m.a. dóms­­mála­ráðu­­neyt­ið, atvinn­u­­vega- og nýsköp­un­­ar­ráðu­­neyt­ið, fjár­­­mála- og efna­hags­ráðu­­neyt­ið, Fjár­­­mála­eft­ir­litið og aðrir eft­ir­lits­að­ilar með lög­­un­um, Seðla­­banki Íslands, Toll­­stjóri, skatt­yf­­ir­völd, Hér­­aðs­sak­­sókn­­ari og Lög­­regla höf­uð­­borg­­ar­­svæð­is­ins.

Þá verða veru­­legar breyt­ingar hvað varðar þving­un­ar­úr­ræði og við­­ur­lög. Hingað til hafa eft­ir­lits­að­ilar með pen­inga­þvætti og fjár­­­mögnun hryðju­verka á Íslandi nefn­i­­lega ekki haft við­eig­andi úrræði til þess að bregð­­ast við lög­­brot­­um. Sektir voru einu við­­ur­lögin sam­­kvæmt gömlu lög­­unum sem eft­ir­lits­að­ilar gátu gripið til. Í alvar­­legri brotum var hins vegar hægt að ákæra.

Hvöss brynn­ing og óvið­un­andi ástand

Kjarn­inn greindi frá því að Unnur Gunn­­ar­s­dótt­ir, for­­stjóri Fjár­­­mála­eft­ir­lits­ins, hafi skrifað pistil í nýj­­­ustu útgáfu Fjár­­­­­mála, rits stofn­un­­­ar­inn­­­ar, sem kom út seint ágúst, þar sem fram kom að þegar FATF hafi fellt áfell­is­­dóm sinn yfir lög­­­­­gjöf og eft­ir­liti Íslend­inga með pen­inga­þvætti og fjár­­­­­mögnun hryðju­verka í fyrra­vor hafi „Fjár­­­mála­eft­ir­litið og ýmsir aðrir [feng­ið] hvassa brýn­ingu um að taka til hend­inni og verða við úrbóta­­­kröfum alþjóða­­­sam­­­fé­lags­ins.“

Kjarn­inn greindi frá því 31. maí síð­­ast­lið­inn að FME hefði fram­­kvæmt athugun á aðgerðum Arion banka gegn pen­inga­þvætti og fjár­­­mögnun hryðju­verka. Slík athugun á Arion banka hófst í októ­ber 2018 og leiddi til þess að eft­ir­litið gerði marg­hátt­aðar athuga­­semdir við brotala­mir hjá bank­­anum í jan­úar 2019. 

Fjár­­­mála­eft­ir­litið hefur ekki viljað svara því hvort yfir standi athugun á aðgerðum Lands­­bank­ans, Íslands­­­banka og Kviku banka gegn pen­inga­þvætti og fjár­­­mögnun hryðju­verka. Það seg­ist þó hafa fram­­kvæmt tæp­­lega 20 athug­­anir hjá til­kynn­ing­ar­skyldum aðilum sem lúta eft­ir­liti stofn­un­­ar­innar frá árinu 2017 og nú standi yfir þrjár slíkar athug­an­­ir. Það kunni að vera að gagn­­sæ­istil­kynn­ingar verði birtar vegna þeirra athug­ana innan tíð­­ar.Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristbjörn Árnason
Röddin aftan úr myrkviðum fortíðarinnar
Leslistinn 12. nóvember 2019
Wikileaks birtir 30 þúsund skjöl um Samherja
Stundin, Al Jazeera, Wikileaks og Kveikur RÚV hafa í samstarfi unnið að umfjöllun um mútugreiðslur Samherja í Afríku.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Samherji fjallaði sérstaklega um spill­ingu og mútur í árs­reikn­ingi
Í nýjasta ársreikningi Samherja segir að fyrirtækið ætli að setja sér skrifleg viðmið um sið­ferði, spill­ingu, mann­rétt­indi og mútur á árinu 2019. Nú er Samherji ásakaður um spillingu og mútur í Namibíu.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson eru helstu stjórnendur og eigendur Samherja.
Samherji sagður hafa mútað ráðherrum til að komast yfir kvóta í Afríku
Í Kveiki í kvöld sagðist fyrrverandi yfirmaður hjá Samherja í Namibíu hafa tekið þátt í að greiða mútur til háttsettra ráðamanna í landinu til að tryggja Samherja kvóta. Það hafi verið gert með aðkomu Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Vilhjálmur Egilsson formaður hæfnisnefndar
Tíu umsækjendur eru um stöðu varaseðlabankastjóra á sviði fjármálastöðugleika.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Borghildur Sölvey Sturludóttir
Fegurðin býr í fólkinu
Kjarninn 12. nóvember 2019
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir – Hárið
Kjarninn 12. nóvember 2019
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Ríkisframlög til Samfylkingarinnar nær fjórfölduðust í fyrra
Framlög úr ríkissjóði til Samfylkingarinnar voru 89 milljónir í fyrra sem er nær fjórfalt hærri upphæð en árið 2017. Framlög ríkissjóðs til stjórnmálaflokka voru hækkuð á síðasta ári að til­­­lögu sex flokka sem sæti eiga á Alþing­i.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent