Vilja fjölga farþegum í innanlandsflugi um fimmtung

Stjórnvöld ætla sér að bæta grundvöll innanlandsflug hér á landi og er markmiðið að fjöldi farþega með innanlandsflugi verði 440 þúsund árið 2024 en það er rúmlega 70.000 fleiri farþegar en árið 2018.

flugfelag_islands_fokker_isafjordur_2017.jpg
Auglýsing

Fjölga á far­þegum í inn­an­lands­flugi um fimmt­ung fyrir árið 2024 sam­kvæmt nýrri aðgerða­á­ætlun sam­göngu­ráð­herra. Á síð­asta ára­tug hefur far­þegum í inn­­an­lands­flugi fækkað um fimmt­ung og tekjur flug­­­fé­lag­anna tveggja ekki staðið undir kostn­aði. Stjórn­völd stefna að því að styrkja grund­völl inn­an­lands, meðal ann­ars með því að ­nið­ur­greiði far­gjöld til fólks sem býr fjarri höf­uð­borg­ar­svæð­inu 

Fyrsta flug­stefna stjórn­valda

Í síð­ustu viku kynnti Sig­urður Ingi Jóhanns­son, sam­göngu- og sveita­stjórn­ar­ráð­herra fyrstu flug­stefnu Íslands. Heild­stæð flug­stefna er liður í stefnu­mörkun sam­göngu­á­ætl­unar en Sig­urður Ingi kynnti sam­hliða flug­stefn­unni end­ur­skoð­aða sam­göngu­á­ætlun fyrir tíma­bilið 2020 til 2034. 

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra. Mynd:Bára Huld BeckÍ nýju flug­stefn­unni eru meðal ann­ars kynntar aðgerðir sem miða að því að styrkja grund­völl inn­an­lands­flugs, bæta sam­þætt­ingu þess við aðra hluta sam­göngu­kerf­is­ins, þar með talið milli­landa­flug, og gera það þannig að raun­hæfum og skil­virkum kosti fyrir lands­menn.

Sam­kvæmt stefn­unni er mik­il­væg aðgerð á þessu sviði að íbúum á lands­byggð­inni verði gert kleift að nýta sér betur inn­an­lands­flugið með kostn­að­ar­þátt­t­öku hins opin­bera. Er þá átt við að hið opin­bera nið­ur­greiði far­gjöld til fólks sem býr fjarri höf­uð­borg­ar­svæð­inu og auð­velda þeim þannig að sækja þangað mið­læga þjón­ustu með hag­kvæmum og skil­virkum hætti.

Auglýsing

70.000 fleiri far­þegar

Sam­kvæmt stefn­unni er mark­miðið að árið 2024 verði fjöldi far­þega sem ferð­ast með inn­an­lands­flug 440 þús­und. Árið 2018 voru far­þeg­arnir 368.600 og þarf því far­þegum að fjölga um tæp­lega 20 pró­sent á næstu árum. 

Á síð­asta ára­tug hefur far­þegum í inn­an­lands­flugi hins vegar fækkað um 20 pró­sent og út­lit er fyrir því að í ár verði aftur fækkun milli ára. Í græn­bók ráð­herra frá því í sumar kemur fram að sveifl­­ur í far­þega­fjölda í inn­­an­lands­flugi megi rekja til nokk­­urra þátta. 

Þar á meðal hafi álög á inn­­an­lands­flug auk­ist á síð­­­ustu árum en á tíma­bil­inu 2009 til 2013 þre­­föld­uð­ust álögur vegna hækk­­ana á lend­ing­­ar­­gjöld­um, kolefn­is­skatti og flug­­­leið­­sög­u­gjald­i. Þeim kostn­að­­ar­auka hefur verið velt út í verð­lag en rann­­sóknir sýna að verð­­teygni í flug er um 0,5 til 1,0 sem þýðir að með 10 pró­­sent verð­hækkun verður 5 til 10 pró­­sent fækkun í fjölda far­þega, svo dæmi sé tek­ið. 

Á vor­mán­uðum 2019 lýstu stjórnendur Icelandair því yfir að rekstur Air Iceland Conn­ect væri mjög erf­iður og skoða þyrfti allar leiðir til að bæta hann. Önnur flug­­­félög í inn­­an­lands­flug­­rekstri hafa einnig átt í erf­ið­­leikum og í græn­bók­inni segir að ljóst sé að rekstr­­ar­um­hverfi þeirra sé erfitt.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fasteignamarkaðurinn að taka aftur við sér
Fasteignaverð tók kipp í októbermánuði og hækkaði vísitala markaðarins um 0,5 prósent frá því mánuðinn á undan.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Þjóðskrá afhendir upplýsingar um meðlimi í trú- og lífsskoðunarfélögum
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál mat það svo að netföng væru ekki viðkæmar persónuupplýsingar.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.
SFS segjast gera kröfu til sjávarútvegsins um að starfa heiðarlega og löglega
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segjast vilja vera fyrirmynd og í fremstu röð í heiminum þegar kemur að sjávarútvegi. Þau ætla að styðja stjórnvöld í aðgerðum sínum sem eru tilkomnar vegna Samherjamálsins.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristbjörn Árnason
Enn einu sinni springur kapítalisminn í loft upp á græðginni og siðleysinu
Leslistinn 19. nóvember 2019
Árni M. Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.
Fyrrverandi ráðherra á meðal stjórnenda stofnunar sem gerir úttekt á útgerðum
Árni Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, er aðstoðarframkvæmdastjóri fiskveiðisviðs stofnunarinnar sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, hefur falið að gera úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
FAO vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra mun hafa frumkvæði að því Alþjóðamatvælastofnunin vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Björgólfur úr stjórn Sjóvá „vegna anna“
Björgólfur Jóhannsson hefur ákveðið að víkja tímabundið úr stjórn Sjóvá. Hann var stjórnarformaður félagsins. Björgólfur tók nýverið við forstjórastöðunni hjá Samherja.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Julian Assange
Rannsókn gegn Assange felld niður
Samkvæmt WikiLeaks hefur rannsókn á hendur Julian Assange verið felld niður. Ritstjóri miðilsins, Kristinn Hrafnsson, segir að um réttarfarsskandal sé að ræða.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent