Kaþólska kirkjan vill hafa meiri áhrif á stjórnmál á Íslandi

Prestur innan kaþólsku kirkjunnar segir að kaþólska kirkjan myndi vissulega vilja hafa meiri áhrif á stjórnmál á Íslandi. Hann segir að rödd kaþólsku kirkjunnar hafi þó fengið lítinn hljómgrunn hjá stjórnvöldum á Íslandi hingað til.

Séra Jakob Rolland, prestur kaþólsku kirkjunnar í Reykjavík.
Séra Jakob Rolland, prestur kaþólsku kirkjunnar í Reykjavík.
Auglýsing

Skoðanir kaþólsku kirkjunni hljóta ekki mikinn hljómgrunn hjá stjórnvöldum hér á landi og myndi kirkjan vilja hafa meiri áhrif á íslensk stjórnmál. „Sjónarmið okkar, sérstaklega hvað varðar mál þjóðfélagsins eru ekki endilega trúmál heldur bara almenn þjóðfélagsmál sem skipta kirkjuna máli. Því við viljum vernda lífið og standa fyrir mannréttindum. Þá skiptir máli að röddin okkar heyrist,“ segir Séra Jakob Rolland, prestur kaþólsku kirkjunnar í Reykjavík, í samtali við Kjarnann.

Afstaða kirkjunnar gagnvart hjónaböndum samkynja para ekki breyst

Íhaldssöm og rótgróin viðhorf kaþólsku kirkjunnar gagnvart samkynhneigðum og sjálfsákvörðunarrétti kvenna yfir eigin líkama eru vel þekkt og er íslenskur angi kaþólsku kirkjunnar engin undantekning. Kaþólska kirkjan mótmælti bæði frumvarpi stjórnvalda um hjónabönd samkynja para árið 2010 og þungunarrofsfrumvarpi stjórnvalda í vor.

Aðspurður hvort að afstaða kirkjunnar gagnvart hjónaböndum samkynja para hafi breyst frá því að lögin voru samþykkt svarar Jakob að svo væri ekki. Hann segir að í rauninni skipti íslensk lög engu máli þegar kemur að hjónabandi samkynja para þar sem trú kaþólsku kirkjunnar segir þeim að þannig hjónaband sé einfaldlega ekki mögulegt. 

Auglýsing

„Ef tvær konur koma til okkar og vilja giftast þá segi ég: Því miður það gengur ekki hjá okkur. Ef þær segja þá ætlum við að kæra ykkur, þá segi ég: Gerðu það. Ef ég fer fangelsi, þá fer ég í fangelsi en það breytir engu um mína afstöðu,“ segir Jakob.

Fá lítinn hljómgrunn hjá íslenskum stjórnvöldum

Aðspurður um hvort að biskupsdæmin aðlagist að einhverju leyti að þeim löndum sem þau hafi aðsetur í svarar Jakob: „Já og nei. Ef maður talar um þjóðfélagsmál sem eru á yfirráðasvæði stjórnvalda þá er kirkjan auðvitað með í ráðum og reynir að fylgjast með og styðja. Til dæmis núna um vernd umhverfis, þá er kirkjan mjög mikið með. Aftur móti ef það snýst um brot á mannréttindum og grundvallar gildum mannlegs lífs, þá stendur kirkjan bara eins og einn klettur sama hvar það gerist í heiminum. Þá er það sjálfur páfinn sem tjáir sig fyrir hönd kirkjunnar í þessum málum og við tökum undir.“

Jakob segir skoðanir kirkjunnar aftur á móti ekki fá mikinn hljómgrunn hjá stjórnvöldum hér á landi og aðspurður um hvort að kaþólska kirkjan myndi vilja hafa meiri áhrif á stjórnmál á Íslandi nú þegar kaþólikkar eru að verða sífellt fjölmennara afl á Íslandi segir Jakob svo vera. 

„Sjónarmið okkar, sérstaklega hvað varðar mál þjóðfélagsins eru ekki endilega trúmál heldur bara almenn þjóðfélagsmál sem skipta kirkjuna máli. Því við viljum vernda lífið og standa fyrir mannréttindum. Þá skiptir máli að röddin okkar heyrist,“ segir Jakob. 

Hér er hægt að lesa fréttaskýringu Kjarnans um kaþólsku kirkjuna í heild sinni. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent