Vilja fjölga farþegum í innanlandsflugi um fimmtung

Stjórnvöld ætla sér að bæta grundvöll innanlandsflug hér á landi og er markmiðið að fjöldi farþega með innanlandsflugi verði 440 þúsund árið 2024 en það er rúmlega 70.000 fleiri farþegar en árið 2018.

flugfelag_islands_fokker_isafjordur_2017.jpg
Auglýsing

Fjölga á far­þegum í inn­an­lands­flugi um fimmt­ung fyrir árið 2024 sam­kvæmt nýrri aðgerða­á­ætlun sam­göngu­ráð­herra. Á síð­asta ára­tug hefur far­þegum í inn­­an­lands­flugi fækkað um fimmt­ung og tekjur flug­­­fé­lag­anna tveggja ekki staðið undir kostn­aði. Stjórn­völd stefna að því að styrkja grund­völl inn­an­lands, meðal ann­ars með því að ­nið­ur­greiði far­gjöld til fólks sem býr fjarri höf­uð­borg­ar­svæð­inu 

Fyrsta flug­stefna stjórn­valda

Í síð­ustu viku kynnti Sig­urður Ingi Jóhanns­son, sam­göngu- og sveita­stjórn­ar­ráð­herra fyrstu flug­stefnu Íslands. Heild­stæð flug­stefna er liður í stefnu­mörkun sam­göngu­á­ætl­unar en Sig­urður Ingi kynnti sam­hliða flug­stefn­unni end­ur­skoð­aða sam­göngu­á­ætlun fyrir tíma­bilið 2020 til 2034. 

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra. Mynd:Bára Huld BeckÍ nýju flug­stefn­unni eru meðal ann­ars kynntar aðgerðir sem miða að því að styrkja grund­völl inn­an­lands­flugs, bæta sam­þætt­ingu þess við aðra hluta sam­göngu­kerf­is­ins, þar með talið milli­landa­flug, og gera það þannig að raun­hæfum og skil­virkum kosti fyrir lands­menn.

Sam­kvæmt stefn­unni er mik­il­væg aðgerð á þessu sviði að íbúum á lands­byggð­inni verði gert kleift að nýta sér betur inn­an­lands­flugið með kostn­að­ar­þátt­t­öku hins opin­bera. Er þá átt við að hið opin­bera nið­ur­greiði far­gjöld til fólks sem býr fjarri höf­uð­borg­ar­svæð­inu og auð­velda þeim þannig að sækja þangað mið­læga þjón­ustu með hag­kvæmum og skil­virkum hætti.

Auglýsing

70.000 fleiri far­þegar

Sam­kvæmt stefn­unni er mark­miðið að árið 2024 verði fjöldi far­þega sem ferð­ast með inn­an­lands­flug 440 þús­und. Árið 2018 voru far­þeg­arnir 368.600 og þarf því far­þegum að fjölga um tæp­lega 20 pró­sent á næstu árum. 

Á síð­asta ára­tug hefur far­þegum í inn­an­lands­flugi hins vegar fækkað um 20 pró­sent og út­lit er fyrir því að í ár verði aftur fækkun milli ára. Í græn­bók ráð­herra frá því í sumar kemur fram að sveifl­­ur í far­þega­fjölda í inn­­an­lands­flugi megi rekja til nokk­­urra þátta. 

Þar á meðal hafi álög á inn­­an­lands­flug auk­ist á síð­­­ustu árum en á tíma­bil­inu 2009 til 2013 þre­­föld­uð­ust álögur vegna hækk­­ana á lend­ing­­ar­­gjöld­um, kolefn­is­skatti og flug­­­leið­­sög­u­gjald­i. Þeim kostn­að­­ar­auka hefur verið velt út í verð­lag en rann­­sóknir sýna að verð­­teygni í flug er um 0,5 til 1,0 sem þýðir að með 10 pró­­sent verð­hækkun verður 5 til 10 pró­­sent fækkun í fjölda far­þega, svo dæmi sé tek­ið. 

Á vor­mán­uðum 2019 lýstu stjórnendur Icelandair því yfir að rekstur Air Iceland Conn­ect væri mjög erf­iður og skoða þyrfti allar leiðir til að bæta hann. Önnur flug­­­félög í inn­­an­lands­flug­­rekstri hafa einnig átt í erf­ið­­leikum og í græn­bók­inni segir að ljóst sé að rekstr­­ar­um­hverfi þeirra sé erfitt.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vilja að þú fáir þér ís með Netflix áhorfinu
Netflix og ísframleiðandinn Ben & Jerry's hafa tekið höndum saman. Þau vilja að fólk fá sér ís með Netflix áhorfinu.
Kjarninn 19. janúar 2020
Íslendingar, náttúra, hálendi og hreindýr
Jakob S. Jónsson fjallar um Öræfahjörðina, sögu hreindýra á Íslandi.
Kjarninn 19. janúar 2020
Arnheiður Jóhannsdóttir
Sjálfbær uppbygging ferðaþjónustu á landinu öllu
Kjarninn 19. janúar 2020
Seðlabankinn greip tólf sinnum inn í gjaldeyrismarkaðinn í fyrra
Gjaldeyrisvaraforði Seðlabanka Íslands var orðinn 822 milljarðar króna í lok árs 2019. Alls lækkaði gengi krónunnar um 3,1 prósent og Seðlabankinn greip nokkrum sinnum inn í til að stilla af kúrs hennar í fyrra.
Kjarninn 19. janúar 2020
Ævintýri Harrys og Meghan: Valdi prinsessuna fram yfir konungsríkið
Þau voru dýrkuð og dáð. Hundelt og áreitt. Loks fengu þau nóg. Margt í sögu Harrys Bretaprins og Meghan Markle rímar við stef úr Grimms-ævintýrum. En þetta er ekki leikur heldur lífið, sagði prinsinn er hann óttaðist um líf konu sinnar.
Kjarninn 19. janúar 2020
Ertu örugglega danskur ríkisborgari?
Hann er sjötugur arkitekt, hefur frá barnsaldri búið í Danmörku, aldrei komist í kast við lögin og ætíð átt danskt vegabréf. Nú á hann á hættu að verða vísað frá Danmörku.
Kjarninn 19. janúar 2020
Hvenær við borðum hefur áhrif á heilsufar okkar
Hlutfall einstaklinga sem glíma við offitu í Bandaríkjunum hefur farið úr 15 í 40 prósent á rúmum 40 árum. Að vaka og borða þegar fólk ætti frekar að sofa gæti haft meiri áhrif á þyngd en það að borða óhollan mat á matmálstíma.
Kjarninn 18. janúar 2020
Misbrestasamur meistari
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Meistarann og Margarítu sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu.
Kjarninn 18. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent